Alþýðublaðið - 10.03.1994, Page 5

Alþýðublaðið - 10.03.1994, Page 5
Fimmtudagur 10. mars 1994 FJARMAL ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Framfærsla fjölskvldunnar skoðuð - Fjölmargir liðir heimilisútgjaldaima hafa lækkað frá í nóvember 1992: VBITALAN STOPP VÍSITALA fram- færslukostnaðar er nánast stopp, - í mars reyndist hún vera 169,7 stig, og hækk- aði um 0,08% frá í febrúar. Vísitala vöru og þjónustu hækkaði um sama hlutfall. Greinilegt er að áhrif lækkunar matarskattsins sem svo hefur verið nefndur, hefur skilað sér í vasa almenn- ings. Kaupmönnum var treystandi. Þeir eiga í harðri sam- keppni, en auk þess er mun meira um verðkannanir í gangi, sem fjölmiðlar birta, - og loks má benda á að almenningur hef- ur til muna betra verðskyn í dag en á dögum verðbólgunn- ar. Matvörur lækka - bflar hækka Fátt eitt gerðist í verðlagsmálum á mán- aðar tímabili, utan það að verð á mat- og drykkjarvörum lækk- aði um 0,9% að með- altali sem þýddi 0,15% lækkun vísitölunnar, - en verð á nýjum bflum hækkaði um 2,1%, sem olli 0,16% vísi- töluhækkun. Síðustu tólf ntánuð- ina hefur vísitala fram- færslu hækkað um 2,6% og vísitala vöru og þjónustu um 3,1%. Undanfama þrjá mán- uði hefur vísitalan hinsvcgar lækkað um 0,2%, sem jafngildir 0,5% verðhjöðnun á ári. Sambærileg þrigg- ja mánaða breyting á vísitölu vöru og þjón- ustu svarar til 0,7% verðhjöðnunar. Hvert fara peningarnir? Sé skoðað eðli og uppruni talna vísitölu framfærslukostnaðar, það sem að baki út- reikninga hennar ligg- ur, má sjá að búvöru- liðurinn í útreikningn- um, sem háður er verð- lagsgrundvelli er 4,7%, aðrar innlendar mat- og drykkjarvörur 9% og innfluttar mat- og drykkjarvörur 3,5%. Fjölskyldubfll- inn er þungur í skauti með 12,6% og hús- næðiskostnaður er næstdýrasti liðurinn eða 14,7%, án þess að hiti og rafmagn sé þar inni, önnur þjónusta vegur 22,9% í vísitölu- útreikningnum. Hagstofan gefur út hlutfallslega skipt- ingu á ýmsum liðum sem vísitalan byggist upp á. Sá listi er eink- ar forvitnilegur til að glöggva sig á hvert peningamir nákvæm- lega fara. Birtist hann hér á síðunni. Það kann að vakna sú spuming hvemig vísitalan verður til, og hverjir vinni þá miklu vinnu sem að baki liggur. Því er til að svara að Rósmundur Guðnason, hagfræð- ingur, ásamt Sigrúnu Halldórsdóttur, verkfræðingi, vinna að upplýsingaöflun og útreikningum vísi- tölu framfœrslukostn- aðar. Þessi vinna fer fram við hver mán- aðamót. Safnað er upplýsingum um meira en þúsund vörutegundir í 400 verslunum og fyrir- tækjum. Alls em verðskráningamar í tölvum Hagstofunnar meira en 7 þúsund talsins. Það er því ljóst að þau