Alþýðublaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 23. febrúar 1994
FRETTIR
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3
OLYKTIN HORFIN, - EN
LÍKA MIKLIR PENINGAR
- eftir að ekki er lengur hægt að bræða loðnu á Kletti
KLETTUR. Þessari afkastamestu fiskimjölsverksmiðju Reykjavíkinga var
lokað vegna þess að lyktin fór í taugarnar á höfuðborgarbúum, - en það
þýðir að sameiginlegir sjóðir missa af umtalsverðum fjármunum.
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
Ólyktin frá fískimjöls-
verksmiðjunni á Kletti í
Kleppsholti fór fyrir
brjóstið á mörgum. Henni
var endanlega lokað síð-
asta sumar. En hvað þýðir
lokun þessarar stærstu
bræðslu höfuðborgarinn-
ar? Alþýðublaðið spurði
Gunnlaug Sævar Gunn-
laugsson, forstjóra Faxa-
mjöls hf. þeirrar spurn-
ingar.
Gunnlaugur sagði að
vissulega munaði verulega
um að nú væri ekki hægt að
taka við loðnu til bræðslu á
Kletti. Þar var hægt að
bræða 500-600 tonn á sólar-
hring, en í lyktarlausu
bræðslunni vestur á Granda
væru afköstin í dag aðeins
130 og upp í 150 tonn þegar
best gengur, Faxamjöl gæti í
dag annað litlu öðru en úr-
kastinu frá Granda hf. Af-
gangurinn fer í dæluskip
sem notað er til að flytja
loðnu til bræðslu norður á
Siglufjörð, 1400 tonn í ferð.
Sagði Gunnlaugur að
fljótt á litið þýddi lokun
verksmiðjunnar á Kletti að
höfuðborgarbúar yrðu af um
200 milljón króna útflutn-
ingsverðmæti. Reykvíking-
ar yrðu líka af 30 störfum
meðan loðnuvertíð stendur,
trúlega 20 milljónum króna
brúttó, en auk þess óbeinum
störfum hjá vörubílstjórum,
vélsmiðjum og annað.
„Við vorum orðnir þreytt-
ir á sífelldum kvörtunum út
af rekstrinum á Kletti og auk
þess var verksmiðjan orðin
frekar léleg“, sagði Gunn-
laugur.
En Reykvíkingar hafa
sumir hverjir vilja reka af
höndum sér loðnubræðslu
alfarið og þarmeð þá at-
vinnu og peninga sem í
slíkri starfsemi liggja. Fyrir
tveim árum voru mynduð
samtök Vesturbæinga gegn
bræðslunni í Örfirisey. Mál-
uðu menn fremur ljóta fram-
tíðarmynd af þeirri starf-
semi. Gunnlaugur segir að
ekkert af þeim spádómum
hefðu komið fram. Bræðsl-
an hefði farið í gang og eng-
inn tekið eftir því. Hún er
með öllu lyktarlaus og
mengar ekki hið minnsta.
Hefur síðan ekkert heyrst í
andófshópnum.
Islenskar konur fjölmenna á Nordisk Forum
í Ábo í Finnlandi í sumar
STEFNIRIAÐ100«
KONUR FARIUTAN
Um það bil 530 konur
hafa Iátið bóka far til Ábo
(Turku) í Finnlandi í sum-
ar, en þar verður haldið
Nordisk Forum, norræna
kvennamótið. Aðeins vika
er síðan byrjað var að
bóka þátttakendur í mót-
inu og augljóst að íslensk-
ar konur munu verða fjöl-
mennar. Vitað er um stóra
hópa kvenna sem ætla ut-
an en hafa ekki enn látið
bóka sig.
Margrét Eiríksdóttir hjá
Flugleiðum sagði í samtali
við Alþýðublaðið í gær að
greinilegt væri að þátttakan í
sumar yrði meiri en hún var
á sama móti sem haldið var
1988 í Osló, en þangað
steðjuðu 780 íslenskar kon-
ur og áttu saman ógleyman-
lega daga.
