Alþýðublaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LEIÐARI & RÖKSTÓLAR Fimmtudagur 16. desember 1993 fipyniiBiiniii HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Starfsmenn SVR RÖKSTÓLfiR Fréttaskýring um STEINGRÍM í vlðtengingarhætti Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík taldi það hag borgarbúa fyrir bestu að breyta Strætisvögnum Reykjavíkur í hlutafé- lag rétt fyrir kosningar. Rökin fyrir þessari breytingu var erfitt að festa hendur á, en rekstrarformið skiptir í sjálfu sér ekki máli, ef þjónustan við neytendur er óbreytt. Og því lofaði borgarstjóri. Hugmyndafræðingurinn á bak við breytinguna hjá SVR var drengurinn Sveinn Andri Sveinsson, sem hefur fengið að vera í borgarstjóm fyrir íhaldið, og er nú að byggja sig upp fyrir prófkjör, og sér nú í hillingum enn meiri frama. Sá er þó galli á gjöf Njarðar, að æ fleíri, jafnvel í röðum Sjálfstæðisflokksins, em famir að líta á breytinguna sem fmmhlaup Sveins Andra. En borgarstjóri lofaði fleim en óbreyttri þjónustu við neyt- endur. Hann lofaði starfsmönnum, sem eðlilega uggðu um sinn hag, sömu réttindum og sömu kjömm og þeir höfðu áður. í umræðum í borgarstjóm var hamrað á því, að starfs- menn þyrftu ekki að kvíða neinum gmndvallarbreyting- um; fyrirtækið yrði eftir sem áður í eigu borgarinnar og þar yrðu allar meiriháttar ákvarðanir teknar. Nú em efndimar að koma í ljós. Starfsmönnum er meinað af borginni að vera áfram í stéttarfélagi sínu, Starfsmanna- félagi Reykjavíkurborgar, þar sem það vill sjálft vera áfram. Sömuleiðis hefur komið fram hjá borgarstjóra, að ýmis áunnin réttindi, til dæmis varðandi starfsaldurshækk- anir, skuli ekki fylgja samningum við borgarstarfsmenn. Hvaða mark á þá að taka á yfirlýsingum hans um að starfs- menn haldi óbreyttum kjömm? Getur verið að borgarstjóri hafi beitt blekkingum gagnvart starfsfólkinu? Kjami málsins er sá, að starfsfólki var lofað að halda rétt- indum sínum. Nú leikur vafi á að það loforð verði haldið. Hversvegna? Gaf ekki borgarstjóri loforð? ✓ Arangur Járnblendifélagsins Það er ánægjulegt þegar íslenskum fyrirtækjum tekst að snúa erfiðri vöm upp í árangursríka sókn. í fyrra átti Jám- blendifélagið við mikla erfiðleika að stríða vegna hríð- lækkandi verðs á jámblendi, ekki síst sökum óvænts fram- boðs frá Kína. Það þurfti talsverðan kjark hjá þáverandi iðnaðarráðherra að sækja til ríkisins um stuðning til að fleyta fyrirtækinu yfir óvissan tíma, þar sem veðjað var á að skipulagsbreytingar innan fyrirtækisins og verðhækk- anir sköpuðu því framtíð. En þetta tókst. Dæmið gekk upp, og vel það. Eftir tap, sem í fyrra nam milljónum króna, er útlit fyrir hagnað upp á 70 til 100 milljónir. Breytingin nemur því allt að 700 milljón- um króna, sem stappar nærri kraftaverki á einu ári. Þessi glæsilegi árangur hefur náðst fyrir samstillt átak stjómenda og starfsmanna, sem réðust sameiginlega í skipulagsbreytingar til að ná fram hagræðingu. Til viðbót- ar hefúr verð á framleiðslunni tekið að hækka. En þessi ár- angur skrifast fyrst og fremst á starfsmenn og stjómendur fyrirtækisins, sem bersýnilega kunna sitt fag, og kikna ekki í hnjánum þegar á móti blæs. FRÉTTASKÝRING RÖKSTÓLA í VIÐTENGINGARHÆTTI: „Það mun vera altalað að framsókn- armaðurgangi nú undir framsókn- armanns hönd að finna vinnu fyrir Steingrím svo prins Halldór geti tek- ið við Framsóknaríkinu. Það mun hafa reynst mjög etfitt að finna vinnu við hœfi Steingríms. Talið er ómögulegt að nokkurt uppistand- andi kaupfélag vanti afgreiðslu- mann eða lagerhjálp. Hásetastörfin hjá Samskip eru einnig úr sögunni. Þá er víst að ekki vanti blaðamann á Tímann eftir jólin. Og alls ekki er áreiðanlegt að Bifreiðaskoðun ís- lands þurfi á skoðunarmönnum Framsóknar að halda eftir að hún varð einkavœdd. Og Rökstólar hafa fengið það óformlega staðfest hjá trésmiðjum á landsbyggðinni að Steingrímur sé ekki nógu fingra- langur í smíðastörf.. .