Alþýðublaðið - 16.12.1993, Page 3

Alþýðublaðið - 16.12.1993, Page 3
Fimmtudagur 16. desember 1993 _BJARTSYNI__________ ________ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Ávarp SIGHVATS BJÖRGVINSSONAR, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á spástefnu * Stjórnunarfélags Islands sem haldin var 8. desember síðastliðinn FRAM TÍÐARS ÝN „Ég erfullur bjartsýni þrátt fyrir tímabundnar þrengingar. Þœr eiga að stappa í okkur stáli, við eigum að nýta efnahagskreppuna sem tœkifœri til að gera betur á öllum sviðum, fara betur með og þar með að leggja grunn að öflugri framfarasókn ííslensku atvinnulífi. Um það skulum við sameinast.6í „Okkur er hér ætlað að reyna að spá fyrir um það sem koma skal en um leið að fjalla um okkar eigin framtíðarsýn. Framtíð okkar byggir á fortíð og samtíð og því Ijalla ég í upphafi nokkuð um þær síðamefndu. Við Islendingar sköpuðum nútímasamfélag á undra skömmum tíma, að minnsta kosti iniðað við aðrar þjóðir í Vestur-Evrópu. Það eru ekki nema um eitt hundrað ár síðan fyrsti mótorinn var flutt- ur til landsins. Á þeim tíma voru nær engir al- mennilegir vegir hér á landi þannig að segja má að það sé ekki nema um hundrað ár síðan við upp- götvuðum og gátum hagnýtt okkur til fulls kosti hjólsins. Nú erum við ein tækjavæddasta þjóð heimsins. Við höfum með áræðni og dugnaði, en því miður oft af lítilli fyrirhyggju skapað okkur Iífskjör sem eru með því besta sem gerist í heim- inum. Lífskjör sem að vísu hafa að of stórum hluta verið fengin að láni. Okkur hættir til að gleyma hversu mikið hefur breyst, til dæmis síðastliðin tuttugu ár. Hversu skammt er síðan við framleiddum og borðuðum einungis tvær tegundir af kexi. Aðra kringlótta, hina ferkantaða, en báðar eins á bragðið. Þá er einnig talið ástæðulaust að ávextir væru borðaðir á öðrum árstíma en í desember. Og þegar hófst hér innflutningur á dönskum tertubotrium fyrir um 20 árum fór allt á annan endann. Við vorum í senn að sóa gjaldeyrisforða þjóðarinnar og rústa íslenska bakaraiðn. Trúir þessu einhver í dag? Ekki um þessi atriði, en eru ekki sömu rök notuð til dæmis gagn auknu fijálsræði í landbúnaði. Ég bara spyr? Samtíð - framtíð En aftur að samtímanum og síðan að framtíð- inni. Sumir sem líta á hagtölur liðinna ára og spár um þróunina næstu ár fyllast yfirþyrmandi svartsýni. Hagvoxtur hefur verið hægari hér á landi síðan 1988 en að meðaltali í aðildarríkjum OECD. Er- lendar skuldir eru með því hæsta sem þekkist. At- vinnuleysi fer vaxandi og samsvarar nú allri ný- Iiðun á atvinnumarkaði síðastliðin fimm ár. Ár- angur fískveiðistjómunar lætur á sér standa þótt gott klak þorskseiða geri örlitla von um vatnaskil. Framtíðarsýn þessara manna er um atgervis- flótta sem bæði bendir og leiðir til þess að hér búi þjóð sem farið hafi halloka í samkeppni þjóðanna. Hún er um atvinnulíf sem stendur ekki undir þeim væntingum um lífskjör sem þjóðin hefur. Hún er um sívaxandi fátækt og rýmandi lífskjör. Þetta er ekki framtíðarsýn mín. Þetta má ekki verða framtíðarsýn okkar, hvorki framtíðarsýn stjómmálamanna né annarra forystumanna þjóð- arinnar. Þetta má ekki verða framtíðarsýn almenn- ings. Hugsanir af þessu tagi hafa þann ógnvekj- andi eiginleika að geta nánast ræst af sjálfu sér því þær drepa baráttuhug og sjálfsbjargarviðleitni í dróma. Þess vegna verðum við að horfa bjartsýn fram á veginn. Þess vegna verðum við að virkja eðlislægt fmmkvæði og dugnað þjóðarinnar til ár- angursríkra verka. Þess