Alþýðublaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 5
Föstudagur 24. desember 1993 ÓLAFUR GUNNARSSON SKRIFAR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 4 KAPÍTULARNIR III. kapítuli Við Reimar sátum í pínulítilli reliu yftr Breiöaijarðar- eyjum. Á milli okkar rauðvínskútur. Við stjómvölinn Helgi Jónsson flugmaður. Helgi hafði fallist á að fljúga með okkur til ísafjarðar. Reimar var draghaltur. Ég hafði rykkt honum með handkrafti upp úr hestagrind við heilsu- hælið í Hveragerði. Eftir þá sneypuför var ekki við annað komandi en fara burt af Suðurlandi, burt! Já, burt og heim til Isafjarðar. - Eina almennilega fólkið á landinu á heima á þar, sagði Reimar og fyllti á sér gúlinn af rauðvíni. - Ég held að mannkynið sé asni, Nasi. Hins vegar hef ég hitt nokkra bráðgáfaða einstaklinga og þeir voru allir ísfirðingar. Það var síðla dags og sól skein á haf og land. Helgi flaug fimlega yfir Látrabjarg í blíðunni. Reimar lét löppina liggja þráðbeina fram í rellu. - Nasi, ég er fótlama. En það mun ekki aftra mér frá því að sýna þér gamla góða Isó. Hvað heldurðu að þeir segi gömlu elskulegu vinimir þegar þeir sjá mig? Hann Guggi- Nunnu. Hann Dúddi-Stellu og Siggi Hrafnhildar. Og hvað ætli sé að frétta af henni Lú Lú?Ætli hún sé gangfær garnla rútan? Lú Lú var ekki kvenmaður heldur fræg ísfirsk rúta sem gat sagt nafnið sitt. Það gerðist þegar söng í gírkassanum á fjallvegum. - Ég hefði aldrei átt að Ilytja til Reykjavíkur. Ég er Is- firðingur! Það er hvergi betra að vera en þar. Æi-já. Nasi minn þú munt sjá það verður tekið vel á móú okkur. Við létum rauðvínskútinn ganga þar til rellan lenti. Á ísafirði var mildur sunnanþeyr. Það var kúnstugt að sjá Reimar á flugbrautinni svinga til þráðbeinni löppinni með miklum handarsveiflum. Hann réð sér ekki fyrir kæti. - Nasi, ó Nasi minn. Ef ég væri fær um að krjúpa þá kyssti ég jörðina hér. Mér fannst samt leigubfistjórinn sem ók okkur inn í bæ taka honum furðu fálega og gefa mér fremur illt auga. Bær- inn var svotil mannlaus en það var ball í Bolungarvík og sá dansleikur var sem eitt spriklandi síldarkast. Reimar óð um allt með pinn-stífa löppina og sagði hvetjum sem heyra yildi að hann væri „fótlaina", en var fremur þurrlega tekið. Ég held hann hafi ekki gert sér grein fyrir þvf að hver sá sem flyst úr svona plássi eins og fsafirði í lengri tíma en mánuð er upp frá því utanbæjarmaður. Þetta vissi ég ekki heldur. En ég varð reynslunni ríkari. Mig fór að gruna margt þegar ég heyrði sagt: - Sjáiði helvítið hann Reimar-Ellu. Hvað er hann að koma hingað og gera sig breiðan og rífa kjaft. Þegar ballið var búið kom Reimar nteð tvo rónalega sjó- ara sem buðu okkur að fljóta með í taxa til Isaíjarðar. - Jæja, Reimar, sagði sá sem settist fram í. - Svo þú ert búinn að vera heilmikið í skólum hjá þeim fyrir sunnan. Sjóarinn sem sat aftur í setti upp ygglibrún. - Hann hefur dauðsaknað Isaljarðar, sagði ég. - Ég er ísfirðingur, sagði Reimar. - Vel kann það að vera, sagði bullan sem fyrst hafði tal- að. - En þessi ljóti með þér. Hann er utanbæjarmaður. Og allir utanbæjarmenn. Þeir halda að þeir geti komið hingað til fsaljarðar og gert sig breiða. - Það er leiður ávani, sagði svolinn við hliðina á Reim- ari. - Hvaða kjaftæði er þetta, sagði ég. - Ég lít ekkert niður á ykkur sveitavarginn. Hverjir afla gjaldeyris fyrir þetta land? Eru það ekki sjómenn? Eru það ekki þeir sem háfa þann gula í land. Þetta svona rétt friðaði þá. En ekkert verulega. Þeir héldu áfram að tönglast á hroka okkar Reykvíkinga og mér til gremju tók Reimar að kinka kolli. Mér fór að leiðast þóf- ið enda á ég ættir að rekja til Egils Skallagrímssonar, að minnsta kosti í kvenlegg. Ég sagði: - Já, sennilega er þetta alveg satt. ísfirðingar eru aular. Og þó einkum og sér í lagi ísfirskir sjómenn. Ekki hafði ég