Alþýðublaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 17. mars 1994 SKILABOÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á kvöldvaktir frá kl. 16- 24 og 17-23 virka daga og/eða helgar. Um er að ræða framtíðarstörf og sumarafleysingar. Staða sjúkraliða í 100% vinnu er laus 1. maí. Höfum mjög góða vinnuaðstöðu og notalegan leik- skóla á staðnum. Upplýsingar veitir Jónína Nielsen, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, í síma 689500. LANDSVIRKJUN Steypustöð til sölu Landsvirkjun áformar að selja steypustöð, ef viðunandi tilboð fæst, og fer lýsing á henni hér á eftir: Tegund Röbácks MBP Afkastageta 50 m3/klst Hrærivél Fejmert S2250/ 1,5 m3 Sements síló 2x100 tonn Fylliefnabyrður 2x50 m3, 4x25 m3 íblendiefnaker Vogir: 2x1500L sement 1000 kg fylliefni 8000 kg íblendi 40 kg vatn 400 kg +rennslismælir Stýring RCC-14100 iðntölva sjálfvirk blöndun og skráning Vatnshitun 216 kW Fylliefnahitun 450 kW lofthitun og 30 kW loftblásari Steypustöðin er byggð úr einingum og því auðveld í flutningi. Hún var keypt ný árið 1980 og notuð til steypuframleiðslu í Hrauneyjafossvirkjun og síðar í Blönduvirkjun þar sem hún er nú. Alls hafa verið fram- leiddir um 100.000 m3 af steypu í stöðinni. Stöðin verður sýnd væntanlegum bjóðendum eftir ósk- um þeirra í vikunni 21.-25. mars 1994, þar sem hún stendur nú við Blöndubúð. Upplýsingar veitir innkaupastjóri Landsvirkjunar, Háa- leitisbraut 68,103 Reykjavík, og skulu henni berast til- boð merkt „Innkaup" eigi síðar en 20. mars nk. Fundur um hönnunarvernd Iðnaðarráðuneytið og Einkaleyfastofan gangast fyrir almenn- um kynningarfundi um hönnunarvernd fimmtudaginn 17. mars kl. 14.00 í Borgartúni 6. Á fundinum verður fjailað um hönnunarvernd (nr. 48/1993) er taka gildi hinn 21. maí nk. Framsögumenn: Ásta Valdimarsdóttir, lögfræðingur í iðnað- ar- og viðskiptaráðuneytinu, Gunnar Guttormsson, forstjóri Einkaleyfastofunnar, og Guðmundur Einarsson, iðnhönnuð- ur. - Að loknum framsöguerindum verða almennar umræður og fyrirspumir. Fundarstjóri: Þorkell Helgason, ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið SJÚKRAHÚS SUÐURNESJA Svæfingalæknir Staða sérfræðings í svæfingum er iaus til umsóknar við Sjúkrahús Suðumesja. Umsóknum sé skilað fyrir 1. maí nk. til undirritaðs á sérstök- um eyðublöðum sem látin eru í té á skrifstofu sjúkrahússins, Mánagötu 9, Keflavík, og á skrifstofu landlæknis. Allar nánari upplýsingar veitir Hrafnkell Óskarsson, yfiriæknir, í síma 92-20500. Framkvæmdastjóri. LANDSSAMTÖK HEILSUGÆSLUSTÖÐVA Ráðstefna um stöóu og horf ur i heimah júkrun 22. apríl 1994 Landssamtök heiisugæslustöðva standa fyrir ráð- stefnu um stöðu og horfur í heimahjúkrun föstudaginn 22. apríl nk. í Borgartúni 6, Reykjavík. Ráðstefnan er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Starfs- fólk í heilbrigðisþjónustu og annað áhugafólk um heilbrigðismál er sérstaklega hvatt til að sækja ráð- stefnuna. Þátttökugjald