Alþýðublaðið - 01.03.1994, Side 6

Alþýðublaðið - 01.03.1994, Side 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ SKILABOÐ Þriðjudagur 1. mars 1994 RAÐAUGLYSINGAR HAFNAMALASTOFNUN RÍKISINS Utboð 'Gjóvörn við Langasand á Akranesi Hafnamálastofnun ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð um 300 metra langs sjóvarnagarðs á Akranesi. Áætlað efnis- magn er um 5.000 m3 af grjóti, 0,4 til 3,0 tonn og um 4.000 m3 af kjama. Vinna við verkið getur hafist strax að samningum gerðum. Verkinu skal lokið eigi síðar en 31. maí 1994. Útboðsgögn verða afhent á Vita- og hafnamálastofnuninni, Vesturvör 2, Kópavogi, frá 1. mars, gegn 5.000,- kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 16. mars 1994, kl. 14.00. Hafnamálastofnun ríkisins. Cyriaxnámskeið í Orthopeadiskri Medicin Cyriaxnámskeið í Orthopaediskri Medicin verða haldin á vegum St. Franciskuspítalans í Stykkishólmi og The Cyriax Organisation dagana 30. maí-4. júní, að báðum dögum meðtöldum. Haldin verða tvö námskeið samhliða: 1. Námskeið fyrir þá, sem lokið hafa fyrri hluta (1993) og lýkur því námskeiði með verklegu prófi. Verður þessum þátttakendum veitt Diploma of the Ciriax Organisation að loknu prófi. 2. Fyrri hluta námskeið, sem lýkur með skriflegu prófi. Bæði standa þessi námskeið í fimm daga, en prófin fara fram á 6. degi ásamt lokahófi. Kennarar verða eins og á síð- astliðnu ári, breskir og einn íslenskur. Þau fara fram í hinni glæsilegu íþróttamiðstöð í Stykkishólmi. Námskeið þessi voru á síðastliðnu ári viðurkennd af Heil- brigðisráðuneytinu sem gild til námsleyfisstyrks og Land- læknisembættið hefur einnig viðurkennt þau. Þátttaka tilkynnist Róbert Jörgensen framkvæmdastjóra skriflega, eigi síður en 5. maí nk. ásamt 10.000,- kr. stað- festingargjaldi (VISA/EURO). Hann veitireinnig upplýsingar "v'Tsíma 93-81128 varðandi áætlaðan kostnað, gistinguskoð- unarferðir um Breiðafjörð o.s.frv. Faglegar upplýsingar veitir Jósep Blöndal sjúkrahúslæknir, Dipl. CF/CO, FCO, í síma 93-81128 (vs) og 93-81166 (hs). Faxnúmer beggja er 93-81628. Bæjarverkfræðingur Staða bæjarverkfræðings hjá Hafnarfjarðarbæ er laus til umsóknar. Áskilin er góð kunnátta og starfsreynsla, einkum í þéttbýlistækni og stjórnun. Nánari upplýsingar veita bæjarstjóri og bæjarritari, Strand- götu 6, Hafnarfirði. Umsóknir, er greini frá menntun og fyrri störfum berist á sama stað eigi síðar en 14. mars nk. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. -Aóalþing Lands- sambands slökkviliósmanna Aðalþing Landssambands slökkviliðsmanna verður haldið dagana 25., 26. og 27. mars nk. á Grettisgötu 89, 4. hæð í BSRB- húsinu, Reykjavík. Dagskrá þingsins: Venjuleg aðalfundarstörf samkv. 26. gr. laga félagsins. Stjórn Landssambands slökkviliðsmanna. UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ Laus staða lögfræðings Umhverfisráðuneytið auglýsir lausa til umsóknar stöðu lögfræðings (deildarstjóra) í ráðuneytinu. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu úr opinberri stjórn- sýslu. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfs- manna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist umhverfisráðuneytinu fyrir 12. mars 1994. Umhverfisráðuneytið. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða í eftirtalin störf á leikskólanum Steinahlíð við Suðurlandsbraut: Yfirfóstru í fullt starf. Matráðskonu í 75% starf. Báðar stöðurnar losna 1. maí nk. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 33280. Þá vantar sérhæfðan starfsmann í 50% stuðningsstarf á leikskólann Drafnarborg við Drafnarstíg. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 23727. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. Leikskólar Reykjavíkurborgar Lausar eru til umsóknar stöður leikskólastjóra í nýjum leikskólum: Funaborg við Funafold Lindarborg við Lindargötu og Sólborg við Vesturhlíð Gert er ráð fyrir að leikskólarnir hefji starfsemi í vor. Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfrestur ertil 15. mars nk. Allar nánari upplýsingar gefur Bergur Felixson fram- kvæmdastjóri og Margrét Vallý Jóhannsdóttir deildarstjóri í síma 27277. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Utboð F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir tilboðum í smíði sex færanlegra kennslustofa ásamt þremur tengigöngum. Helstu magntölur: Heildarflatarmál kennslustofa: 360 m2 Heildarflatarmál tengiganga: 30 m2 Verkinu skal vera lokið 29. júlí 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 16. mars 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Utboð F.h. Reykjavíkurhafnar, er óskar eftir tilboðum í hol- ræsalagnir í Vesturhöfn. Verkið nefnist: Vesturhöfn, fráveita -1. áfangi Helstu verkþættir eru: Fráveitulögn 0600 ST. 240 m Fráveitulögn 0800 GRP 40 m Útrás 0800 GRP 80 m Grjótvörn 140 Im Grjótútvegun 6.500 m3 Fyllingar: Endurfylling 4.000 m3 Aðkeyrð grús 8.000 m3 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá og með mánudeginum 28. febrúar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 15. mars 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 DOMS- OG KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTIÐ Auglýsing um framlagningu kjörskrár við kosningu vígslubiskups í Skálholtsstifti Kjörstjórn vegna biskupskosninga hefur í samræmi við reglugerð um kosningu vígslubiskupa samið kjörskrá vegna kjörs vígslubiskups í Skálholtsstifti. Kjörskráin liggur frammi til sýnis á biskupsstofu og hjá próföstum í umdæmi vígslubiskups í Skálholti (Múla-, Austfjarða-, Skaftafells-, Rangárvalla-, Árness-, Kjalar- ness- , Borgarfjarðar-, Snæfellsness- og Dala-, Barða- strandar- ísafjarðar- og Reykjavíkurprófastsdæmum) til 7. mars 1994. Kærur til breytinga á kjörskránni þurfa að hafa borist for- manni kjörstjórnar í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu fyrir kl. 13.00, 7. mars 1994. Reykjavík, 24. febrúar 1994. Þorsteinn Geirsson, Esther Guðmundsdóttir, Jón Bjarman.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.