Alþýðublaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 26. janúar 1994 TIÐINDI ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Frá hugmynd td hagnaðar Aðgerðarþing um nýsköpun fer fram á föstudaginn Útflutningsráð íslands og Rannsóknaráð ríkisins boða til aðgerðarþings um nvsköpun á föstudaginn. Yfirskrift þingsins er „Ný- sköpun - frá hugmynd til hagnaðar“. Tilgangurinn er að stuðla að eflingu ný- sköpunar í landinu með því að benda á leiðir til að bæta skilyrði, auka árang- ur og draga úr áhættu sainfara tilraunuin til ný- sköpunar. Aðstandendur þingsins segja að aldrei hafi verið mikilvægara en nú að renna fleiri stoðum undir gjaldeyr- isskapandi starfsemi og ann- að atvinnulíf í landinu. Því sé brýnt að öðlast skýra yfirsýn yfir forsendur og raunhæfar framkvæmdaleiðir á þessu sviði. Aðgerðarþingið er opið öllum sem áhuga hafa á þró- un atvinnumála á Islandi, en sérstaklega er reiknað með þátttöku fulltrúa atvinnulífs, og stofnana sem vinna að ný- sköpun og veita aðstoð á því sviði. Jafnframt er vænst þátttöku fyrirtækja og stofn- ana sem hlut geta átt að fjár- mögnun nýsköpunar og fjár- festinga í nýmælum, sem og fulltrúa stjómvalda. Að loknu aðgerðarþingi verður boðið til sérstaks lok- aðs fundar með þeim aðilum sem taka ákvörðun um ný- sköpun. Þar verður unnið úr þeim hugmyndum sem fram koma á þinginu og aðgerðir samræmdar. Aðgerðarþingið verður haldið á Hótel Holiday lnn og að lokinni skráningu þátt- takenda uppúr klukkan 13 mun Sighvatur Björgvins- son iðnaðar- og viðskipta- ráðherra flytja ávarp og setja þingið. Flutt verða erindi og veitt heiðursviðurkenning fyrir nýsköpun. Samkeppni krakka um gerð nýrra yiðvörunarmerkinga á tóbaksvörur - Börn á aldrinum 6 til 12 ára úr sjötíu skólum sendu 4 þúsund tillögur 1. verðlaun og aðalverðlaun - Ragnhildur Kristjánsdóttir, 7. bekk Selásskóla í Reykjavík. Svipmynd frá sýningu tillagna um nýjar viðvörunarmerkingar á tóbaksvörur íRáðhúsinu. Sýningin stend- ur til nœsta jöstudags. Yfir fjögur þásund tillögur bárustfrá um sjötíu skólum. Heilbrigðisráðuneytið hefur í samvinnu við menntamálaráðuneytið, Landlæknisembættið, Tóbaksvarnanefnd og fleiri málsmetandi aðila efnt til samkeppni í grunnskólum landsins, þar sem nemendum á aldrinum 6 til 12 ára gafst kostur á að gera til- lögur um gerð nýrra við- vörunarmerkinga á tób- aksvörur. Samkeppnin fór fram dagana 15. september til 15. nóvem- ber síðastliðinn. Þess er skemmst að minnast, hve áhrifarík for- vörn var unnin af íslenskri æsku þegar átak var gert til að draga úr tóbaksnotkun landsmanna fyrir nokkr- um árum. Það sýndi sig þá, að bömin mynduðu þann þrýstihóp, sem dugði til að margir létu af tób- aksnotkun. Þetta unga fólk býr að þeirri fræðslu sjálft um alla framtíð. Góðan ár- angur má þakka skólum sem stóðu einhuga að baki nemenda sinna meðan á átakinu stóð ásamt já- kvæðri umfjöllun íjöl- miðla. Undirbúningsnefnd samkeppninnar nú fór fram á að skólar og fjöl- miðlar létu ekki sitt eftir liggja fremur en áður, og hvettu æsku landsins til þátttöku. Þetta gekk eftir. 26. apríl síðastliðið vor sendi undirbúningsnefnd samkeppninnar bréf í alla gmnnskóla landsins, þar Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason sem ffamkvæmdaáætlun hennar var kynnt og farið fram á að kennarar gerðu ráð fyrir henni í starfsáætl- un komandi vetrar. í haust, 25. ágúst, var sent út ann- að bréf til kennara, þar sem kynntur var tilgangur samkeppninnar, og reglur þær sem farið skyldi eftir. Samtímis var sent bréf til fréttastjóra allra helstu fjölmiðla landsins og þeim kynnt samkeppnin og til- gangur hennar. Enn eitt annað bréf var sent til skólanna 20. október og þeir hvattir til að láta ekki sitt eftir liggja í þessari samkeppni. Skömmu síðar tóku úr- lausnir að berast nefndinni og í stuttu máli sagt fór þátttaka og gæði þeirra úr- lausna sem bámst langt fram úr vonum nefndar- manna. Nálægt sjötíu skólar sendu alls um 4 þúsund myndir og annað eins af slagorðum um nýj- ar tillögur að viðvömnar- merkingum á tóbaksvörar. Því er ekki að leyna að gæði texta og mynda í samkeppni sem þessari verða oft misjöfn, en það vakti þó athygli nefndar- manna hversu stór hluti texta og mynda í sam- keppninni skyldi vera með slíkum ágætum að eifltt yrði að velja þá fremstu meðal jafningja. Sýning á verkum nem- endanna stendur nú yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur og verður hún til föstudagsins 28. janúar næstkomandi. Nefnd um tillögur að nýjum viðvörunarmerk- ingum á tóbaksvömr vill koma á framfæri þakklæti til alls þess fjölda æsku- fólks sem þátt tók í sam- keppninni og vonar nefnd- in að þátttakan reynist fræðandi um þann vágest sem tóbakið er. Nefndin vill einnig þakka kennur- um, skólastjórum, íjöl- miðlafólki og öðmm þeim sem gerðu þessa keppni mögulega. Þá vill nefndin þakka sérstaklega fyrir- tækjunum sem gáfu verð- laun, sem veitt verða fyrir bestu úrlausnir verkefnis- ins.