Rós- mundur og Sigrún hafa í mörg hom að líta þá daga sem unn- ið er að gerð vísitölu framfærslukostnaðar. Vinnan tekur aðeins 2 Framfærsluvísitala í mars 1994 - Hlutfallsleg skipting og breytlngar milli mánaða IDutfallsIeg skipdng Vísitölur Breytlng frá fcb. 1994 nóv. '92 mar. '94 mai '88-100 Hækkun liðar Áhrif á visitölu 0 Matvörnr 17,1% 16,2% 144,9 -03% -0,15% 00 Mjöl, grjón ogbakaðar vörur 2,6% 2,5% 162.0 0,8% 0,02% 01 KJöt og kjötvörur 4,2% 3,7% 134,4 -23% -0,09% 02 Fiskur og fiskvörur 1,1% 1,0% 157,8 -0,9% -0,01% 03 Mjólk, rjómi, ostar og egg 3,5% 3,2% 136,7 0,0% 0,00% 04 Feitmeti og olíur 0,7% 0,5% 125,3 -0,4% 0,00% 05 GrænmetL, ávextir og ber 2,1% 2,1% 128,1 -3,5% -0,08% 06 Kartöflur og vörur úr þeim 0,4% 0,6% 220,4 -0,1% 0,00% 07 Sykur 0,1% 0,1% 288,9 5,7% 0,01% 08 Kaffi, te, kakó og súkkulaði 0,5% 0,5% 156,8 -03% 0,00% 09 Aðrar matvörur 1,9% 1,8% 150,5 0,1% 0,00% 1 Drykkjarvörnr og tóbak 4,3% 4,4% 175,7 0,0% 0,00% 11 Drykkjarvörur 2.7% 2,6% 1683 0.0% 0,00% 111 Gosdrykidr ogléttöl 1,1% 1,0% 163,4 -0,1% 0,00% 112 Bjór 0,6% 0,5% 1643 ' 0,0% 0,00% 113 Annað áfengi 1,1% 1,1% 177,6 0,0% 0,00% 12 Tóbak 1,6% 1,7% 1883 0,0% 0,00% 2 Föt og skófatnaður 6,3% 6,0% 166,3 0,1% 0,01% 21 Fatnaður 4,6% 4,4% 164,0 0,0% 0,00% 22 Fataefni o.fl. 0,6% 0,6% 168,8 0,3% 0,00% 23 Skófatnaður 1,1% 1,1% 174,7 0,4% 0,00% 3 Húsnæði, rafmagn og hiti 18,5% 17,8% 149,0 0,0% 0,00% 31 Húsnæði 15,5% 14,7% 144,1 0,0% 0,00% 32 Rafmagn- og hiti 3,0% 3,1% 172,7 -0.1% 0,00% 321 Rafroagn 1,2% 1,2% 149,1 0,0% 0,00% 322 Húshitun 1,8% 1,9% 190,0 -03% 0,00% 4 Húsgögn og heimilisbúnaður 6,8% 6,7% 1793 0,1% 0,01% 41 Húsgögn, góifteppi, o.fl. 2,4% 2,3% 1783 0,0% 0,00% 42 Vefnaðarvörur ofl. til heimilishalds 0,8% 0,8% 197,0 -03% 0,00% 43 Raftæld 0,8% 0,8% 1653 0,5% 0,00% 44 Borðbúnaður, glös, eldhúsáhöld o.fl. 0,5% 0,6% 1903 0,3% 0,00% 45 Ýmsar vörur og þjónusta tíl heimilishal 1,1% 1,1% 178,6 0,3% 0,00% 46 Barnaheimilisútgjöid og húshjáip 1,1% 1,1% 162,6 0,0% 0,00% 5 Hcilsuvernd 2,5% 2,8% 221,4 0,1% 0,00% 51 Heilsuvernd 2,5% 2,8% 221,4 0,1% 0,00% 6 Ferðir og flutningar 18,6% 20,1% 193,8 0,9% 0,18% 61 Eigin flutningatæki 16,5% 18,0% 2003 1,0% 0,18% 63 Notkun almennra flutningstækja 1,0% 1,0% 196,8 0,0% 0,00% 64 Póstur og sími 1,1% 1,1% 125,0 0,0% 0,00% 7 Tómstundaiðkun og menntun 11,5% 11,7% 181,1 0,3% 0,03% 71 Tækjabúnaður 2,7% 2,6% 154,5 0,1% 0,00% 72 Tómstundaiðkanir 5,4% 5,5% 1913 0,6% 0,03% 73 Bækur, blöð og tímarit 2,0% 2,1% 176,7 0,0% 0,00% 74 Skóiaganga 1,4% 1,5% 2083 0,1% 0,00% 8 Aðrar vörur ogþjónusta ót ajt. 14,3% 14,2% 177,7 0,0% 0,00% 81 Snyrtívörur, snyrtíng 2,7% 2,7% 181,4 -0,4% -0,01% 