Alþýðublaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Loönan birtist á ný Loðnan er farin að láta á sér kræla að nýju og veitír lífi og fjöri í tilveruna í mörgum sjávarþorp- um eystra. Samkvæmt upplýsingum Félags i’s- lenskra fiskmjölsframleiðenda í gær var tekið á móti 8113 tonnum 13. og 14. desember. Ekki hafði þá verið tilkynnt um frekari famia á leið til lítnds. Heildarloðnukvótinn á vertíðinni 1993/94 er nú 975 þúsund tonn, þar af hafa 447 þúsund tonn bor- ist á land og af nógu að taka í næstu mánuðum, eða 528 þúsund tonn. Jóialeikrit Hallveigar Hallveig Thorlacius frumsýnir nýtt brúðuleikrit, Þrettánda jólasveininn í Gerðubergi á sunnudag- inn kl. 15. Leikstjóri er Guðrún Asmundsdóttir, en Hallveig gerði brttðumar og leikmyndina, auk þess sem hún leikur öll hlutverkin. Jóhanna Stei'- ánsdóttir saumaði tjöld. í Þrettánda jólasveininum kynnast krakkamir Grýiu, Jólakettinum og jóla- sveininum Stúfi við nokkuð aðrar aðstæður en þau eiga að venjast. Leikritíð er ætlað til flutnings í leik- skólum og yngstu bekkjum bamaskóla. Þessi sýn- ing verður eina opna sýningin fyrir þessi jól. HALLVEIG THORLACIUS og jólasvtinninn Stófur tcndra jólakertin. Verjið skipasntíðaiðnaðmn Bcejarstjórn Neskaupstaðar skorar á stjómvöld að gera strax ráðstafanir til að koma í veg fyrir hrun skipasmíðaiðnaðarins. „Ljóst er að ef þessari at- vinnugrein tekst ekki að snúa vöm í sókn þá munu fjölmargir missa atvinnu sína og verkefni sem auð- velt er að vinna hér innanlands munu flytjast til út- landa“, segir í tillögu bæjarstjómarinnar. Jafnrétti sjúklinga „Flestir áfengissjúklingar em haldnir öðmm geð- sjúkdómum og/eða líkamlegum sjúkdómum, þegar þeir leita meðferðar á sjúkrahúsum, og verður „áfengismeðferðin" þá ekki aðskilin frá annarri læknismeðferð. Ekki er ástæða til að láta þá greiða fyrir meðferð ffekar en að láta reykingamenn greiða fyrir meðferð vegna hjarta- og lungnasjúk- dóma“, segir í áskomn Geðlceknafélags íslands til alþingismanna að standa vörð um jafnrétti sjúk- linga til meðferðar án tillit til aldurs, kynferðis eða sjúkdóms. Eins og fram hefúr komið er gert ráð fyr- ir greiðsluhlutdeild sjúklinga vegna áfengismeð- ferðar á sjúkrahúsum. Geðlæknafélagið segir að þama sé farið út á varhugaverða braut, sent geti leitt til þess að sjúklingar leiti ekki meðferðar fyrr en þeir verða komnir með alvarlega fylgikvilla. Unga fólkið á leikínn á Jólatónleikum Slnfóníu- hljómsveitarinnar Tólf ára einsöngvari, Jóhann Ari Lárusson og rúmlega þntugur stjómandi, Gunnsteinn Ólafs- son, koma fram með Sinfóníuhljómsveit íslands á jólatónleikunum á laugardaginn klukkan 14.30 í Háskólabíói. Átján ára flautuleikari, Stefán Ragn- ar Höskuldsson, leikur einleik, ung stúlka, Gunn- hildur Daðadóttir, les jólaguðspjallið. Kynnirog sögumaður er Sverrir Guðjónsson. Stór bamakór frá fimm skólum í Reykjavík syngur. Stjómandinn, Gunnsteinn Ólafsson, stjómar nú hljómsveitinni í fyrsta siim á opinberum sinfómutónleikum. Áður hefur hann stjómað á A ustfjarðaferö og á skólatón- leikum. Gunnsteinn hefur áður stjómað Skólakór Menntaskólans í Kópavogi og áhugamannahljóm- sveit í Freiburg. Fimmtudagur 16. desember 1993 Börnin á dagheimilinu Múlaborg við Ármúla í Reykjavík voru í sannköll- uðu jóiaskapi í gærdag. Þau héldu mikinn jóladansleik og þangáð komu tveir jólasveinar í heimsókn með góðar gjafir og gamanmál. Einn nágranna dag- heimilisins, fyrirtækið Glitnir hf„ hafði sýnt þá miklu rausn að senda öllum krökkunum jólapakka, hver pakki vendilega merktur viðtakanda. I Múla- borg eru nærri 80 fötluð og ófötluð börn á aldrinum 1 til 6 ára. Jólasveinarn- ir tveir vöktu mikla lukku krakkanna á Múlaborg, og eitthvað var sú litla á myndinni hér að ofan að glettast við sveinka. