Alþýðublaðið - 12.01.1994, Side 3

Alþýðublaðið - 12.01.1994, Side 3
Miðvikudagur 12. janúar 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 BANKAR, VERKFALL & SKILABOÐ Tölvukerfi Reiknistofunnar að fullu nýtt - og nú verða afköstin nœstum tvöfolduð með nýni stór- tölvu, sem keypt er notuð erlendis frá og kemur í mars eða apríl Eðlileg aukning í bankakerfínu - segir Þórður B. Sigurðsson, forstjóri Reiknistofu bankanna Tölvukerfi Reiknistofu bank- anna er nánast að hruni komið. Stór- tölva Reiknistofunn- ar er vissulega öfl- ugt tseki og á henni hvílir bankakerflð að verulegu leyti. Henni má aldrci förlast, þá er við- skiptaheimurinn í vanda. Nú er fram- undan að bieta við núverandi kerfi mun öllugri tölvu sem kemur hingað til lands í mars eða apríl að sögn Þórðar B. Sigurðssonar, forstjóra Reiknistof- unnar. Það verður öflugasta tölva landsins, og liest hingað fyrir lítið fé. Með tilkomu IBM- 3090/400J tölvunnar, sem hingað er keypt notuð frá IBM í Dan- mörku, eykst afkasta- gcta Rciknistofu bankanna um 90% að sögn Þórðar, Hann neitar því alfaiið að nýja tækið sé keypt eingöngu vegna til- komu debetkortakerf- isins. Afgreiðsla á því kerfi hjá Reiknistof- unni fari ekki fram á háannatímum, heldur milli 17 og 18 á dag- inn að mestu, þegar mest er að gera í verslunum. „Þetta er aðeins eðlileg aukning í bankakcrtinu", sagði Þórður B. Sigurðsson. Hann segist ekki vilja segja annað um verð- ið á tölvunni en það að „hún kostar minna en kortagerðarvélin vegna debetkort- anna“. Sú vél kostaði 35 mitljónir. Þórður segir að verðið ú stórtölvum haft lækkað til muna á erlendum markaði. Nýja tölvan er ekki nýjasta nýtt á mark- aðnum, notuð vél, en í kjölfarið á henni eru komnar tvær nýjar kynslóðir tölva, enn afkastameiri og hrað- ari en þessi. Álagið á núverandi tölvubúnaði, IBM- 3090/200J, er gífur- lega mikið. Á síðasta ári fóru í gegnum hana á þriðja hundrað milljónir færslna af ýmsu tagi, beinlínu- aðgerðir milli tölvu og gjaldkera banka, sem og bókhald. Svo mikið helur álagið verið að engu má muna að allt sigli f strand og sérfræðing- ar hafa farið alls kyns krókaleiðir til að láta kerfið virka. Erlendis þykir það góð nýting ef stórtölvur ná 60 til 70% nýtingu, - við Kalkofnsveginn þar sem Reiknistofa bankantia er til húsa, hafa afköstin farið í 95% til 100% þegar mest er að gera um mánaðamót. Strœtódeilan VSÍ vill að verkfallsboðun vagnstjóra verði afturkölluð Segir boðun verkfalls ólöglega og hótar Félagsdómi Vinnuveitendasam- band Islands hefur skrifað Starfsmanna- félagi Reykjavíkur- borgar bréf þar sem mótmælt er harðlega verkfallsboðun vagn- stjóra hjá SVR. Þessi verkfallsboðun er sögð ólögmæt og er skorað á Starfs- mannafélagið að aft- urkalla hana fyrir há- degi í dag. Að öðrum kosti muni VSÍ fara með málið fyrir Fé- lagsdóm. í bréfinu er tekið fram að Strætisvagnar Reykjavíkur hf. séu að- ili að Vinnuveitenda- sambandi íslands og þar með bundið af gild- andi kjarasamningum VSÍ við aðildarfélög ASI. Þegar séu því í gildi bindandi kjara- samningar sem taka til starfsmanna SVR hf. Þegar af þeirri ástæðu sé SVR hf. óheimilt að ganga til samninga við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar um gerð kjarasamnings. Verkfalli verði ekki beitt til að knýja á um slíka kröfu. Þá er í bréfi VSÍ vís- að til 2. greinar laga um stéttarfélög og vinnu- deilur en samkvæmt henni skuli stéttarfélög opin öllum í hlutaðeig- andi starfsgrein á fé- lagssvæðinu sem ekki megi vera minna en eitt sveitarfélag. Starfs- mannafélag Reykjavík- urborgar uppfylli ekki þetta skilyrði og sé því ekki lögformlegur samningsaðili fyrir starfsmenn SVR hf. Með vísan til jxissa mótmælir VSÍ verk- fallsboðuninni sem ólögmætri og áskilur sér allan rétt til að gera félagið ábyrgt fyrir öllu því tjóni sem af henni kann að hljótast. Að lokum er skorað að Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar að endurskoða þegar af- stöðu sína og afturkalla verkfallsboðun sína fyr- ir klukkan 12.00 mið- vikudaginn 12. janúar. Að öðrum kosti muni VSI