82 Ferðavörur, úr, skartgripir o.fl. 0,6% 0,6% 175,7 -03% 0,00% 83 Veitingahúsa- og hótelþjónusta 3,7% 3,6% 181,0 0,3% 0,01% 84 Orlofsferðir 3,3% 3,3% 196,1 0,0% 0,00% 85 Tryggingar (ekld lögbundnar) o.fl. 0,9% 0,9% 151,1 0,0% 0,00% 86 Önnur þjónusta, ótalln annars staðar 1,1% 1,1% 176,0 0,0% 0,00% 87 Gjaflr 2,1% 2,1% 1753 0,0% 0,00% Framfærsiuvisltalan i heiid 100,0% 100,0% 169,7 0,1% 0,08% TAFLAN sýnir hlutfallslega skiptingu á neyslu meðalfjölskyldu á íslandi og breytingar milli mánaða. Eins og sjá má á samanburðinum hafa orðið breytingar til lœkkunar á fjölmörgum sviðum, - en önn- ur hafa liœkkað. Tatla/Hagstotaíslands RÓSMUNDUR GUÐNASON, hagfrœðingur, og SIGRÚN HALLDÓRSDÓTTIR, verkfrœðingur. Þau búa til vístiölu framfœrslukostnaðar, en þeirri vísitölu er alla jafna mikill gaumur gefinn og hefur oft ver- ið notuð ípólitískum tilgangi. Alþýðublaðsmynd/EinarÓlason daga og hafa þau sér til fulltingis nokkum hóp af fólki, sem fer í versl- anir. Ennfremur berast upplýsinga í síma og á faxtæki Hagstofunnar. Byggt er að langmestu leyti á upplýsingum sömu aðila frá mánuði til mánuðar. Nýr grunnur, nýr lífsstfl Gmnnur vísitölunn- ar er frá árinu 1992, en þá var honum breytt frá nokkurra ára göml- um gmnni. Lífsstfll Is- lendinga er stöðugt að breytast og þróast og gmnnur vísitölunnar þarf að taka mið af slíkum breytingum. Tekið var mið af und- anfarandi neyslukönn- un hjá 790 fjölskyldum í landinu. Fjölskyldur þessar héldu búreikn- inga í tvær vikur og skiluðu auk þess árs- fjörðungslega skýrslu um kaup á stærri hlut- urn og þjónustu, utan- landsferðum, heimilis- tækjum, bflum og öðm þvíumlíku. Álitamálin eru mörg Rósmundur segir að við gerð vísitölu fram- færslukostnaðar komi upp mörg álitamálin. Tökum til dæmis fata- verslanir sem dæmi. Þar breytast flfkumar frá einni sendingu til annarrar. Samanburð- ur milli mánaða er gerður með því að Hagstofan gefur sér vissar forsendur um þann fatnað sem miðað er við, efni, snið og gerð flíkanna. Með ná- kvæmu mati má kom- ast nálægt sannleikan- urn um hækkanir og lækkanir slíkrar vöm. A öðmm sviðum eiga sér einnig stað ótnílega hraðar breytingar á eðli og innihaldi vöru. Nægir þar að nefna margfrægar breytingar á bleium og dömu- bindum sem ntikið eru auglýstar á sjónvarps- stöðvunum þessa stundina. Rósmundur Guðna- son segir að vissulega geti fjölskyldur dregið ýmsan lærdóm af því að skoða hina ýmsu liði vísitölunnar og bera þá saman við eig- in útgjöld dæmigerðrar íslenskar fjölskyldu, eins og þau birtast í töflunni yfir hlutfalls- lega skiptingu hinna ýmsu útgjaldaliða.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.