Alþýðublaðið - 10.03.1994, Page 3

Alþýðublaðið - 10.03.1994, Page 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Fimmtudagur 10. mars 1994 TÍÐIMDI f iánas jóður Vestur-Norðurlanda: Flest útlán til Islands FERÐAMENN. Lánasjóður Vestur-Norðurlanda hefur gert þónokkuð af því að lána til þróunar- og nýsköpun- arverkefna íferðamannaiðnaðinum sem er vaxandi atvinnugrein í löndunum. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason LÁNASJÓÐUR Vestur- Norðurlanda, sem eru Island, Grænland og Færeyjar, var komið á laggirnar af Norður- landaráði. I skýrslu Sighvats Björgvinssonar samstarfsráð- herra Norðurlanda um störf norrænu ráðherranefndarinn- ar 1993-1994 er fjallað um lánasjóðinn. Þar kcmur fram að langllest útlán hafa verið veitt til íslands en fæst til Fær- eyja. Mat starfsmanna sjóðsins á lánshæfni umsóknarverkefna er þrískipt. Öll þrjú matsatriði verða að vera jákvæð með tilliti til hæfni verkefnanna til fjármögn- unar úr sjóðnunt. I fyrsta lagi verður verkefnið að vera gott þróunarverkefni í skilningi samþykkta sjóðsins og stjómar hans. Er þá sérstaklega átt við þróun í útflutningi, spam- að á innflutningi, hagræðingu á þjónustu eða nýsköpun atvinnu- vega. Þetta matsatriði byggist mikið á reynslu og oft er leitað til opinberra stofnana eða ráðuneyta ef vafi leikur á. , í öðm lagi fer fram greining á rekstrarefnahag og markaðs- möguleikum verkefnisins hjá sjóðnum í nánu samstarfi við um- sækjendur. Þessi greining er oft- ast nær nokkuð tímafrek enda fer hún ofan í kjölinn á forsendum og áætlunum allt að tíu ár fram í tím- ann. Henni lýkur með áætlun fyr- ir rekstur og jöfnuð sem umsækj- andi og sjóðurinn samþykkja. Þótt ótrúlegt kunni að virðast koma oft veikleikar fram við slíka greiningu, jafnvel hjá reyndum fyrirtækjum. Litið er á Ijármögnunina í heild ef fleiri lánastofnanir em inni í dæminu. I þriðja lagi verður að vera nægileg trygging fyrir endur- greiðslu láns ef illa skyldi fara og verkefnið verða gjaldþrota. Fjall- að er nánar um veð og áhættu hér að neðan. Áhættumat verkefna og veða Þegar á öðm starfsári, 1989, hóf sjóðurinn að beita áhættumati bæði á verkefnunum og þeim veðum eða' ábyrgðum sem veittar vom til tryggingar á endur- greiðslu lánsfjár. Áhættumat verkefna er í eðli sínu huglægt og háð reynslu starfsmanna sjóðsins eða ráðgjafa þeirra og beinist að athafnasviði, stjómendum og aðstæðum verk- efnanna. Áhættumat veðanna byggist í fyrsta lagi á óháðu markaðsmati reyndra fagmánna utan sjóðsins (á Islandi er yfirleitt miðað við sölu innan eins árs) og í öðm lagi á huglægu reynslumati starfs- manna sjóðsins á mögulegri verðrýrnun veðsins ef eigendur skyldu verða gjaldþrota enda að- stæður við sölu veðs allt aðrar hjá gjaldþrota fyrirtæki. Beinist mat starfsmanna sjóðsins að staðsetn- ingu, ástandi og hinni sérhæfðu notkun veðsins. Matsgerðir þessar koma loks- ins saman í eina tölu sem lýsa áhættumati sjóðsins á útlánum til einstakra verkefna og einnig á út- lánum í heild. Þær em að vem- legu leyti háðar mati starfsmanna og því eðlilegt að