Alþýðublaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 15. desember 1993 TÍMAMÓT & LEIKHÚS ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13 Samningurinn um EES tekur gildi l.janúar 1994 Myndar mikilvægasta efnahagssvæði heims Samningurínn um Evr- ópska efnahagssvæðið, EES, var samþykktur á fundi ráð- herraráðs Evrópusambands- ins á mánudaginn. Aður höfðu öll aðildarríki Evrópu- sambandsins og EFTA nema Sviss staðfest hann. Sam- þykkt ráðherraráðsins er síð- asti áfanginn í fullgildingar- ferli EES og tekur samning- urínn gildi 1. janúar 1994. Gildistaka samningsins markar tímamót í sögu Evrópu. Með tilkomu Evrópska efna- hagssvæðisins verða Evrópu- sambandið (ES) og aðildamki þess og EFTA-ríkin umfangs- mesta og mikilvægasta efnhags- svæði í heimi. Það nær til 18 ríkja og gerir rúmlega 370 millj- ónum borgumm álfunnar kleift, með auknu samstarfí, að öðlast betri lífskjör og hafa aukin áhrif á alþjóðavettvangi. Markmið EES-samningsins er að koma á sameiginlegum reglum, jöfnum samkeppnis- skilyrðum og tryggja leiðir, þar með taldar lagalegar til að fram- fylgja þeim. Tollar á iðnaðarvörur féllu niður með ftíverslunarsamningi Islands við Efnahagsbandalagið 1972, en EES-samningurinn ryður burt öðmm hindmnum. Sérstaklega má nefna: Bann við magntakmörkunum og öðmm aðgerðum, sem hafa sömu áhrif; bættar uppmnareglur sem tryggja að vamingur sem nýtir hráefhi úr mörgum EES-lönd- um heldur EES-uppmna og tollafríðindum og afnám mis- munar einokunar- og einkasölu- fyrirtækja. Ekki verður heimilt að grípa til undirboðstolla innan EES, tæknilegar viðskipta- hindranir verða afnumdar og landamæraeftirlit verður ein- faldað. Komið verður á einum markaði um opinber útboð og greitt er fyrir viðskiptum með unnar landbúnaðarafurðir. Tollar upp á 1,5 milljarð falla niður Mikilvægar breytingar verða á innflutningstollum Evrópu- bandalagsins fyrir sjávarafurðir. Aætlað er að um tveggja millj- arða króna tollur hafí verið lagður árlega á íslenskar sjávar- afúrðir í innflumingi til ES und- anfarið. Miðað við sambærileg- ar útflutningstölur árið 1994 mun þessi tala verða um 450 milljónir króna á næsta ári, sem þýðir um 1,5 miUjarða króna lækkun á ári. Meðal annars verður tollur felldur niður á þorski, ýsu, ufsa, lúðu og grá- lúðu, hvort sem um er að ræða ffysta eða ferska afúrð, til dæm- is fellur niður 18% tollur á fersk flök. Tollur á saltfískflökum og söltuðum flöttum þorski verður einnig felldur niður. Jafnffamt lækka tollar á fíestum öðrum sjávarafurðum um 70% í fimm áföngum. Fyrsta áfangalækk- unin, 14%, átti að taka gildi 1. janúar á þessu ári og önnur 1. janúar 1994. Þótt gildistaka EES- samningsins hafi dregist á það ekki að hafa áhrif á þessa tímaáætlun. Samkvæmt þessu munu toUar lækka um næstu áramót um 28%. Við það mun til dæmis tollur á fersk karfaflök lækka úr 18% í 13% 1. janúar næstkomandi en verður 5,4% í lok aðlögunartímans. Skipti á veiðiheimildum Tvíhliða samningur um land- búnaðarmál gekk í gildi 15. apr- íl síðastliðinn og tvíhliða samn- ingur um fiskveiðimál tekur gildi um áramót. Samkvæmt samningnum um fiskveiðimál verða skipti á veiðiheimildum þannig að skip Evrópusam- bandsins fá úthlutað veiðiheim- ildum í efnahagslögsögu fs- Iands sem nemur 3.000 tonnum af karfa, en enginn þorskur verður leyfður í aukaafla. fsland fær á móti 30.000 tonn af loðnu, en verði ekki leyfðar loðnuveið- ar á einhverri vertíð vegna slæms ástands stofnsins mun Evrópusambandið ekki fá nein- ar karfaveiðiheimildir á Island- smiðum. Akvæði eru um hve- nær árs má veiða, hvað beri að gera bregðist afli, hvemig staðið skuh að veiðiferðum, íjölda skipa að veiðum hveiju sinni og um íslenska eftirlitsmenn um borð í skipum Evrópusam- bandsins. Frjálsir flutningar milli landa Ríkisborgurum EES-ríkja verður frjálst að flytja á milli landa og leita sér vinnu hvar sem er á EES-svæðinu en dval- arleyfi fæst aðeins ef viðkom- andi fær vinnu. Ekki má mis- muna