Alþýðublaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 7
Föstudagur 18. mars 1994 VIÐTA.LIÐ Magnús Árni Magnússon, Formaður Sambands UNGRA JAFNAÐARMANNA: höfumrétt Fyrir Okkur ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Hver er Magnús Árni Magnússon? „Það er ég. Ég er fæddur þann íjórtánda mars 1968 í Reykjavík, en hef búið mest- allan minn aldur í Kópavogi. Þó hef ég nú einungis sótt skóla í þrjú ár í því bæjarfé- lagi, þar sem ég var í Isaks- skóla, síðan Æfingaskólanum og eftir dvöl í unglingaskóla í Kópavogi fór ég í Fjölbrauta- skólann í Breiðholti. Þannig að það má kannski segja að ég sé Stór- Reykvíkingur. Móðir mín, Guðrún Sveins- dótlir kennari er héðan úr Reykjavík en faðir minn, Magnús Bæringur Kristins- son, fyrrverandi skólastjóri, er fæddur í Fljótum en uppal- inn í Hrísey. Er það ekki ann- ars svona sem maður svarar slíkum spumingum? Nú er ég við nám í heimspeki við Háskóla fslands, er giftur, held kött og bý í leiguíbúð í Vesturbænum í Reykjavík." Er það rétt að þrátt fyrir þennan unga aldur sért þú að verða manna elstur í starfi Sambands ungra jafnaðarmanna? Hvernig byrjaði þetta hjá þér? „Jú, ég er manna elstur í starfi SUJ. Ég byijaði í kring- um sveitarstjómarkosning- amar 1986, þar sem bróðir minn Kristinn var í framboði fyrir Alþýðuflokkinn í Kópa- vogi. Ég var kosinn með- stjómandi í framkvæmda- stjóm sambandsins þá um haustið og hef setið þar inni nánast óslitið síðan. Lengst af sem formaður utanríkismála- nefndar. Ég var lengi vel yngstur þama inni, en sam- bandið hefur endumýjast mjög hratt á síðustu ámm og þeir semég starfaði með í upphafi hafa hmnið út í hóp- um sökum aldúrs. Annars fékk ég í fyrsta skipti raunvemlegan áhuga á pólitík þegar Bandalag jafn- aðarmanna var stofnað. Það var mikill spenningur fyrir því á mínu heimili. Mér leist gríðarlega vel á þær hug- myndir Vilmundar heitins Gylfasonar, sem ég þóttist skilja á þeim tíma. Þó að það jaðri kannski við að vera orð- in klisja að segja það, þá var hann alltof langt á undan sinni samtíð. Alþýðuflokkur- inn bar ekki gæfu til að skilja það á sínum tíma, fremur en flokkurinn hefur haft þolin- mæði gagnvart mörgum öðr- um af sínum betri sonum. Það er ein af alltof mörgum ástæðum fyrir smæð flokks- ins okkar.“ Við höfum séð miklar breytingar verða á starfi Sambands ungra jafnaðar- manna frá þinginu sem þið hélduð í Hveragerði 1990. SUJ hefur vaxið úr iitlum samtökum uppí 800 manna fjiildahreyfingu sem rnikið heyrist í. Segðu okkur frá þessari endurreisn. ,Ja, það er nú kannski full- sterkt til orða tekið að segja að við höfum verið lítii sam- tök. En því ber hins vegar ekki að neila að starfið hefur eflst mikið og geysimikið af nýju fólki hefur komið til liðs við okkur. Það sem hefur kannski skipt mestu máli í þessum efnum er sú pólitíska sérstaða sem höfum skapað okkur á þessum tíma. Það var einmitt inn á þingið í Hveragerði sem ég sem formaður utan- ríkismálanefndar SUJ labb- aði mér með tillögur þær í Evrópumálum sem síðan hafa orðið hvað mest til þess að afmarka okkur pólitískt. Það sem kom mér mest á óvart var að þessar hug- myndir áttu sér mikinn hljómgmnn innan sambands- ins. Þær hafa verið að skerp- ast sfðan. Við emm enn þann dag í dag einu pólitísku sam- tökin á Islandi sem höfum lýst þvf yfir að ísland eigi að sækja um aðild að Evrópu- sambandinu. Þetta mun hins vegar vafa- laust breytast fljótlega eftir að menn fara að sjá að við er- unt á köldum klaka þegar kemur að pólitískri ákvarð- anatöku í álfunni okkar ef við verðum einir fyrir utan. Við í SUJ höfum verið hrópandinn í eyðimörkinni í þessu máli, en við höfum rétt fyrir okkur og æ fleiri sjá það.