gæði og nota- gildi þeirra aukist vemlega með tímanum og með aukningu á fjölda útlána. Reynslan af mats- aðferöum sjóðsins hefur verið góð til þessa. Þær þykja ekki tímafrekar og auðvelda saman- burð á verkefnum. Áhættumat útlána er notað til þess að meta öryggi þeirra á láns- tímabilinu og vísa þeim lánsmál- um frá sem af einhverjum ástæð- um geta ekki uppfyllt skilyrði sjóðsins til veða. Einnig em þau notuð til þess að ákveða stærð af- skriftareiknings útlána á ári hverju. Lánskjör sjóðsins Öll lán frá sjóðnum em lán með viðmiðun við erlenda gjald- miðla, og eru þar algengastir danskar krónur (DKK), þýsk mörk (DEM) og Bandaríkjadalir (USD). Viðmiðun við danskar krónur hefur lengi verið algeng- ust en viðmiðun við þýsk mörk hefur orðið æ algengari síðustu árin. Vextir miðast við markaðsþró- un millibankavaxta og stöðug- leika jreirra á mörkuðum erlendis. Dæmigerður vaxtamunur hefur verið um 1,0-1,5% ársvextir til þessa hjá sjóðnum, en hann er tal- inn nægilegur við venjuleg rekstrarskilyrði. Ekki hefur vöxtum verið beitt þannig að mismunur sé gerður á verkefnum samkvæmt einhverju gæðamati hjá sjóðnum enda er það ekki talið hlutverk vaxtanna hjá sjóðnum. Slík mismunun gæti hæglega bitnað á góðum þróunar- verkefnum sem síst mega við því. Lengd lána fer að miklu leyti eftir þörfinni eins og hún kemur fram í greiningu sjóðsins á rekstr- arefnahag umsóknarverkefna. Einnig er tekið tillit til væntan- legs aldurs verkefnisins á mark- aði og kemur þá til dæmis oft í Ijós að hátækniverkefni eiga sér stuttan aldur. Öll lán frá sjóðnum eru undan- þegin stimpil- og þinglýsingar- gjöldum samkvæmt Iögum. Fjölgun á útlánum Umsóknum hefur ijölgað verulega 1993 og hafa þrettán lán verið greidd út til íslenskra verk- efna og fjögur til grænlenskra verkefna. Engin lán hafa verið af- greidd til Færeyja á árinu og fáar raunhæfar umsóknir eru á leið- inni, enda efnahagur þar í jámum og halda athafnamenn eðlilega að sér höndum þangað til úr rætist. Engin ný samstarfsverkefni Tanda á milli í útnorðri hafa séð dagsins Ijós og má segja að sá þáttur í tilgangi sjóðsins hafi valdið vonbrigðum fram að þessu. Hins vegar má halda því fram að fenginni reynslu að slík verkefni séu eðlilega sjaldgæf en ekki að öllu leyti ólíkleg og má þar nefna ferðamál sem líklegan vettvang samstarfsverkefna. Utlán sjóðsins eiu. að miklu leyti í skilum, en þó eru vanskil meiri nú en á fyrri árum, ekki síst á útlánum til íslenskra fyrirtækja. Aðeins þrjú vanskilamál eru talin mjög alvarleg og líkleg til vand- ræða. Er eitl þeirra íslenskt en hin tvö færeysk og grænlensk. Sjóðurinn hefur komist hjá tapi á útlánum fram til þessa þótt nokkur verkefni hafi farið illa og endað með gjaldþroti. Einhvem tímann kemur þó að því að af- skriftareikningur útlána verði notaður, enda mat á öryggi útlána byggt á líkum eins og greint er frá að framan. Hátt á þriðja hundrað umsókna hafa borist til sjóðsins frá upp- hafi, en tæplega helmingur þeirra hefur verið með þeim formlega hætti og nægilegunt upplýsingum sem nauðsynlega þarf til