Alþýðublaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
UMRÆÐA
Miðvikudagur 23. febrúar 1994
ftíMTHHtl.ftBHI
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason
Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason
Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566
Fax: 629244
Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140
Bjálkinn í eigin auga
s
Islendingar hafa sýnt hörð viðbrögð við þeirri ákvörðun stjóm-
valda í Frakklandi að stöðva innllutning á íslenskum físki til
landsins. Frakkar hafa borið fyrir sig heilbrigðiseftirliti og þessa
dagana hafa þeir hafið á nýjan leik mikla sýnatöku á fiski sem
Icelandic France í París, dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna, hefur reynt að flytja með bílum til landsins. Þótt
fiskurinn hafí fengið tilhlýðileg vottorð í öðmm ES-löndum
eins og í Danmörku og Belgíu, þráast Frakkar við að stöðva inn-
flutninginn eða gera hann torveldan fyrir innflutningsaðila ís-
lensks físks. Auðvitað vita allir að hér er ekki um heilbrigðismál
að ræða. Heilbrigðisvottorð liggja fyrir og það er sáraeinfalt mál
að afgreiða þennan íslenska físk þótt einhveija sýnatöku þurfi
öðru hvom með. Meginástæða þess að Frakkar reyna að gera
innflutning á íslenskum fiski erfiðan er að vemda hagsmuni
franskra fiskimanna sem mótmælt hafa miklum innflutningi á
fiski og fiskafurðum. Afnám tolla í kjölfar EES-samningsins er
þeim ekki að skapi og þeir telja afkomu sinni ógnað.
/
A sama tíma og íslendingar býsnast yfir framferði Frakka og ís-
lenskir stjómmálamenn með sjávarútvegsráðherra í broddi fylk-
ingar reyna að hafa áhrif á franska ráðamenn með ýmsum hætti,
viðhafa íslensk stjómvöld nákvæmlega sömu vinnubrögð á ís-
landi. Kjúklingalappir og kjúklingabringur em stöðvaðar og fást
ekki tollafgreiddar. Nefnd á vegum Alþingis sem unnið hefur að
nýjum búvörulögum hafði í hyggju að færa alræðisvald á inn-
flutningi búvara og skyldra vara undir landbúnaðarráðuneytið.
Þar átti ráðherra að vera nánast í sjálfsvald sett að leggja ýmis
gjöld á innflutta vöm, oft svo skipti hundruðum prósenta, til þess
að gera hana ósamkeppnishæfa á innlendum markaði. Likt og
Frakkar hafa íslensk stjómvöld verið dugleg við að heimta óend-
anleg heilbrigðisvottorð fyrir innflutta vöra. Og auðvitað vita
allir að málið snýst ekki um meint óheilbrigði eða nauðsynlega
stjórnskipan í embættismannakerfi. Málið snýst urn að vemda
innlenda framleiðendur landbúnaðarvara og annarra vörateg-
unda gegn erlendri samkeppni - innflutningsfrelsi - í kjölfar
EES- samningsins og síðar GATT-samkomulagsins. Þetta mál
hefur orðið að ágreiningsefni hjá ríkisstjómarflokkunum sem
betur virðist vera að nást sátt um.
/
A sama tíma hafa kanadísk stjómvöld verið ófáanleg til að ræða
til hlítar óskir íslenskra stjómvalda um lækkanir á innflutnings-
tollum íslenskra iðnaðarvara til Kanada vegna jöfnunartolla upp
á 120% sem lagðir em á franskar kartöflur sem fluttar em hing-
að til lands frá Kanada. Kanadamennirnir bentu einnig á innflutt-
ar kjúklingabringur sem ekki fást tollafgreiddar vegna heilbrigð-
ismála! Viðbrögð Kanadamanna eru auðvitað laukrétt. Halda Is-
lendingaT virkilega að þeir geti beitt jöfnunartollum og alls kyns
vemdarviðurlögum á innfluttar vörur en beðið um undanþágur á
eigin útflutning? Telja íslensk stjómvöld það eðlilegt að mót-
mæla hástöfum að íslenskur fiskur sé hafður frystigámum á
landamæram Frakklands og heilbrigðissýni tekin af vömnni
meðan sömu íslensku yfirvöld stöðva nánast allan innflutning á
matvöm undir yfirskyni heilbrigðiseftiriits? Islendingar ættu
ekki að fárast yfir flísinni í auga náungans meðan þeir sjá ekki
bjálkann í eigin auga.
