Alþýðublaðið - 26.01.1994, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 26. janúar 1994
FRETTIR
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3
Fataframleiðsla á Islandi: MAX hf. hefur ekki undan að framleiða, ekki
hvað síst kuldagallana, skynsamlegar tískuflíkur - Aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar hafa hjálpað iðnaðinum til að fá betri starfsgrundvöll
Biðlisti eftir
að fá flíkurnar
„Við erum enn að
framleiða jólavör-
una, og ávísanir á
kuldagallana okkar
eru álíka eftirsóttir
og aðgöngumiðar að
úrslitaleik á Wem-
bley“, sagði Sig-
mundur Andrésson,
forstjóri Max hf. í
samtali við Alþýðu-
blaðið í gær. Sig-
mundur sagði að
ekkert lát væri á
kuldagallatískunni,
sky nsamlegustu
tískubylgju síðari
ára, sem læknar og
skóíamenn hafa lof-
sungið. Elmar Jens-
en hjá 66 gráðum
norður tók í sama
streng og sagði að
vinsældir þessara
kuldaflíka væri
meiri nú en nokkru
sinni og úrvalið væri
sífellt að aukast. Hjá
báðum framleiðend-
unum er biðlisti eftir
að fá kuldagalla.
Hafa ekki undan
að framleiða
Sigmundur sagði að
nú hefði það gerst að
unga fólkið hefði kosið
sér mjúka pakka í jóla-
gjöf í stað harðra, allir
vildu eignast kuldagall-
ana.
Stærstu framleiðend-
umir á kuldagöllunum
em 66 gráður norður og
Max. Hvomgur hefur
undan að ffamleiða
þessa vöm, sem er frá-
leitt þeirra eina fram-
leiðsluvara. A sama
tíma og talað er um bág-
an hag vefjarvömiðnað-
ar á Islandi, em báðar
þessar verksmiðjur að
gera það gott, og hafa
ærið að starfa.
Hjá Max hf. hefur
verið unnin eftirvinna
vegna mikillar eftir-
spumar eftir göllunum.
Það fyrirtæki hóf nýlega
að framleiða sérstaka
búninga fyrir slökkvi-
liðsmenn í Reykjavík og
er með talsvert breiða
framleiðsluh'nu. Sagði
Sigmundur að sú fram-
leiðsla gengi mjög vel.
Góðar aðgerðir
ríkisstjórnar
Elmar Jensen, for-
stjóri Sjóklæðagerðar-
innar hf. - 66 gráður
norður, sagði í samtali
við Alþýðublaðið að af-
koma fyrirtækisins á
síðasta ári hefði verið
•óvenju góð. Hann sagði
að það væri ekki spum-
ing að ýmsar aðgerðir
ríkisstjómarinnar kæmu
fyrirtækjum í þessari
grein afar vel, ekki síst
sú staðreynd að verð-
bólgan er nánast engin;
einnig skattalækkanir og
annað sem kemur fyrir-
tækjunum til góða og
skapar þeim eðlilegan
staifsgmndvöll í mikilli
samkeppni við erlenda
fataframleiðendur.
„Þessar aðgerðir þýða í
raun að störfúm í þessari
grein Ijölgar og umsvif-
in þamieð“, sagði El-
mar.
„Það er enginn
dauðasvipur á þessum
iðnaði, síður en svo“,
sagði Elmar. „Við höf-
um ekki undan að fram-
leiða fyrir innanlands-
markaðinn, og útflutn-
ingur á ýmissi vöm okk-
ar fer vaxandi, við flytj-
um út sjófatnað til Bret-
lands, Hollands, Fær-
eyja og fleiri landa“. El-
mar sagði ennfremur að
fyrirspumir um kulda-
gallana hefðu borist er-
lendis frá og eitthvað
selt til annarra landa.
Hinsvegar væri innan-
landsmarkaðurinn svo
góður að ekki væri
hugsáð um útflutning
um sinn, hvað sem síðar
kynni að verða.
Sigmundur Andrés-
son í Max hf. sagði hins-
vegar að of snemmt
væri að segja til um út-
flutning, trúlega væri
iðnaðurinn okkar ekki
samkeppnishæfur enn
sem komið væri, ekki
síst vegna dýrrar fragtar
til og frá landinu.
Viðurkenning
fyrir
umferðaröryggi
Báðar verksmiðjumar
sem framleiða kulda-
gallana vinsælu, fengu á
dögunum viðurkenn-
ingu Umferðarráðs fyrir
að vinna að auknu um-
ferðaröryggi. Fram-
leiðsluvaran er með afar
sterkum og áberandi
endurskinsborðum, sem
auka mjög á öryggi í
umferðinni.