vegna verðum við að nýta öll tækifæri til framfarasóknar. En nú verðum við að vanda okkur. Við verðum nú að komast frá handafli til hugvits, eins og einn af okkar ágætu hugsuðum orðar það. Alþjóðaviðskiptakerfið Um þessar mundir em að verða miklar breyt- ingar á alþjóðaviðskiptakerfinu. Bandaríkin, Kan- ada og Mexíkó hafa samið um fríverslun sín á milli. Evrópska efnahagssvæðið verður að vem- leika um næstkomandi áramót og þar með verður Vestur-Evrópa að Sviss undanskildu að einu markaðssvæði. Og svo virðist sem takast muni á næstu dögum að ljúka metnaðarfyllstu samninga- lotu GATT til þessa. Þótt auknu frelsi í alþjóðaviðskiptum fylgi auk- in samkeppni sem kemur niður á hagsmunum ein- stakra atvinnugreina í einstökum ríkjum ber að fagna þessari þróun. Reynsla millistríðsáranna sýnir svo ekki verður um villst að einangmnar- stefna og vemdaraðgerðir til að standa á móti samkeppni, viðskiptastríð í orð þess fyllstu merk- ingu, geta haft hrikalegar afleiðingar. Sömuleiðis sýnir reynsla eftirstríðsáranna að aukin milliríkja- verslun sem stuðlar að sérhæfingu þjóðanna leiðir til efnahagsframfara og stórbættra lífskjara þeirra. Við gildistöku EES-samningsins og á næstu ár- um fá íslendingar beinan ávinning með lækkun tolla af ýmsum útfluttum sjávarafurðum. Þeir fjár- munir koma þjóðinni vissulega vel á þessum þrengingatímum. En EES-samningurinn og GATT- samningurinn færa þó þjóðinni annað mikilvægara: Aukin tækifæri og viðskiptareglur sem jafna stöðu smárrar þjóðar og þeirra stæiri. Með EES-samningnum fáum við fullan aðgang að sameiginlegum evrópskum markaði. Við fáum vegabréfið og landakortið í hendumar með upp- lýsingum um uinferðarreglumar en hvorki bensín á bílinn né einkabílstjóra. Þar reynir á dugnað og hæfni okkar sjálfra. Á sama tíma og alþjóðaviðskiptakerfið þróast í átt til síaukins frelsis em að verða grundvallar- breytingar í iðnríkjunum. Þau em þegar orðin að vemlegu leyti að þjónusturíkjum og þeir fram- sýnu hafa um nokkurt skeið rætt um þekkingar- ríki, þar sem handaflið víkur fyrir hugvitinu. Þjóð- ir á þeirri þróunarbraut sem nýta sér þau tækifæri sem hún gefur verða ofan á. Þær munu búa við betri lífskjör en hinar sem ríghalda í foma búskap- arhætti og neita að horfast í augu við breyttan heim og breytta tíma. * Staða Islands Og hvemig tryggjum við að ísland verði meðal þeirra þjóða sem búa við einna best lífskjör og að landið verði áfram eftirsóknarvert fyrir ungt og hæfileikaríkt fólk? Hvert á að vera hlutverk ríkis- valdsins? í fyrsta lagi þarf að búa atvinnulífinu góð al- menn skilyrði sem em í líkingu við það sem gerist meðal samkeppnisþjóðanna. Að þessu hafa stjómvöld unnið með markvissum hætti á allra síðustu ámm. Ég nefni þar veigamiklar breytingar á skattlagningu fyrirtækja og ýmsar breytingar á fjármagnsmarkaði og í gjaldeyrismálum. Skattaumhverfi atvinnurekstrar á íslandi hefur verið samræmt skattalegum aðstæðum atvinnu- veganna í nágrannalöndum, Ijármagnsflutningur milli landa hefur verið gefinn fijáls, fijálsræði um leið aukið í gjaldeyrismálum, raungengi gert hag- stæðara fyrir útflutnings- og samkeppnisgreinar en síðastliðin 40 ár og við búum við mjög lágt verðbólgustig. I öðm lagi verða stjómvöld og aðrir að gera sér grein fyrir í hverju styrkur okkar liggur og beina síðan kröftum þjóðfélagsins að því að nýta þann styrkleika í samkeppni þjóðanna. Jafnsmá þjóð og íslendingar hefur ekki tök á að reyna að skara fram úr á mörgum sviðum. Því þarf að