bera lögmæti henn- ar undir úrlausn Félags- dóms. Við afturköllum ekki - segir Sjöfn Ingólfsdóttir formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar „Við höfum þegar svarað þessu bréfi frá Vinnuveitendasam- bandinu þar sem kröf- unni um að afboða verkfall vagnstjóra hjá SVR hf. er vísað á bug,“ sagði Sjöfn Ing- ólfsdóttir formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar í samtali við Alþýðu- blaðið í gær. Sjöfn sagði að engin frekari hreyfing væri á samningamálum í deil- unni til þessa. Því stæði sú ákvörðun Starfs- mannafélagsins að boð- að verkfall vagnstjóra SVR hf. hæfist á mið- nætti þann 17. janúar. MffLEFNIN RfiÐR Viltu hafa áhrif á jafnaðarstafnana? Málefnahópar fílþýðaflokksins standa þór opnir! Framkvazmdastjórn fllþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands - hefur sett af stað malefnahópa sem aztlað er að aera tillögur um Flestar nýjar og ferskar hugmyndir í ' afa komið fró jafnaðarmönn- jafnaðarstefnu framtíðarinnar. íslenskum stjórnmólum undanfarin ór hafa komið frá jafnaé um. Þetta eru hugmyndir um opnara og réttlátara þjóðfélag, aukin alþjóðleg samskipti, ábyrga efnahagsstjórnun, endurskoðun velferð- arkerfisins, afnám hafta. neilbrigða samkeppni og réttlátari nýtingu náttúruauðlinda. fllþýðuflokkunnn vill virkja sem flesta jafnaðar- menn til að undirbúa þessi stóru og mikilvazgu verkefni. FIMMTUDflGaR 13. jflNÚflR KLCJKKfSN 17: RflNNVEIG GUÐMUNDSDÓITIR fí FUNDI UM F)ÖLSKYLDCJM<ÍUN Málefnahópur fllþýðuflokksins um FJÖL- SKýLDUMflL kemur saman fimmtudaginn 13. janúar klukkan 17.00 í fllþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Rannveig Guðmundsdóttir, varaformaður fHþýðuflokksins, formaður þingflokks jafnaðarmanna og formaður fé- lagsmálanefndar fllþingis maztir á fundinn. Fundir málefnahópanna eru opnir öllum þeim sem eru flokksbundnir í filþýðuflokkn- um - ]afnaðarmannaflokki Islands. Hafið áhrif og takið þátt í málefnastarfj filþýðuflokksins! Nánari upplýs- ingar eru veittar á skrifstofum filj myndsendir 91-629155. uflokksins í síma 91 -2S MáLEFNIN R^Ðfi Viltci hafa átirif á jafnaða rstafnu na ? Málefnahópar filþýðuflokksins standa þér opnir! . Framkvazmdastjórn filþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands - hcfur sett af stað málefnahópa sem aztlað er að gera tillögur um jafnaðarstefnu framtíðarinnar. Nokkrir hópar hafa þegar hafið starfsemi sína og undirbúið jarðveginn fyrir vinnuna sem framundan er. Flestar nýjar og ferskar hugmyndir í íslenskum stjórnmálum und- anfarin ár hafa komið frá jafnaðarmönnum. Petta eru hugmyndir um opnara og réttlátara þjóðfelag, aukin alþjóðleg samskipti, ábyrga efnahagsstjórnun, endurskoðun velferðarkerfisins, afnám hafta, heilbrigða samkeppni og réttlátari nýtingu náttúruauðlinda. Mörgum þessara hugmynda hefur þegar verið hrundið í framkvazmd og þrjú stórverkefni eru framundan: - Sveitarstjórnarkosningar í maí 1994 - Flokksþing samar eða haust 1994 ~ filþingiskosningar vorið 1995 filþýðuflokkurinn vill virkja sem flesta jafnaðarmenn til að undirbúa þessi stóru og mikilvazgu verkefni. Starfshópar um neðangreind málefni hafa tekið til starfa: - EFNRHfKiS- OG RTVINNUMRL Fundir annan og fjórða þriðjudag í hverjum mánuði, klukkan 17.15. - NEYTENDfiMRL Fundir fyrsta og þriðja miðvikudag í hverjum mánuði, klukkan 17.15. - UMHVERFISMRL Fundir fyrsta og þriðja þriðjudag í hverjum mánuði klukkan 17.15 - FJÖLSKYLÐUMRL Fundur fimmtudaginn 13. janúar klukkan 17.00. - MENNTRMRL Fundir auglýstir síðar fíllir fundirnir eru haldnir í filþýðuhúsinu Mverfisgötu 8-10. Ráðherrar og þingmenn filþýðuflokksins og sérfrazðingar á hverju málefnasviði munu mazta á einstaka fundi, sem verða þá sérstaklega auglýstir. Fundirnir eru opnir öllum þeim sem eru flokksbundnir í filþýðuflokknum - Jafnaðarmannaflokki íslands. Hafið áhrif og takið virkan þátt í málefnastarfi filþýðuflokksins! Nánari upplýsingar á skrifstofum fílþýðuflokksins í síma 91-29244, myndsendir 91-629155. filþyðcjflokkcjrinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.