Alþýðublaðið - 26.01.1994, Síða 1

Alþýðublaðið - 26.01.1994, Síða 1
MMIIUMÍDID .Wsjm TVÖFALDUR1. vinningur Miðvlkudagur 26. janúar 1994 14.TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR Verð í lausasölu kr. 140 m/vsk Sameiginlega framboðið í Reykjavík Málefnasamningur nær tilbúinn Framboðsfrestur hjá jafnaðarmönnum rann út á hádegi í gær -10 manns gefa kost á sér í kosningu alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík á fulltrúum flokksins í 4. og 9. sæti listans '* ■>: Bolli Runólfur. Bryndís. Fulltrúar minnihluta- flokkanna hafa unnið öt- ullega að gerð málefna- samnings fyrir sameigin- legt framboð flokkanna. Pétur Jónsson formaður fulltrúaráðs Alþýðu- flokksfélaganna sagði í samtali við blaðið að samningurinn væri nær tilbúinn. „Það er verið að ræða áhersluatriði á einstaka þætti Gunnar. Gunnar Ingi. Gylfi Þór. Hlín. Pétur. Rúnar. Skjöldur. Þorlákur. málefnasamningsins en hann er nánast tilbúinn og verður kynntur áður en langt um líð- ur,“ sagði Pétur. Hann vildi ekki ræða einstök atriði samningsins en sagði að mjög gott samkomulag ríkti með fulltrúum flokkanna og eng- um vandkvæðum bundið að ganga endanlega frá málefna- samningi. Prófkjörsslagur sjálfstæð- ismanna stendur nú sem hæst og er hart barist. Nýjustu tíð- indi úr þeim herbúðunt eru að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur lýst því yfir að hann sækist eftir einu af efstu sæt- unum. Þar undanskilur hann ekki fyrsta sætið sem flokks- forystan vill að sé frátekið fyrir Markús Öm Antonsson. Að sögn heimildarmanna inn- an raða Sjálfstæðisflokksins meinaði forysta flokksins Katrínu Fjeldsted að bjóða sig fram gegn Markúsi Emi í fyrsta sætið og því ákvað Katrín að taka ekki þátt í próf- kjörinu. 10 bióða sig fram hjá jafnaðarmönnum Minnihutaflokkamir hafa komið sér saman um röðun á sameiginlegan lista og er nú unnið að því að velja fólk í sæti. Kosning fulltrúa Alþýðu- flokksins í 4. og 9. sæti fer fram laugardaginn 5. febrúar og sunnudaginn 6. febrúar. Rétt til þátttöku í kosningu hafa allir flokksbundnir Al- þýðuflokksmenn í Reykjavík Öskað til starfa Óvenjuleg auglýsing um atvinnu í boði birtist í DV í gær. Þar er óskað eftir óáreiðanlegu söiufólki sem liafi engan áhuga á vinnu og vilji helst sofa fram eftir degi, sitja á rassinum og fá fullt af peningum fyrir. Fólk er beðið að hringja í ákveðið símanúmer - ef það nennir! Meðmæli eru talin óæskileg. Blaðamanni Alþýðu- blaðsins hló hugur í brjósti þegar hann las þessa auglýs- ingu og sá draumastarfið í hillingum. Drattaðist með erflðismunum til að lyfta tóli og hringdi svo lítið bar á í símanúmerið sem gefið er upp í auglýsingunni. Fyrir svömm varð Gísli Böðvarsson hjá Hagfiski en það fyrirtæki stendur að baki auglýsingarinnar. Gísli sagði Hagfisk selja fisk í heintahús og hefði mjög stóran hóp fastra viðskiptavina. Það þyrfti að hringja reglubund- ið í þetta fólk og kanna hvort það væri búið að snæða síð- ustu sendingu og vildi meira. Ennfremur þyrftu að afla nýrra viðskiptavina. Hér væri um að ræða rnjög ein- Kannski maður œtti að hœtta þessu blaðamennskukjaftœði og sœkja um vinnu lijá Hagfiski.:.?! Alþýðublaðsmynd/EinarÓlason falda sfmsölu sem færi að hluta fram á kvöldin. Um ástæður þess að orða auglýsinguna svona sagði Gísli að auglýsing ætti að vekja athygli og það hefði svo sannarlega tekist því símar fyrirtækisins stoppuðu ekki. Fólk hringdi unnvörp- um og sæktist eftir