Alþýðublaðið - 17.03.1994, Blaðsíða 8
J& IUI T fffe Bf
UM ADSKILNflD Ríms OGKIRKJU
upplýsingar og skráning stofnenda
^Björgvin s. 95-22710 (kl. 17-19)
ÍS I i ,T I icl
UM APSKILNAP RlKIS OG KIRKJU
upplýsingar og skráning stofnenda
^Björgvin s: 95-22710 (kl, 17-19)J
Fimmtudagur 17. mars 1994
43. TOLUBLAÐ - 75. ARGANGUR
Fullgilding Rómarsáttmála
um vernd listflytjenda
AF HÁLFU mennta-
inálaráðuncytisins hefur nú
verið gengið frá undirbún-
ingi að fuilgildingu Rómar-
sáttmálans um vernd list-
flytjenda, hljóðritafram-
leiðenda og útvarpsstofn-
ana sem gerður var í Róm
26. október 1962. Hefur
mcnntamálaráðuneytið
farið þess á leit við utanrík-
isráðuneytið að það hiutist
til um að sáttmálinn verði
fullgiltur með þeim fyrir-
vörum sem höfundarrctt-
arncfnd gerði tiliögu um í
samræmi við ákvæði höf-
undalaga.
Þetta kemur fram í frétta-
bréfi menntamálaráðuneytis-
ins og þar er nánar sagt frá
um hvað málið snýst. Með
Rómarsáttmálanum er þrem-
ur fulltrúum rétthafa; listflytj-
endum, hljóðritaframleið-
endum og útvarpsstofnunum
veitt tiltekin lágmarksvemd
vegna listflutnings, endur-
gerðar og upptöku hljóma og
mynda til endurflutnings, út-
sendingar útvarpsstofnana á
hljómum og myndum og
dreifingar listflutnings með
tæloiiaðferðum.
I sáttmálanum er fjallað
um skilyrði þess að þessir
hópar njóti réttarverndar í
ríkjum sem em aðilar að
Rómarsáttmálanum og fjall-
að er um hvers konar vemdar
þessir hópar skuli njóta.
Þannig er þeim tryggðar viss-
ar ráðstöfunarheimildir á list-
flutningi, hljóðritun og út-
varpssendingum. Það er til
dæmis háð samþykki list-
flytjenda hvort tónleikum er
útvarpað eða þeir hljóðritað-
ir. Þá er listflytjendum og
hljóðritaframleiðendum
tryggður réttur til þess að
krefjast þóknunar vegna
notkunar á hljóðritum í út-
varpi eða vegna annars konar
dreifingar á þeim til almenn-
ings.
Nær til 50 ríkja
Sú vemd sem íslenskir
tónlistarflytjendur, hljóðrita-
framleiðendur og útvarps-
stöðvar njóta hérlendis sam-
kvæmt íslenskum höfundal-
ögum er sambærileg við þá
vemd sem fjallað er um í sátt-
málanum, enda tóku höfun-
dalögin frá 1972 mið af efni
sáttmálans.
Með fullgildingu sáttmál-
ans nær réttarvemdin út fyrir
íslenska lögsögu það er að
segja til þeirra tæplega 50
ríkja sem eru aðilar að Róm-
arsáttmálanum. Þar á meðal
em hin Norðurlöndin og önn-
ur EFTA ríki nema Sviss og
Liechtenstein. í 5. grein bók-
unar 28 með EES samningn-
um felst skuldbinding til þess
að fullgilda Rómarsáttmál-
ann.
Erlendir listflytjendur,
hljóðritaframleiðendur og út-
varpsstöðvar njóta því sam-
bærilegrar vemdar hérlendis
og íslenskir aðilar. Sömuleið-
is njóta íslenskir listflytjend-
ur, hljóðritaframleiðendur og
útvarpsstöðvar sambærilegr-
ar réttarstöðu erlendis og er-
lendir starfsfélagar þeirra. Er-
lendum rétthöfum verður
með fullgildingu sáttmálans
tryggð sambærileg vemd hér
á landi og íslenskir rétthafar
myndu njóta erlendis í öðmm
samningsríkjum.
