Alþýðublaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 8
ÍS A i T © l) UM ADSKILNAP HÍKIS OG KIRKJU upplýsingar og skráning stofnenda ^Björgvin s: 95-22710 (kl. 17-19) J MÞYDU6U9IÐ UM ADSKILNAD RÍKIS OG KIRKJU upplýsingar og skráning stofnenda ^Björgvin s: 95-22710 (kl. 17-191) Miðvikudagur 23. febrúar 1994 30. TOLUBLAÐ - 75. ARGANGUR Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur verður í kvöld í kvöld, miðvikudagskvöld, verður haldinn aðalfundur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. Búist er við talsverðum mannabreytingum í stjórn félagsins. Fundurinn hefst klukkan 20.30 og verður á Kornhlöðuloftinu við Bankastræti. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og lagabreytingar. Pétur Sigurðsson, formaður stjórnar Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs: Engin vissa um umfang bótasvika „l»að er alveg Ijóst að hér á landi eiga sér stað umtalsverð tryggingasvik og í allt of miklum mæli. Það held ég raunar að hvert mannsbarn viti. Hinsvegar er það ekki rétteftir mér haftíAI- þýðublaðinu að þau svik nemi 500 til 700 milljónum, eins og kemur fram í blaðinu. Enginn veit í raun hversu mikil brögð eru af slíkum svikum eða misnotkun. Það er heldur ekki rétt að ég geti fullyrt að 1/3 til 1/4 hluti bótaþega í Atvinnuleysistrygg- ingasjóði falli í hóp vafasainra skjólstæð- inga“, sagði Pétur Sig- urösson, formaður Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs og Verka- lýðsfélagsins Baldurs á ísafirði í gær. Pétur segir að blaða- maður hafi greinilega misskilið þau orð sín, að 1/3 til 1/4 hlnti at- vinnuleysisins í landinu væri óþarfur og til orð- inn vegna aðgerðaleys- is stjómvalda. sem láta líðast að ílytja út óunn- inn fisk svo tugum þús- unda tonna skiptir í stað þess að vinna aflann hér heima. Ennfremur sagði Pét- ur að hvorki hann né nokkur annar vissi með neinni vissu um um- fang bótasvikanna, en vissulega væru dæmi um þau og þau allt of mikil. Misnotkun á PÉTUR SIG- URÐSSON, for- maðnr stjórnar At- vinnuleysistrygg- ingasjóðs, segir misnotkun allt of mikla, og að hún bitni á saklausu fólki, sem búi við rýrari kost en ella gœti verið. Alþýðublaðsmynd/ Einar Ólason kerfínu ættu sér stað, eins og fram kom í greininni í Alþýðublað- inu í gær. „Það þarf að sjálf- sögðu að taka á þessum málurn með einhverju móti og það hlýtur að vera hlutverk okkar í Atvinnuieysistrygg- ingasjóði. Misnotkun á atvinnleysisbótum verður beinlínis til þess að saklaust fólk sem sannanlega á að fá bæt- ur, býr við rýrari kost en eila gæti orðið“, sagði Pétur Sigurðsson. INGOLFSSTYTTAN í REYKJAVÍK 70 ÁRA Fyrir sjotíu árum var stytt- an af Ingólfl Arnarsyni af- hjúpuð á Amarhóli. Það var Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík, sem stóð fyrir því að gera afsteypu af frummynd Einars Jónssonar mynd- höggvara og afhenda hana ís- lensku þjóðinni til eignar og varðveislu. Af þessu tilefni er ekki úr vegi að rifja upp í stór- um dráttum söguna um Ing- ólfsstyttuna á Arnarhóli. Sigurður málari hafði upphaflega hreyft þessari hugmynd í „Kveldfélaginu" svonefnda árið 1863. Hug- mynd hans var að minnis- merki Ingólfs yrði fullgert 1874, og því yrði komið fyrir á Arnarhóli, til minningar um þúsund ára byggð á íslandi. A sínum tíma gerði Sigurður skissur af minnismerki Ing- ólfs og fyrirkomulagi Amar- hóls, eins og hann hugsaði sér þessa framkvæmd. I sambandi við heimsókn