fyrr sleppt orðinu en hnefi á stærð við bómu kom framan úr bfi og flatti út á mér nebbann og var hann þó ærið flatur fyrir. Ég snerist af festu til vamar, bæði kýldi, beit og klóraði og náði fínu haustaki á öðrum drjól- anum. Ég reyndi að þeysa upp mikla spýju til að geta ælt framan í þá en maginn vildi ekki láta hana lausa. Ég lét mig engu skipta þótt Reimar veinaði: - Æ, æ, löppin á mér, löppin. En það varð mér til lífs að löggubfi bar að rétt í því við runnum inn í kaupstað. Annars hefði ég verið drepinn. Löggan kippti mér á andlitið úl á götu og jámaði mig hraðar en sjón á festi. En þá varð Reimar vond- ur það má hann eiga. - Hann Nasi gerði ekkert af sér hel- vítis fíflin ykkar! Reimar var jámaður á staðnum og okkur báðum fleygt á andlitið upp t' bfi. Okkur var stungið í sinn hvom klefann. Þar var legubekkur, plastdolla með vatni, önnur til að nu'ga í og koddi. Reimar hristi rimladymar og kallaði hárri röddu: - Ég vil fá að tala við hann Böðvar bæjarstjóra. - Á ég ekki bara að sækja fyrir þig ríkisstjómina, sagði fangavörðurinn sallarólegur. Eg lagðist á bekkinn. Reimar jós sér yfir sveitunga sína í rnarga ættliði en loks varð hann lúinn og hallaði sér. Svo þunnt var í þilinu milli klefanna að við gátum spjallað. - Ertu vakandi frændi, spurði Reimar. - Já. - Hvemig hefurðu það í nebbanum? - Nú svona. - Hvfiík heimkoma, stundi Reimar mæðulega. - Héðan í frá slít ég öllum tengslum við þetta pláss. Að hann Beggi- Guddu og hann Njalli-Stefaníu skyldu geta gert mér þetta. Héðan í frá lít ég á mig sem réttborinn Reykvíking. -1 gær minntistu á dáldið Reimar minn. - Og hvað var það? - Að hann pabbi minn sálugi sem ég aldrei sá.. .þú sagð- ir hann hefði verið myrtur. - Já, Nasi minn. Já, frændi það er satt. Og nú skal ég segja þér hver drap hann. IV. kapftuli - Nasi, sagði Reimar. - Manstu þegar ég skírði þér frá einum hlut í lífi þínu sem varð til þess að íslensk stelpa fékkst til að sofa hjá þér? - Ég man, sagði ég. - Þú sagðir mér að pabbi minn væri negri. - Og ég laug engu vinur. Ég sagði satt. Þú barst þess bara engin merki utan þess að hafa þetta flotta mjallahvíta svertingjanef. Nú en áfram með smjörið. Ég sagði þér að pabbi þinn hefði verið myrtur og nú er að segja þér frá kringumstæðum. Hlustaðu og gríptu ekki frarn í. Hún mamma þín, Nasi minn, átti þig með bandarískum hermanni. Hún var í ástandinu eins og þú veist. Og nú vildi ég óska ég hefði við höndina ævisögu Péturs Hoffmanns sem Stefán Jónsson fréttamaður skráði, því þar stendur þetta svart á hvítu. Og þar er sagt frá satt og rétt. Með einni undantekningu þó. Pétur greinir frá því er hann vó mann í Selsvararorustunni. Hann sagði að sá hefði verið hvítur. Þar hagræddi Pélur sannleikanum þótt Stefán Jónsson gmnaði það ekki. Á Pétur stefndi þriggja álna Súlúkaffi svartur eins og kolamoli og ægilegur ásýndum og hrópaði á útlensku: Kfil, Kfil. Þessi Súlúkaffi Nasi minn varpabbi þinn. Hún manna þín elskaði þennan svarta mann meira en lífið í brjósti sér. Pétur molaði á honum hausinn með exi. En þar sem Pétur elskaði mömmu þína þá gat hann ekki fengið af sér að segja henni sannleikann. Hann laug hann hefði drepið hvítan mann og það stendur í bókinni. Nasi minn, þú ert af Súlúkaffakyni og þú mátt vera stoltur af því. Nokkur þögn varð bak við þilið. Mér létti við að heyra sannleikann. Allt í einu heyrði ég undarlegt hljóð. - Reini- ar minn ertu að gráta? spurði ég. - Nei, ég er að hlæja vinur. - Og hvað er svona skemmtilegt, dauði föður míns? - Nei, manstu þegar við fórum saman í partí og sváfum báðir hjá í fyrsta sinn? - Já. - Og þú varst aðeins á undan og hefur verið að grobba þig af því síðan. - Ég man. Ég man. - Nú er þetta dálítið breytt félagi. Ég heyrði að Reimar var orðinn verulega rogginn handan við þilið. - Nú hvemig þá? - Jú, þú ert miklu eldri