Alþýðublaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐAN Fimmtudagur 17. febrúar 1994 LESENDABRÉF: Örn Eldins Stöðvum nafnabirtingar í auglýsingum um vanskil Oftsinnis gerist það á hverju ári, að birtar eru flennistórar auglýsingar í dagblöðum þar sem tilteknir einstaklingar eru auglýstir sem vanskilamenn við Pétur og Pál, venjulega banka eða lífeyrissjóði, Gjaldheimtu eða Húsnæðisstofnun, VISA ísland eða aðra aðila. Það gerist með þeim hætti, að hlutaðeigandi aðilar til- kynna, að þar sem umrædd- ir einstaklingar hafa ekki getað staðið í skilum við þá verði ijölskylduíbúðir þeirra, eða aðrar eignir, seldar á opinberum uppboð- um á tilteknum stað og tíma. Stillt upp a almarmalæri Sú var tíð, að sjálfsagt þótti að demba mönnum í MALEFNIN RAÐA! Málefnahópur um fjölskyldu- og velferðarmál Málefnahópur Alþýðuflokksins um fjölskyldu- og vel- ferðarmál kemur saman til fundar í Rósinni við Hverf- isgötu í Reykjavík, mánudaginn 21. febrúar klukkan 17.00. Vertu með og hafðu áhrif á jafnaðarstefnuna. FJÖLMENNUM!!! Oddvitar. ALÞYÐUFLOKKURINN AUSTURLANDI Fundur í Valaskjálf á Egilsstöðum Alþýðuflokkurinn - Jafnaðar- mannaflokkur íslands - boðar til fundar á Egilsstöðum. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 17. febrúar í Hótel Valaskjálf og hefst hann klukkan 20.30. Á fundinn mætir Rannveig Guð- mundsdóttir, alþingismaður og varaformaður Alþýðuflokksins. Ræðir hún um stöðu flokksins, rík- isstjórnarsamstarfið og landsmálin almennt. Einnig mætir á fundinn Sigurður Eðvarð Arnórsson, erindreki Al- þýðuílokksins, og ræðir hann um undirbúning vegna komandi sveit- arstjórnarkosninga og gerir grein fyrir ýmsu sem á döfinni er í þeim efnum. Rannveig. Sigurður Eðvarð. Jafnaðarmenn á Austfjörðum eru eindregið hvattir til að mæta og eiga kvöldstund með þessum gestum, bera fram fyrirspumir og nota þetta tækifæri sem gefst heima í héraði til almennra skoðanaskipta um flokksstarfið. Framkvœmdastjórn Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands. ALÞYÐUFLOKKURINN VESTFJORÐUM HA PPDRÆTTI Alþýðuflokksins í Vestij arðakj ördæmi Vinningar: Flugfar fyrir tvo, Keflavík - Luxemborg - Keflavík, að verðmæti kr. 80.000.- Flugfar fyrir tvo, Keflavík - Kaupmanna- höfn - Keflavík, að verðmæti kr. 42.920.- Upplýsingar gefa Pétur Sigurðsson í síma 94 - 35 36, Snorri Hermannsson í síma 94 - 35 36 og Karitas Pálsdóttir í síma 94 - 36 64. Útgefnir miðar: 1.000 - Verð kr. 500 - Dregið verður 1. aprfl 1994. ALÞYÐUFLOKKSFELAG AKRANESS Framboðs- frestur til prófkjörs Framboðsfrestur til prófkjörs Alþýðuflokksins á Akranesi vegna komandi bæjarstjórnarkosninga rennur út sunnudaginn 20. febrúar næstkomandi. Framboðum skal skila til formanns Alþýðuflokksfélags Akraness, Rannveigar Eddu Hálfdánardóttur, Esjubraut 20, Akranesi. Stjórnin. skuldafangelsi ef þeir gátu ekki borgað, en sú lenska þykir ekki lengur sæmandi og er því aflögð. Hinsvegar þykir löggjafanum ekkert athugavert við það, að mönnuni sé stillt upp á al- mannafæri og þeir auglýstir sem vanskilamenn, hafi ein- hverjar aðstæður leitt til þess að þeir hafa lent í greiðslu- vanda og erfíðleikum. Það er skiljanlegt og eðli- legt, að óumflýjanlegt er að knýja á um að menn standi í skilum og greiði sínar skuld- bindingar. Og oftsinnis verður þá ekki umflúið, eins og „kerfið" er í dag, að hóta mönnum uppboði á eigum þeirra, greiði þeir ekki í tæka tíð. En það er algjör óþarfi að nafngreina þá í slíkum dagblaðaauglýsingum og það hefur ekkert gildi. Því það er þó ekki ætlunin, þrátt fyrir allt, að reka andlitið á þeim niður í forarpollinn, þótt það sé vitaskuld gert með slíkum nafnabirtingum. Brot á friðhelgi einkalífsins Flestu fólki finnst það afar meiðandi og særandi að sjá nöfn sín í slíkum auglýsing- um og vill flest til vinna að komast hjá því. En það við- horf á ekki að nota til þess að knýja á um greiðslu, svo sem eins og gert er. í raun og veru má segja, að það sé brot á friðhelgi einkalífsins að sýslumannsembættin í land- inu skuli sífellt birta nöfn manna með þessum hætti. Líka má líta svo á, sem mannhelgi hlutaðeigandi einstaklinga sé misboðið freklega með þessum nafna- birtingum, því að sannarlega hafa þeir ekkert gert af sér. Og það er gamaldags, dóna- legt og ómannúðlegt að stilla mönnum upp við vegg á almannafæri, svo sem gert er. Enda tæpast eða ekki gert í öðrum menningarríkjum. Þessvegna er brýnt að dóms- málayfirvöld að sjái til þess, að því verði steinhætt. ÖRN ELDING: „Flestu fólki fínnst það afar meiðandi og særandi að sjá nöfn sín í slíkum auglýsingum og vill flest til vinna að komast hjá því. En það viðhorf á ekki að nota til þess að knýja á um greiðslu, svo sem eins og gert er. I raun og veru má segja, að það sé brot á friðhelgi einkalífsins að sýslu- manns- embættin í landinu skuli sífellt birta nöfn manna með þessum hætti.“ Gagnkvæm tillitssemi adlra vegfarenda FLOKKSSTJORNARFUNDUR Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands - boðar til flokksstjórnarfundar laugardaginn 5. mars 1994. Fundurinn verður haldinn á Hótel Holiday Inn í Reykjavík og hefst klukkan 10.15. Dagskrá auglýst síðar. Að venju er fundurinn opinn öllum flokksmönnum, en ef til atkvæðagreiðslu kemur hafa einungis kjörnir fulltrúar í flokksstjórn atkvæðisrétt. - Formaður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.