íslenskra þingmanna til Dan- merkur árið 1906 hafði komið fram sú hugmynd að ríkis- þingið danska gæfi Islending- um eirsteypu af hinni frægu Jasonarstyttu Alberts Thor- valdscn og skildi hún standa á Austurvelli. Fljótt kom þó fram önnur tillaga í sumum dönsku blaðanna, sem sé, að gefa skyldi standmynd af Ing- ólfi Amarsyni eftir Einar Jónsson, en Einar hafði þá gert fmmdrög að slikri mynd, og birtist mynd af fmmgerð- inni í dönskum blöðum. Is- lensku blöðin fylgdust vel með þessu og fluttu af því fréttir. A fundi í Iðnaðarmannafé- laginu um miðjan september árið 1906, kom.fram tillaga frá Jóni Halldórssyni um að félagið gengist fyrir því að koma upp standmynd af fyrsta landnámsmanninum Ingólft Arnarsyni. Kostnaður við myndina var áætlaður 20 þúsund, eða 175 kýrverð. All- ir sem til máls tóku vom með- mæltir hugmyndinni og minntust þess ekki, að nokk- urt mál í félaginu hefði mætt þvílíkum einhug sem þetta. Til að annast allar fram- kvæmdir fyrir hönd félagsins var kosin svokölluð Ingólfs- nefnd, og hlutu sæti í henni: Jón Haildórsson, Magnús Bcnjamínsson, Magnús Th. Blöndahl, Sveinn Jónsson og Knud Zimsen. Samþykkt var að félagið veitti tvöþús- und krónum til gerðar stytt- unnar. Að lokum var sam- þykkt að senda Einari svo- hljóðandi skeyti: „Iðnaðarmannafélagið gengstfyrirfjársöfnun til Ing- ólfsmyndar þinnar. Starfaðu öntggur". Skeyti þetta var sent 29. september, eða sama daginn og ritsíminn var opnaður, og var það fyrsta almenna sím- skeytið, sem sent var. Ekki er það ætlun mín að rekja hér sögu Ingólfsnefndar. Um það má lesa í endurminningum Knud Zimsen „Við fjörð og vík“ og ennfremur í Sögu Iðn- vera þakklátir listamianninum Einari Jónssyni fyrir það, að hann hefur gefið oss Ingólfs þannig, sem véy getum Intgs- að oss hann mestan og best- an. Og vér megum líka vera þakklátir Iðnaðarmannafé- laginufyrir það, að það hefur nú, þráttfyrir ótal örðugleika, komið því verki í framkvæmd að reisa líkneskið þanui og afhenda landinu jafn dýr- mœta gjöf eins og það er. En eitt verða allir að vera sam- taka um, ef Ingólfslíkneskið á að fá að njóta sín, þar sem það nú er. Og það er að prýða og varðveita þann reit, sem er umhverfis líkneskið. Arnar- hólstúnið á að vera bœjar- prýði Reykjavíkur...." Vorið 1924 var Amarhóls- túnið friðað fyrir öllum ágangi, svo ekki yrði eyði- lagður umbúnaður sá, er gerð- ur hafði verið um styttu Ing- ólfs. Blöðin höfðu mjög gagnrýnt umgengni þar í kring. A fundi í Iðnaðarmannafé- laginu 1948 stakk Sigurður Halldórsson upp á því að setja upp eitthvert merki á Ingólfsstyttuna. Engin ákvörðun var tekin í því efni. Það var svo árið 1982 á 115 ára afmæli félagsins að stjóm félagsins setti upp málm- skjöld á fótstall styttunnar með áletruninni: „Myndastyttu þessa gaf Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík íslensku þjóðinni árið 1924“ A síðastliðnu ári var Ing- ólfsstyttan tekin niður að til- hlutan Reykjavíkurborgar og sett í viðgerð, fótstallurinn var brotinn niðurog hóllinn lækk- aður. Við þær framkvæmdir komu í ljós jarðvistarleifar, sem enn á eftir að vinna úr. Heldur var tómlegt að líta upp á hólinn eftir að Ingólfur hvarf þaðan. Nú hefur hóllinn verið lækkaður til muna, en fótstallurinn sjálfur er í svip- aðri hæð og sá gamli. Elitir er að koma fyrir málmskildinum frá Iðnaðarmannafélaginu á fótstall styttunnar. Að endingu þetta; nú er lík- neskið af fyrsta landnáms- manninum