nást sam- staða um það meðal þjóðarinnar á hvaða svið við ætlum að leggja áherslu. Hér skal nefnt eitt dæmi. Vegna nálægðar við gjöful fiskimið hefur þjóðin stundað sjósókn frá upphafi. Þjóðin er fyrst og fremst sjávarútvegsþjóð, matvælaframleiðslu- þjóð. Innan sjávarútvegs og í ýmsum stuðnings- greinum hans hefur byggst upp óhemjumikil þekking á flestu tengdu þessari atvinnugrein. Fyr- ir margar iðngreinar er sjávarútvegur hinn öflugi og kröfuharði heimamarkaður sem á að gefa þeim færi á að þróa og prófa vöru á heimaslóð áður en reynt er að flytja út. Vörur sem upphaflega eru þróaðar fyrir sjávarútveg nná síðan hugsanlega nýta í öðrum matvælagreinum eins og dæmin sanna og þannig finna nýja markaði fyrir íslensk- ar vörur og hugvit. Svipað gildir um markaðs- þekkingu, fiskveiðistjómun og aðra stjómun inn- an sjávarútvegs. I kjölfar aukins frelsis í innflutningsmálum fyr- ir röskum aldarfjórðungi þróaðist hér öflug inn- flutningsverslun. Við verðum nú eins og bent hef- ur verið á að hefja sams konar sókn í útflutnings- málum. Islenskur sjávarútvegur hefur í áratugi þróað öflugt útflutningskerfi. Þá reynslu og þekk- ingu þurfum við að yfirfæra til annarra atvinnu- greina nú þegar auðugast, en jafnframt kröfuharð- asti markaður heims er að opnast fyrir okkur. Nýsköpun í þriðja lagi verðum við að leggja áherslu á rannsóknir og þróun og styðja við bakið á nýsköp- un. Og við verðum að gera það með allt öðmm hætti en hingað til því stuðningurinn verður að vera markvissari. Þegarer umtalsverðum opinber- um Ijármunum veitt til þessara málaflokka. Hins vegar nýtast þessir fjármunir ekki sem skyldi, verkefnaval skarast, uppbygging verður oft marg- föld auk þess sem fjármunir renna oft til verkefna sem vandséð er að skila þjóðinni nokkm. Með yfiriýsingu ríkisstjómarinnar í vísindamál- um sem samþykkt var í september síðastliðnum var stigið mikilvægt skref til að efla vísindastarf- semi í landinu og tengja hana stefnu í efnahags- og menningarmálum. Um leið og auknum fjár- munum verður veitt til starfseminnar verða meiri kröfur gerðar um vinnubrögð og árangur. Áhersla verður lögð á rannsókna- og þróunarstarf sem lík- legast þykir að íslendingar geti sinnt sérstaklega vel. Þá segir einnig í yfirlýsingunni að mikilvægt sé að niðurstöður rannsókna verði nýttar atvinnu- lífi til hagsbóta og til aukins skilnings á íslenskri menningu og þjóðfélagi í heimi hraðfara breyt- inga. Taka verður á nýsköpun með svipuðum hætti og móta nýsköpunarstefnu sem er til þess fallin að nýsköpun skili betri heildarárangri en hingað til. I september kynnti ég skýrslu nefndar um stuðning stjómvalda við nýsköpun í atvinnulífi. í henni kemur fram að stjómvöld verja umtalsverðum fjármunum til nýsköpunar og þróunar í atvinnu- lífi, eða um 2,5 til 3 milljörðum króna á ári. Jafn- framt er bent á að þetta opinbera stuðningskerfi sé of dreift, samræmingu skorti, og að eftirlit og mat á árangri og loks að áhrif og ábyrgð atvinnulífsins þyrftu að vera meiri. Bent er á að nýsköpun sé ár- angurríkust þegar hún eigi sér stað í fyrirtækjum, en að nýsköpun sé háð margvíslegu samspili tækniþekkingar og markaðar, framleiðenda og notenda, fyrirtækja og stofnana. Bent er á að með opinberum aðgerðum sé hægt að styðja og örva nýsköpun á margan hátt, til dæmis með hagstæð- um, almennum efnahagsskilyrðum, en ekki síður með margvíslegum almennum stuðningsaðgerð- um, svo sem á sviði þjálfunar, þekkingaröflunar, ráðgjafar, samstarfs