„Langflestar kjósa kon-
urnar beint leiguflug með
okkur til Ábo, en allmargar
fara tií Stokkhólms og fara
MARGRÉT EIRÍKSDÓTTIR,
sölufulltrúi hjá Flugleiðum, er
önnum kafin þessa dagana við að
bóka farþega í leiguflug kvenna til
Ábo í Finnlandi.
yfir til Finnlands með ferj-
unum sem ganga þar á
milli“, sagði Margrét.
Verðið á beinu flugi fram
og til baka er 24.990 krónur,
en sé ferðast með leiguflugi
út og opinn farseðill tekinn
heim með áætlunarflugi, þá
kostar miðinn 33 þúsund
krónur.
„Þarna skapast mjög gott
tækifæri til að skoða Finn-
land, sigla út í skerjagarð-
inn, fara dagsferð til Hels-
inki, eða jafnvel yfir landa-
mærin til St. Pétursborgar í
Rússlandi. Við bjóðum upp
á ótalmargt í þeim efnum, en
vissara að ákveða sig strax“,
sagði Margrét Eiríksdóttir.
Gisting er í höndum fram-
kvæmdanefndar, en Val-
gerður Gunnarsdóttir er for-
maður hennar. Boðið er upp
á ódýra gistingu, allt frá
ódýrum en bærilega vistleg-
um hermannaskálum upp í
fimm stjömu hótel. Verðlag
í Finnlandi er afar hagstætt.
Þannig kostar herbergi á
lúxushóteli ekki nema 215
mörk, eða tæpar 3.000 krón-
ur, morgunverður innifal-
inn.
Margrét sagði að sér
mundi ekki koma á óvart
þótt þátttakan ætti eftir að
tvöfaldast á næstunni. Sumir
giskuðu á að um þúsund ís-
lenskar konur færu til Finn-
lands.
Svipmyndfrá þúsund-vatna-landinu, hinu fagra Finnlandi. Umhverfið er
stórbrotið og 70% landsins þakin skógi að sögn Finna.
Jörundurhundadagakóngur
og fangahjálpin
Hvemig tengist Jiirundur hundadagakóngur Fangahjálpinni? Skýringin fæst
þegar menn horfa á söng- og gleðileik, sem Leikféiag Selfoss frumsýndi fyrir helg-
ina. Leikurinn er byggður á dægumiálaumræðunni, tfðum útbrotum fanga. landa-
bruggun, einkavinavæðingu og frfmerkjasöfnun. Verkið heitir Leikið kiusum hala og
hefur Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson samið textann, en tónlist er eftir Davíð Krist-
jánsson. Tóniistina flytur Leikhússtríóið og helstu leikarar leikfélagsins fara með
hlutvcrkin, alls um 30 manns. Selfyssingar vænta þess að landsmenn komi og hlægi
sig máttlausa. Boðið er upp á leikhústengd tilboð í mat og gistingu á Selfossi. Góð
hugmynd að eiga þar helgí. Sláið á þráðinn hjá leikfélaginu í símum 98-21672 og 98-
2250 til klukkan 18 alla daga, eftir það í 98- 22787.
Ferðalok til Stokkhólms
Þjóðleikhúsið hefúr fengið boð um að sýna leikrit Steinunnar Jóhannesdóttur,
Ferðalok, á menningar- og listahátfð í Stokkhólmi í næsta mánuði, en hún er haldin í
tengslum við þing Norðurlandaráðs. Sýningamar í Stókkhólmi verða tvær, dagana 9.
og 10. mars, og verður sýnt á aðalsviði Södra Teatems. Leikritið verður túlkað jafn-
óðum á sænsku fyrir þá sem kjósa.
Úr kikriti Steinunnar Jóhannesdóuur, Ferðalokttm.