Ingólfi Arnarsyni komið aftur á Amarhól og hefur verið fært örlítið til. Nú er það nákvæmlega í mark- leið, frá aðalinngangi Seðla- banka Islands, eftir hinni æva- fomu reglu Pyþagórasar (3.4.5.). En talið er að eftir henni hafi landnámsmenn byggt, er þeir numu hér land í upphafi, samanber rannsóknir og kenningar Einars Páls- sonar, vinar míns. Vonandi fær Ingólfsstyttan að standa þama um ókomna tíma, landsmönnum öllum til ánægju. Hún er og verður sameign íslensku þjóðarinnar um aldur og ævi. - Gissur Símonarson, formaður Iðnaðannanna- félagsins í Reykjavík. aðarmannafélagsins í Reykja- vfk. I henni segir meðal annars: Sunnudaginn 24. febrúar 1924 var gott veður, hlýtt í lofti og austan andvari. Laust fyrir klukkan þijú komu iðn- aðarmenn í fylkingu upp á Arnarhól, en þar var þá fjöl- menni fyrir. Leikið var á horn, ísland farsældarfrón, en síðan sungið kvæði eftir Kjartan Ólafsson með nýju lagi eftir Örn Sveinbjörnsson. Þá flutti Rnud Zimsen borgarstjóri ræðu um Ingólf og sagði sögu líkneskisins. Því næst gekk formaður fé- lagsins, Jón Halldórsson, upphafsmaður málsins, upp á fótstall líkneskisins, svipti hjúpnum af því og afhenti landinu gjöfina með stuttri ræðu. Hann sagði meðal annars: „Háttvirta ríkissljórn! Eg ajhendi yður nú þessa mvnd, frá Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur þessu landi og þessari þjóð til eignar og um- ráða; gerið svo vel og takið á móti henni, verndið hana frá árásum eyðileggingarinnar, að svo miklu leyti sem í ykkar valdi stendur." Forsætisráðherra, Sigurð- ur Eggerz, þakkaði gjöfina með ræðu og minntist Einars Jónssonar. Því næst var leikið á hom lag Páls Isólfssonar við kvæði Þorsteins Gísla- sonar, er hann hafði ort í til- efni dagsins og birtist í Morg- unblaðinu þann dag. Síðast var þjóðsöngurinn sunginn af öllum mannijöldanum. Klukkan sjö um kvöldið hófst í Iðnó veisla, er félagið bauð til, og sátu hana á annað hundrað manns. Knud Zim- sen sagði þar nánar sögu Ing- ólfsmyndarinnar og þakkaði öllum sem hlut áttu að máli. Forsætisráðherra mælti fyrir minni félagsins og sagði ágrip af sögu þess. Jón A'rnason prentari mælti fyrir minni nefndarinnar, og kom meðal annars fram í ræðu hans, að í janúar 1923 hefði komið hingað danskur gipssteypari, sem gerði mót af styttunni og vom þau fullgerð og send ut- an 24. apríl sama ár. Vom þar gerð sandmót fyrir eirsteyp- una, og kom hún hingað full- gerð í lok nóvember. Kostn- aður við gipsmötið varð 6000 krónur, eða hálfu meira en áætlað var, og eirsteypan kostaði 15 þúsund. Alls taldi hann kostnaðinn nema um 40 þúsundum króna og mest af því hefði Iðnaðarmannafélag- ið gefið úr sjóðum sínum. Helgi H. Eiriksson mælti fyrir minni kvenna. Kjartan Ólafsson las kvæði til félags- ins, sem fyrr er getið. Bjarni Jónsson IJutti kveðju Einars bróður síns og Knud Zimsen las upp kveðjuskeyti frá hon- um og annað frá Sveini Björnssyni sendiherra nteð heillaóskum lil félagsins og Ingólfsnefndarinnar. Þá töl- uðu Sveinn Jónsson, Magnús Benjamínsson og Guðmund- ur Gamalíelsson. Klemens Jónsson atvinnumálaráðherra þakkaði fyrir hönd gesta. Nokkrar ræður frá þessum degi birtust í blöðum. í grein í Morgunblaðinu (1 lO.tbl. 24) segir: „Það er bjart yfir svip Ing- ólfs landnámsmanns, þar sem hann ber við loft á Amarhóls- túninu og hvessir sjónir á haf út. Vér Reyks’íkingar megurn Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.