Alþýðublaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 1
Verð í lausasölu kr. 140 m/vsk Benidorm -14. apnl - 6 vikur 2 ííbúð - Verðfrá 63.900 BtATLAS# ■UROCAHO Innifalið: Flug, gisting, íslensk fararstjórn, ALLIR SKATTAR OG GJÖLD. ÖE Islendingar hafa brevtt nevsluvenium sínum svo um munar: Borðum Meira Af Pasta En Ítalir - segir Júlíus Jónsson, verslunarstjóri í Nóatúni. Islenskir bændur berjast við 1.150 tonna kjötfjall á sama tíma og neytendur snúa sér að framleiðslu erlendra hveitibænda „ÞAÐ MÁ sjá það af inn- flutningsskýrslum að neysl- an á þessum ítölsku hveiti- réttum eða pasta, það er farfalle, spagettíi, núðlum, pasta-skeljum, pasta-kuð- ungum og öðru, er orðin slík að við neytum þessara rétta jafnvel í meira mæli en ítalir sjálfir, en þaðan er þessi matargerð komin“, sagði Júlíus Jónsson, versl- unarstjóri í Nóatúni í Mos- fellsbæ í samtali við Al- þýðublaðið í gær. Ljóst er að íslenskur land- búnaður á ekki aðeins í inn- byrðis samkeppni, heldur einnig við hveitibændur er- lendis, sem leggja til hráefni í þessa hollu, vinsælu og ódýru ítölsku rétti. Júlíus sagði að fyrir nokkrum árum hefði lít- ið farið fyrir þessum hveiti- réttum í hillum búðanna, að ekki sé talað um viðeigandi sósur. Nú væri úrvalið margfalt fyrirferðarmeira og sýnileg aukning á sölunni. Sagði Júlí- us að sér virtist að pasta-æðið hefði hafist með sölu lélegra kartaflna. Svar neytandans í dag væri ævinlega að hafna lélegri vöru og kaupa eitthvað annað og bitastæðara í stað- inn. Á ísiandi er að myndast kjötfjall, 1.150 tonn sam- kvæmt upplýsingum sem fram komu á Búnaðarþingi á dögunum, kjöt sem metið er af Framleiðsluráði á 395 miiijónir króna. Offramboðið hefur stuðlað að verðlækkun- um á kjöti, sem bændur hafa skiljanlega áhyggjur af. Verð á grísakjöti til bóndans hefur fallið úr 350 krónum í 205 krónur á nokkrum mánuðum svo dæmi sé tekið. Á Búnað- arþingi töldu menn ólíklegt að botni væri náð því fram- boð á svínakjöti mun aukast á næstunni. Annað hljóð var í Júlíusi í Nóatúni í gær. Hann sagðist hafa frétt af væntanlegri hækkun á verði svínakjöts strax á mánudaginn. Ekki vissi hann hversu mikil hún gæti orðið. Varðandi nautakjötið sagði Júlíus að bændur yrðu að skilja að með aukinni neyslu ítölsku pastaréttanna ykist þörfin fyrir ódýrt nautahakk. Menn virtust ekki vilja skilja þetta, enda þýddi það einfald- lega skert verðmæti til fram- leiðendanna. ísland - sækjum það heim! ÍSLANDSFERÐ FjÖLSKYLDUNNAR Viðamikið átak til að hvetja landsmenn til að ferðast um eigið land og njóta þess sem það hefur upp á að bjóða ATAKSVERKEFNI í ís- lenskri ferðaþjónustu und- ir heitinu Islandsferð fjöl- skyldunnar 1994 hófst í gær með aðfaraorðum for- seta Islands á sjónvarps- stöðvunum. Hugmyndin að baki Islandsferðinni er að hvetja tandsmenn ti) þess að njóta eigin lands á 50 ára afmælisári íslenska lýðýeldisins og hinu alþjóð- lega Ári fjölskyldunnar. Það er ráðuneyti ferða- mála, samgönguráðuneytið, sem stendur að Islandsferð- inni. Undir slagorðinu „Is- land - sækjum það heim“ verða landsmenn hvattir til að ferðast um eigið land, njóta náttúru og menningar, sveita, bæja og borgar, heim- sækja leikhús og listasöfn, fara í sund eða á völlinn og svo mætti lengi telja. í stuttu máli stendur til að hvetja landsmenn til þess að heim- sækja hvem annan vítt og breytt um landið og vekja með þeim áhuga á skemmti- legum viðfangsefnum á heimaslóðum. Með því móti er jafnframt unnið að því markmiði að styrkja heima- markað íslenskrar ferðaþjón- ustu, hvarvetna á landinu, sem er nauðsynleg forsenda öflugrar sóknar á erlenda markaði. Fjölmargir ólfkir aðilar munu leggja hönd á plóginn við að gera þetta verkefni að landsátaki. Samgönguráðu- neytið mun standa að skipu- lagningu og almennu auglýs- inga- og kynningarstarfi en helstu bakhjarlar átaksins eru Olíufélagið hf. og Mjólkur- samsalan. Sveitarfélög, fyrir- tæki í ferðaþjónustu, félaga- samtök og fleiri munu síðan tengjast verkefninu með beinum og óbeinum hætti. Kynning inn á hvert heimili Meðal verkefna átaksins er að safna upplýsingum um ýmsa atburði sem á döfinni eru hérlendis á þessu ári. Þessar upplýsingar verða síðan settar fram á aðgengi- legan hátt í kynningarriti sem gefið verður út í apríl og dreift inn á hvert heimili í landinu. Þannig munu lands- menn hafa aðgang að upp- lýsingum um hvers konar at- burði og afþreyingu meðal annars á sviði menningar, lista og útivistar á einum stað. Auk þess verður í ritinu ýmis fróðleikur um land og þjóð, ávarp, sögur og grein- ar. Meðal annarra verkefna átaksins er myndlistarverk- efni nemenda í grunn- og framhaldsskólum landsins. Það er unnið í samvinnu við Félag íslenskra myndlistar- kennara og er eitt viðamesta verkefnið sem átakinu teng- ist. Þátttakendur geta orðið allt að 45 til 50 þúsund en verkefninu er meðal annars ætlað að endurspegla þá fjöl- breytni sem Island býður upp á sem ferðamannaland og vekja athygli barna og ung- linga á nánasta umhverfi sfnu, landi og sögu. Fyrir- hugað er að setja upp eina stóra farandsýningu með úr- vali mynda úr þessu verk- efni. Sýningin verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur hinn 27. maí og er jafnframt opn- unaratriði Listahátíðar í Reykjavík. Vemdari þessa verkefnis er forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.