umfjöll- unar og greiningar. Alls hafa starfsmenn sjóðsins fjallað um og greint rúmlega hundrað umsókn- ir. Tæplega sextíu þessara um- sókna hafa verið lagðar fyrir stjóm sjóðsins og hefur einni um- sókn verið hafnað en hinar allar samþykktar. Styrkir og skilyrt lán Fyrir rúmu ári ákvað stjóm sjóðsins að veita eingöngu styrki í undantekningartilfelium í sam- bandi við útlán, enda hafa aðeins tveir styrkir verið veittir til þessa og þeir báðir til íslenskra verk- efna. Stærð styrkja þótti vera eðlilega allt að fintm milljónir ís- lenskra króna. Þess ber að geta að samkvæmt samþykktum getur sjóðurinn að- eins veitt styrki eða lán sem í felst vemleg áhætta úr uppsöfnuðum arði. Þessi regla setur að sjálf- sögðu takmörk fyrir Ijármögnun úr sjóðnum með svonefndu áhættufé. 1 stað styrkja var ákveðið að reyna um tíma aðra útlánategund, sem nefnist skilyrt lán, til for- könnunar á sérstökum þróunar- verkefnum. Þessi skilyrtu lán em yfirleitt lítil (allt að fimm milljón- um íslenskra króna) og em veitt í sambandi við stærri lánamál eins og styrkimir. Skilyrtu lánin þarf ekki að endurgreiða ef verkefnið mistekst þótt vel og skilmerkilega hafi verið að því staðið. Þrjú slík lán hafa verið greidd út til ís- lenskra fyrirtækja á síðustu tveimur ámm. Meðferð skilyrtra lána er mjög vandasöm, en of snemmt er að meta endanlega hæfni slíkra lána til verkefna í útnorðri og einnig fyrir starfshætti sjóðsins. Rekstur sjóðsins Rekstur sjóðsins er sjálfstæður að mestu leyti. Hann leigir skrif- stofuhúsnæði á hentugum stað (nú hjá Byggðastofnun í Reykja- vík) og kaupir sérlfæðingaþjón- ustu af ýmsu tagi (lögfræðingar, matsmenn veða, skjalaþýðendur og svo framvegis) þegar nauðsyn krefur. Þrátt fyrir smæð sjóðsins er þetta nokkuð hentugur rekstr- armáti. Sjóðurinn hcfur fram að þessu þurft að Ijárfesta í ríkisskulda- bréfum (dönskum) til þess að ná bestu ávöxtun á eignum sínum, bæði til langs og skamms tíma. I sambandi við þessa starfsemi hefur hann fengið og notið ráða ýmissa erlendra banka, Öll starfsemi sjóðsins hefur aukist verulega á sfðustu árum og eru starfsmenn nú Ijórir en alls eru stöðugildin þrjú að forstjóran- um meðtöldum. Tveir starfsmenn vinna aðeins hálfan daginn í sam- bandi við bókhald og ritarastörf. Einn nýr starfsmaður var ráðinn á árinu og starfar hann aðallega við greiningu rekstrarefnahags um- sóknarverkefna. Tveir stjómarfundir eru haldn- ir á ári hveiju. Einn í Kaup- mannahöfn á vetrum og annar til skiptis í Færeyjum, á Grænlandi og á íslandi á suntrum. Langflest lánamál eru afgreidd skriflega í Ijarskiptum og Ijalla stjómar- fundir því mikið um stefnu- og efnahagsmál. Rekstur sjóðsins og ástand út- lána heftir fram að þessu verið þannig að hagnaður hefur verið af starfseminni á hverju starfsári. Svo mun einnig verða fyrir árið 1993 þótt endanlegar tölur séu ekki kunnar, enda sýndi uppgjör á miðju ári eðlilegan hagnað, rúmlega 1,4 milljónir danskra króna eða tæpar 15 milljónir ís- lenskra króna. Sjóðurinn er ekki á Ijárlögum aðildarlanda nema hvað greiðslu stofnfjár