s
I heild snúast þessi mál um viðbrögð einstakra þjóða við nýjum
tímum. EES-samningurinn er staðreynd. GATT-samkomulagið
handan við homið. Akveðnir hópar í atvinnulífinu, einkum þeir
sem lengi hafa búið við vemdaða framleiðslu og markað, eiga
erfitt með að sætta sig við orðinn hlut. Þessir hópar beita stjóm-
völd miklum þrýstingi. Stjómvöld falla stundum of auðveldlega
í gryfju þrýstihópanna og hampa vemdartollum og jöfnunar-
gjöldum til að vemda innlenda framleiðslu en ráðast um leið á
neytendur sem flestir búa við erfið ytri skilyrði einsog í atvinnu-
leysinu á íslandi. Hugsunin á bak við frelsi EES-samningsins og
GATT-samkomulagsins er ekki það að leggja framleiðslu ein-
stakra framleiðenda í rúst, heldur einmitt að auka samkeppni,
lækka vömverð til neytenda, minnka ríkisafskipti af atvinnulífi
og auka þar með og auðga innlenda ffamleiðslu þjóðríkja. Því
fyrr sem stjómvöld, íslensk sem erlend, skilja þetta inntak og
hætta að beita lagakrókum og möndla með reglugerðir til að
klekkja á alþjóðlegum samningum, því betra.
Að takast á við
ÞOR-
STEINN
JÓNSSON:
Það má
bregðast við
á tvo vegu
þegar fer að
rofa til í
þjóðarbú-
skapnum á
nýjan leik. I
fyrsta lagi er
unnt að
halda
óbreyttu
gengi, auka
útflutnings-
tekjur í
krónum tal-
ið og bæta
þar með við-
skiptajöfn-
uð. Batinn
rennur þá í
fyrstu
óskiptur til
sjávarút-
vegs. I ann-
an stað má
leyfa auknu
framboði á
erlendum
gjaldeyri að
leiða til
hækkandi
gengis krón-
unnar, sem
skilar sér tii
neytenda í
formi lækk-
aðs innflutn-
ingsverðs.
Slöðugl er rœll og rilað um þœr
efnahagslegu þrengingar sem
við búum við um þessar mund-
ir. Hins vegar er lítið sem ekk-
ert rœtt um livað luki viðþegar
kreppunni linnir. I nýjasta liefti
af límarilinu Islenskur iðnaður
birtist grein eftir ÞORSTEIN
M. JÓNSSON hagfrœðing
Samlaka iðnaðarins. Þar er
rœtt um livemig við þurfum að
lakast á við batann sem nú hill-
ir undir. Efni greinarinnarfer
liéráeftir:
Samkvæmt áætlun Þjóð-
hagsstofnunar mun árið
1994 verða hið sjöunda í
samfelldu stöðnunar- og
samdráttartímabili í þjóðar-
búskap Islendinga. Þetta
verður þá lengsta tímabil
erfiðleika í efnahagsmálum
í sögu lýðveldisins. Heild-
arsamdráttur í landsfram-
leiðslu er þó ekki nema um
3,5 prósent á tímabilinu ef
þjóðhagsáætlun fyrir árin
1993 og 1994 stenst. Til
samanburðar má nefna að
samdrátturinn var 6,8 pró-
sent í efnahagslægðinni á
árunum 1967-68 og 6,6
prósent í kreppunni 1949-
52.
Nú hillir undir að hag-
vöxtur glæðist aftur á árinu
1995. Þá getur á ný hafist
tímabil framfara og mark-
vissar uppbyggingar í ís-
lenskum þjóðarbúskap.
Engu að síður þarf að vera
Ijóst að batanum fylgja við-
fangsefni sem stjómvöld
þurfa að vera búin undir að
takast á við. Sá mikilsverði
stöðugleiki, sem tekist hef-
ur að skapa á síðustu ámm,
má ekki glatast. Það má
Mynd: íslenskur iðnaður.
ekki fóma því sem áunnist
hefur í viðureign við verð-
bólgu, viðskiptahalla og
vaxtastig.
Samkeppnisstaða
og sjávarútvegur
Það er þekkt vandamál í
hagsögu Islands að upprisu
inu. Þegar verð á erlendum
mörkuðum er hátt og þegar
vel veiðist, rennur hluti af
tekjum sjávarútvegs í sjóð
þar sem þær sitja eftir í stað
þess að renna út í hagkerfið
með fyrrgreindum þenslu-
áhrifum. Þegar svo afli
dregst saman og viðskipta-
kjör versna, kemur til
greiðslu úr sjóðnum, sem
auðveldar fyrirtækjum að
til í þjóðarbúskapnum á
nýjan leik. I fyrsta lagi er
unnt að halda óbreyttu
gengi, auka útflutningstekj-
ur í krónum talið og bæta
þar með viðskiptajöfnuð.