Það lítur því þannig út að ekkert sé á lausu nema Seðlabankastjórastaða eða forsœtis- embœttið. “ Morgunblaðið hefur lafið mikla árás á Stein- |rím Hermannsson for- nann Framsóknar- flokksins. Það gerði Vlogginn með því að árta fjórar síður í sunnu- Jagsblaði sínu um Fram- ióknarflokkinn í kreppu. úreinin var einstök að rví Ieyti til að hún hét Téttaskýring en var engsta slúður sem skrif- tð hefur verið í íslenskt jlað og þar að auki öll í riðtengingarhætti. En ;ins og menn vita og al- rjóðlegar auglýsinga- samkeppnir hafa viður- œnnt, er kjami málsins í Vlogganum. Þess vegna tóf Mogginn síðari at- ögu sína gegn Stein- 'rími og skrifaði velvilj- tðan leiðara í garð for- nanns Framsóknar. Menn meta nú hvort töggið hafi verið þyngra ;em Mogginn greiddi steingrími. Sieingrímur er Viktoría og Halldór er Eðvard Rökstólar hafa hrifist njög af fréttaskýringar- ækni Morgunblaðsins )g hafa þegar tekið hana ’ notkun: Heyrst hefur að Steingrímur kjagi hins /egar áífam um þingsal- na og brosi breitt að öllu ÍTéttaslúðri um Fram- ;óknarflokkinn. Hann ;egist ekkert vera á för- im, að því að áreiðan- egar tungur herma sem ’löggt þekkja til mála. Dg Halldór verður bara tð bíða áfram sem kon- jngsson sem einn dag nun kannski fá að erfa Tkið. Halldór er farinn ið minna æ meira á Eð- ^ard prins sem beið ævi- angt eftir að verða cóngur meðan að Vikt- )ría drottning varð æ ;ldri og hrumari í kon- jngsstólnum. Þetta mun v’era altalað. Olyginn sagði Rök- ;tólum að Steingrímur iotni ekkert í þessum átum. Staðan hefur ildrei verið betri að hans nati. Að vísu eru at- rinnuvegirnir í rústum ;ftir sjóða- og hags- nunagæslutímabil Framsóknar, bændastétt- n nær útdauða eftir iauðafaðmlög Fram- ióknar, Tíminn gjald- rrota, SÍS farið veg allr- tr veraldar, Mikligarður gjaldþrota og fiskeldis- fyrirtækin og loðdýra- ræktin brunarústir einar. Hinn venjulegi fram- sóknarmaður mun þó, að því að talið er og allir munu vera sammála um, telja þetta minni háttar skakkaföll miðað við annars glæstan for- mannsferil Steingríms. Hvorki Steingrímur né Rökstólar botna neitt í einhveijum óánægju- röddum í framsóknar- mönnum Morgunblaðs- ins. Að því að við heyr- um og teljum satt og rétt. Að muna eða muna ekki Hinu er ekki að neita, að Steingrímur verður að horfa til framtíðar. Það er ekki hægt að vera for- maður Framsóknar- flokksins til eilífðar. Steingrímur hefur lengi verið orðaður við forsetaembættið. „Eg get alveg hugsað mér að verða forseti, ég verð bara að segja það,“ mun Steingrímur hafa sagt í ónefndum réttum í haust. Annar viðmælandi Rökstóla fullyrðir að Steingrímur muni ekki lengur hvað hann vilji verða ef hann hætti að vera formaður Fram- sóknar. „Steingrímur sagði við mig um daginn að hann mundi ekki hvaða staða væri heppi- leg ef hann hætti að vera formaður," hvíslaði þessi viðmælandi við Rökstóla á karlaklósetti Alþingis. Einkamól Steingríms Rökstólar hafa víða heyrt og ekki síst innan þingflokks Framsóknar, að Steingrímur muni sennilega muna eftir stöðu Seðlabankastjóra þegar fram í sækir. Steingrímur mun hafa sagt nýlega við konu fyrrum kaupfélagsstjóra úr ónefndri sýslu að hann hafi látið hugann reika til Seðlanbankans. ,JEg tel ekki óhugsandi að ég setjist í stól Seðla- bankastjóra lyrst Jón er farinn úr landi. Já, já, það er verður bara að segjast eins og er,“ á Steingrímur að hafa sagt við konuna. Konan á samkvæmt heimildum Rökstóla að hafa sagt við Steingrím: „Vill þjóðin þig sem Seðlabanka- stjóra?" Þetta er ósvífin spuming og harla óvenjuleg fyrir eigin- konu kaupfélagsstjóra þegar formaður Fram- sóknarflokksins er ann- ars vegar en það mun fylgja sögunni og út- skýrir málið, að kaupfé- lagsstjórinn er nú at- vinnulaus eftir að kaup- félagið varð gjaldþrota. Hvað um það, Stein- grímur mun hafa svarað þessari spumingu svo: „- Hvaða hafa mín atvinnu- mál með þjóðina að gera?“ Formaður í vinnuleit Það mun vera altalað að framsóknarmaður gangi nú undir fram- sóknarmanns hönd að finna vinnu fyrir Stein- grím svo prins Halldór geti tekið við Framsókn- arríkinu. Það mun hafa reynst mjög erfitt að finna vinnu við hæfi Steingríms. Talið er ómögulegt að nokkurt uppistandandi kaupfélag vanti afgreiðslumann eða lagerhjálp. Háseta- störfin hjá Samskip em einnig úr sögunni. Þá er víst að ekki vanti blaða- mann á Tímann eftir jól- in. Og alls ekki er áreið- anlegt að Bifreiðaskoð- un Islands þurfi á skoð- unarmönnum Fram- sóknar að halda eftir að hún varð einkavædd. Og Rökstólar hafa fengið það óformlega staðfest hjá trésmiðjum á lands- byggðinni að Steingrím- ur sé ekki nógu fingra- langur í smíðastörf. Það lítur því þannig út að ekkert sé á lausu nema Seðlabankastjóra- staða eða forsætisemb- ættið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.