Miðað er við að réttar-
vemd samkvæmt sáttmálan-
um nái ekki til þeirra hljóðrita
sem út hafa verið gefin fyrir
1. september 1961
Með fullgildingu RÓMARSÁTTMÁLANS munu íslenskir listflytj-
endur njóta sambœrilegrar réttarstöðu erlendis og erlendir starfsfé-
lagarþeirra. Vísterað Sigurjón íhljómsveitinni Ham verðurþvtfeg-
inn þar sem hljómsveitin sú hefur eitthvað verið að reyna fyrir sér
vestan hafs. Þá er eins gott að hafa réttarstöðuna á hreinu.
Shell með 28,7 %
<if markaðinum
MARKAÐS-
HLUTDEILD Skelj-
ungs af heildannark-
aði eldsneytis í fyrra
var 28,7%. Heildar-
sala félagsins á olíu-
vöruni nam 182 þús-
und tonnum í fyrra.
Á síðustu tveimur ár-
um hefur hlutdeild
Skeljungs í smurolíu-
sölu hækkað úr 27,3% í
29,1% sem er hæsta
hlutdeild sem félagið
hefur haft frá árinu
1985. Hér ræður tals-
verðu um að á árinu var
gerður samningur um
sölu til Útgerðarfélags
Akureyringa á alla tog-
ara félagsins f næstu
þrjú ár að undan-
gengnu útboði.
Nýr skrifstofustjóri í
umhverfisráðuneytinu
INGIMAR Sigurðs-
son lögfræðingur hef-
ur tekið til starfa sem
skrifstofustjóri um-
hverfisskrifstofu um-
hverfisráðuneytisins.
Ingimar lauk laga-
námi frá Háskóla Is-
lands árið 1973, stund-
aði framhaldsnám í al-
þjóða heilbrigðismála-
og félagsmálarétti við
Stokkhólmsháskóla og
Socialstyrelsen í Stokk-
hólmi árið 1975 og nám
við ráðuneyti heilbrigð-
ismála, almannatrygg-
ingamála og umhverfis-
mála í Englandi árið
1990. Ingimarhlaut hér-
aðsdómsréttindi árið
1977.
Ingimar starfaði sem
deildarstjóri og skrif-
stofustjóri í heilbrigðis-
og tryggingaráðuneyt-
inu frá 1973 til 1991 og
sem forstjóri Heilsu-
vemdarstöðvar Reykja-
víkur frá 1992. Hann
hefur kennt félagsmála-
rétt, heilbrigðismálarétt
og umhverfismálarétt
við læknadeild og laga-
deild Háskóla íslands og
ýmsa sérskóla á þessum
sviðum.
Eiginkona Ingimars
er Sigrún Guðnadóttir,
líffræðingur, og eiga þau
þrjár dætur.
FjÖlMiÐlAnÖlDuR
Þriöjudagsumræöan fer í taugamar á okkur. Sérstak-
lega fór hún í taugarnar á okkur síöast. Er ekki hægt að
stöðva Hrafninn af? Mörður var samt ágætur, aiiir hinir
vondir, Óli Bjöm iangverstur. Stöð tvö (með djettsetttið
í mahónýsettinu í nítján nítján) er heidur ekki hátt skrif-
uð hjá okkur um þessar mundir. Ekki ætlum við að minn-
ast á Moggann í þetta skiptiö því Kalli Th. á Pressunni sér
um að níðast á blaði allra landsmanna fyrir okkur hina
sem erum jafn öfundsjúkir og Kalli. Hvenær skyldi Eintak
kála Pressunni? Húrra fyrir DV og skoðanakönnunum, úa
á Sigurdór, Agnesi Braga þeirra DV-manna...
SAlþýðuflokksfélögin
í Reykjavík
Fulltrúaráðs-
fundur
Fulltrúaráðsfundur Alþýðuflokksfélaganna í
Reykjavík verður haldinn í Rósinni - félagsmiðstöð
jafnaðarmanna í Reykjavík - laugardaginn 19. mars
klukkan 11.
Atkvæðisbærir í fulltrúaráðinu eru allir þeir sem
voru kjörnir fulltrúar fyrir Alþýðuflokksfélögin í
Reykjavík á síðasta flokksþingi Alþýðuflokksins
(1992).
Dagskrá:
1. Framboðsmál vegna borgarstjórnarkosninga.
• •
2. Onnur mál.
- Stjórnin.