Alþýðublaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 15. desember 1993_ _________________MÓTMÆU, HÚMANISTAR & SUJ Geðverndarfélag Islands - gagnrýnir minnkandi framlag ríkissjóðs til Geðdeildar Landspítalans ALÞÝÐUBLAÐIÐ 15 ^5) SJÚKRAHÚS SUÐURLANDS v/Árveg - 800 SeKoss - Pósthól! 241 - Sími 98-21300 Félagsráðgjafi sjúklingaskatti Jón G. Stefánsson, geðlækn- ir, formaður Geðverndarfélags íslands segir að heilbrigðisráð- herra „ráðist enn á garðinn þar sem hann er lægstur“, þegar hann ætli að lækka framlag til geðdeildar Landspítaians um 18 milljónir á næsta ári. Gert er ráð fyrir að spítalanum sé heimilað að innheimta samtals 5 milljónir króna af sjúklingum sem leggjast inn á deildina. Bendir Jón á að á yfirstandandi ári hafi framlögin verið lækkuð um 13 milljónir og enn sé vegið í sama knérunn. Jón bendir á að geti sjúklingar ekki greitt fyrir meðferðina fáist hallinn sem verður af þeim sök- um ekki bættur, samkvæmt bréfi sem borist hafi frá ráðherra. Sam- kvæmt íjárlagafrumvarpinu sé ætlunin að loka vistheimilinu í Gunnarsholti og draga saman rekstur annarra „áfengisdeilda" Landspítalans, svo að útgjöld þeirra lækki um 13 milljónir. „I ofangreindri tillögu og bréfi felst slík ósvinna og skilnings- leysi á eðli sjúkleika þeirra sem til geðdeildarinnar leita, að stjóm Geðvemdarfélags íslands sér sig tilneytt til að mótmæla aðför ráð- herrans að gmndvallaratriði vel- ferðarkerfisins, jafnrétti sjúklinga til að fá bestu fáanlega meðferð án tillits til kynferðis, aldurs, efnahags eða sjúkdóms og niður- skurði á framlögum til meðferðar geðsjúkra", segir í áskomn fé- lagsins til alþingismanna að hafna tillögu þessari um sjúklingaskatt. Bent er á að um þrír fjórðu hlutar sjúklinga sem leggjast inn á deildir ætlaðar vímuefnaneyt- endum hafi aðra geðsjúkdóma jafnframt. Á geðdeild verði með- ferð fíknisjúkdómsins ekki að- skilin frá meðferð annarra sjúk- dóma, sem sami sjúklingur er haldinn. Það sé því út í hött að ætla sjúklingum þar að greiða sér- staklega fyrir „áfengismeðferð" „Flestir sjúklingar sem leggjast inn á fíknimeðferðarskor geð- deildar Landspítalans þurfa ekki síður á að halda meðferð sem veitt er í öðmm skorom deildar- innar og munu vafalaust leita þangað í auknum mæli, ef starf- semi fíkniefnaskorarinnar minnk- ar og þeir þuifa að borga fyrir meðferð þar“, segir Jón. Flokkur mannsins fær nýtt nafn - Húmanistaflokkurinn Á þessu ári lagði formaður Flokks mannsins, Pétur Guðjónsson, af embætti for- manns flokksins. Nú hefur verið tilkynnt að Flokkur mannsins breytir um nafn og heitir nú því erlenda nafni, Húmanistaflokkur- inn, sem mun útleggjast á ís- lensku sem Mannvinaflokk- urinn. Á nýafstöðnum landsfundi Flokks mannsins voru sam- þykktar róttækar breytingar á skipulagi flokksins og starfs- háttum. Þar var ennfremur ákveðið að vinna að framboði flokksins í komandi kosning- um. Meðal breytinga, auk nafn- breytingar, má nefna að Húm- anistaflokkurinn hefur engan formann eins og títt er. Hins- vegar er Kristín Sævarsdóttir, talsmaður Húmanistaflokks- ins. Flokkurinn heldur blaða- mannafund í dag þar sem nán- ar verður greint frá starfsem- inni. PÉTUR GUÐJÓNSSON: Lagði niður formannsembættið í Flokki mannsins og nú breytir flokkurinn um nafn og heitir hcrmeð Húman- istaflokkurinn. CJngir jafnaðarmenn takið eftir! Pá fcr að líða að JÓLfiGLÖGGINa... SGJ-arar aztla að hittast í filþýðuhúsinu, Hvcrfisgötu 8-10, II. hccð, föstudaginn 17. dcscmbcr klukkan 20.30. Síðar um kvöldið munum við heilsa upp á gamlingjana í flokknum, en þcir verða líklcga með jálaglögg í Rásinni sama kvöld. En þangað förum við ekki fyrr en við höfum keypt okkur fáein bj.eða fáein glögggl.. á kreppuverðlagi til að styrkja gáðan málstað: Baráttu ungra jafnaðarmanna fyrir réttlátara þjáðfélagi og gleði öllum til handa. Og svo. gott ungt jafnaðarfálk, eru gestir EINSTffiKLEGfl velkomnir. Samkvazmt fornri hefð fazr allt kvenfálk fyrsta glö..bollann ákeypis. Með kveðju, jálasveinninn! Auglýst er til umsóknar staða félagsráðgjafa við Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi. Um er að ræða hlutastarf. Umsóknarfrestur er til 31. desember nk. Staðan veitist frá 10. janúar 1994 eða síðar eftir samkomulagi. Upplýsingar um starfið veitir Grétar Sigurbergsson, yfir- læknir í geðlækningum við Sjúkrahús Suðurlands, í síma 98-21300. Róbert - ævisaga listamanns skráð af Eðvarð Ingólfssyni Einn dó&asti leikari okkar segir hér frá mörgu athyglisverðu og skemmtilegu innan leiksviðs og utan, hérlendis og í V-Þýskalandi; uppvaxtarárunum á Eskifirði, rómantík og síldarævintýrum í Hrísey, ó Siglufirði og Raufarhöfn, harmóníkuleik í áratugi, hálfbróður sínum og móðurfólki sem var lokað inni í A-Þýskalandi og raunum sínum þegar hann eignaðist son sem var öðruvísi af Guði gerður en önnur börn. Róbert - ævisaga listamanns - er bók sem lætur engan ósnortinn. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram þrettándi útdráttur húsbréfa í 1. flokki 1989, tíundi útdráttur í 1. flokki 1990, níundi útdráttur í 2. flokki 1990, sjöundi útdráttur í 2. flokki 1991 og annar útdráttur í 3. flokki 1992. Koma þessi bréf til innlausnar 15. febrúar 1994. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði og í Degi miðvikudaginn 15. nóvember. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Cxh HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEUD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 69 69 00 Alþýðublaðið sími 62-55-66

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.