Alþýðublaðið - 16.03.1994, Blaðsíða 1
Mest fé til flugvalla
á Norðurlandi eystra
á árunum 1994-1997
- eða 353 milljónir samkvæmt tillögu samgönguráðherra
ÞINGFLOKKAR stjórn-
arflokkanna hafa fengið til
umfjöilunar tillögu sam-
gönguráðherra til þings-
ályktunar um flugmála-
áætlun árin 1994 til 1997.
Samkvæmt þessari áætlun
fer mest fé til framkvæmda
við flugvelli á Norðurlandi
cystra á þessum árum eða
samtals 353 milljónir
króna. Næst koma Vestfirð-
ir með 296 milljónir og síð-
an Austurland með 249
milljónir.
í áætlun uni fjáröflun kem-
ur fram að markaðar tekjur á
ári til framkvæmda í flugmál-
um nema 596 milljónum
króna, þar af er flugvallagjald
360 milljónir, framlag úr rík-
issjóði 532 milljónir og
ICAO-tekjur 340 milljónir á
ári. Samtals eru tekjur því
áætlaðar 1.468 milljónir
króna á ári samkvæmt því er
fram kemur í þingsályktunar-
tillögunni.
Sem fyrr segir er gert ráð
fyrir að af einstökum kjör-
dæmum komi mest í hlut
Norðurlandskjördæmis eystra
við framkvæmdir 1-994 til
1997 eða samtals 353 millj-
ónir króna. Þar fara stærslu
upphæðimar til flugvallanna
á Húsavík og Akureyri. Á
þessu ári eiga að fara 52 millj-
ónir í bundið slitlag á flug-
völlinn við Húsavík og 18
milljónir á næsta ári, svo
dæmi sé nefnt. Á Akureyri
fara 20 milljónir á þessu ári til
stækkunar flugstöðvar og 10
milljónir á næsta ári. Það ár á
einnig að verja 25 milljónum
lil að endurbæta eldri hluta
flugstöðvarinnar.
Á þessi ári á að verja 22
milljónum til aðflugsbúnaðar
á Vestfjörðum og í bundið
slitlag á Bíldudal fara 16
milljónir. Á næsta ári á að
verja 40 milljónum til að
leggja bundið slitlag á flug-
völlinn á Patreksfirði.
Til nýrrar flugstöðvar á Eg-
ilsstöðum eiga að fara 22
milljónir á þessu ári og 30
milljónir á næsta ári. Til nýrr-
ar flugbrautar fara 19 milljón-
ir á þessu ári, 12 milljónir í
aðflugshallasendi og 10 millj-
ónir í snjósóp.
Samkvæmt tillögu sam-
gönguráðherra fara síðan 180
milljónir til flugvalla á Norð-
urlandi vestra, 64 milljónir til
valla á Suðurlandi og 164
milljónir til Reykjavíkurfiug-
vallar 1994 til 1997.
Þegar fólk fer á Sinfóníutónleika greiðir ríkið 7 þúsund með hverjum miða, -
en 2 þúsund þegar farið er í Islensku óperuna, sem nú getur ekki gert neitt fyrr
en um næstu áramót, - nema menntamálaráðherra lumi á aukafjárveitingu:
/ /
ÍSLENSKA óperan hefur
stöðvað sýningar út þetta ár.
Starfsliði hefur verið sagt
upp. Ekki er útlit fyrir að
frumsýning verði í húsinu
næsta haust, nema þá að
menntamálaráðherra rétti
Operunni hjálparhönd á
neyðarstund, eftir að síðasta
sýning, Evgení Onegín kol-
féll og varð Óperunni að
miklu fjárhagstjóni. Á laug-
ardags- og sunnudagskvöld
bauð Óperan upp á tónleika
þar sem margir bestu kraft-
ar hennar sýndu hvað í
þeim býr, - og það er ekki
lítið. Var ekki að sökum að
spyrja að hinn frábæri kór
Óperunnar, Sigrún Hjálni-
týsdóttir, Ingveldur Yr
Jónsdóttir og Garðar Cort-
es skemmtu mönnum eina
kvöldstund svo um munaði.
í Óperublaðinu segir að
fjárhagsstaða íslensku óper-
unnar hafi verið þolanleg á
síðasta starfsári. Hinsvegar sé
ljóst að við óbreyttar aðstæður
geti Óperan ekki haldið úti
starfsemi sinni.
Það hlýtur að vakna sú
spuming hvort lítið land eins
og ísland geti haldið úti al-
vöru ópem. Þorvaldur Gylfa-
son, ritari stjórnar Islensku
ópemnnar sagði í ávarpi á tón-
leikunum á sunnudagskvöld
að Islenska óperan væri „spar-
neytnasta ópera heims". Án
efa er eitthvað til í því.
En hvað kostar að setja upp
ÍSLENSKA ÓPERAN er í mikl-
um Jjárhagskröggum um þessar
mundir. Hér á myndinni má sjá
sjarmörinn Bergþór Pálsson í
uppjœrslu óperunnar á Don Gio-
vannL
„spameytna" ópem?
Árni Tómas Ragnarsson,
ritstjóri Óperublaðsins, segir í
grein í blaði sínu að í grófum
dráttum kosti uppsetning
ópem tæpar 20 milljónir
króna, tvær ópemsýningar á
ári gleypa því ríkisstyrkinn,
sem er 40 milljónir á ári.
„Það fé kemur ekki til baka
með miðasölu, sem í mörg ár
hefur aðeins rétt rúmlega stað-
ið undir kvöldkostnaði - og
finnst þó sumum að miðaverð
megi ekki hærra vera“, segir
Árni Tómas.