Þau fyrirtæki sem gáfu verðlaun em: Apple-um- boðið, Flugleiðir hf. og Vaka-Helgafell. Nefnd um viðvörunar- merkingar á tóbaksvörur skipuðu: Hrafn Pálsson heilbrigðisráðuneyti (for- maður), Þórir Sigurðsson menntamálaráðuneyti, Kristín Guðmundsdóttir Landlæknisembættinu, Lilja Eyþórsdóttir Tóbaks- vamanefnd, Bryndís Björgvinsdóttir Félagi myndmenntakennara, Astþór Jóhannesson Sam- bandi íslenskra auglýs- ingastofa. Ritari nefndar- innar var Steindór Karv- elsson. Námsstefna Orators Fjallað verður um fanga og refsivist Orator, félag laganema, gengst fyrir náinsstefnu næst komandi föstudag um refsi- vist og fanga. Þar verður meðal annars fjallað um aga- viðurlög, málsmeðferð fyrir náðunarnefnd, áhrif refsinga og alþjóðlegar skuldbinding- ar Islands á þessu sviði. Námsstefnan verður haldin í Nesbúð á Nesjavöllum og er áætlað að hún hefjist klukkan 15.30. Fyrirlesarar á námsstefnunni vera fimm og eftir fyrirlestra verða almennar umræður og fyrirspurnir. Doktor Mikael M. Karls- son, dósent við heimspekideild Háskóla Islands fjallar í erindi sínu um tilgang og áhrif refs- inga. Sigurður Gísli Gíslason, deildarstjóri hjá Fangelsismála- stofnun ríkisins fjallar um rétt- indi refsifanga og agaviðurlög samkvæmt ákvæðum laga um fangelsi og fangavist. Magnús Skúlason geðlæknir talar um mikilvægi aðgangS fanga að heilbrigðisþjónustu. Olafur Olafsson landlæknir ræðir um málsmeðferð náðunamefndar á beiðnum uin náðun og reynslu- lausn. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður flytur er- indi um alþjóðlegar skuldbind- ingar Islands á þessu sviði. Fundarstjóri verður Einar Páll Tamimi laganemi Námsstefnan er öllum opin og er áhugasömum bent á að til- kynna þátttöku og fá nánari upplýsingar hjá Orator í síma 2 13 25. RAÐAUGLÝSINGAR Rannsóknamaður í jarðfræði Hafrannsóknastofnun auglýsir eftir rannsóknamanni í jarð- fræði sem fyrst. Starfið felst í gagnasöfnun á sjó og landi og úrvinnslu gagna. Leitað er að starfsmanni sem er vanur að vinna við tölvur og/eða hefur einhverja stærðfræðimennt- un. Um er að ræða tímabundna ráðningu í 6 mánuði. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kjartan Thors í síma 2 02 40. Umsóknarfrestur er til 4. febrúar. Hafrannsóknastofnun, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík. Sími 2 02 40. |L ST. JÓSEFSSPlTALI LANDAKOTI Hjúkrunarfræðingar Við viljum ráða í okkar hóp áhugasama hjúkrunarfræðinga til starfa á nokkrar deildir Landakotsspítala. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu hjúkrunarfor- stjóra í símum 60 43 00 og 60 43 11. Aðalfundur Alþýðubrauðgerðarinnar hf. Aðalfundur Alþýðubrauðgerðarinnar hf. verður haldinn fimmtudaginn 10. febrúar næstkomandi í Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu 8-10, klukkan 17. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra, Reykjanesi. Viltu ná árangri? Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi óskar eftir að ráða tímabundið til starfa forstöðumann við meðferðar- sambýli fyrir fatlaða í Kópavogi. Jafnframt er óskað eftir deildarþroskaþjálfum til starfa að hinum ýmsu viðfangsefn- um Svæðisskrifstofu. Um er að ræða afleysingar í 6-8 mánuði og þarf viðkom- andi að geta hafið störf sem fyrst. Óskað er eftir þroskaþjálfa eða öðrum fagmenntuðum starfsmanni með uppeldisfræðilega menntun og reynslu af stjórnunarstörfum. Forstöðumenn og deildarþroskaþjálfar taka þátt í framsæknu starfi í málefnum fatlaðra á vegum Svæðisskrifstofu með öflugum, faglegum stuðningi í formi handleiðslu, námskeiða og víðtæks faglegs samstarfs með öðrum stjórnendum hjá Svæðisskrifstofu. Umsóknarfrestur er til 28. janúar nk. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 6418 22 og umsókna- reyðublöð liggja frammi á Svæðisskrifstofu Reykjaness, Digranesvegi 5, Kópavogi. PÓSTUR OG SÍMl Útboð Póstur og sími óskar eftir tilboðum í jarðsímastrengi. Um er að ræða 5 til 500 línu plasteinangraða koparstrengi. Heild- arlengd strengjanna er 350 km. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Fjarskiptasviðs, Landssímahúsinu við Austurvöll. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir fimmtudaginn 24. febrúar 1994 kl. 11.00.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.