Alþýðublaðið - 21.12.1993, Page 1

Alþýðublaðið - 21.12.1993, Page 1
Kísiliðjan segir öllum starfsmönnum upp störfum „Að vissu leyti barútta upp á líf og dauða" — segir Friðrik Sigurðsson framkvœmdastjóri en œtlunin er að fœkka um 13 stöðugildi íkjölfar taprekstrar íþrjú ár „Síðustu þrjú árin hefur orðið tap á reglulegri starfsemi Kísiliðjunnar sem nemur 20 milljónum króna á ári. Málið er einfaldlega það að okkar helstu sam- keppnisaðilar eru með lægri fram- leiðslukostnað og geta því boðið kaup- endum lægra verð. Það var fundur með starfsmönnum í dag þar sem þeim var til- kynnt að ákveðið væri að segja þeim öllum upp og ætlun- in væri að fækka um 13 stöðugildi við endurráðningu. Menn setti hljóða en þetta er að vissu leyti spurning upp á líf og dauða fyrir félagið,“ sagði Friðrik Sig- urðsson fram- kvæmdastjóri Kísil- iðjunnar í samtali við Alþýðublaðið í gær. Stjóm Kísiliðjunnar við Mývatn hefur ákveðið að segja upp öllum starfsmönnum fé- lagsins sem eru 55 tals- ins frá og með næstu áramótum. Uppsagna- frestur flestra starfs- manna er þrír mánuðir. Áformað er að fækka um allt að 13 stöðugildi og er ætlunin að ganga frá endurráðningu þeirra starfsmanna sem boðin verður endur- ráðning í ársbyijun 1994. Þetta er liður í að- gerðum sem miða að 15% lækkun á heildar- rekstrargjöldum Kísil- iðjunnar en mikill sölu- og framleiðslusamdrátt- ur hefur verið hjá félag- inu undanfarin þrjú ár. „Kísilgúrinn er not- aður sem síuefni við bjór- og víngerð. Aðal- markaður okkar á þessu ári hefur verið í Austur- ríki en Þýskaland hefur verið stærsti kaupand- inn til þessa. Þegar kreppir ao í þessum löndum draga menn úr neyslunni og það bitnar á okkur. Auk þess að fækka starfsmönnum er stefrit að því að ræða við flutningsaðila og orku- sala um kostnaðarlækk- un. Við kaupum jarð- gufu af Landsvirkjun og rafmagn af RARIK. Það hefur verið rætt lauslega við þessa aðila og ég vonast eftir því að þeir hjálpi okkur yfir erfið- asta hjallann," sagði Friðrik Sigurðsson. I haust ákvað stjóm Kísiliðjunnar að láta fara fram úttekt og end- urskoðun á rekstri og starfsmannahaldi fé- lagsins. Framleiðsla hefur dregist saman um 25% á þessu ári saman- borið við meðaltal ár- anna 1987 til 1991. Fyrsta hluta endur- skoðunar á rekstri og starfsmannahaldi fé- lagsins er lokið og er stefnt að allt að 15% lækkun á heildarrekstr- argjöldum félagsins. Auk fækkunar starfs- manna er stefnt að því að fækka vöktum, breyta vinnufyrirkomu- lagi og fækka dagvinnu- mönnum. Annar kostn- aður verður lækkaður. Framleiðslu er lokið í ár og er hún 17.740 tonn sem er tæplega 10% samdráttur frá síðasta ári. Áformað er að hefja ffamleiðslu að nýju í janúar 1994 og er gert ráð fyrir að ffamleiða um 19 þúsund tonn á því ári. Sala ársins 1993 er heldur betri en á fyrra ári en alls stefnir í að salan verði 19.650 tonn sem er rúmlega 5% aukning frá í fyrra. Veruleg birgðaminnkun hefur orðið á árinu. Sal- an í ár er um 16% minni en meðaltal áranna 1987-1991 en söluáætl- un næsta árs er 19 þús- und tonn. Alþýðublaðinu í dag fylgir aukabiaðið NEISTI - málgagn Alþýðuflokksins á Siglufirði! Dagsbrún gegn gjaldþrotasvindli „Fagna því að Sighvatur ætlar að hindra svona framferði" — segir Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar en félagið vill einnig að ríkisvaldið stöðvi svarta atvinnustarfsemi „Það er svo sannarlega kominn tími til að taka í taum- ana varðandi þessi síendurteknu gjaldþrot sömu aðila. Maður sem varð gjaldþrota í gær er búinn að stofna nýtt fyrirtæki í dag og stendur ekki skil á einu eða neinu. Skatt- ar eru ekki teknir af starfsfólki eða þá að þeir eru teknir af en ekki skilað. Þetta gengur ekki lengur. Við höfum til dæmis kært fyrirtækið Ósal sem er búið að gera gjaldþrota fimm sinnum en einn aðalviöskiptavinur þess er Lands- síminn. Það er eins og ekkert sé hægt að gera í svona tilfell- um en ég fagna því að Sighvatur Björgvinsson viðskipta- ráðherra ætlar að koma á nýrri löggjöf til að hindra svona framferði,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar í samtali við Alþýðublaðið. Á stjómarfundi í Dagsbrún sem haldinn var á föstudaginn var eftirfarandi ályktun samþykkt: „I gjaldþrotalirinu undanfarinna ára hefur Iaunafólk og aðrir viðskiptaaðilar fyrirtækja sem lent hafa í gjaldþrotum tapað umtalsverðum ljármunum. Itrekað hefur verið um það fiallað og samþykktir gerðar um það af Dagsbrún að stemma verði stigu við því að aðilar sem verða gjaldþrota geti risið upp og stofnað ný fyrirtæki til að endurtaka sama leikinn aftur og aft- ur þar sem verkafólk og ríkissjóður og aðrir viðskiptamenn verða enn og aftur fyrir umtalsverðu tjóni. Því fagnar stjóm Dagsbrúnar því að viðskiptaráðherra boðar nýja löggjöf til að hindra slíka verknaði. Stjómin treystir því að þessi lög verði sem fyrst úlbúin. Jafn- framt vill félagið lýsa yfir undrun sinni að ríkisvaldið virðist engar ráðstafanir gera gegn svokallaðri svartri atvinnustarf- semi. Slík starfsemi greiðir enga skatta til ríkis og bæjarfélaga eða til lífeyrissjóða. Við þessa aðila verða atvinnurekendur sem standa skil á sköttum og skyldum í einu og öllu að keppa. Þessi svarta atvinnustarfsemi virðist fara vaxandi og vill Dags- brún skora á ríkisvaldið að standa við fyrirheit sín og gera þær ráðstafanir sem þarf til að stöðva þessa starfsemi.“ LÆRABANI, verð aðeins kr. 990. Margvís- legar æfingar fyrir læri, fætur, brjóst, hand- leggi, bak og maga. MINISTEPPER, tvær gerðir, verð kr. 2.900 og kr. 5.990. Litli þrekstiginn gerir sama gagn og stór en er miklu minni og nettari. ÆFINGABEKKIR og LÖÐ. Bekkur með fótaæfing- um (mynd), kr. 9.700, lítill bekkur, kr. 6.300, 50 kg lóðasett (mynd), kr. 7.370. Bekkur + lóðasett, 10% afsláttur stgr. Handlóð, 2x1,5 kg, kr. 950,2x2,5 kg, kr. 1.290 og 2x3,5 kg, kr. 1.650. Það nýjasta í þjálfun. Þrek og þol, teygjur, fætur, handleggir og magi. Þrjár mismun- andi hæðarstillingar, stöðugur á gólfi. Verð aðeins kr. 4.700. Greiðslukort og greiðslusarrmingar Símar: 35320 688860 Ármúla 40 ÞREKHJÓL, verð aðeins kr. 12.900, stgr. 12.225. Þrekhjól með púlsmæli kr. 15.900, stgr. 15.105. Bæði hjólin eru með tölvu- mæli sem mælir tíma, hraða og vegalengd, stillanlegu sæti og stýri og þægilegri þyngd- arstillingu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.