Alþýðublaðið - 21.12.1993, Side 4

Alþýðublaðið - 21.12.1993, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ BÓKAFLÓÐ ALÞÝÐUBLAÐSINS Þriðjudagur 21. desember 1993 Bókin um Matthías Bjarnason alþingismann og fyrr- verandi ráðherra hefur vakið mikla athygli. Alþýðu- blaðið fékk leyfi hjá útgefanda, Bókaútgáfunni Skjald- borg, til birtingar á stuttum kafla úr bókinni. F ramþoðsfundir fynr vestan Framboðsfundimir fyrir vestan voru kostulegar samkundur. Þar fór fram gríðarlegur hanaslagur. Auð- vitað var ekki jafnmikið um afþrey- ingu og nú er. Fundimir vom besta skemmtun sem völ var á og við skemmtikraftamir reyndum auðvit- að að standa okkur sem best. Fólk kom þó ekki bara til að hlusta á okkur. Framíköll vom fastur liður og sum þeirra vel undirbúin og ban- eitruð. Auðvitað var það vinsælt þegar frambjóðendum varð eitt- hvað á, en skemmtilegast þótti þeim, ótuktunum í salnum, þegar einhver sveitungi þeirra fékk háðu- lega útreið. Þá ætlaði oft allt um koll að keyra af hlátri. Af frambjóðendum í minni tíð hygg ég að við Hannibal Valdi- marsson höfum verið einna verstir á fundunum þá að ég sé ekki að mæla hinum bót. Næstverstir held ég að hafi verið Sigurvin Einarsson og Steingrímur Hermannsson. Sigurð- ur Bjamason var kurteisari og Þor- vald skorti kímnigáfu, en hann var raddsterkur. Víða vom fundimir slæmir, en líklega þó hvergi eins voðalegir og á Suðureyri við Súgandaijörð. Kar- vel gat verið ansi skemmtilegur. Hann var einu sinni að halda ræðu í Súganda. „Hvar er atvinnumálastefna Al- þýðuflokksins,“ kailaði þá fram í Súgfirðingurinn Kjartan Ólafsson, ritstjóri Þjóðviljans, sem sat alltaf með einn puttann út í loftið. Kjartan var ögn til vinstri við Sta- lín, sögðum við gjaman. Ég held að það megi fullyrða að Stalín hafi verið ívið fijálslyndari en Kjartan. Karvel greip þá eina auða papp- írsörk af borðinu, hélt henni hátt á loft og sagði: „Þetta er atvinnumálastefna AI- þýðubandalagsins. Héma er hún. Kjartan er fulltrúi fyrir hana.“ Karvel tók Kjartan svona fund eftir fund, en Kjartan lét engan bil- bug á sér finna. Ég var líka nokkuð stríðinn við Kjartan Ólafsson. Þegar hann var í miðri ræðu á fundum kallaði ég stundum til hans til að stinga upp í hann: „Hefur Stalfn samþykkt þetta?“ Aldrei lét Kjartan sér bregða. Svo var það landbúnaðarstefnan hans Steingríms. Það kom fyrir slys í fylgiskjali með þingsályktunartil- lögu Framsóknarflokksins sem Há- kon Sigurgrímsson hafði samið og sagði fyrir um hversu stórt bú ætti að vera fyrir hverja minkalæðu og ,,-hluta úr högna.“ Ég nuddaði Stcingrímur Pálsson. Steingrími fyrst upp úr þessu í þing- inu og hélt því svo áfram á fram- boðsfundum fyrir vestan og spurði alltaf hvaða hluti af högnanum ætti að vera í búrinu hjá læðunni. Stein- grímur var ansi pirraður á mér út af þessu. Ég kunni ekkert vel við Sigurvin í fyrstu, hann var hörkuræðumaður, bæði sterkur og vígfimur. Hann var að vísu íjandi skömmóttur, en það situr víst ekki á mér að hafa orð á slíku því að ekki lét ég mitt eftir liggja í þeim efnum. En eftir að við kynntumst á þingi og þó sérstaklega á fundum Vestijarðaþingmannanna þróaðist milli okkar Sigurvins kunningsskapur og loks einlæg vin- átta. Mér þótti mjög vænt um Sigur- vin þó að varla væri hægt að hugsa sér dýpri gjá en var á milli skoðana okkar. Mér fannst hann nefnilega miklu fremur vera sósíalisti en framsóknarmaður og sagði það oft við hann. Hann hló bara að mér. Sigurvin tók þátt í Keflavíkur- göngu að minnsta kosti einu sinni eða tvisvar. Svo er það einu sinni fyrir kosningar að framboðsfundur er haldinn á Súganda. Þar var fast- ráðinn fundarstjóri, þó að sú regla gilti annars staðar að sá flokkurinn sem byrjaði umræðu mætti ráða fundarstjóra. En á Suðureyri leyfði enginn flokkur sér að víkja út frá þeirri venju að Sturla Jónsson hreppstjóri skyldi stýra fundum. Sturla sat framarlega á sviðinu en við frambjóðendumir hinum meg- in. Ræðustóllinn var á milli, rétt innan við Sturlu. Sigurvin hafði fyrstur orðið og skammaði íhaldið sundur og saman. Mér fannst ég verða skjóta á karlskömmina úr því að hann var búinn að hegða sér Karvel Pálmason. Þetta var þegar Sighvatur Björg- vinsson fór fyrst fram í fyrsta sæti fyrir kratana, Vilmundur Gylfason í öðru sæti og Bárður Halldórsson í þriðja. Fyrir