Alþýðublaðið - 17.12.1993, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
AKUREYRI & ASI
Föstudagur 17. desember 1953
Óskum Húsvíkingum og Þingeyingum
innilega gleðilegra jóla og
farsœldar á komandi ári.
SJÚKRAHÚSIÐ OG HEILS UGÆSLAN
HÚSÆVÍK
Óskum viðskiptavinum okkar
glebilegra jóla
og farsældar á komandi ári.
Þökkum viðskiptin.
WA
HITA- OG VATNSVEITA
AKUREYRAR
Flugleiðir
Óslsum öllimu viáislsipíaviniuim ol
tar
[leífil
egra joia
&L
og farsæltlar á komandi ári
Þökknim. viísklptin
FLUGLEIDIR
- Innanlands -
Eigendur
Hyundai og Lada
bifreiba ath,
öll viðgerða og varahluta-
þjónusta er hjó okkur
BIFPEIÐAVERKSTÆÐIÐ
ÞORSHAMAR HF.
TRYGGVABRAUT 600 AKUREYRI S. 22700 Fax. 27635
K.T. 420369-0349 Vsk.nr. 7652
Flugstöðin d Ækureyrarflugvelli stœkkuð
VAXANDI MILLILANDA-
FLUG FRÁ AKUREYRI
Hafln er bygging á viðbót
við flugstöðina á Akureyr-
arflugvelli. Þar mun rísa
360 fermetra bygging á
einni hæð, nýr komusalur
farþega, skrifstofur fyrir
flugfélög sem starfa á flug-
vellinum, og ýmis aðstaða
önnur. Til dæmis verður að-
staða til fríhafnarsölu bætt,
en Akureyrí er í auknum
mæli að verða millilanda-
flugvöllur.
„Við munum auk nýbygg-
ingarinnar lagfæra eldri bygg-
inguna og gera þar breytingar.
Það var virkilega kominn tími
til þess“, sagði Jóhann Jóns-
son hjá Flugmálastjóm í gær.
Hann sagði að verkið í heild
mundi kosta 75 milljónir
króna samkvæmt áætlun. Jó-
hann sagði að flugstöðin á
Akureyri gerði vart meira í
dag en að anna komu og brott-
för einnar Fokkerflugvélar,
50 komufarþegum og jafn-
mörgum brottfararfarþegum.
Viðbyggingin á að klárast
vorið 1995.
Bergþór Erlingsson, um-
dæmisstjóri Flugleiða á Akur-
eyri sagði að þessari stækkun
flugstöðvarinnar væri vel
fagnað, enda löngu tímabært
verk. Oft á tíðum gætti mik-
illa þrengsla í flugstöðinni,
ekki síst þegar millilandaflug
er í afgreiðslu.
Bergþór sagði að síðastliðið
sumar hefðu farið um stöðina
milli 4 og 5 þúsund milli-
landafarþegar í 25 þotuflug-
um. Hér hefði mest verið um
að ræða farþega á vegum
Saga Reisen í Sviss, eða rúm-
ur helmingur, en einnig hefðu
haft viðkomu vélar frá Trans-
avia og Air Liberty, - og að
sjálfsögðu Flugleiðaþotur.
IVliðstjóm ÆSI
MOTMÆLIR HÆKKUN
Á HÁMARKSÚTSVARI
Miðstjórn Alþýðusam-
bands Islands mótmælir
harðlega áformum ríkis-
stjórnarinnar að hækka há-
marksútsvar sveitarfélaga
um 1,7% á sama tíma og
ríkisstjómin gefur einungis
eftir 1,5% af tekjuskatti sín-
um. Jafnframt lýsir mið-
stjómin yfir furðu sinni á
hugmyndum ríkisstjórnar-
innar að skylda sveitarfélög
til þess að hafa útsvar að
lágmarki 8,4%.
Þessi ályktun kemur í kjöl-
far þess að meirihluti félags-
málanefndar Alþingis hefur
lagt til að útsvar sveitarfélaga
verði ekki lægra en 8,4% á
næsta ári og ekki hærra en
9,2% af skattskyldum tekjum.
Útsvar er nú að hámarki 7,5%
en ekkert lágmark. Hækkun
útsvarsprósentunnar á að bæta
sveitarfélögunum það tap sem
þau verða fyrir vegna þess að
aðstöðugjald var fellt niður.
Miðstjóm Alþýðusam-
bandsins segir að þessar
ákvarðanir muni augljóslega
leiða til aukinnar skattbyrðar
almennings þvert á þau fyrir-
heit sem ríkisstjómin gaf um
síðustu áramót þegar aðstöðu-
gjaldið var afnumið.
Stuðningur
við sjómenn
Á fundi miðstjómar ASÍ
var ennfremur samþykkt
ályktun þar sem lýst er yfir
fullum stuðningi við réttmæt-
ar kröfur sjómanna vegna
kjaradeilu þeirra. Sjómenn
séu þvingaðir til kvótakaupa
og forystumenn útgerðar-
manna neiti að kannast við
það löglausa og siðlausa
ástand sem þar ríkir. Ef ekki
verði hmndið þeirri nauðung
sem hluti útgerðarmanna beit-
ir sjómenn og komið í veg fyr-
ir þær lagabreytingar sem nú
liggi fyrir megi ætla að næst
verði fiskvinnslufólk þvingað
til að taka þátt í kvótabrask-
inu. Samtökin muni aldrei una
því að kjör launafólks verði
rýrð með þvingunaraðgerð-
um.
Miðstjómin skorar á stjóm-
völd og útgerðarmenn að
leysa jressi mál við sjómenn
með fullnægjandi hætti hið
fyrsta svo koma megi í veg
fyrir að fiskiskipaflotinn
stöðvist um áramót.
Launalækkun
mótmælt
Þá samþykkti miðstjómin
ennfremur ályktun þar sem
mótmælt er harðlega tilkynn-
ingu Stálsmiðjunnar um
12,5% launalækkun sem
komi til framkvæmda 1.
febrúar og hótunum um upp-
sögn ffá sama tíma ef staifs-
menn samþykki ekki verulega
kjaraskerðingu. Öllum tiltæk-
um ráðum verði beitt til að
koma í veg fyrir að slflc launa-
lækkun nái fram að ganga og
er forsetum ASI falið að hafa
náið samstarf við verkalýsðfé-
lög um aðgerðir.
Óskum öllum viðskiptamönnum okkar
svo og öðrum Eyftrðingum gleðikgrajóla
og árs og Jriðar á komandi ári
Þökkum ánœgjuleg viðskipti á því
sem er að líða
ÍSLANDSBANKI
Skipagötu 14 og v/Hrísalund