í forsendum samnings
Ópemnnar við ríkið var hins-
vegar gert ráð fyrir að upp-
setning á ópem kostaði tæpar
12 milljónir króna og fasta-
kostnaður við rekstur húss
Ópemnnar áætlaður um 10,6
milljónir. Raunin er hinsvegar
önnur því sá kostnaður er
rúmar 20 milljónir króna á
forsendunt samningsins og
raunverulegum rekstrarkostn-
aði Islensku ópemnnar.
Menningin á fslandi er nið-
urgreidd skemmtun að miklu
leyti. Ámi Tómas segir að að-
eins 2.000 krónur séu greiddar
með hverjum miða í Operuna,
- miðað við 3.000 krónur í
Þjóðleikhúsinu og 7.000
krónur í niðurgreiðslur með
hverjum miða á sinfóníutón-
leika.
Ámi Tómas segir það ljóst
að kostnaður vegna reksturs-
ins og uppsetningarkostnaður
ópemsýninga sé nokkuð sem
óperan sjálf geti ekki staðið
undir. Til þess að halda áfram
óbreyttri starfsemi þurfi ís-
lenska óperan að fá að
minnsta kosti 60 milljónir
króna, 40 milljónir til upp-
setninga og 20 milljónir til að
reka húsið. Hann talar því um
20 milljón króna aukinn ríkis-
styrk. Styrkur hins opinbera
yrði þó ekki nema 50% af
heildarkostnaði við að reka ís-
lensku ópemna.
Bendir Ámi Tómas á mis-
vægi í opinberum styrkjum, til
dæmis njóti Þjóðleikhúsið og
Sinfóníuhljómsveitin miklu
hærri hlutfallslegra styrkja sé
tekið mið af fjölda gesta sem
sækja sýningar þeirra. Ætti
Operan þó samkvæmt öllum
sólarmerkjum að dæma að
vera mun dýrari, því hún býð-
ur upp á bæði leikara (söngv-
ara), búninga og leiktjöld eins
og leikhúsið; og auk þess
hljómsveit eins og Sinfónían
og heilan kór að auki.
Kostnaðurinn við uppsetn-
ingu ópem segir Ámi Tómas
að skiptist þannig í stómm
dráttum: Æfingalaun hljóm-
sveitar og hljómsveitarstjóra
nema um 2,5 milljónum; æf-
ingalaun einsöngvara 1,5
milljónir; kórinn um 2 millj-
ónir; leikstjóri fær tæpa millj-
ón; og hönnuðir sviðsmyndar,
lýsingar og búninga um eina
milljón samanlagt.
Leikmynd kostar um 3-4
milljónir og búningar 2 millj-
ónir. Þá er kostnaður vegna
aðstoðarmanna, yfirvinnu,
undirleiks, nótnakaupa, ferða,
auglýsinga, hárgreiðslu, förð-
unar og lleira upp á 4-5 millj-
ónir króna. Þetta er uppfærsl-
an.
Eftir er kostnaður við hvert
sýningarkvöld, sem getur far-
ið upp í eina milljón, og flest
kvöld gerir miðasala ekki
meira en að standa undir þeim
kostnaði, enda miðaverð ekki
hátt í íslensku óperunni.
- á síðasta ári. Hluthöfum greiddur 10% arður
HAGNAÐUR af rekstri
Skeljungs hf. var 95,6 millj-
ónir króna í fyrra á móti
91,5 milljónum árið áður.
Þetta er 2,4% hækkun mið-
að við verðlag milli ára. Á
aðalfundi félagsins í gær
var samþykkt að greiða
hluthöfum 10% arð af
hlutafé.
Hagnaður Skeljungs sem
hlutfall af vörusölu 1993
nemur 1,6% og er það svipuð
niðurstaða og árið áður.
Vörusalan nam 6.112 millj-
ónum króna í fyrra en 5.550
milljónum árið 1992. Vöru-
salan hækkaði um 10% í
krónum talið milli ára sem
fyrst og fremst má rekja til
hækkunar Bandaríkjadals
gagnvart krónunni. Eldsneyt-
issala félagsins dróst saman
um 1% á sama tíma. Heildar-
tekjur 1993 námu 6.173 millj-
ónum króna en voru 5.610
milljónir árið á undan. I þess-
um tjárhæðum er virðisauka-
skattur, afslættir og sölulaun
ekki meðtalin. Fjárfestingar
vegna framkvæmda, endur-
bóta og annarra verkefna
námu um 377 milljónum
króna á síðast liðnu ári.
Eigið fé Skeljungs í árslok
var 2.359 milljónir og hefur
hækkað um 100 milljónir frá
fýrra ári. Hlutfall eiginfjár af
heildareignum er 48%.
Á árinu störfuðu að meðal-
tali 258 starfsmenn hjá félag-
inu og fjölgaði um sex miðað
við árið 1992. Launagreiðslur
námu 430,2 milljónum króna.
Auk fastra starfsmanna vinn-
ur fjöldi fólks hjá umboðs- og
söluaðilum um land allt.
Árið 1993 nam heildarinn-
flutningur landsmanna á
brennsluolíu og bensíni um
640 þúsund tonnum sem er
um 43 þúsund tonnum minna
en árið áður. Nær öll olía að
svartolíu frátalinni kemur frá
Noregi.
Alls flutti Skeljungur inn
169 þúsund tonn af fljótandi
eldsneyti sent er um 26% af
heildarinnflutningi þessara
vara til landsins og kom
stærstur hluti þess frá Shell í
Noregi.