Alþýðublaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 1
Fjölmargir læknar í fullu starfi margfalda laun sín með aukaverkum Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra œtlar að skipa starfshóp til að gera tillögur um skýrar og afdráttarlausar reglur um störflœkna á sjúkrastofnunum - Markmiðið er að einfalda kerfið og gera það skilvirkara þannig að þjónustan batni og kostnaður lœkki Úttekt Ríkisendurskoðunar á greiðslum til lœkna GUÐMUNDUR ÁRNI á blaðamannafundi í gærdag ásamt Guðjóni Magnússyni lækni og ráðu- ney tisstjóra Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason „I'að kemur frarn í skýrslu Ríkisendurskoð- unar að í mörgum tilfell- um eru læknar í 100% starfi á stofnun en engu að síður eru laun fyrir það aðeins hluti heildarlauna viðkomandi. Dæmi eru um að læknar taki laun frá 11 aðilum. Það kemur nokkuð á óvart að læknar skuli vera í vinnu á svo mörgum stöðum og brýnt að taka á þessum málum. Ég mun strax skipa starfs- hóp til að fara nánar í nið- urstöður skýrslunnar og gera tillögur um skýrar og afdráttarlausar reglur urn störf lækna á sjúkrastofn- unum og grípa til aðgerða í kjölfarið. Það er til hags- bóta fyrir alla að gera þetta kerfi einfaldara og skilvirkara þannig að þjónustan batni og kostn- aður Iækki,“ sagði Guð- mundur Arni Stefánsson heilbrigðisráðherra á fundi með fréttamönnum í gær. Á fundinum var lögð fram skýrsla Ríkisendurskoðunar um greiðslur opinberra aðila og fleiri til lækna á árinu 1992. ~Skýrslan var unnin að beiðni Guðmundar Árna Stefánsson heilbrigðisráðherra. Hann sagði að ástæður beiðninnar væru meðal annars fullyrðingar gegnum tíðina þess efnis að læknar væru í fullu starfi á spítölum og heilsugæslustöðv- um en væru á sama tíma í störf- um annars staðar. Þetta hefði hann viljað fá kortlagt. Dæmi í skýrslunni sýna að einstakir læknar þiggja.laun á mörgum stöðum. Laun á aðalvinnustöð- um sem hlutfall af heildarlaun- um er mjög mismunandi eða allt frá 20%. Dæmi er um lækni í 100% starfi á sjúkrahúsi sem fær þar 3,2 milljónir í laun en hafi í heildarlaun 10,5 milljón- ir. Úttekt Ríkisendurskoðunar náði til allra lækna sem þiggja greiðslur frá ríkissjóði eða frá stofnunum sem fengu fjárfram- lög úr honum 1992. Könnunin nær því til allra lækna sem starfa á sjúkrastofnunum, heilsugæslustöðvum, sjálfstætt starfandi lækna (fyrirtækja í læknaþjónustu) og embættis- lækna. Óeðlilega há laun Upplýsingar í skýrslunni ná til 854 starfandi lækna sem þáðu samtals 4,3 milljarða króna í heildargreiðslur í fyrra. Eftir að búið er að taka tillit til endurgreidds kostnaðar standa eftir 3,6 milljarðar króna sem þýða 4,2 milljónir í meðallaun eða 350 þúsund krónur á mán- uði að meðaltali. Hins vegar eru margir læknar langt fyrir ofan þetta meðaltal í launum. I skýrslu Ríkisendurskoðunar segir orðrétt á einum stað: „Þá telur stofnunin að í mörgum tilvikum þar sem læknar gegna aðalstarfi inn á sjúkrastofnun séu laun þeirra utan stofnunar óeðlilega há. Þetta vekur upp spumingar um ábyrgð og eftirlit stjómenda viðkomandi sjúkrastofnana." í skýrslunni segir einnig að þegar á heildina sé litið sé launa-og gjaldskrárkerfi lækna flókið og margbrotið og því hafi heilbrigðisyfirvöld skort nauðsynlega heildaryfirsýn lil að sittna stjómunar- og eftirlits- skyidu sinni með þessum út- gjaldaþætti. Aðalstarf - gefur minnst Af dæmum um heildarlaun lækna í skýrslunni má sjá að í mörgum tilvikum em laun lækna fyrir 100% starf á stofn- un aðeins lítill hluti heildar- launa. Læknar sem em í fullu starfi á sjúkarhúsuin hafa leyfi til að starfa allt að níu klukku- stundir utan sjúkrahúsa á viku án leyfis. Þegar Iitið er á auka- tekjur ýmissa lækna sem em í fullu starfi á sjúkrahúsum mætti ætla að þeir væru að störfum nánast allan sólarhringinn. Nefna má dæmi úr skýrsl- unni um lækni sem er í 100% starfi hjá sjúkrahúsi og em laun hans þar liðlega 2,8 