Alþýðublaðið - 26.01.1994, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 26.01.1994, Qupperneq 5
Miðvikudagur 26. janúar 1994 SJAVARUTVEGSMAL ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 PALLBORÐIÐ: Pétur Bjarnason skrilar Sjávarútvegsstefna Alþvðuflokksins PÉTUR BJARNASON: „Það er eftirtektarvert í ailri umræðu um fískifræði sem fræðigreinar og fiskifræðinga skuli lítið hafa verið vakin athygli á því sam- hengi sem er á milli þess að Islendingar tóku meira tillit til fískifræðilegra ráðlegginga og þess að stofnar hér við land hrundu ekki jafn skyndilega og annars staðar í Norður Atlantshafi. Það er líka eftirtektarvert að því er lítið haldið á lofti að tekist hefur með fískifræðilegum aðferðum að byggja upp stofn sumargotssfldarinnar, sem á tímabili var svo lítill að hann var talinn í útrýming- arhættu. Það er einnig eftirtektarvert að lít- ið er minnst á hvernig tókst með nánast al- gerri friðun að ná þorskstofninum í Barents- hafí svo upp eftir algjört hrun að hann er nú ein bjartasta von íslenskra sjómanna sem uppskera nú í Smugunni með vafasömum siðferðilegum rétti það sem Norðmenn og Rússar sáðu með ærinni fórn á síðustu ár- um. Það má telja furðulegt að þrátt fyrir þessar staðreyndir virðast ólíklegustu menn telja sig þess umkomna að setjast í dómarasætið, horfa fram hjá allri reynslu og alvöru þekk- ingu, og kveða upp harðorða dóma um störf og skoðanir fískifræðinga. Öll sú umræða er mörgum einstaklingum til vansa og vekur upp spurningar um hvar við erum stödd sem menningarþjóð.“ Sjávarútvegur á íslandi er ekki fyrst og fremst tómstundagaman eða um- hverfismál. Sjávarútvegur er atvinna fjölda fólks og Islendingar þurfa um ókomna tíð beint og óbeint að lifa á honum. Umræða á síðum Alþýðublaðsins og innan Alþýðuflokksins gefur tilefni til að minna á þetta. Jafnframt er ástæða til að vekja athygli á að umræðan um sjávarút- vegsstefnu þarf að miðast við þrennt: í fyrsta lagi þarf að um- gangast auðlindir miðanna við ísland með varúð. I öðm lagi þarf að búa fyrir- tækjum í greininni jafn stöðugt efnahagsumhverfi og hægt er. í þriðja lagi má fiskveiðistefnan ekki mis- bjóða réttlætiskennd fólks og um hana þarf að nást sem víðtækust sátt. Þetta þýðir að við nýt- ingu auðlindarinnar þarf þekking að hafa meira vægi en óskhyggja, stjóm- unarkerfið þarf að ákveða til langs tíma og sanngjöm greiðsla þarf að koma fyrir nýtingarrétt auðlindarinn- ar. Þekking í stað hindurvitna Þekking er undirstaða skynsamlegra ákvarðanna varðandi nýtingu fiski- miða við Island. Þess vegna rekum við Hafrann- sóknastofnun og þess vegna tökum við þátt í al- þjóðlegu starfi vísinda- manna á þessu sviði. Haf- rannsóknastofnunin hefur getið sér gott orð á alþjóð- legum vettvangi og þar vinna sérfræðingar sem hafa ráðið okkur heilt. Það er ekki þeim að kenna að sumir okkar helstu nytja- stofna standa nú illa. Nær væri að líta til þess að bol- fiskstofnar í Norður Atl- antshafi hafa nánast allir hmnið á einn eða annan hátt í kjölfar aukins veiði- álags og bættrar veiði- tækni. íslendingar góðu heilli tóku heldur meira mark á fiskifræðilegum ráðleggingum en aðrar þjóðir við Atlantshafið og því kom hmn stofnanna ekki jafn snöggt hér og annars staðar. Engu að síð- ur veiddu Islendingar langt umfram ráðleggingar fiskifræðinga og umfram afrakstursgetu stofnanna og því fór sem fór. Það er eftirtektarvert í allri umræðu um fiskifræði sem fræðigrein og fiski- fræðinga hversu lítið hefur verið vakin athygli á því samhengi sem er á milli þess að íslendingar tóku meira tillit til fiskifræði- legra ráðlegginga og þess að