Alþýðublaðið - 16.03.1994, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.03.1994, Blaðsíða 8
3 Jlt Rf! *i" Ö IC UM AÐSKILNAÐ RÍKIS OG KIRKJU upplýsingar og skráning stofnenda Björgvin s: 95-22710 Ikl. 17-191J MHDUBUfilÐ UM ADSKILNAD RÍKIS OG KIRKJU upplýsingar og skráning stofnenda vBjörgvin SI 95-227*1 O (kl. 17-19) J Miðvikudagur 16. mars 1994 42. TOLUBLAÐ - 75. ARGANGUR Hagnaður Olís nam 91 milljón króna Markaðshlutdeild félagsins af heildarmarkaði eldsneytis er 27,2% SAMKVÆMT árs- reikningi Oiíuverslunar Is- lands hf. nam hagnaður á síðasta ári 91,2 milljónum króna en árið áður var hagnaðurinn 60,5 milljón- ir. Markaðshlutdeild fé- lagsins af heildarmarkaði eldsneytis var 27,2%. Starfsmenn á árinu voru að meðaltali 295. Rekstrartekjur Olís voru á síðasta ári 5.829 milljónir, samanborið við 5.267 millj- ónir árið áður sem svarar til tæplega 11% aukningar. Sala félagsins á fljótandi eldsneyti jókst um þrjú þús- und lonn eða 1,8% og mark- aðshlutdeild félagsins af heildarmarkaði eldsneytis var 27,2%. Rekstrargjöld voru 5.631 milljón á móti 5.141 milljón árið áður og rekstrarhagnaður hækkaði því um 73 milljónir eða úr 125 milljónum í 198 milljónir. Eigið fé Olfs var í árslok 1.814 milljónir króna og hafði aukist um 123 milljón- ir. Heildareignir voru 4.134 milljónir og eiginfjárhlutfall 44% en var árið áður 42,5%. Arðsemi eigin fjár var 5.4%. Veltufjárhlutfall hækkaði á árinu úr 1,13 í 1,38. Gjaldfærsla vegna niður- færslu á útistandandi og töp- uðum kröfum nam 100,6 milljónum og vegna lækkun- ar á bókfærðu verði hlutafjár í öðrum félögum sex millj- ónum eða samtals 106,6 milljónum króna. Arið áður nam samsvarandi gjald- færsla 67,5 milljónum króna. 1 skýringum með ársreikn- ingi kemur fram að í árslok voru verðbréf og skamm- tímakröfur færðar niður um 75 milljónir króna og bók- fært verð hlutabréfa f öðrum félögum um 18 milljónir. í árslok voru hluthafar 859 OLIS. Höfuðstöðvarnar á Laugarnestanga. og hafði þeim fjölgað um 275 á árinu. Stærsti hluthaf- inn er Sund hf. með 45.50% hlutafjár og síðan Texaco A/S með 25.37% hlutafjár. Heildarhlutafé nemur 670 milljónum króna. Aðalfund- ur Olís fer fram næstkom- andi föstudag. Starfsfræðslunefnd fískvinnslunnar: Islandsmeistaramot 1 Handflökun ISLANDSMOT í handllökun verður hald- ið fösfudaginn 22. apríl næstkomandi. Það er Starfsfræðslunefnd fisk- vinnslunnar í samvinnu við Fiskvinnsluskólann í Hafnarfirði, Samtök fisk- vinnslustöðva og fleiri að- ilar sem standa að mót- inu. Keppni í þessum verkþætti við fiskvcrkun hefur ekki farið fram áð- ur hér á landi. Keppnin verður haldin í Fisk- vinnsluskólanum í llafn- arfirði. Keppnisreglur verða sendar til væntan- legra þátttakenda eftir að keppnin hefur verið formlega augiýst. Að sögn aðstandenda keppninnar er markmiðið með henni að auka áhuga þeirra sem starfa við sjáv- arútveg á handllökun, cn meðaukinni tæknivæðingu fiskvinnslunnar hér á landi undanfama áratugi hefur þessi verkkunnátta víða tapast niður. Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið sem tóku gildi í upphafi þessa árs féllu niður tollar Evrópusambandsins á ferskum og söltuðum ftsk- flökum frá íslandi. Má því ISI.A NDSMEISTARA - MÓTIÐ í HANDFWKVN verdur haldiö 22. apríl nœstkomandi. Kannski lieiðursfraukan, sem Jón Sigurðsson og Karl Steinar Guðnason cru þarna að spjalla við, verði mcðul keppcndu... Alþýðublaðsmynd/ Einarólason gera ráð fyrir að útflutning- ur á ferskum og söltuðum flökum á Evrópumarkað muni fara vaxandi á næstu misserum. Þar af leiðandi mun þörftn á góðum hand- flökurum aukast að sama skapi. A íslandsmeistaramót- inu í handflökun verður keppt í handflökun á þorski, karfa og einni teg- und á flatfiski. Dæmt verð- ur eftir gæðum, nýtingu og hraða. Dómarar verða frá Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins, Fiskvinnsluskól- anum og úr fiskvinnslunni. Verið er að staðfæra keppnisreglur fyrir mótið, en notaðar verða reglur Heimsmeistaramótsins í handflökun (World Fish Filleting Championship), sem haldið er árlega t Bandaríkjunum. íslandsmeistari í hand- flökun 1994 vinnur til vcrðlauna fcrð til þess að keppa á heimsmeistara- mótinu sem fram fer í Bel- lingham í Washington - fylki á norð-vesturströnd Bandaríkjanna - 3. og 4. júní í sumar. Leitað hefur verið eftir stuðningi til þcss að senda keppanda frá íslandi á heimsmeistaramótið meðal annars til sölusamtaka í sjávarútvegi, Marel og Samvinnuferða-Landsýn og hafa viðtökur verið mjög góðar. Nánari upplýsingar um íslandsmeistaramótið í handflökun veitir Gissur Pétursson, verkefnísstjóri Starfsfræðslunefndar, í síma 609670 og Amar Sig- urmundsson, formaður Starfsfræðslunefndar, í síma 623155. ERTU I ATVINNULEIT? ERTU I ATVINNULEIT? R.TUJ AJVJNNULEJ Guöný, aðstoðarkona Hemma Gunn í þáttunum Á tali, fer meira í taugarnar á okkur en Sumargleðin einsog hún leggur sig! Frekjan (fyrigefiði, ákveönin) og flumbrugang- urinn er með slíkum ólíkindum að allt aetlar um koll að keyra þegar hún kemst í mynd. Ókei, hún aetlar að „meika það“ en getur hún ekki gert það annars staðar? Fer ekki að losna eitthvað í Lottóinu eða hjá Heimi? NÖLDUR er nýr og grófur dálkur sem hefur göngu sína í blaðinu í dag. í honum munu starfsmenn ritstjómar framvegis fá útrás fyrir allt sitt nöldur.Starfsandinn batnar væntanlega til muna. Hugmyndin að dálknum kom upp á mánudegi (að sjálfsögðu) en við vomm í svo vondu skapi þá að hann birtist ekki fyrr en nú. Verði ykkur að góðu. Úff! á aldrinum 16 til 25 ára? Notaðu tímann til að auka þekkingu þína Misstu ekki af lestinni íþrótta- og tómstundaráð og Hitt Húsið bjóða ungum Reykvíkingum upp á tvö þriggja vikna námskeið 5. apríl - 22. apríl og 25. apríl - 13. maí þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru sniðin að þörfum og áhugamálum ungs fólks og vel til þess fallin að auka hæfni þess á atvinnumarkaði. Hluti af þessum námskeiðum verður metinn til styttingar á biðtíma eftir atvinnuleysisbótum skv. lögum nr. 93 frá 30. júní 1993. Meðal þeirra námsgreina sem boðið verður uppá eru: Islenska, Félagsfræði daglegs lífs, Skyndihjálp, Hagnýt stærðfræði, Persónuleg viðskipti, Tölvunám, Listir og menning í dag, Tungumál, Hljóðversvinna, Myndbandagerð, Dulspeki ofl. ofl. Einnig verða kynntar námsleiðir og atvinnulíf í samvinnu við sérskóla, verkalýðsfélög, fyrirtæki og stofnanir. Skráning frá 17. - 25. mars í Hinu Húsinu kl. 13-19. Uppl. í síma 62 43 20 HUa i BMUTARHOTI20 SIMI624320 IÞROTTA- OG TOMSTUUDARAÐ REYKJAVIKUR m NAMSKEIÐ FYRIR ÞIG!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.