Alþýðublaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 12. janúar 1994 VEXTIR, STYRKUR & SKILABOÐ ALÞYÐUBLAÐIÐ 5 Ólafur K. Ólafs, hagfrœðingur, í Vísbendingu VEXTIR LÆKKA þrátt fyrir verðtryggingu „Útlit er fyrir að sam- stillt átak aðila á fjár- magnsmarkaði um að lækka vexti geti skilað lægri vöxtum til fram- búðar. Nauðsynleg for- senda þess er að láns- fjárþörf hins opinbera minnki. Ekki gengur til lengdar að sækja á er- lenda fjármagnsmark- aði ef ekki fást ásættan- legir vextir innanlands“, segir Ólafur K. Ólafs, hagfræðingur hjá Seðla- bankanum, í grein sem hann kallar „Vextir lækka þrátt fyrir verð- tryggingu“ og birtist í nýjasta hefti Vísbend- ingar, blaðs Talnakönn- unar hf. I grein sinni rekur Ólafur K. Ólafs athyglisverðan árangur sem náðst hefur við lækkun vaxta verð- tryggðra skuidbindinga á innlendum fjármagns- markaði undir lok ársins 1993. Ólafur segir að stórir að- ilar á markaðnum, lífeyris- sjóðir til dæmis, kunni að leita á erlenda markaði þegar frelsi til fjármagns- flutninga landa á milli er brostið á, en það gerðist nú um áramótin. „Það gæti verið leikur í þeini viðleitni að dreifa áhættunni og í einhveijum tilvikum að ávaxta fé sitt betur. Hins vegar er ólík- legt að ávinningur þeirra verði að jafnaði meiri í skuldabréfakaupum er- lendis en innanlands, því þrátt fyrir að vextir ríkis- tryggðra pappíra hafi lækkað hér á landi, eru þeir eftir sem áður með þeim hæstu sem tíðkast innan landa OECD“, segir Ólafur. Ólafur rekur gang mála á peningamarkaði allt frá 29. október, þegar stjóm- ÓLAFUR K. ÓLAFS - samstilll átak getur skilað lœgri vöxtum til frambúðar, - ef lánsfjárþörf rík- isins minnkar. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason völd tilkynntu um aðgerð- ir í vaxtamálum. Þann dag hafi múr verið rofinn. Menn hafi til þess tíma illa getað sætt sig við að vext- ir spariskírteina fæm undir 7%. í kjölfar yfirlýsingar- innar hafi vextir ríkisverð- bréfa lækkað verulega. Þannig hafi söluávöxtun nýjustu flokka spariskír- teina á Verðbréfaþingi lækkað frá 25. október um 2,25%, úr 6,95% í 4,7%. Sama er að segja um spari- skírteini en raunvextir þeirra á svokölluðum eft- irmarkaði em þeir lægstu frá upphafi Verðbréfa- þings. Ólafur bendir á að bank- ar fylgdu eftir vaxtalækk- un verðtryggðra ríkis- skuldabréfa í nóvember með því að lækka vexti verðtryggðra bankalána að meðaltali um 1,9 pró- sentustig, í 7,5%. Þetta séu lægstu vextir bankalána allt frá því í október 1989. Um nafnvexti óverð- tryggðra útlána banka og sparisjóða er það að segja að þeir breyttust hinsvegar talsvert á árinu 1993. Miklar sveiflur vom í raunvöxtum óverð- tryggðra útlána það ár. Fékk 250 þúsund króna styrk úr Minningarsjóði Gunnars Thoroddsen Úthlutað hefur verið í áttunda sinn úr Minning- arsjóði Gunnars Thorodd- sen. Að þessu sinni hlaut Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari styrkinn fyrir framlag tii íslenskru tón- ILstarmála. Styrkurinn var að þessu sinni 250 þúsund krónur. Minningarsjóðurinn var stofnaður af hjónunum Bentu og Valgarð Briem 29. desember 1985 þegar liðin voru 75 ár frá fæðingu Gunnars. Sjóðurinn er í vörslu borgarstjórans í Reykjavík sem ákveður út- hlutun úr honum að höfðu samráði við frú Völu Thor- Við styrkveitinguna t Höfða. Frá vinstri; Ágúst Guðmundsson, Jón- ína Gísladóttir, GrímurH. Brandsson, Sigríður Ágústsdóttir, Mark- ús Öm Antonsson, Vala Thoroddsen og Steinunn Ármannsdóttir. Sigríður móðir Nínu Margrétar tók við styrknum fyrir hönd dóttur sinnar sem cr erlendis. oddsen, ekkju Gunnars. Til- gangur sjóðsins er að veita styrki til einstaklinga eða hópa, stofnana eða félaga, eða veita verðlaun eða lán f sambandi við rannsóknir, til- raunir eða skylda starfsemi á sviði mannúðarmála, heil- brigðismála eða menningar- mála, sem Gunnar Thorodd- sen lét sérstakiega til sín taka sem borgarstjóri. Nína Margrét Grímsdótúr píanóleikari iauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og einleikara- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík ári síðar þar sem hún stundaði nám hjá Hall- dórí Haraldssyni. Hún hefur stundað nám og lokið próf- um frá tónlistarskóium í London og New York og hlaut á þessu ári styrk frá Helena Rubinstein Found- ation til doktorsnáms í pí- anóieik við City University of New York. Nína Margrét vinnur meðal annars að rannsóloium á þróun píanó- ieiks á íslandi. Hún hefur oft komið fram opinberlega á tónleikum að undanfömu bæði hér heima og erlendis og ávallt hiotið góða dóma og ósjaldan frábæra fyrir leik sinn. Fiú Vala Thoroddsen af- henti styrkinn við athöfn setn ffarn tör f Höfða 29. desember síðast liðinn. Fœrandi hendi áfund út í heim „ÞeGAR ÉG fer til fundar við vini mína og viðskiptavini erlendis þarf engan að undra þótt ég færi þeim lax í einhverri mynd þar sem viðskipti mín tengjast laxi og útflutningi. Það gengur þó ekki endalaust. Ekki má gleymast að ísland hefur upp á margt annað að bjóða eins og til dæmis vatnið, skyrið og ostana að ógleymdum fallegu íslensku ullarvoðunum, tískufatnaðinum og myndabókunum, eftir alia bestu ljósmyndara okkar. Yfirleitt finnst mér þægilegast, tímans vegna, að kaupa þessar gjafir í íslenskum markaði.“ | $rvi\ Orri Vigfússþ'n/forst jóri. GOÐ HUGMYND! Vir: \v ,cí>Hp Raunávöxtun óverðtryggðra lána hefur verið hœrri en verðtryggðra frá árinu 1990. ISLENSKUR ETll MARKAÐUR Leifsstöð ■ Keflavíkurflugvelli ■ Sími (92) 50 4 50 ■ Fax (92) 50 4 60

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.