Alþýðublaðið - 10.03.1994, Page 1

Alþýðublaðið - 10.03.1994, Page 1
RANNVEIG GUÐMUNDSDOTTIR formaður Sambands iafnaðaririannaflokka á Norðurlöndum - Ahrif Islands í Norðurlandasamstarfi aldrei meiri: SÁMinnsti Ræður Ferðinni Frá Magnúsi Árna Magnússyni á 44. þingi Norðurlandaráðs, Stokkhólmi í gær: RANNVEIG GUÐ- MUNDSDÓTTIR var í dag, miðvikudag, kjörin formað- ur Sambands jafnaðar- mannaflokka á Norður- löndum og stýrir hún fund- um jafnaðarmanna á 44. þingi Norðurlandaráðs hér í Stokkhólmi. Eru það nokk- ur tíðindi að tveir íslending- ar hafa nú valist til forystu í hópum skoðanasystkina sinna á Norðurlöndum. Halldór Asgrímsson gegnir nú embætti formanns Sam- bands miðflokka á Norður- löndum. Rannveig Guðmundsdóttir verður einnig að öllum líkind- um áfram fonnaður umhverf- ismálanefndar Norðurlanda- ráðs, og auk þess eiga íslend- ingar þrjá fulltrúa í forsætis- nefnd Norðurlandaráðs. Ahrif Islendinga í Norður- landaráði, sem margir óttuð- ust að liðaðist í sundur vegna Evrópusamruna hinna Norð- urlandanna, hafa trúlega aldrei verið meiri. Sætir það nokkrum tíðindum í-því uin- róti sem orðið hefur á síðustu dögunt. Það er mál manna hér í Stokkhólmi að sú breyting sem nú verði á Norðurlanda- ráði sé helst sú að það verði pólitískara en nokkru sinni. „A komandi árum mun stjórnin verða í höndum hins sinæsta meðal þjóðanna fimm. Það sýnir Ijóslega lýð- ræðið í samfélögum okkar, þar sem sá smæsti er jafn gagnvart hinum stærsta - lýð- ræði sem er mikilvægur þáttur í arfleifð okkar. Ég tel að sú arfleifð sé byggð á því fjöl- marga sem skapar rætur okk- RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR: ,Jl komandi ár- um mun stjómin verða í höndum hins smœsta meðal þjóðannafimm. Það sýnir tjóslega lýðrœðið í samfélög- um okkar, þar sem sá smcesá er jafit gagnvart hinum stœrsta - lýðrœði sem er tnikUvœgur þáttur í arfleifð okkar... Mikilvœgir þœttir hennar eru umburðarlyndi, skilningur og virðing“‘ Alþýðublaðsmynd /Einar Ólason NORÐURLANDASAMSTARFIÐ. Norðurlandaráð og staða Norðuriandanna í Evrópusamstarfinu séð með augum skopmyndateiknara. Mynd þessi prýddi forsíðu eins þingplaggsins. ar, og nokkrir mikilvægir þættir hennar eru umburðar- lyndi, skilningur og virðing“, sagði Rannveig Guðmunds- dóttir, þegar hún ávarpaði þing Norðurlandaráðs í al- menhum umræðum þingsins í gær. Rannveig sagði að hún væri sammála Davíö Oddssyni um að þrátt fyrir samninga Norð- urlandanna um Evrópska efnahagssvæðið og Evrópu- sambandsaðild muni reyndin verða sú að Norðurlandasam- starf styrkist. I ræðu sinni sagðist Rann- veig vonast til að árangur næðist meðal þjóðanna í bar- áttunni gegn fjandskap gegn útlendingum og eiturlyfja- vandamálinu, mál sem væru farin að varpa skugga á sam- félög Norðurlanda. Baráttan gegn atvinnuleysinu Rannveig vék í ræðu sinni að atvinnuleysinu á Norður- löndum og lagði áherslu á að takmark allra landanna, nteð- al annars með evrópskri efna- hagssamvinnu, væri að auka atvinnu í löndunum. „Einnig á Islandi upplifum við meira atvinnuleysi en nokkru sinni fyrr, og við ótt- umst röskun á þjóðfélags- byggingunni, verði ekki breytingar á“, sagði Rannveig Guðmundsdóttir. Hér í Stokkhólmi hafa ráð- herrar Norðurlandanna deilt hart unt THORP-endurvinnsl- una og aðgerðir í þeim mál- unt. Svíar hamla gegn beinum aðgerðum í málinu. Sagt er að þeir séu raunar með buxumar á hælunum og hina verstu samvisku vegna kjamorku- vera sinna. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason AUGLÝSINGAR UVIFLOKKSSTARF ERU Á BLADSIÐU 6! Þú hefur aldrei verið nær því að hljóta 54 milljóna króna vinning.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.