Alþýðublaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 15. desember 1993 NEYTENDUR, SKAGINN & BJARTSÝNI ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Neytendasamtökin vara við blekkjandi upplýsingum verslana um afborgunarverð Odýrara að borga hlutinn út í hönd Ekkert út og restin á 24 mánuðum! - verslanir með gylliboð freista, en afborganir kosta mikið fé. Besta leiðin cr að safna fyrir hlutunum og borga út í hönd - gegn góðum afslætti. Teikning: Sigurður Valur-Neytendablaðið Lög urn neytendalán eru ekki farin að virka sem skyldi í verslunum þar sem boðið er upp á afborgunarkaup, segir Neytendablaðið. Kaupmenn kvarta og segja lögin óljós og ill- framkvæmanleg og að yfirvöld hafi enga til- raun gert til þess að leiðbeina um fram- kvæmd laganna. Neytendablaðið birtir raunveruieg og nýleg dænti um kaup gegn af- borgunum. Dæmi er tekið af þvottavé) sem kostar 96.369 krónur í staðgreiðslu. Afborgun- arverðið er sagt 105.600 krónur í versluninni, rúmlega 9 þúsund krón- ur kostar að fá hlutinn lánaðan í sex mánuði, útborgun engin. Blaðið segir að afborgunar- verðið sé þó fjarri öllu lagi, þvottavélin verður dýrari en þetta. I rauninni kostar þvottavélin 113.694 krónur gegn áðumefnd- um afborgunarkjörum. Fjármagnskostnaður kaupandans er þvf 17.325 krónur á aðeins hálfu ári. í versluninni hefur kaupmaðurinn að- eins reiknað sín gjöld vegna lántökunnar, en sést yftr lántökugjöld, vexti, greiðsluseðla, gerð skuldabréfs og fleira. Því má bæta við að komi fólk í verslun nteð staðgreiðslu fæst iðu- lega góður afsláttur, 5 til 10% ef fólk kann að prútta. Kaupmaðurinn sér yfirleitt hag í að gera út um kaupin þegar hann sér trygga stað- greiðslu. Ef gert er ráð fyrir 5% afslætti af hlutnum, í þessu tilviki þvottavélin á 96.369 þýðir það að vélin lækk- ar um 4.818 krónur og kostar þá 91.551 krónu. Hin aðferðin, að fá hlut- inn og borga á hálfu ári, er því hvorki meira né minna en 22.143 krón- um dýrari en stað- greiðslan. Það er því ljóst að það borgar sig að eiga fyrir því sem kaupa skal. Stundum getur verið betra bíða, að leggja fyrir og kaupa seipna. I Neytendablaðinu er tekið dæmi af manni sem fór í verslun í októ- ber og keypti litasjón- varp. Tilgreint „afborg- unarverð" var 109.950 krónur. Maðurinn keypti sjónvarpstækið með afborgunum til 18 mánaða með jafnmörg- um gjalddögum. Verslunin var illa í stakk búin með upplýs- ingar um hin nýju lög um neytendalán sem þá höfðu tekið gildi. Samd- ist svo um að maðurinn fékk nótu fyrir kaupun- um og skyldu nánari upplýsingar sendar í pósti síðar, þegar málin skýrðust. A nótunni seg- ir að verð tækisins sé 109.950 krónur, auk þess er tilgreindur kostnaður, 2.199 krón- ur. Þegar verslunin hafði reiknað allan kostnað kom í Ijós að verðið á tækinu var ekki 109.950 krónur eins og „afborg- unarverðið“ var tilgreint í búðinni. Verðið var nefnilega 129.149 krón- ur. Kaupandinn vissi að tækið yrði dýrara en á nótu hans stóð. En hon- um varð hinsvegar ekki um sel þegar hann sá að fjármagnskostnaður hans af kaupunum var korninn í rétt um 20 þús- und krónur. Maðurinn vildi rifta samningnum, en verslunin kom til móts við hann og felldi niður stóran hluta kostn- aðarins. Bifreiðaskoðun áfram á Skaganum * - Bifreiðaskoðun Islands dregur til baka