fólki vegna þjóðemis við ráðningu, þóknun eða önnur skilyrði, og öllu launafólki verður gert kleift að njóta al- mannatrygginga á jafnréttis- gmndvelli. Einstaklingar og fyrirtæki hvaða EES-ríkis sem er mega stofnsetja fyrirtæki, umboðsskrifstofur, útibú, og svo framvegis og vera sjálfstætt starfandi hvar sem er innan EES. Heimilt verður að bjóða fram þjónustu hvar sem er á svæðinu. Grundvallarreglan fyrir fjár- magnsþjónustu er sú að eitt starfsleyfi nægi fýrir lánastofn- anir á öllu EES og heimaríkið verður ábyrgt fyrir því að fylgj- ast með starfsemi lánastofnana frá sínu ríki hvar sem þær hafa starfsemi sína innan EES. Samningurinn nær einnig til verðbréfaviðskipta. Hagsmunir fjárfcsta em tryggðir með ströngum reglum um lágmarks- fjárhæð og upplýsingaskyldu fyrirtækja sem skráð em á opin- bem verðbréfaþingi. Samning- urinn nær einnig til trygginga, þar með talið líftrygginga, ann- arra trygginga og bflatrygginga, og felur í sér ákvæði um fjar- skipti og sjónarps- og upplýs- ingaþjónustu. Eigjnlöggjöf um ijarlesiingar EES-samningurinn gerir ráð fyrir umfangsmiklum ramma fyrir fjármagnshreyfingar, bein- ar og óbeinar fjárfestingar milli landa, lánastarfsemi milli landa og fleira án mismununar vegna þjóðemis. Landslög um fjá- magnshreyfingar gilda jafnt um aðila með erlent ríkisfang, en em búsettir í landinu, sem og ríkisborgara. ísland getur hins vegar haldið eigin löggjöf um fjárfestingar og rétt til að starf- rækja fyrirtæki í sjávarútvegi. Jafhffamt fjórfrelsinu gerir EES-samningurinn ráð fyrir víðtækari samvinnu um til dæmis félagsmál, neytenda- vemd, umhverfismál, hagtölu- gerð, fyrirtækjaráðgjöf og þátt- töku EFTA- ríkjanna í ramma- áætlunum, verkefnum og öðr- um aðgerðum Evrópusam- bandsins á sviði rannsókna og tækniþróunar, menntunar og þjálfunar, æskulýðsmála, mál- efna sem tengjast umhverfis- vemd, félagsmála og ncytencJi^ vemdar, lítilla og meðalstórra fyrirtækja, ferðamannaþjón- ustu, hljóðvarps og sjónvarps og almannavama. Jólaleikrit Þjóðleikhússins ÞRÍR LITHÁAR STÝRA UPPFÆRSLU MÁVSINS Þessi mynd var tekin á dögunum þegar unnið var að uppsetningu Mávs- ins í Þjóðleikhúsinu. Vytautas Narbutas yst til vinstri, síðan Kimas Tum- inas, Icikstjóri, Asdís Þórhallsdóttir, aðstoðarieikstjóri, og lcikhópurinn mcð margar heLstu stjörnur jslcnskrar lciklistar. ÞRÍR af færustu leikhús- mönnum Litháens hafa komið til liðs við Þjóðleikhúsið vegna uppfærslu á jólaleikriti húss- ins, Mávinum eftir Anton Tshékhof. Þetta eru þeir Rim- as Tuminas, lcikstjóri, Vytaut- as Narbutas, leikmynda- og búningateiknari, og tónskáld- ið Faustas Latenas. Þessir listamenn eru nú hing- að komnir og stjóma jólaleikrit- inu, sem verður flutt í nýrri þýð- ingu Ingibjargar Haraldsdóttur. Allir em hinir lithásku lista- menn í fremstu röð, hver á sínu sviði. Tuminas er listrænn stjómandi Litla leikhússins í Vilnius og jafnframt mikilvirkur leikstjóri. Nýverið hefur hann sett á svið Galfleó eftir Brecht og Kirsubeijagarðinn eftir Tshék- hof, sýning sem vakti mikla at- hygli víða á Norðurlöndum. Narbutas hefur mikið starfað með Tuminas, nú síðast við sviðsetningu á Galfleó. Latenas hefur starfað við leikhús í Lithá- en um áraraðir og samið tónlist við meira en 120 leikrit. Hefur hann hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir verk sín. Ásdís Þórhallsdóttir er að- stoðarleikstjóri og hefur verið túlkur á æfmgum, en hún stund- aði leikstjómamám í Moskvu. Með helstu hlutverk í Mávin- um fara þau Anna Kristín Am- grímsdóttir, Baltasar Konnákur, Jóhann Sigurðarson, Halldóra Bjömsdóttir, Erlingur Gfslason, Hjalti Rögnvaldsson, Gunnar Eyjólfsson, Róbert Amfinnsson, Edda Amljótsdóttir og Guðrún Gfsladóttir. Kuldaúlpur kr. 2.990,- GUjóllg Sendum í póstkröfu. Opið sunnudag kl. 12-17 YERO JViODA Laugavegi 81, s. 21444. Kringlunni, s. 686244. Litin Grænn, blár, Ijós og rauður. Stærðir: S, M, L.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.