verður kr. 4.000,-, innifalinn matur og kaffi. Ráðstefnustjóri verður Ásta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ráðstefnan hefst með setningu formanns samtakanna og ávarpi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Fjallað verður um framkvæmd heimahjúkrunar, helstu breytingar á undanförnum misserum og horfur á næstunni á höfuðborgarsvæðinu, í öðru þéttbýli og strjálbýli. Gerð verður grein fyrir framkvæmd heimilis- hjálpar á vegum sveitarfélaganna og tengslum við heimahjúkrun, samvinnu heilsugæslunnar og sjúkra- húsanna og kostnaði við framkvæmd heimahjúkrunar með samanburði við legukostnað. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og land- læknisembættið munu fjalla um stefnumótun í mála- flokknum til framtíðar. Fyrirspurnir verða milli ein- stakra þátta og umræður í lokin. Þátttaka óskast tilkynnt í síma 91-22400 fyrir 15. apríl nk. |gj> ALÞÝÐUFLOKKURINN FJÖLSKYLDUHÓPUR FUNDAR í RÓSINNI VINNUFUNDUR MÁLEFNANEFNDAR ALÞÝÐU- FLOKKSINS UM FJÖLSKYLDUMÁL VERÐUR HALDINN NÆSTKOMANDI MÁNUDAG, 21. MARS, KLUKKAN 17 TIL 19. FUNDURINN VERÐUR IIALDINN í RÓSINNI - FÉLAGSMIÐSTÖÐ JAFNAÐARMANNA f REYKJAVÍK. ALLIR VELKOMNIR! PÓSTUR OG SÍMI í KEFLAVÍK, NJARÐVÍK OG HÖFNUM Orðsending um fermingars keyti Til þess að auðvelda móttöku fermingarskeyta í síma býður ritsíminn upp á ákveðna texta á skeytin. Velja má um fimm mismunandi texta: A, B, C, D og E. Skeytin eru rituð á heillaskeytablöð Pósts og síma. A - Innilegar hamingjuóskir á fermingardaginn. Kærar kveðjur. B - Bestu fermingar' og framtíðaróskir. C - Hamingjuóskir til fermingarbams og for- eldra. D - Guð blessi þér fermingardaginn og alla fram- tíð. E - Hjartanlegar hamingjuóskir á ferm- ingardaginn. Bjarta framtíð. Akveðið hvaða texta þér viljið senda, hringið í síma 15000 og gefið upp eftirfarandi: 1. Símanúmer og nafh þess, sem er skráður notandi símans. 2. Nafn og heimilisfang þess, sem á að fá skeytið. 3. Bókstaf texta (A, B, o.s. frv.). 4. Undirskrift skeytisins (nafn eða nöfn þeirra sem senda óskina). Þeir sem þess óska, geta að sjálfsögðu orðað skeyti sín að eigin vild. Þeir sem vilja notfæra sér þessa textaskeytaþjónustu, eru vinsamlega beðnir að geyma þessa orðsendingu. Þessi skeyti má senda með nokkra daga fyrirvara, þó ferm- ingarbömin fái þau ekki fyrr en á fermingardaginn. Veljið texta áður en þið hringið! Símanúmer okkar er 15000 Opið fermingardagana á eftirtöldum tímum: Sunnudagiiin 20. mars, Pálmasunnudag 27. nuirs og Skírdag 31. mars kl. 10-18. Annan páskadag 4- apríl kl. 14-18. Mikið úrval af náttfötum og náttserkjum á fermíngarstelpur Skartgrípaskrín - snyrtibox Skildir fyrir verðlaunapeninga Bíndi - bindísnælur - leðurhanskar Fermingarskraut og pappír ATHL/QIÐ NÝJAN OPNUNARTÍMA: ^ Faialoftið opið kl 13-1H . Al.LA DAC/A Matvörudcildin opin kl 10-21 ALLA DAC/A ARSOL llciðartúni 2c - Garði Sími 279.35

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.