Alþýðublaðið - 12.01.1994, Síða 2

Alþýðublaðið - 12.01.1994, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LEIÐARI, PALLBORÐIÐ & SERSTAÐA Miðvikudagur 12. janúar 1994 HIMMIIUIIUÐ HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurösson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuöi. Verð í lausasölu kr. 140 PALLBORÐIÐ: STEINAR ÁGÚSTSSON SKRIFAR HORFUM TIL FRAMTÍÐAR Frækilegt björgunarafrek þyrlusveitar varnarliðsins Þyrlusveit vamarliðsins vann frækilegt björgunarafrek síðast- liðinn mánudag þegar hún bjargaði sex skipverjum af þaki björgunarskipsins Goðans. Skipið var strandað og marraði hálf- sokkið í Vöðlavík eftir að hafa undirbúið björgun Bergvíkur af strandstað í Vöðlavík. Brotsjór reið yfír Goðann með þeim af- leiðingum að vélin drap á sér og skipið rak stjómlaust upp á grynningar. Einn af sjö manna áhöfn skipsins dmkknaði eftir að brotsjór hreif hann með sér. Skipverjarnir voru á þaki skipsbrú- arinnar og var bjargað á elleftu stundu. Karl Eiríksson formaður flugslysanefndar hefur sagt, að þyrlusveitin hafí unnið frækilegt björgunarafrek. Menn geta verið á einu máli um, að þar er ekk- ert ofsagt; björgunarafrek þyrlusveitar varnarliðsins á lengi eftir að vera í minnum haft. Veðurofsinn var slíkur á björgunarstað að menn höfðu gefist upp við að reyna björgun frá sjó eða landi. Þyrla Landhelgisgæslunnar varð að snúa við á leiðinni austur vegna ísingar. Þyriusveit vamarliðsins flaug með suðurströnd- inni og barðist gegn slydduregni og sterkum mótvindi alla leið- ina. Þetta einstæða björgunarafrek sýnir íslendingum og sannar hvers virði þyrlusveit vamarliðsins hefur verið okkur íslending- um gegnum tíðina. Þau skipti eru ófá orðin sem varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hefur bjargað lífum íslenskra sjómanna og annarra sem komist hafa í lífshættu á sjó og landi á hinni harð- býlu og veðurbörðu eyju okkar. Björgunarafrek vamarliðsins í Vöðlavík áréttar mikilvægi nýafstaðinna samninga um áfram- haldandi vem varnarliðsins. Vilji Bandaríkjamanna varí fyrstu á þann veg að draga allt herlið af landinu, þar á meðal þyriusveit- ina. íslensku samningsaðilamir hafa hins vegar undirstrikað vamarsamning Bandarikjanna og íslands þar sem Bandaríkin skuldbinda sig til að taka að sér vamir íslands. Samningurinn sem undirritaður var fyrir skömmu, tryggir áframhaldandi vam- ir flughersins á Keflavíkurflugvelli, þar á meðal þyrlusveit vam- arliðsins. Einnig er stefnt að því að íslendingar muni í náinni framtíð yfirtaka þyrlur vamarliðsins og þar með tryggja áfram aukið öryggi sjómanna og annarra sem komist geta í tvísýnu við erfiðar aðstæður náttúm og veðurs á íslandi. Nokkuð hefur borið á gagnrýni vegna hins nýgerða samnings við Bandaríkin um áframhaldandi veru flugsveitar vamarliðsins. Ríkisstjóminni og utanríkisráðherra hefur verið núið um nasir að stunda „aronsku“ með því að árétta þann vilja íslenskra stjóm- valda að landið sé ekki varnarlaust á friðartímum. Háværar radd- ir hafa verið uppi, að þegar kalda stríðinu sé lokið og kommún- isminn sé allur, sé tími til kominn að varnarliðið hverfi af landi brott. Það er hins vegar fjarri sanni að stöðugleiki sé tiyggður í heiminum. Nýafstaðnar þingkosningar í Rússlandi em besta dæmið um hve stutt er milli öfganna kommúnisma og þjóðem- isofstækis. Yilja íslendingar búa í vamarlausu landi við aðstæð- ur umheimsins í dag? Teljum við að það ríki slíkur stöðugleiki í heiminum að við getum verið án allra vama? Hið ábyrga svar við þessum spurningum er auðvitað nei. Islendingar gerðu vam- arsamning við bandaríkin til að tryggja öryggi og vamir lands- ins. Það er að sjálfsögðu skylda stjómvalda á öllum tímum að sjá til þess að staðið verði við vamarsamninginn og öryggi þjóðar- innar tryggt. / Islendingar hafa notið góðs af annarri starfsemi varnarliðsins en beinum vömum. Meðal annars hafa björgunarþyrlur vamarliðs- ins margsinnis bjargað íslenskum mannslífum, bæði við björg- unarstörf og