fyrirtækja, upplýsingamiðl- unar, útflutnings, rannsókna, vöruþróunar og stofnunar fyrirtækja. Aðgerðir af þessu tagi eru ekki hvað síst mikilvægar hér á landi vegna smæðar fyrirtækja. Því er brýnt að það fé sem veitt ertil þessa málaflokks af opinberum aðilum nýtist sem skyldi. Nú er unnið að undirbúningi aðgerða á grund- velli nýsköpunarskýrslunnar og vonast ég til að geta kynnt þær í ríkisstjóm og opinberlega innan tíðar. í fjórða og síðast lagi nefni ég menntakerfið. Á vegum menntamálaráðuneytisins er verið að leggja síðustu hönd á nýja skólastefnu fyrir grunn- og framhaldsskóla. Þar eru ráðandi sömu megin- hugmyndir og varðandi stefnu okkar varðandi vís- indi og nýsköpun. Áhersla er lögð á það að nýta tíma og fjármagn betur með aukinni skilvirkni skólakerfisins, með gæðaeftirliti og gæðamati samfara aukinni valddreifingu og með bættri tækni- og starfsmenntun framhaldsskóla með beinum áhrifum atvinnulífsins. Ég trúi því að með þessum nýju áherslum verði okkar æskufólki bet- ur búið undir þá alþjóðlegu samkeppni sem fram- undan er og þá nýsköpun og þróun sem nauðsyn- leg er á öllum sviðum. Hlutverk ríkisstjórnar Svo ég dragi þetta saman þá á hlutverk ríkis- stjómar ekki að vera að hafa afskipti af málefnum einstakra atvinnufyrirtækja. Hlutverk ríkisvalds- ins á ekki að vera að dulbúa starfsumhverfi at- vinnufyrirtækja með greiðslum frá skattgreiðend- um þannig að atvinnufyrirtæki þurfi ekki að laga sig að efnahagsumhverfinu á hverjum tíma. Hlut- verk ríkisvaldsins er hins vegar að setja almennar leikreglur. Reyna með þeim hætti að hafa áhrif á starfsumhverfi fyrirtækjanna til að bæta það eins og aðstæður leyfa hverju sinni og gera stjómend- ur í atvinnulífinu ábyrga fyrir gerðum sínum. Þetta hefur ríkisstjómin gert. Með slíkum aðgerð- um hefur hún getað bætt starfsumhverfi í atvinnu- lífi landsmanna og styrkt þannig með varanlegum hætti starfsgrundvöll íslenskra atvinnuvega, en þó þannig að það taki mið af raunverulegum aðstæð- um þannig að stjómendur í atvinnulífi verði eins og aðrir landsmenn að bregðast við efnahagsum- hverfmu eins og það raunverulega er. En ríkisvaldið getur auk þess stuðlað að at- vinnuþróun með ýmsum aðferðum eins og hér hefur verið lýst. Með aukinni áherslu á rannsókn- ir og þróun og nýsköpun í atvinnulífinu með markvissum stuðningi opinberra aðila. Með kröf- um um aukna skilvirkni og gæði á öllum sviðum þjóðfélagsins, bæði í atvinnulífinu og hjá hinu op- inbera. Mín framtíðarsýn Mín framtíðarsýn er um þjóð sem lifir í sátt við umhverfi sitt og nýtir til fullnustu kosti þess og þá þekkingu sem hefur safnast meðal þjóðarinnar í aldanna rás. Hún er um þjóð sem lærir að ná má ótrúlegum árangri með því að leggja áherslu á það sem hún kann best í stað þess að telja sér sífellt trú um að lausn á efnahagsþrengingum felist í því að þróa nýjar atvinnugreinar frá grunni. Hún er um þjóð sem lærir að keppikeflið er ekki magn heldur gæði, sérstaða og verðmætasköpun. Hún er um þjóð sem lærir á ný að meta hin fomu gildi um nægjusemi, ráðdeild og aga og nýtir þau sér til framdráttar. Eins og þið heyrið er ég fullur bjartsýni þrátt fyrir tímabundnar þrengingar. Þær eiga að stappa í okkur stáli, við eigum að nýta efnahagskreppuna sem tækifæri til að gera betur á öllum sviðum, fara betur með og þar með að leggja gmnn að öflugri framfarasókn í íslensku atvinnulífi. Urn það skul- um við sameinast.“ Millifyrirsagnir: Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.