Hjá Max hf. starfa nú
milli 60 og 70 manns, en
hjá Sjóklæðagerðinni
hf. um 130 manns, í
þrem verksmiðjum, í
Reykjavík, Akranesi og
á Selfossi.
Fossvogsdalur
Skipulagsnefnd Kópavogs
blæs golfvöllinn af
Á fundi skipulags-
nefndar Kópavogs
fyrir stuttu var sam-
þykkt samhljóða
bókun þess efnis að
fallið verði frá gerð
níu holu golfvallar í
Fossvogsdal. Þess í
stað verði sá hluti
dalsins áfram úti-
vistarsvæði opið öll-
um almenningi.
Bókun skipulags-
nefndar er svohljóð-
andi:
Tillaga að skipulagi
golfvallar í austur-
hluta Fossvogsdals
var auglýst opinber-
lega síðastliðið sum-
ar.
Allmikil andstaða
kom í ljós við að taka
svæðið undir svo sér-
hæfða landnotkun.
Því leggur skipulags-
nefnd til við bæjar-
stjóm að fallið verði
frá auglýstu skipulagi
og hugmyndum um
gerð 9-holu golfvallar
í Fossvogsdal.
Skipulagsnefnd
samþykkir jafnframt
að fela Bæjarskipu-
lagi Kópavogs að
vinna nýja tillögu að
skipulagi austurhluta
dalsins sem miðast að
því að sá hluti dalsins
verði áfram útivistar-
svæði opið öllum al-
menningi.
Tillagan verði
kynnt bæjaryfirvöld-
um um mánaðamótin
febrúar/mars næst
komandi.
Breytingar ákveðnar í
utanríkisþjónustunni
Utanríkisráðuneyt-
ið hefur sent frá sér
eftirfarandi upplýs-
ingar um breytingar
sem hafa verið
ákveðnar í utanríkis-
þjónustunni:
Ingvi S. Ingvars-
son, sendiherra í
Kaupmannahöfn,
flytur heim til starfa í
utanríkisráðuneytinu
1. mars næst kom-
andi.
Olafur Egilsson,
sendiherra í Moskvu,
tekur við embætti
sendiherra í Kaup-
mannahöfn 1. mars.
Gunnar Gunnars-
son, sem verið hefur
fastafulltrúi hjá
CSCE í Vín, tekur við
embætti sendiherra í
Moskvu 1. mars.
Sverrir Haukur
Gunnlaugsson,
fastafulltrúi hjá Atl-
antshafsbandalaginu,
tekur við embætti
sendiherra í París 1.
apríl.
Þorsteinn Ingólfs-
son, ráðuneytisstjóri,
tekur við embætti
fastafulltrúa hjá Atl-
antshafsbandalaginu
1. maí.
Róbert Trausti
Árnason, skrifstofu-
stjóri varnarmála-
skrifstofu, tekur við
embætti ráðuneytis-
stjóra utanríkisráðu-
neytisins 1. maí.
Benedikt Ásgeirs-
son, sendifulltrúi, tek-
ur við embætti skrif-
stofustjóra vamar-
málaskrifstofu utan-
ríkisráðuneytisins 15.
júní.
Guðríöur Þorbjarnardóttir - skáldsaga
Norska bókaútgáfan Gyldendal hefur
sent blaðinu útgáfuáætlun sína fyrir
na’sta vor, 4K sfðna bók. Það er mikið
gefið út hjá þessu stóra forlagi, og fs-
lenskar bækur eru með í för. Fremsta síð-
an í kynningunni er með mynd af Snorra
Sturlusyni, því höfuðverk Gyldendals í
vor er útgáfa á Heimskringlu Snorra. Þá
er von á skáldsögu eftir Kirsten Saever,
hennar fyrstu bók. sem heitir Gudrids
saga. Fjallar bókin um Guðríði, sem
fædd er á íslandi á 10. öld. Faðir hennar
sólundar eignum sínum og íjölskyldan
flytur til ffændfólks á Grœnlandi. Síðar
reynir Guðríður og eiginmaður hennar
fyrir sér á Vínlandi, en eru fiæmd á brott
af indíánum. Hér er komin saga Guðríð-
ar Þorbjarnardóttur. íslensku konunn-
ar, sem ól fyrsta evrópska bamið á norð-
ur-amerískri grund. Snorra Þorfinns-
son. Maður hennar samkvæmt Gmn-
lendingasögu var Þorfinnur Karlsefni.