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Alþýðuflokkur TVEIR FULLTRÚAR í BANKARÁÐ LANDSBANKA Anna Margrét Guðmundsdóttir, Keflavík, og Hallsteinn Friðþjófsson, Seyðis- firði, verða fulltrúar Aiþýðuflokksins í bankaráði Landsbanka Islands næstu fjögur árin. Varamenn flokksins í bankaráði verða Brynjar Sigtryggsson, Húsa- vík og Kristín Bjömsdóttir, Patrcksfirði. Þctta var ákveðið á þingflokksfundi AI- þýðuflokksins í gærkvöldi. Þar var ennfremur ákveðið að aðalfulltrúi flokksins í bankaráði Búnaðarbankans verður sem fyrr Haukur Helgason, Hafnarfirði, en til vara Stefán Gunnarsson, Hofsósi. Alþýðuflokkurinn fær þá tvo fulltrúa í stað eins í bankaráði Landsbankans. Hinsveg- ar munu sjálfstæðismenn fá formennsku í bankaráðum beggja ríkisbankanna, Lands- banka og Búnaðarbanka, samkvæmt upplýsingum sem Alþýðublaðið fékk rétt áður en blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Fonnannsefnin eru Kjartan Gunnarsson í Landsbanka og Pálmi Jónsson f Búnaðarbanka. GATT-SAMNINGURINN UNDIRRITAÐUR í APRÍL1994 Úrúgvæ-viðræðum GATT, um aukið frelsi í heimsviðskiptum, lauk í gær. Samningur verður undirritaður í apríl 1994 og gert er ráð fyrir að hann taki gildi á árinu 1995. Hann ryður þar með burt ýmsum viðskiptahindrunum , setur nýj- ar viðskiptareglur og leiðir til lækkunar tolla. Reiknað er með að samningurinn leiði til aukinna þjóðartekna í heiminum, sem nema að minnsta kosti 270 millj- örðum dollara á ári. Tollar á sjávarafurðum munu lækka um 30% hjá mikilvægustu viðskiptaþjóðum, sem er mun meira en talið var að næðist fram. Auk þessar voru verulegar tollalækkan- ir samþykktar á ýmsum öðrum útflutningsvörum Islendinga, svo sem tækjabúnaði fyr- ir sjávarútveg. A næstunni skýrist betur hvað þessar lækkanir þýða nákvæmlega fyrir ísland jsegar reiknuð hafa verið út áhrif breytinganna. JLLÞYBVBUBIS LITLU JÓLIN í MÚLABORG Qóð bók frá Fróóa TIL ERU FRÆ - eftir Jónas Jónasson Sennilega hefur enginn íslenskur söngvari sungið sig jafn rækilega inn í hjörtu og þjóðarsál íslendinga og Haukur Morthens. Hann kunni líka þá list að hræra strengi í brjóstum áheyrenda sinna og fá þá til að hrífast, brosa og jafnvel fella tár. TIL ERU FRÆ er saga þessa ástsæla söngvara. Þegar hinn kunni útvarpsmaður og rithöfundur, Jónas Jónasson, fór að skrá söguna var Haukur orðinn helsjúkur og hann lést áður en verkinu var lokið. En Ragnheiður Magnúsdóttir, eiginkona Hauks, og fjölmargir vinir hans hlupu þá í skarðið qg fylltu upp í myndina. Haukur Morthens var dulur maður og fáir þekktu manninn á bak við röddina. I bókinni er viðburðarík og jafnvel ævintýraleg saga hans sögð. Haukur Morthens er dáinn. ^ Lögin hans munu hins vegar lifa. __/£-.__.__ '____ fl FROÐI » i Svo lengi sem TIL ERU FRÆ. Verð kr. 2.980 BOKA & BLAÐAIJTGAFA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.