vinnu. Blaðamaður var ekki hissa á því og herti sig upp í að nenna að spyija um launin. Gísli sagði bestu sölumenn komast upp í fjögur lil fimm þúsund krónu laun á kvöldi fyrir nokkurra klukkustunda vinnu. Ætlunin er að ráða núna sjö til átta sölumenn, en samtals störfuðu um 20 manns hjá fyrirtækinu. HANKOOK vm\Bnnaa\ á lága verðinu Frábær vetrardekk - Einstakt verð Verðsýnishorn 145R12 155R12 135R13 145R13 155R13 165R13 175/70R13 185/70R13 175R14 KR.3540 KR.3770 KR. 3540 KR.3660 KR.3980 KR.4100 KR.4440 KR.4880 KR.4980 stgr. Verðsýnishorn stgr. KR. 3186 185R14 KR. 5680 KR. 5112 KR. 3393 175/70R14 KR.5100 KR. 4590 KR. 3186 1 85/70R14 KR. 5440 KR. 4896 KR. 3294 195/70R14 KR. 6280 KR. 5652 KR. 3582 205/75R14 KR. 7580 KR. 6822 KR. 3690 175/65R14 KR. 5550 KR. 4995 KR. 3990 185/60R14 KR. 5980 KR. 5382 KR. 4392 165R15 KR.4770 KR. 4293 KR. 4482 1 85/65R15 KR. 6420 KR. 5778 Barðinn hf. Skútuvogi 2 - sími 683080 Sendum gegn póstkröfu. samkvæmt félagatali ffá 15. janúar síðast liðinn. Framboðsfrestur vegna kosningarinnar rann út í gær og hafa 10 manns gefið kost á sér í sæti Alþýðuflokksins: Bolli Runólfur Valgarðsson, Bryndís Kristjánsdóttir, Gunnar Gissurarson, Gunnar Ingi Gunnarsson, Gylfi Þór Gíslason, Hlín Daníelsdóttir, Pétur Jónsson, Rúnar Geir- mundsson, Skjöldur Þor- grímsson og Þorlákur Helga- Kuldagallatískan á íslandi - nýjasti skólabúningurinn Hólmavíkurkrakkar allir í kuldagöllum „Það er engin spurn- ing að þessi ágæta tíska hefur góð áhrif á heilsu- far krakkanna“, sagði Skarphéðinn Jónsson, skólastjóra Grunnskóla Hólniavíkur. í skólanum eru 113 börn og þar af ganga hundrað í kulda- göllum frá Nlax hf. „Þetta er nánast skóla- búningurinn okkar“, sagði Kkarphéðinn. Hann sagði að ekki veitti af hlýjuin fatnaði á Ströndum. Í Brú í Hrútalirði hefði frostið farið niðurf 15 gráður í fyrradag. Tildrög þess að svo margír klæðast svo af- spyrnu hlýlega á Hólma- vík, em þau að foreldrafé- lag skólans tók sig til á síð- asta hausti og fékk tilboð í framleiðslu á göllunum. Ekki nóg með það. Flík- umar eru dýrar, og því votu fyrirtæki á staðnum fengin til að styðja við inn- kaupin og fengu auglýs- ingar á gallana. Það em Hólmadrangur, Kaupfélag SteingrímsQarðar og Sparisjóðurinn sem lögðu fé í auglýsingamar. Ut- koman af útboði og aug- lýsingasöfnun var svo góð að flíkumar fengust á nán- ast hálfu búðarverði. Skarphéðinn Jónsson sagði að ekki mætti gleyma því að kuldagall- amir nýttusl ekki aðeins vel í fimbulvetrinum á Ströndum sem hin besta skjólflík, - gallamir væm tneð afar góðunt endur- skinsborðum og væm því hin besta vöm fyrir bömin í umferðinni. I skólum í Reykjavík og víðar um land er ljóst að bömin vilja tolla í þessari ágætu tísku og em kulda- gallar efstir á óskalista þeirra. Vandamálið er hinsvegar að framlciðend- ur hafa ekki undan að sauma. Sjá umfjöllun á blaðsíðu 3: „Biðlistl eftir að fá flíkurnar“ Prófkjör í Kópavogi Alþýðuflokkurinn í Kópavogi hefur ákveðið að efna til prófkjörs vegna bæjarstjórnarkosninganna í vor. Prófkjörið verður haldið dagana 26. og 27. febrúar næstkomandi. Kosningin verður bindandi í 6 efstu sæti listans, ef þátt- taka verður að minnsta kosti 20% af kjörfylgi flokksins í síðustu kosningum. Framboðsfrestur er til 31. janúar, en kjörstjóm getur bætt við allt að þrem fram- bjóðendum í prófkjörið. Maður fer nú létt með að stæla þennan Ingólf Arnarson! Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.