varðar. Greiðslur þessar vom ákveðnar við stofnun sjóðs- insárið 1986 og þeim lýkur 1995. Starfsemi sjóðsins fer að öllu leyti fram við almenn markaðs- skilyrði samhliða öðmm lána- stofnunum og verður sjóðurinn að standa sjálfur fyrir rekstri sín- unt og efnahag. Starfsemi á tímamótum Segja ntá að starfsemi sjóðsins sé nú á límamótum. Hún hefur byrjað hægt eins og við mátti bú- ast hjá fjárfestingarsjóði á at- hafnasvæði í kreppu. Utlán hafa þó aukist vemlega, sérstaklega 1993. Aukningin er að vemlegu leyti á útlánum til Islands. Nýting stofnljár - miðað við þá reglu samþykkta að útistand- andi lán megi verða alls að upp- hæð tvöföld stærð stofnfjár - er að nálgast 50% sem aftur á móti þýðir að sjóðurinn verður að út- vega sér hagstæð innlán á næst- unni til þess að geta haldið áfram starfseminni. Fram til þessa hefur sjóðurinn eingöngu aflað sér inn- lána til þess að ná jöfnuði f teg- undum gjaldeyris og þar af leið- andi minni áhættu. Langflest útlána hafa verið veitt til íslands en fæst til Færeyja (aðeins tvö), enda er efnahags- ástand þar óvenju slæmt eins og allir vita. Sjóðurinn hefur frá upphafi veitt lán til þróunarverkefna í flestöllum atvinnugreinum og í mjög breiðum skilningi af ásettu ráði - en þó í samrænti við sam- þykktir sjóðsins. Þetta hefur verið gert til þess að ná fótfestu og reynslu á athafnasvæðinu. Nú þegar þessu takmarki hefur verið náð að verulegu leyti er tími lil kominn, að mali stjómar- manna, að ákveða nánar beina starfsemi sjóðsins betur inn á svið þróunarverkefna með vemlega nýsköpunarmöguleika eins og frekast er unnt án þess að glata hinni sterku fjárhagsstöðu sem sjóðurinn hefur nú. Þetta áform mun að sjálfsögðu takmarkast eitthvað af samþykktum sjóðsins eins og þær em nú. 1 stjórn Lánasjóðs Vestur- Norðurlanda sitja sjö ntenn, einn frá hveiju aðildarlandi, og hefur hver þeina vaiamann. Fyrir Is- lands hönd situr Sturlaugur Þor- steinsson bæjarstjóri á Höfn í Homafirði í stjóm sjóðsins og er hann jafnframt formaður sjómar næstu tvö árin. Varamaður Stur- laugs er Guðmundur Ámason deildarstjóri í forsætisráðuneyt- inu. RISAVINNINGUR ef heppnín er með í kvöld dregur Happdrœtti Háskólans út stærsta vinning sem í boði hefur verið í happdrætti hér á landi. Möguieiki er á að því að heppinn miðaeigandi hreppi 54 millj- ónir króna, en því aðcins að hann eigi alla miðárununa. Trúlegast er að vinningurinn góði skiptist á marga aðila. þó er það ekki víst, Happdrættið scgir að sá scm mest lái hljóti ekki minna en 30 milljónir. Hér er unt að ræða afmælisútdrátt í tilefni 60 ára af- mælis Happdrættisins. og fer hann fram í Háskólabíói, sal 2, klukkan 21 í kvöld og gamla tromlan notuð við dráttinn. Eingöngu er dregið úr seldum miðum. Aðrir vinn- ingar en sá stóri vcrða dregnir á hefðbundinn hátt á skrifstofu Happdrættisins í Tjarn- argötu 4 klukkan 18. Mjatlast upp í KVÓTANN Loðnusjómenn kcppast við að ná irtn sem mestu af loðnukvótanum. í gær voru eflir 263 þúsund tonn, eftir að tekið halði vcrið á móti nærri 12 þúsund lestum á undan- fömum sólarhring. Þá