ákvörðun um að loka skoðunarstöðinni á Akranesi Akurnesingar munu áfram njóta þjónustu Bifreiðaskoðunar íslands, en þurfa ekki að aka til Borgarness til að láta skoða bfla sína, eins og til stóð. Þetta kemur fram í bréfi frá Karli Ragnars, forstjóra Bifreiða- skoðunar Islands til Gísla Gíslasonar, bæjarstjóra á Akranesi, í fyrra- dag. „Eg var ekki nema hæftlega bjartsýnn á að ákvörðuninni um að loka skoð- unarstöðinni hér á Akranesi yrði snúið til baka. Nú hefur það verið gert og að sjálfsögðu eru bæjarbúar allir afar ánægðir með þá niðurstöðu“, sagði Gísli Gíslason, bæjarstjóri, í samtali við Alþýðublaðið í gær. Hann sagði að kostn- aður Akumesinga vegna aksturs í Borgames hefði orðið 12 milljónir króna í það minnsta. Karl Ragnars segir í bréfi sínu til bæjarstjóra að Bifreiðaskoðun hefði vit- að af vilja heimamanna að koma á fót skoðunarstöð á Akranesi. Bifreiða- skoðun teldi eðlilegt að rýma fyrir slrku framtaki. Því hefði staðið til að loka á Akranesi, enda teldi fyrirtækið samkeppni æskilega. Hinsvegar hefði orð- ið vart við megna óánægju bæjarbúa, gagnstætt því sem ætlast var til, auk þess sem svo virtist sem stofnun skoðunarstöðvar á vegum Ólafs Óskarsson- ar, bifvélavirkja, og fleiri Akumesinga, virtist ekki lengur í myndinni. Járnblendifélagið á Grundartanga - BJARTSÝNI Starfsmönnum þakkaður góður órangur í rekstri Stjórn íslenska járnblendifélagsins hf. á Grundartanga hefur ályktað um þann góða árangur sem náðst hefur undanfarið við að koma rekstri fyrirtækisins á réttan kjöl og þann áfangasigur sem í því felst. Starfsliði járnblendisins er þakkaður hlutur þess í þeirri aðgerð. Eftir skelftleg tapár í rekstri tókst að snúa hjólinu við og nú lítur út fyrir að hagnaður verði af rekstrinum á Gmndartanga, trúlega á bilinu 70-100 millj- ónir króna á þessu ári. Auk þess hafa skuldir upp á nærri 200 milljónir verið greiddar. Að baki þessum árangri er ýmiskonar hagræðing og aðgerðir af ýmsu tagi. Tekist hefur að lækka hráefnakostnað um 120 milljónir, afsláttur af orku- verði skilar nærri 150 milljónum, lækkun launa- og starfsmannakostnaðar röskum 90 milljónum króna og annars konar kostnaðarlækkanir metnar á 30 milljónir. Auk þessarar lækkunar á kosmaði upp á 390 milljónir hafa afurðir fyrir- tækisins á erlendum mörkuðum hækkað í verði eins og kunnugt er. Þeir í jámblendinu horfa fram á veg og em að vonum bjartsýnir. Gert er ráð fyrir mun betri afkomu á næsta ári, talað er um hagnað allt að 350 milljónum króna, að mestu vegna hærra verðlags á afurðum. Stafar sú hækkun einkurn af vemdaraðgerðum fyrir þennan iðnað í Bandaríkjunum og Evrópubanda- laginu. Sá gmnnur verður að teljast ótraustur, en kemur jámblendifélaginu að gagni að óbreyttu. Niðurgreiðsla skulda á næsta ári á að nema 400 milljónum króna. Endurljármögnun íslenska jámblendifélagsins hf. er nú lokið. Auk hlut- hafa, sem lögðu félaginu til nýtt hlutafé, veittu Landsbanki íslands, Iðnþró- unarsjóður og að hluta til Norræni fjárfcstingarbankinn þá fyrirgreiðslu, sem þurfti til að endurgreiðslubyrði lána yrði fyrirtækinu viðráðanleg og rekstrar- fé nægilegt til framhaldandi rekstrar. Jólagjöf jeppamannsins fæst hjá Vagnhöfða23 • Póstnúmer: 112 Reykjavík • Sími 91-685825

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.