Samtök ftjálslyndra og vinstri manna vom Karvel Pálma- son, vinur minn, og Jón Baldvin Hannibalsson. Allt sumarið höfðu menn verið að gera tilraunir til að sameina Alþýðuflokkinn og leggja Samtökin niður. Gylfí Þ. Gíslason lagði sig allan fram en allt kom fyr- ir ekki. Ég hugsaði með mér að þegar ég talaði í annarri umferð yrði ég að reyna að blása lífí í fundinn, svo ég sagði eitthvað á þá leið að leitt væri til þess að vita að þeir hefðu komið í tvennu lagi kratamir, eins og hefði verið puðað við að sameina þá og Sighvatur Björgvinsson. svona. Ég hóf mál mitt á kurteisislegu ávarpi til fundarstjóra og fundar- manna, gerði pínulítið hlé og sagði svo: „Og nú er hann kominn til ykkar, hann Göngumóður á Keflavíkur- skónum sínum.“ Þá varð hreppstjóranum svo mik- ið um, af því að hann hafði aldrei séð þessa Keflavíkurskó, að hann sneri sér við og horfði á fætuma á Sigurvin. Salurinn sprakk á stund- inni. Síðar koma Sigurvin í pontu og lyfti þá fætinum og sagði: „Og þetta kallar Matthías Bjamason Kefla- víkurskóna." En þá hló enginn. Ég hafði unnið þessa lotu. Fyrir kosningamar 1974 var óvenjudauft yfir íjölmennum fram- boðsfundi í Bolungarvík, eitthvert slen yfír bæði frambjóðendum og kjósendum. enginn hefði lagt sig eins fram og Gylfi Þ. Gíslason, og það við sjálf- an Hannibal. Ég hélt áfram og sagði að þetta hefði virst vera að bera ár- angur, því Gylfi hefði verið kominn upp í og grátbeðið Hannibal að snarast upp í til sín. „Gylfi lyfti sænginni,“ sagði ég, „og Hannibal var sestur á rúm- stokkinn. Það var ekkert eftir nema fara upp í og breiða sængina yfir, en það undarlega gerðist að Hannibal sprettur upp og segir Gylfa að hann fari ekki upp í.“ Svo þagnaði ég og leit yfir salinn áður en ég bætti við: „Er nokkur hér inni sem hefur heyrt það fyrr að hann Hannibal hafi neitað að fara upp í þegar honum hefur boðist það?“ Þakið ætlaði að riftia af sam- komuhúsinu í Bolungarvík. Það var sama í hvaða flokki fólk stóð, allir hlógu, og það var ekki að sökum að spyija að þetta varð með allra íjör- Matthías Bjarnason samgönguráöhcrra talar fyrsta samtaliö í sjálfvirka farsímann 4. júlí 1986. ugustu fundum. Ég varð var við það að Vilmundur gerði sér mikinn mat úr þessari sögu og sagði hana á íjöldanum öllum af klúbbfundum þar sem hann var fenginn til að tala næstu árin. Oft var með okkur indæll maður sem sat á þingi fyrir Alþýðubanda- lagið, Steingrímur Pálsson, sím- stöðvarstjóri á Brú í Hrútafirði. Við urðum ágætir vinir og ég kom alltaf við heima hjá honum og Láru, konu hans, þegar ég átti leið um. Því mið- ur lést Steingrímur Iangt fyrir aldur fram. Það væri synd að segja að við Hannibal hefðum verið nokkrir vin- ir eftir allar rimmumar úr bæjarpól- itíkinni á Isafirði. En þegar við vor- um búnir að sitja alllangan tíma saman á þingi fór þetta mjög að breytast og sambandið milli okkar varð nokkuð gott. Hannibal og Sól- veig, þessi ágæta kona hans, komu alloft í sumarbústaðinn okkar í Trostansfirði bara til að heimsækja okkur Kristínu. Við endurguldum þessar heimsóknir og fómm í Selár- dal. Maður hét Sigurður Gíslason og átti heima á Bfldudal í mörg ár, mikill sómamaður en sérlundaður og harður í pólitík, sanntrúaður sjálfstæðismaður og fór ekkert dult með að hann fann lítið gott við hina. Sigurður var hreinskiptinn og heiðarlegur. Hann var ráðsmaður úti í Selárdal hjá Hannibal um tíma og svo sagði hann mér einu sinni frá því, og var gamli maðurinn þá mjög hneykslaður, að Bjami Benedikts- son hefði komið út í Selárdal til Hannibals sem var þar í sumarfrfi. „Og hvað heldurðu að Bjami hafi gert þegar hann steig út úr bflnum?“ spurði Sigurður: „Hann kyssti Hannibal." Sigurður gamli var hræðilega hneykslaður og ég held að Bjami hafi lækkað mjög í áliti hjá honum við þennan koss. Hins vegar fór alltaf vel á með honum og Hanni- bal. Hannibal var forseti Alþýðusam- bands Islands og þá átti forsætisráð- herra mikil samskipti við hann. Bjami Ben kunni þá list að hafa samstarf við aðila vinnumarkaðar- ins og stofnaði til persónulegra kynna við þá. Bjarni ávann sér traust og virðingu manna. Hann sagði ekki annað en það sem hann treysti sér til að gera og stóð líka við öll fyrirheit. Þess vegna smullu kossar í Selárdal.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.