Manneskjan í íslensku landslagi
Anna G. Torfadóttir, grafildistakona frá Akureyri, hefur opnað sýningu í Portinu
að Strandgötu 501 Hafnarftrði. Á sýningunni eru 11 verk, unnin með blandaðri tækni
sem sýna manneskjuna í fslensku landslagi. Opið daglega írá klukkan 15 úl 18, nema
á þriðjudögum til sunnudagsins 6. mars.
Sinfóníuhljómsveitin á faraldsfæti
í lok þcssa mánaðar verður Sinfóníuhijómsveit íslands á faraldsfæti og sækir heim
Akumesinga 23. febrúar, Selfyssinga 24. febrúar og Kópavogsbúa 25. og 26. febrií-
ar. Hljómsveitin heldur tónleika sem tengdir eru verkefni því sem Jónas Ingimund-
arson, píanólcikari, hefur skipulagt og kallast Tónlistfyrir alla, og raunar smiðs-
höggið íþví stóra vcrkefni. Hljómsveitarstjóri verðurFinninn Juha Nikkola, einleik-
ari Sigrún Eðvaldsdóttir, kynnir Svcrrir Guðjónsson, en fram kemur Listdans-
flokkur œskunnar, en dansahöfundur er David Grcenall.
Maraþonbíósýning allan laugardaginn
Stónnyndin Stríð ogfriður verður sýnd í heild sinni á laugardaginn kemur í bíósal
MÍR að Vatnsstíg 10. Þar verður íslandsmetinu í bíóglápi án efa hnekkt á eftinuinni-
legan liátt. Bíósýningin hefst klukkan 10 að morgni, en lýkur ekki fyrr en klukkan
18.30 um kvöldið. Allur laugardagurinn fer því í að skoða þetta magnaða verk Ser-
gei Bondartsjúk, en það er á við Ijórar venjulegar k vikmy ndir. Hlc verður gert á sýn-
ingunni í þrfgang, tvisvar til að fá sér kaffihressingu, auk eins matartfma, en þá munu
sýningargestir snæða þjóðlega rússneskarétti. Takmarkað pláss er í bíósal MÍR og er
sula aðgöngumiða hal'in þar.
Bæjatal á íslandi
Margir hafa saknað þess í sfmaskránni að þar er ekki lengur að finna lista yfir sveita-
bæi á íslandi. Póstur og sími hefur nú bætt fyrir þetta með útgáfu áBajauili áíslandi
ásamt póstnúmeraskrL Bókin er byggð upp á upplýsingum frá Hagstofu íslands.
Bæjunum er raðað efúr sýslum og hreppum, en cinnig hægt að flctta þcim upp el'úr
stafrófsröð. í ritinu er einnig póstnúmeraskrá fyrir landið allt. Bæjatalið fæst á póst-
húsum og símstöðvum og kostar 825 krónur.
Forræðishyggja í öldrunarþjónustu
Öldrunarráð íslands gengst fyrir ráðstefnu á lostudaginn, 25. október, klukkan
13.15. að Borgartúni 6. Ráðstefnan ber yfirskriftina Forrœðishyggja í öldrimarþjón-
ustu - Réttur einstáklingsins. Ráðstefnan er öllum opin. Ráðstefnan hefst með erindi
dr. Vilhjálms Árnasonar heimspekings og híifundar bókarinnar Siðfrœði lífs og
dauða. Þá flytur Þóra Arnfinnsdóttir geðhjúkrunarfræðingur og forstöðumaður
Hlíðabæjar crindið.44 gefa og þiggju imannlcgum saniskiptum. Að lokum fiytur Jó-
hanna Siginarsdóttir forstöðumaður vistheimilis Hrafnistu í Reykjavík erindi sem
beryfirskriftinaöíig/egr fífástóru heimili. Ráðstefnustjóri verðurSigrún Karisdótt-
ir relagsráðgjafi. Ráðstefinrgjáld er 1.200 krónur.