milljónir sem er 38,4% af heildarlaunum hans. Af launurn hans er auka- vinna 1,2 milljónir. Hann fær síðan greiðslur frá 10 öðmm aðilum og heildarlaun samtals 7,4 milljónir á síðasta ári. Annar læknir sem er einnig í 100% starfi á sjúkrahúsi fær þar sjö milljónir í árslaun og þar af eru 4,8 milljónir fyrir auka- vinnu. Þessi læknir fær 88% tekna sinna frá aðalvinnustað en afganginn frá fimm aðilum eða samtals átta milljónir í laun. Á hinn bóginn má svo aftur nefna lækni á heilsugæslustöð í 100% starfi þar sem hefur í árs- laun 7,5 milljónir. Af jxtirri upphæð gefur aðalstarfið að- eins 18,1 % af heildinni. í skýrslu Ríkisendurskoðun- ar kemur fram að þar sé ekki öll sagan sögð um laun lækna því úttektin nái ekki yfir greiðslur til lækna frá einkaaðilum og megi ætla að þær greiðslur séu umtalsverðar. Ný hlutafélagalög sjá dagsins Ijós á vorþingi - Stofnun hlutafélaga verður ekki eins auðveld og verið hefur - „Þessi lög eiga að verða til þess að hér starfi alvöru hlutafélög,“ sagði iðnaðar- og viðskiptaráðherra ígœr. GIRT FYRIR MISNOTKUN Stofnun hlutafélaga með sáralitlu hlutafé hefur veríð iðkuð lengi á íslandi. Margir hafa síðan runnið af hólmi og haft fé af fyrírtækjum og einstaklingum án þcss að bætur komi nokkru sinni fyrir. Þetta hefur verið gert í skjóli gall- aðra hlutafélagalaga. Rekstur hlutafélaga hefur verið hul- inn dulúð og afkoma þeirra ekki talin koma almenningi við, þetta breytist. Frumvarp v iðskiptaráðherra verður lagt fyrir Alþingi eftir áramótin. Það mun girða fvrir mis- notkun á hlutafélagsforminu og breyta fjölmörgu til batn- aðar. „Þessi lög eiga að verða til þess að hér starfi alvöru hlutafélög“, sagði Sighvatur lljiirgvinsson í gær. Meðal nýmæla í ftumvarpi Sighvats Björgvinssonar rná nefnaað lágmarkshlutafé fhlutafélagi verður4 milljónirkróna, en 500 þúsund í svokölluðu eignarhlutafélagi. Þá er lagt til að frestur til að greiða hlutafé verði styttur dr þrcm árurn í eitt og á það við bæði þegat félag er stofnað og eins þegar hlutafé er aukið. Með nýjum lögum verður sú breyting að borgarar EES-ríkja geta orðið stofnendur hlutafélaga hér á landi. enda þótt þcir búi í öðrum löndum. Áður þurfti meirihluti stjórnar að búa hér á landi í það minnsta eitt ár fyrir stofnun. Reglur eru hertar á þann hátt að stofnfé þarf að greiða með reiðufé, - sé greitt á annan hátt þarf greiðslan að Itafa ótvírætt fjárhagslegt gildi, ekki til dæntis í skyldu til að vinna verk eða veila þjónustu. í nýju lögunum er lagt bann við hömlum á meðferð hluta t félögum þar sem hluthafareru lOOcða fieiri ístað200fnúgild- andi lögum, Þá cr kveðið á um aö hluthafi sem er eigandi 9/10 hlutabréfa skuli sæta innlausn hlutar hinna hluthafanna. Þá er sú breyting gerð að stjóm hlutafélags skal skipuð þrem mönnum í þati minnsta og skal íáöa framkvæmdastjóra. Hann má sitja í srjóm en ekki tnynda meirihluta. Þá cr stjórn hlutafé- lags nú skylduð til að boða hluthafafund innait 6 mánaða frá því að félag hefur tapað helmingi hlutatjár síns. Þar skal greina irá fjárhagslegri stöðu og leggja fram tilliigu um ráðstafanir ef þurfa þykir. Þá er það nýlunda að hlutafélög verða öll skylduð til að senda ársreikninga til Hlutafélagaskrár og skal skráin veita al- ntennan aðgang að reikningunum. Upplýsingar í hlutafclaga- skrá skulu vera aðgengilegri almenningi en verið hefur. Loks er að geta þcss að ítarleg ákvæði eru sett um samruna fyrirtækja, en þau sem nú gilda dugtt skammL Þar munu lög- giltir matsmenn gera skýrslu um áætlun sanmmafyrirtækjanna og gæta þess að samruninn rýri í engu möguleika lánardrottn- anna. Svokölluð eignarhlutafélög em með ntinna lágmarkshlutafé en almenn hlutafélög. Lögin um þessa tegund fyrirtækja verða nauðalík hlulafélagalögunum. Þó þarfekki nemaeinn hluthafa til að eiga slíkt fyrirtæki, cn þeir geta þó verið mun fleiri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.