flutning á veikum og slösuðum mönnum. Það var engin tilviljun, að Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra lagði á það ofuráherslu, að þyrlusveit vamarliðsins hyrfi ekki umsvifalaust á brott frá landinu, heldur yrði þekking og véla- kostur þyrlusveitarinnar nýttur áfram hér á landi. Hið frækilega björgunarafrek þyrlusveitar vamarliðsins sannar enn mikilvægi þess, að landið búi yfir þjálfuðum mönnum og vélarkosti sem tekist getur á við björgunarstörf í viðureign við miskunnarlausar aðstæður og veðurofsa landsins. Á nýliðnu ári bar auðvit- að hæst vofu atvinnuleysis og erfiðleika þúsunda heimila, gjaldþrot fyrir- tækja og erfiða stöðu ríkis- sjóðs. En á sama tíma er verðbólga á núili og vextir hafa lækkað. Alþýðuflokkurinn er kjölfesta þessarar ríkis- stjómar og við jafnaðar- menn hlaupum ekki frá þeim mikla vanda sem steðjar að ísiensku þjóðfé- lagi. Alþýðuflokkurinn er eini flokkurinn sem berst heilshugar gegn landbún- aðarófreskjunni. Undir for- ystu Jóns Baldvins Hanni- balssonar, formanns flokksins, hefur verið gerð- ur mikilvægasti milliríkja- samningur í sögu þjóðar- innar - samningurinn um hið Evrópska efnahags- svæði. Jón Baldvin varð fyrstur utanríkisráðherra hins vestræna heims til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsþjóðanna. Norð- urlönd og Bandaríkin komu svo á eftir. Þetta þótti slúð- urmeisturum á Stöð 2 og stjórnarandstöðunni ekki nógu krassandi. En þakk- læti þessara þjóða var mik- ið vegna stuðnings íslands á örlagastundu. Hvað er framundan? Allt skítkast á Jón Bald- vin Hannibalsson og Al- þýðuflokkinn, flokkinn okkar, segir aðeins eitt; við erum á réttri leið, jafnaðar- menn. Urtöluliðinu er vor- kunn. Stjórnarandstaðan hefur ekkert lært og er ekki við jafnaðarmenn þurfum engu að kvíða vegna þess að við erum að koma þjóð- inni út úr kreppunni. Við flýjum ekki undan ábyrgð heldur höldum ótrauðir áfram vegna þess að við trúum á framtfð íslensku þjóðarinnar. Við sem höfum verið og starfað í Alþýðuflokknum gleymum ekki stöðu flokksins á árunum 1983 og 1984, stórtapinu í tvennum kosningum, og algjöru for- ystuleysi í flokknum. Að öðrum ólöstuðum hefur enginn einn maður lyft flokknum upp úr dauða- teygjunum eins og Jón Baldvin Hannibalsson. Þeir eru ófáir fundimir sem Jón Baldvin hefur sótt okkur flokkssystkinin heim, bæði í Eyjum og um land allt. treystandi til nokkurra góðra verka. Er það ekki skondið þjóðfélag sem hef- ur efni á að brenna skinku og hamborgarhryggjum á haugunum þegar ástandið er eins og við þekkjum f dag? Eg veit ekki til þess að nokkur Islendingur hafi orðið úti vegna húsnæðis- leysis né hungurs; Við ætt- um að muna það íslending- ar, að víða úti í hinum stóra heimi deyr fólk úr kulda og hungri. Þetta er þörf ábend- ing, þvf við emm ekki ein í heiminum. Höldum ótrauðir ófram Skoðanakannanir em auðvitað ekki kosningar og STEINAR ÁGÚSTSSON: „Við sem höfum verið og starfað í Alþýðuflokknum gleymum ekki stöðu flokksins á árunum 1983 og 1984, stórtapinu í tvennum kosningum, og algjöru forystuleysi íflokknum. Að öðrum ólöstuðum hefur enginn einnmaður lyft flokknum upp úr dauðateygjunum eins og Jón Baldvin Hannibalsson.“ Jón Baldvin hefur ekki stundað vinsældakapp- hlaup nema síður sé. Jón Baldvin er nefnilega þeirrar gerðar að vera hreinskilinn og heiðarlegur stjómmála- maður. Hann hefur kjark og þorir að segja þjóð sinni sannleikann. Það er meira en hægt er að segja um leið- toga hinna stjómmála- flokkanna allra. Verk að vinna Við jafnaðarmenn höf- um verk að vinna. Þar getur enginn skorist undan og sfst af öllu verið hlutlaus. Hefj- um ekki síðar en strax bar- áttuna fyrir bæjar- og sveit- arstjórnarkosningar í vor: Þar má enginn hlekkur bresta. Fram til sóknar, ís- lenskir jafnaðarmenn! Al- þýðuflokkurinn er eina afl- ið sem stendur fyrir heiðar- legu vöruverði til neytenda. Eining er afl! Höfundurer verkamaðurí Vestmannaeyjum. Alþýðubiaðsmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.