Alþýðublaðið - 16.03.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.03.1994, Blaðsíða 4
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA 4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ TIÐINDI Miðvikudagur 16. mars 1994 Þegar íslenski osturinn er kominn á ostabakkann, þegar hann kórónar veislumatinn - bræddur eða djúpsteiktur - eða er einfaldlega settur beint í munninn BONDABRIE Með kexinu, brauðinu ' og ávöxtunum. Mjög góður djúp- eða smjörsteiktur. DALA BRIE Á ostabakkann og með kexi og ávöxtum. £Sl* DALA BRIE 30 g Góður að grípa til! INNBAKAÐUR DALA BRIE Sem forréttur, smáréttur eða eftirréttur. GRAÐAOSTUR Tilvalinn til matargerðar - í súpur, sósur eða til fyllingar í kjöt- og fiskrétti Góður einn og sér! FRiWLEITT M 01 93 CAMEMBERT Einn og sér, á ostabakkann og í matargerð. LUXUSYRJÁ * Mest notuð eins og hún kemur fyrir en er einkar góð sem fylling í kjöt- og fiskrétti, Bragðast mjög vei djúpsteikt. tncð laufc <>S; DJUPSTEIKTUR CAMEMBERT Sem smáréttur eða eftirréttur. RJOMAOSTUR Á kexið, brauðið, í sósur og idýfur. OSTAKAKA Sem ábætisréttur, með kaffinu og á veisluborðið. W DALAYRJA P®TEin og sér eða sem fylling í kjöt- og fiskrétti Góð djúpsteikt. HVITUR KASTALI Með ferskum ávöxtum ^ vÁá«,, eða einn og sér. sMJÖPstK' Prófkjör Alþvðuflokksins í nvju sameinuðu sveitarfélagi. Ketlavík. Njarðvík. Höfnum: Gefa Kost Á Sér A L Þ Y Ð U - FLOKKURINN þarf ekki að kvarta undan áhugaleysi flokksmanna sinna. Þátttakendur í prófkjörum flokks- ins víða um land eru margir, eins og menn hafa tekið eftir. Nú er fram- undan prófkjör A- listans í Keflavík, Njarðvík og Höfn- um, nýju samein- uðu sveitarfélagi. Þar velja menn úr hópi 22 sem gefa kost á sér til setu í bæjarstjórn. Tveir bæjarfulltrú- ar flokksins gefa ekki kost á sér að þessu sinni. Það eru þau Þorbjörg Garð- arsdóttir í Njarðvík og Guðfinnur Sigur- vinsson oddviti Kefl- víkinga. En maður kemur í manns stað og ljóst að í framboði er mikið mannval og gott. Eftirtaldir gefa kost á sér í prófkjör- inu: Anna Margrét Guðmundsdóttir, Keflavík; Ástríður Helga Sigurðar- dóttir, Keflavík; Bergþóra Jóhanns- dóttir, Njarðvfk; Björn H. Guð- björnsson, Kefla- vík; Friðrik A. Jónsson, Keflavík; Guðmundur Th. Ólafsson, Keflavík; Guðrún Eyjólfs- dóttir, Keflavík; Gunnar Valdi- marsson, Keflavík; Haukur Guð- mundsson, Njarð- vík; Hilmar Haf- steinsson, Njarðvík; Ingibjörg Magnús- dóttir, Keflavík; Jenný Þ. Magnús- dóttir, Njarðvík; Jón B. Helgason, Njarðvík; Karl Ól- afsson, Keflavík; Kristín Helga Gísladóttir, Kefla- vík; Kristján Gunn- arsson, Keflavík; Ólafur Thordersen, Njarðvík; Óskar Birgisson, Keflavík; Ragnar Halldórs- son, Njarðvík; Reynir Ólafsson, Keflavík; Valur Ár- mann Gunnarsson, Keflavík; Vilhjálm- ur Ketilsson, Kefla- vík. Semsagt, - 15 Keflvíkingar, 7 frá Njarðvík. Sjö konur og 15 karlmenn keppa um sætin á lista Alþýðuflokks- ins í hinu nýja sveit- arfélagi. Aufúsugestur hjá Sinfóníuhljómsveitinni - ERLING BLÖNDAL BENGTSSON. sellósnillingur: Á HÁTINDI TÓNLISTAR- TÍMARITIÐ The Strad fór lofsam- legum orðum um þrjár geislaplötur Erlings Blöndals Bengtssonar í marshefti blaðsins. I gagnrýninni kem- ur fram að hjá Er- ling fari saman yfirburðatækni, silfurtær hljómur og hugmyndarík túlkun. Blaðið segir Erling nú á hátindi ferils síns. Erling Blöndal Bengtsson er einmitt gestur Sinfóníuhljóm- sveitar Islands á tónleikunum annað kvöld, - og eins og ævinlega aufúsu- gestur, og af ís- lensku bergi brot- inn, en fæddur og uppalinn í Dan- mörku. Tónleikamir ann- að kvöld bera með sér ítalskt andrúms- loft, enda stjómand- inn ítalskrar ættar, Rico Saccani. Á efn- isskrá em Cameval Romain eftir Berlioz; Konsert fyr- ir selló og hljómsveit eftir Schumann; Capriccio ltaliene eftir Tsjajkofskíj; og Fumr Rómaborgar eftir Respighi. Hljómsveitarstjór- inn, Rico Saccani kom hingað til lands fyrir ári og stjómaði eftirminnilegum tón- leikum á vegum Bamahjálpar í Hall- grímskirkju, en þar söng vinur hans, Kristján Jóhannsson, einsöng. Saccani er af ítölskum ættum en fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum. Hann hóf tónlistar- feril sinn sem píanó- leikari og lék þá meðal annars með fílharmoníuhljóm- sveitum San Frans- isco og Lundúna. Eftir að Saccani vann fyrstu verðlaun í Herbert von Karaj- an keppninni fyrir 10 ámm hefur hann ver- ið afar eftirsóttur sem hljómsveitar- stjóri. Þriggja ára undrabarn Erling Blöndal Bengtsson, sem Is- lendingar hafa ævin- lega borið góðar taugar til, er fæddur 1932 í Kaupmanna- höfn. Aðeins þriggja ára að aldri fór hann að leika á selló. Hann lagði það hljóðfæri fyrir sig og fór til framhalds- náms í Bandaríkjun- um. Síðan sneri hann aftur til síns heima- lands og gerðist pró- fessor við Tónlistar- háskólann í Kaup- mannahöfn. Meðal nemenda hans þa- var Gunnar Kvaran. Árið 1989 flutti Erling til Bandaríkjanna og tók við starfi við tón- listarháskólann í Ann Arbor í Michig- anfylki. Er hann mjög eftirsóttur ein- leikari og heldur hann á milli 60 og 70 einleikstónleika á ári hverju. Ferils Glæsilegs

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.