Alþýðublaðið - 11.02.1994, Síða 1

Alþýðublaðið - 11.02.1994, Síða 1
Urgur innan Alþýðubandalagsins: Samband ungra jafnaðarmanna: Olafur Ragnar sviptur umboði - til stjórnarmyndunar? söguleg fordæmi í Alþýðubandalaginu fyrir því að annar en formaður fari með umboð við stjórnarmyndun. Ólafur Ragnar tók sjálfur þátt í mótun fordæmisins árið 1980. Staða hans er talin vægast sagt veik eftir yfírlýsingu Davíðs Innan Alþýðubanda- lagsins eru skýr, söguleg fordæmi fyrir því að for- maður Ilokksins fari ekki með umboð þing- ílokksins í stjórnar- myndunarviðræðum. I kjölfar ummæla Davíðs Oddssonar, þar sem hann lokaði á myndun ríkisstjórnar með þátt- töku Olafs Ragnars, en útilokaði hinsvegar ekki Alþýðubandalagið, er sá möguleiki galopinn að í kjölfar kosninga feli þingflokkurinn öðrum en Olafi Ragnari umboð sitt í viðræðum um myndun nýrrar ríkis- stjórnar. Þetta er í mót- sögn við yfirlýsingu Ol- afs Ragnars í Morgun- Ólafur Ragnar Grímsson. blaðinu í gær, en þar staðhæfir hann að for- ysta flokksins - hann sjálfur - fari sjálfkrafa með slíkt umboð. Að minnsta kosti síðan árið 1980 hefur þing- flokkur Alþýðubanda- lagsins ævinlega ákveðið með sérstakri samþykkt hver fari með umboð í viðræðum milli flokkaum myndun ríkisstjómar. Ar- ið 1980 var mynduð ríkis- stjóm undir forsæti Gunn- ars Thoroddsen sem Al- þýðubandalagið tók þátt í. Þá var Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubanda- lagsins, en hafði hinsveg- ar látið af þingsetu, og var kominn að lokum stjóm- málaferils síns. Hann óskaði þá sjálfur eftir því að annar en hann færi með umboð þingflokksins í viðræðum úm myndun ríkisstjómar. í upphafi var þá stungið upp á því að þáverandi formaður þingflokks Al- þýðubandalagsins, Ragn- ar Amalds, fengi umboðið í hendur, eins og eðlilegt hefði mátt teljast við þær aðstæður. Gegn því var hinsvegar lagst af nokkr- um þingmönnum, og að lokum var samþykkt að fela Svavari Gestssyni umboð þingflokksins. Sá sem studdi það dyggileg- ast, og tók þarmeð þátt í að móta fordæmið, var einmitt Ólafur Ragnar Grímsson. Yfirlýsing forsætisráð- herra, sem bætti því við að Ólafur væri hvort eð er bara „bráðabirgðaformað- ur“, virðist hafa veikt stöðu Ólafs Ragnars vem- lega innan Alþýðubanda- lagsins. Þar benda menn á, að skammt sé til kosninga, og ljóst að staða Alþýðu- bandalagsins til þátttöku í stjóm yrði verulega þrengd, ef Ólafur Ragnar hefði umboð þingflokks- ins til viðræðna við aðra flokka um rnyndun stjóm- ar. Ljóst væri að það úti- lokaði sjálfkrafa samstarf við sjálfstæðismenn í kjölfar yfirlýsingar- Dav- íðs Oddssonar. Ekki sé ásættanlegt að persóna umdeilds formanns sé með þessum hætti þrösk- uldur á leið flokksins til valda. Því komi vel til greina að fara að því for- dæmi, sem Ólafur Ragnar tók sjálfur þátt í að móta 1980, og leyfa honum ekki að taka þátt í viðræð- um uin stjómarmyndun. Ingólfur Arnarson - skjöldurinn sem Jylgt hefur styttuimi virðist týndur. Hann sést ncðst ú myndinni, en á liann er lctrað: „Myndastyttu />essa gaf Iðnaðarmaitnafélagið í Reykjavík íslensku þjóðinni árið 1924". Alþýðublaðsmynd/Einar Ólason Ingóltur senn sjötugur: Skjöldur gefendanna er hinsvegar týndur Eftir tæpan hálfan mánuð eru liðin 70 ár frá því að styttan af Ingólii okkar Arnar- syni var reist á Arnar- hóli. Það var 24. fcbrú- ar að stytta Einars Jónssonar, hins ást- sæla inyndhöggvara, var afhjúpuð á hóln- um, - hana færði Iðn- aðarmannafélagið í Rcykjavík Iands- mönuum að gjöf. Nú er Ingólfur á sín- um stalli að nýju eftir ótrúlega langa fjarvera, allt ffá í fyrrasumar og framundir síðustu jól. Var hans sárt saknað, meðal annars af erlend- um ferðamönnum með kort í höndum, sem leit- uðu að landnántsmann- inum, en fundu ekki, enda engin tilkynning sett upp til að skýra brotthvarf hans. Þótti mörgum það slælega að verki staðið hjá ferða- málafólki borgarinnar. Athygli hefur vakið að á nýja stallinum er ekki lengur látúns- skjöldur sá, sem fylgdi styttunni. Svo virðist sem hann hafi lýnst f öllu