stofnar hér við land hmndu ekki jafn skyndi- lega og annars staðar í Norður Atlantshafi. Það er líka eftirtektarvert að því er lítið haldið á lofti að tek- ist hefur með fiskifræði- legum aðferðum að byggja upp stofn sumargotssíldar- innar, sem á tímabili var svo lítill að hann var talinn í útrýmingarhættu. Það er einnig eftirtektarvert að lít- ið er minnst á hvemig tókst með nánast algerri friðun að ná þorskstofninum í Barentshafi svo upp eftir algjört hmn, að hann er nú ein bjartasta von íslenskra sjómanna sem uppskera nú í Smugunni með vafasöm- um siðferðilegum rétti það sem Norðmenn og Rússar sáðu með ærinni fóm á síðustu ámm. Það má telja furðulegt að þrátt fyrir þessar stað- reyndir virðast ólíklegustu menn telja sig þess um- komna að setjast í dómara- sætið, horfa fram hjá allri reynslu og alvöm þekk- ingu, og kveða upp harð- orða dóma um störf og skoðanir fiskifræðinga. Öll sú umræða er mörgum ein- staklingum til vansa og vekur upp spumingar um hvar við emm stödd sem menningarþjóð. Stjórnun flskveiða Sé það viðurkennt að takmarka þurfi fiskveiðar - og á því er sem betur fer almennur en ekki undan- tekningalaus skilningur - þá þarf að velja hvemig það á að gera. Islendingar hafa reynslu af ýmsum tegundum fiskveiðistjóm- unar. Sömuleiðis hafa aðr- ar þjóðir reynslu sem vert er að skoða. Markmið fisk- veiðistjómunar em í stuttu máli þau að tryggja að auð- lindin sé nýtt á sem skyn- samlegastan hátt þannig að afrakstur hennar sé eins mikill og hægt er. A þann hátt tryggjum við best lífs- kjör í þessu landi. Fræðimenn og aðrir sem hafa athugað þessi mál em almennt sammála um að aflamarkskerfi í þeim dúr sem við þekkjum það hér sé raunhæfasta aðferðin til að ná markmiðum fisk- veiðistjómunar. Afla- markskerfi er ekki galla- laust og leitast verður við að lagfæra þá galla sem á því em. Það eru ekki fram- bærileg rök að hafna afla- markskerfi vegna þeirra galla sem á því finnast ef ekki er hægt að benda á neitt annað. Nær væri að snúa sér að því að lagfæra gallana. En hverjir em gallar nú- verandi aflamaikskerfis? Þráfaldlega er bent á að það samræmist ekki neinni réttlætistilfinningu fólks að þeir sem ríkið úthlutar verðmætum án greiðslu geti selt eða leigt þau verð- mæti að vild án þess að raunverulegur eigandi verðmætanna, fólkið í landinu, njóti þeirra með beinum hætti. Hvað sem mönnum finnst um rétt- mæti þessarar fullyrðingar held ég að öllum ætti að vera orðið ljóst að stuðn- ingur við aflamarkskerfið í lítt breyttri mynd helst ekki nema rétthafar veiðiréttar greiði fyrir rétt sinn. Að viðurkenna ekki þá stað- reynd er að berja hausnum við steininn og hefur sú af- staða þegar unnið mál- staðnum mikið tjón. Hitt er jafn augljóst að sjávarút- vegur mun ekki greiða neitt fyrir veiðiheimildir fyrr en betur horfir með af- komu í greininni. Annar galli núverandi aflamarkskerfis eru varð- andi viðskipti með afla- heimildir, sérstaklega þeg- ar kvóti innan árs gengur kaupum og sölum. Þátt- taka sjómanna í þeim við- skiptum er helsta deilumál sjómanna og útgerðar- manna og er ekki séð fyrir endann á þeim deilum. Ég hygg að sjómenn eigi yfir- gnæfandi stuðning lands- manna í því að ekki á að líða að þeir séu þvingaðir til að taka þátt í kvótakaup- um. Sjálfsagt er að koma í veg fyrir slíka mismunun með lögum ef með þarf. Hins vegar er það engum til góðs og síst sjómönn- um, ef til lengri tíma er lit- ið, að afnema öll viðskipti með kvóta. Á þann hátt frysta menn núverandi fiskveiðimunstur og sá hagnaður, sem gæti mynd- ast vegna hagræðingar, hverfur í óþarfa sóun. Þriðji annmarki núver- andi