en mér var sagt. Ég er fæddur 1946 en þú á stn'ðsárunum. Ég hef aldrei hugsað út í þetta. Það þýðir að í raun og sann fékk ég það fjórum árutn fyrr en þú. Afhverju laugstu til um aldur? - Ég laug engu, sagði ég. - Hún mamma hagræddi sann- leikanum vegna þess að henni var sárt um hvað ég var sein- þroska. Stuttu .síðar heyrði ég að Reimar var sofnaður og hraut sæll og glaður. Okkur var sleppt úr fangelsinu snemma morguns og við komumst f DC-9 á hádegi og flugum beina leið til Reykja- víkur og kvöddum hvorki kóng né prest. Tíu dögum síðar mætti Reimar með sæta stelpu og sagðist ætla að gifta sig. Það var slegið upp heljar brúðkaupsveislu. Jósteinn bróðir hans mætd, Eiríka kom frá Isafirði og sættist við Eika pabba hans. Það fór jafnvel vel á með foreldmm mínum. í miðjum hátíðarhöldunum hvíslaði Reimar: Á ég að segja þér leyndarmál? Á morgun fer ég úr landi frændi. Hvað heldurðu þau segi þegar þau fatta að þetta er sparimerkja- gifting? Ég veit varla hvað brúðurin heitir. Hún fékk fimm- þúsund kall. - Hún heitir Stína, sagði ég. - Afhveiju tekurðu mig ekki með út í heim? - Vegna þess að ég er að fara að leita ntér að fínum um- boðum, sagði Reimar. - Og ég vil ekki hafa þig með í þvf. Þá vilt þú bara taka umboðin fyrir þig. Ég ætla að stofna heildsölu þegar heim kemur. Næsta morgun var hann horfinn. Síðsumars kom kort frá Þýskalandi: Nasi ég er staddur á sveitabæ. Þar fékk ég vinnu sem svínahirðir. í hverju heldurðu að ég hafi lent um daginn. Ég skrapp í baðkarið hér og allt varð brjálað vegna þess að þetta var baðkar hjónanna á bænum. Verkalýður- inn átti að nota sturtuna út í Ijósi. Svona reynsla er nóg til að gera mann róttækan. Ég segi bæ, bæ, í bili. Og það segjum við lika. Ég og skrásetjari minn. Bæ, bæ. Því þetta var lokakaflinn í Ævintýrum Reimars Isfirðings. Sagan sem hófst í Mogganum og var það eina af viti um langa hrfð í Pressunni, henni lýkur á síðum Alþýðublaðsins í dag. Frásögn vor er á enda, tjaldið er fallið. Og megi heilræði Reimars verða lokaorðin: Sýnum fjöl- skyldum vorum og vinum þá sjálfsögðu kurteisi að kaupa meira en einn pela af rjóma með sveskjugrautnum á sunnu- dögum. Úr jóla- og nýársdagskrá Ríkisútvarpsins RAS 1 RAS 2 Jóladagur klukkan 14.00 HÁTÍÐ BER AÐ HÖNDUM BJARTA Dagskrá um ævi Þorláks biskups helga á 800 ára ártíð hans. Jóladagur klukkan 16.35 VIÐ JOLATRÉÐ: JÓLABALL ÚTVARPSINS Jólatrésskemmtun í Dalvíkurskóla. Jóladagur klukkan 20.00 ÓRATÓRÍAN MESSÍAS eftir G.F. Handel Hljóðritun Útvarpsins frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands árið 1963. Stjómandi er dr. Róbert Abraham Ottósson. Nýársdagur klukkan 13.30 NÝÁRSGLEÐI ÚTVARPSINS Fjölbreytt dagskrá með Söngskólanum í Reykjavík. Umsjón: Jónas Jónasson. Sunnudagur 2. janúar klukkan 13.00 JÓLALEIKRIT ÚTVARPSINS: UTAN VIÐ DYRNAR - sígild perla þýskra leikbókmennta eftir Wolfgang Borchert. Bæklaður hermaður sem hefur dvalið í rússneskum fangabúðum snýr heim þremur árum eftir stríðslok og kemst að því að enginn hefur þörf fyrir hann lengur. Jóladagur klukkan 13.00 FYRSTU ÁRIN - HAUKUR MORTHENS Trausti Jónsson veðurfræðingur velur til flutnings lög úr safni Útvarpsins. Þetta eru upptökur með Hauki Morthens frá árunum 1947-1958 sem sumar hverjar hafa aldrei heyrst í útvarpi áður. Jóladagur klukkan 15.00 BUBBI MORTHENS - STIKLAÐ Á STEINUM ÚR SÖGU ALÞÝÐULISTAMANNSINS ÁSBJARNAR KRISTINSSONAR MORTHENS „Bubbi Morthens og augun“. Lísa Páls heimsækir Bubba og ræðir meðal annars um augun í textum hans. Annaríjólum klukkan 13.30 DRÖG AÐ UPPRISU Megas og Nýdönsk á tónleikum í Hamrahlíðarskólanum í nóvember síðastliðnum. Á undan tónleikunum verður flutt viðtal við Megas. Dagskrárgerð: Þorsteinn Joð. Gleðileg jól! ráy Ríkisútvarpið — útvarp allra landsmanna (Gæ') Simi 5 34 66

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.