Batinn rennur þá í fyrstu
óskiptur til sjávarútvegs. í
annan stað má leyfa auknu
framboði á erlendum gjald-
eyri að leiða til hækkandi
gengis krónunnar, sem skil-
Gjald fyrir
veiðiheimildir
Þegar litið er til vaxandi
fylgis í þjóðfélaginu og
jafnvel innan sjávarútvegs-
ins eins og glöggt kom
fram á síðasta fiskiþingi við
gjaldtöku fyrir veiðiheim-
ildir úr sameiginlegri auð-
lind landsmanna, er nú
tímabært að huga að því
hvemig best verður að
henni staðið. Það er athug-
andi í ljósi þess, sem á und-
an er sagt, hvort ekki sé
vænlegt að slá tvær flugur í
einu höggi og tengja upp-
töku gjalds fyrir veiðiheim-
ildir við sveiflujöfnun í
hagkerfinu. Það verður
nauðsynlegt þegar fer að
rofa til í sjávarútvegi og
þjóðarbúskap. Afraksturinn
af gjaldheimtunni mætti
nota til að greiða niður
sem er orðið brýnt
og feta í því efni sama veg
og Norðmenn og Danir
hafa gert á síðustu árum.
Jafnframt því að skapa
grundvöll fyrir stöðugleika
í efnahagsmálum, myndi
veiðileyfagjald einnig jafna
starfsskilyrði atvinnuvega.
Það er í samræmi við
ábyrga stjóm efnahagsmála
og varðar leiðina að viðvar-
andi jafnvægi og hagvexti.
Fyrirsögn: Alþýðublaðið.
úr efnahagslægðum fylgir
þensla. Batnandi afkoma í
sjávarútvegi hefur leitt til
hækkandi launa og annarra
kostnaðarliða í öðmm at-
vinnugreinum en útgerð og
vinnslu. Þannig þyngist
róðurinn hjá viðkomandi
greinum án þess að það eigi
sér í raun nokkrar efna-
hagslegar forsendur hjá
þeim sjálfum. Hlutfallsleg
laun og hlutfallslegt verð-
lag milli íslands og sam-
keppnislanda, það er raun-
gengið, hækkar og gerir þar
með samkeppnisstöðu okk-
ar verri.
Þróun raungengis í gegn-
um tíðina hefur með þess-
um hætti haldist í hendur
við afkomu í sjávarútvegi.
Raungenginu hefur verið
leyft að hækka með batn-
andi afkomu en í slæmu ár-
ferði er gengið fellt og
raungengið þannig lækkað.
Aðrar atvinnugreinar hafa
af þessum sökum þurft að
þola miklar breytingar í
starfsumhverfi sínu án til-
lits til eigin reksturs eða af-
komu. Slík starfsskilyrði
em ekki boðleg og hefttr í
því sambandi verið leitað
leiða til að draga úr sveifl-
unum og skapa gmndvöll
fyrir efnahagslegan stöðug-
leika.
Verðjöfnunar-
sjóðir
Tvívegis hafa verðjöfn-
unarsjóðir verið settir á
laggirnar. Þeir hafa átt að
sinna því hlutverki að draga
úr sveiflum í sjávarútvegi
og þar með í
takast á við andbyrinn.
Þannig er dregið úr hag-
sveiflum í þjóðarbúskapn-
um. I góðæri er með öðmm
orðum lagt fyrir til mögm
áranna. Þetta er skynsam-
legt úrræði í viðureign við
einn helsta vanda íslenska
hagkerfisins en hugmyndin
hefur, í hvomgu tilviki, tek-
ist að festa sig í sessi.
Viðfangsefni
hagstjórnar
Það má bregðast við á
tvo vegu þegar fer að rofa
ar sér til neytenda í formi
lækkaðs innflutningsverðs.
Þessi leið skilar ekki að
sama skapi bata í viðskipta-
jöfnuði og er að auki ekki í
samræmi við stefnu stjóm-
valda í gengismálum. Hún
kallar líka yfir okkur hærra
raungengi og verri sam-
keppnisstöðu. Fyrri leiðinni
þurfa að fylgja sérstakar
ráðstafanir sem koma í veg
fyrir að þenslugangverkið
hrökkvi af stað með fyrr-
greindum afleiðingum.
Sveiflujöfnun verður með
öðmm orðum brýnasta
verkefnið á sviði hagstjóm-
ar á næstunni og stjómvöld
þurfa að hafa ráð við vand-
anum í tíma.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ:
EFNAHAGSBATANN