Alþýðublaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 17. febrúar 1994 YMISLEGT ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 MyHDLIST 2&út' 2ddct /4’imdáttfo íeikmtfMtlatei&mni ofutm eím ffiátct eútácteýttútyct t Stiictfa&oti ct tmcfmcUcfim Elín Edda Árna- dóttir leikmynda- teiknari heldur sfna fyrstu einkasýningu í Stöðlakoti 19. febrúar til 6. mars. Elín Edda útskrifað- ist úr grafíkdeild Myndlista- og hand- íðaskóla Islands árið 1983. Hún lauk fram- haldsnámi úr Wim- bledon School of Arts árið 1991. B.A. (HONS) í Three Di- mensional Theatre Design sem leik- myndahönnuður fyrir svið og búninga. Elín Edda hefur meðal annars gert leikmyndir við Al- þýðuleikhúsið, Þjóð- leikhúsið og Leikfé- lag Akureyrar. Af verkum sem hún hefur unnið við má til að mynda nefna Eg heiti ísbjörg og er Ljón eft- ir Vigdísi Grímsdótt- ir, Hrœðileg hamingja eftir Lars Norén og Afturgöngur eftir Ib- sen. Nú síðast vann Elín Edda við Blóðbrul- laup eftir F.G. Lorca sem sýnt er um þessar mundir í Smíðaverk- stœði Þjóðleikhússins. Yfuskrift sýningar Elínar Eddu í Stöðla- koti er Lorca stemmn- ingar og leikhús- myndir. Sýndar verða bún- ingateikningar og sviðsmódel sem tengj- ast sýningunni og einnig myndir unnar með bleki á pappír. Sýningin er opin alla dagafrá 14 til 18. Myndin hér að ofan er ein af þeim sem Elín Edda Arnadóttir vann fyrir leikritið 6tóðöru//aupeftir F.G. Lorca sem um þessar mundir er sýnt í Smiðaverkstæði Þjóðleikhússins. ýlL| fnr % \w f Wö.'k ' •. V. L /Jr ]k\ 99 Út er komið kynning- arrit Norrœna Jafn- launaverkefnisins og Jafiiréttisráðs um starfs- mat og launamál: „LAUNAJÖFNUN. NÝ VIÐHORF - NÝJAR LEIÐIR". Norræna jafn- launaverkefninu var hrundið af stað af Nor- rænu ráðherranefndinni að fenginni tillögu Norð- urlandaráðs. Verkefnið er að einn mikilvægasti þátturinn í jafnréttisáætl- un Norrænu ráðherra- nefndarinnar og er kostað af norrænu fé og fjárveit- ingum stjómvalda í hverju landi. Verkefninu er ætlað að lýsa og greina þróun launamunar kynjanna á Norðulöndum, en áhersla er lögð á launamyndun, löggjöf, forsendur mats á verðmæti starfa, kyn- bundinn launamun, tölu- legar upplýsingar um laun og önnur kjaraatriði og greiningu joeirra. Þá verða ennfremur mótaðar tillögur um hvemig ryðja má úr vegi þeirri l'yrir- stöðu sem viðheldur kyn- bundnum launamun. Ritinu er ætlað að kynna sérstaklega mögu- leika starfsmatsins sem launajöfnunartækis. Maikhópur kynningai- ritsins er einkum allir þeir sem fást við að semja um kaup og kjör á vinnu- markaði, en efni ritsins á þó ekkert síður erindi við almennt launafólk, jafnt kaila sem konur. Það er von þeirra sem að ritinu standa að það geti orðið mikilvægt framlag til umræðunnar um kosti og galla núgildandi launa- kerfa og launamála al- mennt. Ritstjóri er Birna Hreiðarsdóttir í sam- vinnu við Ragnheiði Harðardóttur, verkefn- isstjóra Norræna jafn- launaverkefnisins á Is- landi. Fyrir áhugasama er rétt að geta þess að upp- lagið er aðeins HXJO ein- tök og því vissara að tryggja sér eintak hjá út- gefendum sem staðsettir eru á Laugavegi 13, 4. hæð, sími 27420. Höfundar efnis og um- íjöllunaiefni þeirra eru Davíð Oddsson: „- Ávarp“; Jóhanna Sig- urðardóttir: „Starfsmat - launajöfnun"; Ragn- heiður Harðardóttir: „- Hvers vegna starfsmat?"; Jorun Wiik: „Starfsmat: Tækni og stefnuraörkun" og „Kynhlutlaus og óhlutdræg starfsmats- kerfi“; Birgir Björn Sig- urjónsson: „Starfsmat sem grunnur að skilvirku launakerfi“; Rannveig Sigurðardóttir: „Starfs- mat - tæki til að leiðrétta launamun karla og kvenna"; Birgir Guð- jónsson: „Hvort á að vega þyngra við ákvörð- un launa - menntun eða starfsþjálfun“; Birna Hreiðarsdóttir: „Hug- leiðingar um jafnlauna- samþykkt ILO nr. 100/1951“ og „EES samningurinn og staifs- mat“; Anna Guðrún Ivarsdóttir: „Starfsmat í bönkum“; Hannes G. Sigurðsson: „Starfs- matskeifi - miðstýrð og ósvcigjanlcg"; Gylfi Arnbjiirnsson: „Afstaða ASÍ til notkunítr starfs- mats til að minnka launa- mun kynjanna“; Jóngeir H. Hlinason: „Er starfs- mat fær leið til launajöfn- unar?“; I>órður S. Ósk- arsson: „Samtöl við starfsmenn og mat á frammistöðu“; Lára V. Júlíusdóttir: „Frammi- stöðumat: Kostir og gall- ar“; Kristín Ástgeirs- dóttir: „Konur og starfs- mat“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.