Alþýðublaðið - 17.12.1993, Page 1
Verð í lausasölu kr. 140 m/vsk
Siðfrœðistofnun háskólans segir að
spilakassarekstur Háskólans kunni að falla undir
Furðulegur misskilningur
á Dalvík
VELSÆMISBROT
Siðfrœðistofnun telur rekstraraðilum spilakassanna siðferðilega skylt að
kanna ítarlega hvort spilavélarnar hafi skaðleg áhrifá notendur
Rekstur skjávéla-
happdrættis, eða
spilakassa eins og
þeir eru nefndir í
daglegu tali, á vegum
Háskóia Islands
kann að falla undir
velsæmisbrot. Hins-
vegar er rekstur þessi
ekki siðferðisbrot.
Þetta er álit doktor
Kristjáns Kristjáns-
sonar, heimspekings
og formanns Rann-
sóknastofnunar Há-
skólans á Akureyri,
sem Siðfræðistofnun
háskólans fékk til að
gera álitsgerð um
málið. Siðfræðistofn-
un, skipuð prófessor-
unum Birni Björns-
syni, Ólafi Oddi
Jónssyni og Páli
Skúlasyni, er sam-
mála þcssari niður-
stöðu.
Sveinbjöm Björns-
son, háskólarektor,
hafði óskað eftir því
við Siðfræðistofnun að
hún léti kanna hvort
siðferðileg álitamál
tengdust rekstri happ-
drættis og happdrætt-
isvéla og þá hvers eðl-
is þau væru.
Segir Siðfræðistofn-
un í bréfi sínu til rekt-
ors að rétt sé að gera
greinarmun á siðferð-
isbrotum og velsæmis-
brotum. Hún telur
jafnframt að öflun
tekna fyrir Háskóla Is-
lands með umræddum
rekstri særi velferðis-
kennd margra velunn-
ara Háskóla Islands.
„Þá telur stjóm Sið-
fræðistofnunar að Há-
skóla íslands og Rauða
krossi íslands sé sið-
ferðilega skylt að
kanna ítailega hvort
happdrættisvélar og
spilakassar (eða svo-
nefndir „söfnunarkass-
ar“) hafi skaðleg áhrif
á notendur þeirra.
Engar slíkar kannanir
hafa verið gerðar hér-
lendis, en brýnt hlýtur
að teljast að úr því
verði bætt“, segir í
bréfinu til rektors.
I ftarlegri greinar-
gerð doktor Kristjáns
segir í lokin: „Máltæk-
ið segir að sólin saurg-
ist ekki af því að skína
á mykjuhauginn. Það
má til sanns vegar
færa, sé einungis átl
við siðferðilega saurg-
un. I fyrirsögn þessarar
álitsgerðar er spurt
hvort skjávélahapp-
drætti HHI sé „hval-
reki eða refshali". Nið-
urstaðan hefur orðið sú
að HHÍ bindi að
minnsta kosti ekki ráð
sitt við neinn refshala
siðleysisins með
ákvörðun sinni um
rekstur hinnar nýju
tegundar happdrættis.
Kannski verður sá
rekstur Háskólanum
efnahagslegur hval-
reki: „Gullnáma".
Orðspor getur hins
vegar saurgast með
öðmm hætti en sið-
ferðilegum; refshalar
geta verið með ýmsu
móti“.
Doktor Kristján
vitnar í kollega sinn og
fyrrnm sambæing frá
Aukureyri, Pál Skúla-
son, sem sagði að há-
skólastarf ætti að vera
„hugsjón allra hugs-
andi manna á íslandi".
Það skyldu stjóm-
málamenn landsins
hafa hugfast. Varpar
doktor Kristján ábyrgð
á stjómmálamenn
okkar og segir: „Það er
rökstudd skoðun höf-
undar að íslensk
stjómvöld hafi að
nauðsynjalitlu knúið
Háskóla Islands til
slíkra aðgerða“.
Háskólaráð ræddi í
gærdag álitsgerð dokt-
ors Kristjáns og bendir
á að doktorinn komist
að þeiri i niðurstöðu að
ekki sé eðlismunur á
happdrættisvélum Há-
skólans og happdrætt-
um almennt. Segir ráð-
ið að Gullnáman falli
undir skilgreiningu á
happdrætti fremur en
fjárhættuspili.
Lionsmenn felldu
5 metra jólatré
Lionsmenn á Dalvík gerðu heldur betur í brókina
sína á dögunum, þegar þeir réðust að 5 metra háu
jólatré á lóð gistihússins SæluvLstar og felldu tréð.
DAGUR segir frá þessu í fyrradag. Þar segir að tréð
hafi verið flutt að kirkjunni á Dalvík þar sem tréð á
að vera fólki til ánægju yfir jólahátíðina. Allt var
þetta mál hinn mesti misskilningur.
Júlíus Snomason veitingamaður og eigandi trésins
segir að í haust hafi verið spurst fyrir um möguleika á að
færa tréð á nýjan stað. Lionsmenn höfðu annað í huga
og réðust að trénu með öxi að vopni og felldu það. Því
bíður trésins góða ckki annað en að fara á öskuhaugana
eftir áramótin.
Júlíus segir að hann hyggist leggja fram kæm hjá lög-
reglunni vegna þcssa máls. Hér hafi verið fallegt tré sem
sjónarsviptir sé að.
„Lionsmenn töldu sig hafa fengið tréð að gjöf í skipt-
um á öðm tré, en frá hveijum veil ég ekki. Garðyrkju-
stjórinn virðist hala álitið að fyrir lægi að tjarlæga tréð
og skýrði frá því að tilgangslaust væri að færa svona
stórt barrtré og því hafi ekki verið reynt að fjarlægja það
með iiðrum hætti cn höggva það“, segir Júlíus Snorra-
son.
r
i
i
i
i
[ Alþýðumaðurinn - málgagn
! Jafnaðarmannafélags
i
J Eyjafjarðar - er aukablað
[ Alþýðublaðsins í dag. Af því
tilefni er blaðinu dreift á
[ hvert heimili á Akureyn.
i
L____________________________
"1
I
I
lí
I
I
1
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
_ J
.
Smásögur - Endurminningar
Fyrir fjölskylduna
/
Spennusögur - Astarsögur
A LANDINU BLAA
Smásögur og þættir.
Afmælisbók
Jónasar Árnasonar.
Skemmtileg bók,
LIFSGLEÐI
Viðtöl og frásagnir
sjö þekktra
samferðamanna.
Athyglisverð bók.
MATREIÐSLUBOK
MARGRÉTAR
Fljótlegt, ódýrt,
Ijúffengt og auðvelt.
GETTU ENN
Ný spurningabók
eftir Ragnheiði Erlu
Bjarnadóttur.
LEICUMORÐINGINN
eftir Jack Higgins.
Á HELJARBRÚN
eftir Duncan Kyle.
GULLHJARTAÐ
eftir Erling Poulsen.