raskinu sem varð við flutninga hans síð- asta súmar, fyrst í Laug- ardal og síðan í viðgerð- ina í Hafnarfirði. Alþýðublaðið kann- aði það hjá embætti garðyrkjustjóra sem og á Kjarvalsstöðum í gær hvort vitað væri um skjöldinn. A hvoruguni slaðnum höfðu menn heyrt um þennan skjöld né heldur um hvarf hans. Sumir halda að hann hati farið á ösku- hauga ásanit múrbrotum úr gamla stallinum, - en félagar í Iðnaðarmanna- félaginu í Reykjavík segjast halda í vonina um að hann finnist og verðí settur á sinn stað á nýja stallinum, helst fyr- ir afmælisdaginn. GATT-ríkin fylgjast vel með íslenskum innflutningstálmunum: KANADA ÓSKAÐI SKÝRINGA VEGNA KJÚKLINGABRINGNA „Hvers vegna var inn- flutningur frosinna kjúk- lingabringna ekki leyfður í síðustu viku?“ Spurn- ingu í þessa veruna þurftu fulltrúar Islands að svara við fyrstu úttekt GATT á viðskiptastefnu Islands, sem lauk í Genf í Sviss í gær. Svar: „Innflutningur á bringunum var ekki bannaður, en nauðsynlcg gögn um hcilbrigði skorti og varan er því óaf- greidd“. Greinilegt að er- lendar þjóðir fylgjast vel með því sem er að gerast í innflutningsmáium ís- lands og saniþykktuin Al- þingis í þeim efnum. Fjölmargir fulltrúar að- ildarríkja GATT mættu á viðskiptastefnuna, sem fram fer samkvæmt sam- komulagi ríkjanna. Margir fulltrúa erlendra ríkja bentu á góð lífskjör á Islandi, en einhæft atvinnulíf. Varð- andi viðskiptastefnu lands- ins beindist athyglin að landbúnaðarmálum, tollum og vörugjöldum. Fram kom að innflutningur á landbún- aðarvöru hefði hingað til verið takmarkaður með bönnum, en með niðurstöð- unni úr Urúgvæ- lotunni yrði breyting þar á. Fulltrúi Bandaríkjanna á viðskiptastefnunni í gær vísaði til hárra tollabindinga í landbúnaðartilboði fslands og spurði hvemig íslend- ingar hygðust gera innflutn- ing mögulegan með tilliti til þeirra. Einnig óskaði hann skýringa á því hvernig ákvæði frumvarps um breytingu á búvörulögum, sem lagt var fram á Alþingi fyrr í þessum mánuði, sam- ræmdust þeim skuldbind- ingum sem ísland hefði ný- lega gengist undir innan GATT. íslenska sendinefndin fullvissaði fundai'menn um að Island myndi standa við þær skuldbindingar, sem landið hefði tekið á sig með nýgerðum GATT-samn- ingi. Undirbúningur í þá veruna væri hafinn. Fyrir- huguð breyting á búvöru- lögum væri til þess eins að eyða óvissu um þær reglur sem í gildi væra. fram að gildistöku GATT-samn- ingsins. Erlendur bjór kom til umræðu á viðskiptastefn- unni í gær. Spurt var um sérstakt gjald á erlendan bjór. íslensku fulltrúarnir fullvissuðu erlenda gesti um að fyrirhugað væri að það gjald félli út í áföngum. Málefnaráðstefna á morgun í Keflavík Á morgun, laugardag, heldur Samband ungra jafnaðarmanna málefnaráðstcfnu í Alþýðuhús- inu við Hafnargötu í Keflavík. Ráðstefnan hefst klukkan 10 í fyrramálið og áætlað er að henni ljúki klukkan 18. Málefnaundirbúningur hefur staðið yfir frá því í október 1993 og tugir funda verið haldnir. Undir- búningurinn hefur farið fram í tíu málstofum um: velferðarmál, at- vinnumál, menningar- og mennta- mál, landbúnaðarmál, sjávarút- vegsmál, jafnréttismál, umhverfis- mál, utanríkismál, ríkisfjármál og stjómkerfismál. Að sögn talsmanna SUJ er búist við íjölmennri og lifandi ráðstefnu þar sem tekist verður á um grund- vallaratriði jafnaðarstefnunnar. Ráðstefnan er opin öllum ungum jafnaðarmönnum. AUGLÝSINGAR UM INNRA STARF ALÞÝÐUFLOKKSINS ER AÐ FINNA Á BLAÐSÍÐUM 6 OG 7. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÓSKAR LESENDUM SÍNUM GÓÐRAR HELGAR! MgSB Einar mm M Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 % 622901 og 622900 | SPARAÐU kr. 35.000 á ári! Ef þú bakar eitt brauð á dag í sjálfvirku EL-GENNEL brauðvélinni, sparar þú allt að 35.000 krónum á ári og átt að auki alltaf nýbakað, ilmandi og hollt brauð! íslenskar leiðbeiningar og uppskriftir fylgja. Fengum nýja sendingu á sama lága verðinu: Kr. 23.655 stgr. Næsta sending hækkar í Kr. 26.500. Takmarkað magn.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.