Ronja að hætta
Allra síðasta tækifæri til að sjá Ronju rœningjadóttur í Borgarleikltúsinu verður á
sunnudaginn kemur. Þetta ljúfa verk Astrid Lindgren hefur verið á fjölunum rétt á
annað ár og notið gífurlegra vinsælda. Um 25.000 manns, mest krakkar að sjálf-
sögðu, hafa lifað sig inn f þetta niagnaða verk. Sýningar eru orðnar 59 talsins.
Af eigingirni og hroka
Þætúnum barst efúrfarandi vísa, sem mun hafa verið gerð í kjölfar skinkudómsins í
Hæstaiétti:
Margur fœr í einkaarf
eigingirni og hroka.
Það er list sem lœra þarf
að láta í minni pokann.
Til Lapplands á skíði
Finnland er úrvals
ferðamannaland, - og
ódýrt miðað við önnur
Norðurlönd. Áhugi ís-
lendinga á ferðalögum
unt Finnland er vakinn,
ekki aðeins á sumrin,
heldur líka á vetuma,
en þá er landið sérdeilis
fagurt á að líta. Finnar
bjóða upp á vikuferðir
ffá Kauptnannahöfn
til skíðastaða norðan
heimskautsbaugsins f
Lapplandi fyrir 34 þús-
und krónur, alit innifal-
ið. Án efa munu margir
sent vilja breyta til
renna sér í finnskum
skíðabrekkunt í vetur.
Enginn ágreiningur um spilakassa
Frétúr í RUV um síðustu helgi um happdrættisvéIarihippdrœttis Háskóla íslands og
söfnunarkassa Rauða kross íslands og samstarfsaðila eru ekki á rökum reistar að
sögn þeirra Ragnars Ingimarssonar forstjóra Háskólahappdrættisins, og Guðjóns
Magnússonar fonnanns RKÍ. Þeir segja engan ágreining vera milli aðilanna um
túlkun samkomulagsins frá 19. október um söfnunarkassa þessa og happdrætúsvélar.
„Samningsaðilar geta ekki cinhliða breytt samkomulaginu og stendur slíkt enda ekki
til“, segja þeir. Fréttastofa útvarps sagði að til stæði að fjölga happdrættisvélum um
helming á næstu mánuðum.
Flórídafélagið kynnir sig
Þeir eru margir sem láta sig dreyma um sólina á Flórída þegar snjór og hjam þekja
jörð á íslandi. Á laugardaginn gengst Flórídafélagið fýrir kynningum á starfsemi
sinni á Hótel Sögu klukkan 14 til 18, en síðan verður Flórfda kynnt á Akureyri á
sunnudag áHótel Hörpu klukkan 14 til 18, Höfn íHornafirði I. febrúar, ísafirði 3.
febrúarog í Vestmannaeyjum 4. febrúar.
„Skundum á Sögu og
treystum vor heit...“
Verið er að snurfusa skemmúdagskrána Þjóðhátíð á Sögu, sem frumsýnd verður í
Súlnasal Hótel Sögu 12. febrúar. Björn G. Björnsson leikstýrir, en margir bestu
grínistar landsins koma fram, þar á meðal Edda Björgvinsdóttir, Haraldur Sig-
urðsson (Halli), Þórhallur Sigurðsson (Laddi) og Sigurður Sigurjónsson. Fólk
utan af landi fær gistingu á Hótel Sögu og þjóðhátíðina að auki, skemmúdagskrá,
kvöldverð og dansleik, - fyrir 7.300 krónur á manninn. Án efa munu margir „skunda
á Sögu og treysta sín heit..“ út þennan vetur. Inga Gunnarsdóttir á Hótel Sögu sagði
í gær að ekki skorti á áhugann, pöntunum rigndi inn, ekki síst frá starfsmannahópum,
sem nýta sér gott tilboð.
Milljónunum fækkaði
Þrettán réttir í gelraunum síðustu helgar gefa 8,4 milljónir, ekki þær 11,2 sem vonast
var úl. Ein röð til viðbótar jxiim þrem sem fyrir vom með 13 réttum kom fram í Norr-
land í Svíþjóð á mánudagsmorguninn. Þarmeð hrapaði vinningurinn. Ein röðin var
einmitt hjá „atvinnutippumm" t' austurhverfum Reykjavíkur sem sjá nú af 2,8 millj-
ónum.