höfðu meldað sig skip með 9 þúsund tonn til viðbótar, ckki slæmt það. En loönan er senn að ganga sjómönnum úr greipum. Þrátt fyrir bjartsýni suinra, cni aðrir svartsýnir, og segja að mcnn verði að skilja éftir um 200 þúsund tonn í sjónurn, þcgar veiðunum lýkur. ÁSGRÍMSSÝNING í Listasafni Vatnslitamyndir Ásgríms Jónssonar, sem nú eni sýndar í Listasafni íslands hafa vakið verðskuidaða athygli og aðsókn að sýningunni góð. Framundan er síðasta sýn- ingarhelgi og vissara að drífa sig á þessa góðu sýningu, sem segja má að veiti mönn- um visst „forskot á sumarið", svo hlýjar og bjartar sem þær em. í Listasafhi íslands er ennfremur sýning á Nýjttm aðföngum til safnsins, sem sýna ýmsa þá strauma og stefnur sem uppi cru í nútímalistum. Þcirri sýningu lýkur einnig um hclgina. Á laug- ardagiiut opnar í safninu yfirlitssýning á verkum Jóns Gunnars Ániasonar þcss mikilhæfa inyndlistarmanns. Myndir ÁSGRÍMS JÓNSSONAR frá Húsafclli þykja einstök listaverk. Hér sjást Stnítttr og Eiríksjökull, - en því ntiður vantar litina iþcssa rnynd okkar. FRIÐRIK talar fyrir bílaskattinn Félagi tslenskra bifreiðaeigenda finnst nóg um skattlagningu á farar- skjótum landsmanna. Miðað við for- sendur fjárlaga hækka skatttekjur rík- issjóðs af hvcrri bifreið í landinu um 10% á þessu verðbólgulausa ári borið saman við sfðasta ár. Segja taismenn félagsins ttð bifreiðaeigendur þurli að borga hátt í 18 milljarða króna á þessu ári, bara vegna þess að jicir eiga bil. Benda þeir á að um 70% af út- söluverði bensíns séu skattar t' ríkis- sjóð og njóti bflaeigendur hér á landi f engu mikilla verðlækkana erlendis. Þá tekur ríkið að meðaltali í bifreiða- gjtild um 14 þúsund krónur á hvem bfl, og bifrciðagjaldið hækkaði á þessu ári um nímlcga 30% frá árinu áður. Nú hefur félagið boðað til um- ræðufundar, sem haldinn verður í kviild í Holiday Inn klukkan 20.30. Fjánnálaráðhena, Friðrik Sophus- son raætir og réttlæúr skattlagningar jtessar á sinn sannfærandi hátt! Þúsundir nýrra félaga í SÁÁ Þúsundir nýiTa félaga hafa gcngið f SÁÁ - Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, undan- fama mánuði, segir Þórarinn Tyrfingsson formaður SÁÁ og yfirlæknir á Vogi. Hann býður nýja félaga vel- komna í blaði samtakanna og bcndir á að samtökin styrk- ist og eflist til nýmt átaka meö fleiri félögum. Gæði í LEIKSKÓLASTARFI Gæði? - nema hvað! ÞÓRARINN, - nýir félag- arsópastað SÁA. í dag hefst ráðstcfna Fóstrufélags íslands og fjallar hún um gæði t lcikskólastarflnu. Ráð- stefnan heitir Gœði? - ncnut Itvað!. Gestur ráðstefnunnar kernur frá Svíþjóð, Guniila l)a- hlberg, dósent við Kennaraháskólann íStokkhóbni. Fjallar hún annars vegar unt kjam- ann í gæðurn lcikskólastarfs, það cr starfið rneð baminu; og hinsvegar um mikilvægi og tilgang skráningar í lcikskólastarfi. Fóstrur vcrða með fyriricstra um atliuganir á bömum, samskipú bama og fullorðinna og fleira tengt starfinu, auk ijölmargra fyrirlestra annarra. Ráðstefnan hefst á HátelSögu klukkan 14 í dag og erölluni þpin.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.