Alþýðublaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. febrúar "'994 Sighvatur Björgvinsson iðnaðarráðherra hefur verið í ferðum um landið á undanförnum vikum ásamt ýmsum starfsmönnum iðnaðarráðuneytisins og öðru fylgdarliði til * að kynna sér atvinnulífíð á ýmsum stöðum af eigin raun. I janúarmánuði var haldið austur fyrir fjall og fyrirtæki heimsótt í Hveragerði, á Eyrarbakka, Selfossi, í Reykholti í Biskupstungum og að Flúðum. I lok ferðarinnar hélt iðn- aðarráðuneytið almennan borgarafund á Hótel Selfossi þar sem rætt var um iðnað í dreifbýli. Ferðin var fróðleg fyrir alla aðila. Sighvatur Björgvinsson iðnaðarráðherra hafði á orði í lok ferðarinnar að lærdómsríkt hefði verið að kynnast þeirri miklu grósku og athafnasemi sem væri að * fínna í mörgum fyrirtækjum í uppsveitum Arnessýslu. Meðfylgjandi myndir tók Bolli Runólfur Valgarðsson í ferðinni. Fyrirtœkið Yleiningar að Reykholti í Biskupstungum liefur vakið athygli fyrir vand- aða þróun ogframleiðslu a nýjum veggjaeiningum sem geta komið til með að lœkka byggingakostnað lítilla einbýlishúsa. Fyrirtœkið annast framleiðslu húseininga og kœliklefa. Sighvatur Björgvinsson iðnaðarráðherra skoðar hágœðaull í ullarþvottastöðinni í Hveragerði. Plastiðnfyrirtœkið Set hf. á Selfossi er landsþekktfyrirframleiðslu sína á plaströrum fyrir hitaveitur. Setframleiðir einnig rörfyrir Ijósleiðara, vatnsrör og skolprör. Fyr- irtœkið var eitt af þeim fyrstu hérlendis til að fá vottun samkvœmt fjölþjóðlegum staðli sem er mikilvægtgagnvart möguleikum á útflutningi. Sveppaframleiðslan hjá Flúðasveppum þykir hafa heppnast með miklum ágætum. Með nýjustu tækni og útsjónarsemi hefur tekist að rœkta sveppi sem unnt er að selja á mun lœgra verði en var á markaði fyrir fáum árum. Plastiðjan hf. á Selfossi framleiðir milljónir plastflaskna árlega fyrir gosdrykkja- framleiðendur. Einnig má nefna frauðplastbakka sem Plastiðjan framleiðir og not- aðir eru fyrir jógúrt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.