aflamarkskerfis, sem nefndur er, tengist því að kerfið hvetji menn til þess að fleygja verðminnsta afl- anum til þess að hann dragi ekki meðalverð afl- ans niður, þegar veiði- heimildir eru ekki nægar. Að mínu mati er þetta veigamestu efnisleg rök gegn kvótanum sem kom- ið hafa fram. Brýnt er að beita öllum ráðum til þess að koma í veg fyrir þetta. Ekki má þó horfa fram hjá því að afla er einnig fleygt þótt veitt sé undir annarri fiskveiðistjóm. Jafnframt ber að hafa í huga að þær athuganir sem gerðar hafa verið benda til þess að sögusagnir um magn þess afla sem fleygt er séu mjög orðum auknar. Önnur gagnrýni á kvóta- kerfið er að mínu mati ekki málefnaleg heldur bundið þeirri staðreynd að tak- marka þarf aðgang að mið- unum. Um leið og ákveðið er að binda aðgang að mið- unum við veiðileyfi skap- ast ýmis vandamál. Öll þau vandamál verða tilefni árása á kvótakerfið þótt þau skapist óháð því hvaða stjómunarkerfi er notað. Veiðar smábáta Sérkennilegasti kafli umræðunnar um fiskveiði- stjómunina er um veiðar smábáta. Ætla mætti ef umræðan er tekin hátíð- lega að fiskgengd á miðum og verð á afurðum fari eft- ir því hvort veitt er undir aflamarkskerfi eða sóknar- marki. Auðvitað er því ekki svo varið. Trillukarli sem veiðir 50 tonn gengur jafn vel að fá þann afla hvort sem hann notar til þess úthlutað aflamark eða úthlutaða sóknardaga. Andstaða trillukarla, sem af fiskveiðum hafa lifi- brauð, við aflakvóta er til- kominn vegna þess að þeir óttast að veiðiheimildir verði frekar skertar ef þær em bundnar aflakvóta en sóknarmarki. Svo einfalt er það. Að öðra leiti er það miklu betra fyrir atvinnu trillukarla að geta gengið að vísum aflaheimildum í formi afiakvóta heldur en sóknarmarks. Þessi ótti er auðvitað ekki ástæðulaus. Þess vegna lagði tvíhöfða- nefnd til að kvóti þessa út- gerðarflokks yrði aukin veralega frá því sem nú- verandi lög gera ráð fyrir og jafnframt að binda þær heimildir þannig að ekki mætti selja þær út fyrir út- gerðarflokkinn. Hitt finnst mér að áhrifa- __ menn sem um sjávarút- vegsmál fjalla og eru tals- menn lítt heftra veiða smá- báta þurfi að gera betri grein fyrir sínum skoðun- um. Af hverju eiga sjó- menn og útgerðarmenn sem gera út smábáta ekki að taka þátt í nauðsynleg- um aflasamdrætti, þegar draga þarf afla saman um allt að helmingi eins og reyndin er með þorsk- stofninn? Mér finnst að minnsta kosti að sjómenn sem stunda veiðar á öðram skipum en smábátum eigi rétt á skýringum tals- manna lítt heftra veiða smábáta af hverju veiði- og atvinnuréttindi trillu- karla séu svona miklu heil- agri en annarra sjómanna. Án viðhlítandi skýringar þykir mér sú skoðun órétt- lát ef ekki hreinlega sið- laus. Lokaorð —- Stjómun fiskveiða er ekki einfalt mál. Markmið- in eru að skapa aðstæður sem gefa af sér hámarksaf- rakstur til langs tíma án þess að réttlætiskennd og siðferðisvitund alls þorra fólks sé misboðið. Hlut- verk Alþýðuflokksins í þróun hugmyndafræði í þjóðfélaginu hefur lengst af verið að marka stefnuna til langs tíma og varða veg- " inn. Flokkurinn hefur oftar en ekki verið fyrstur til að boða stefnu, sem síðan nær almannahylli. Flokkurinn má ekki bregðast þessu hlutverki sínu þegar fjallað er um sjávarútvegsstefn- una. Hugmyndir tvíhöfða- nefndar þjónuðu að mörgu leiti þessum markmiðum og flest sem lagt hefur ver- ið til og víkur veralega frá þeim hugmyndum hefur ekki verið til bóta. Menn þurfa að sjá í gegnum moldviðri óskhyggju, heimtufrekju og fáfræði og marka stefnu til langs tíma. Breytum því um stíl á um- ræðunni. Höfundurer sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.