“ Þú varst kjörinn varafor- maður SUJ árið 1992 á sambandsþingi í Munaðar- nesi árið 1992 og við afsögn Sigurðar Péturssonar for- manns SUJ snemma á þessu ári tókst þú við sem formaður. Hefur þetta haft miklar breytingar í for með sér á starfi SUJ og lífi þínu? „Ég hef, eins og áður hefur komið fram, verið virkur í starfi sambandsins í átta ár. Breytingamar á mínu lífi hafa átt sér stað jafnt og þétt síðan eins og gerist og geng- ur með fólk á aldrinum 18 til 26 ára. Áður en ég varð for- maður hafði ég verið varafor- maður og þar áður formaður utanríkismálanefndar. Einnig tók ég við hlutverki nokkurs konar ffamkvæmdastjóra SUJ síðasta haust og sá þann- ig um daglegan rekstur, þannig að ábyrgðin hefur aukist jafnt og þétt. Breyting- amar sem verða væntanlega á SUJ með því að ég taki við sem formaður em þær að for- maðurinn er ekki lengur tíu til fjórtán ámm eldri en þeir sem hann situr með í fram- kvæmdastjóm. Ég tilheyri annarri kynslóð en Sigurður Pétursson, kynslóð sem hefur streymt inn í Alþýðuflokkinn undanfarin misseri, þeirri kynslóð sem á eftir að leiða jafnaðarmannahreyfinguna fyrsta þriðjung næstu aldar. Þau sem stjóma Alþýðu- llokknum í dag em flest á milli fimmtugs og sextugs. Þegar þau týnast út eitt af öðm verðum við tilbúin til að taka við.“ Hver eru verkefni Sam- bands ungra jafnaðar- nianna og þín sem for- manns í nánustu framtíð? „Við munum halda áfram að fjölga í hreyfingunni og við munum halda áfram að knýja á um áhrif innan llokksins. Ungt fólk í dag kemur úr skólunum og út f þjóðfélag í kreppu. Atvinnu- leysi og bölsýni ráða ríkjum. En neyðin kennir naktri konu að spinna. þessar aðstæður valda því að stór hluti ungs fólks í dag hafnar Iausnum frjálshyggjunnar, það hafnar hinurn köldu markaðs- og efnishyggjugildum sem hafa sligað íslenskt þjóðfélag frá stríðslokum. Þessi gildi spmttu upp úr minnimáttar- kennd þar sem allir kepptust við að kokgleypa meiri stein- steypu og fleiri bflsktjóða. Við höfnum líka ægivaldi hagfræðinnar. Hagfræði er ekki raunvísindi þó svo að menn séu að reikna flókin dæmi. Menn reikna líka flók- in dæmi í stjömuspekinni. Hagfræðin og stjömuspekin eiga mjög margt sameigin- legt. Stjómmál snúast um fólk, um manneskjur, um mig og þig og bömin okkar og aldraða foreldra. Hvað getum við gert til að skapa lífvænlegra samfélag þar sem allir fá tækifæri til að þroska þá hæfileika sem þeim em gefnir? Það er nóg til af pen- ingum í heiminum, við Is- lendingar höfum bara staðið okkur illa í að sækja þá. Við höfum sett öll okkar egg í eina körfu. Ég las einhvers- staðar nýlega skemmtilega samlflcingu. Hún var á þá leið að á meðan níu af hveijum tíu dönskum kaupsýslumönn- um væm á ferð og flugi um allan heim að reyna að selja danskar vömr, þá væm níu af hveijum tíu íslenskum kaup- sýslumönnum að reyna að pranga einhverri erlendri vöm inn á landann. Þetta er hluti af minnimáttarkennd- inni. Allir vilja sýnast breiðir uppá klakanum, en þora ekki að takast á við heiminn. Það em samskonar hvatir sem valda því að menn berjast gegn aukinni tengingu Is- lands við siðmenntaðar menningarþjóðir." Samband ungra jafnað- armanna hefur verið gagn- rýnt og jafnvel skammað af eldra fólkinu t flokknum fyrir allt frá róttækni í Evr- ópumálum til linkindar í velferðarmálum. Hverju svararðu þessu? „Það er gott að við emm gagnrýnd. Það væri eitthvað meira en lítið að okkur í hausnum ef við væmm ekki gagnrýnd af eldra fólki. Við emm gagnrýnin og ætlumst til gagnrýni á móti. Þannig verður til eitthvað sem byggja má á.“ Hvað með þá gagnrýni sem SUJ hefur fengið á sig um að ungir jafnaðarmenn hafi lokað sig af úti í horni í flokknum og reki þaðan sérstaka pólitík sem oft á tíðum eigi lítið sem ekkert skylt við stefnu flokksins? „Ég veil ekki til þess að við séum lokuð af í neinu homi flokksins. Þvert á móti. Ég held að innan SUJ þrífist flestar þær skoðanir sem rúmast innan breiðs jafnaðar- mannailokks annars staðar í heiminum. Þegar við sam- þykkjum ályktanir, þá er það oftast gert með hreinni at- kvæðagreiðslu þar sem ein- faldur meirihluti ræður. Við erum engin einsleit hjörð Evrópusinna. Evrópuhug- myndir okkar eiga hljóm- grunn innan hreyfingarinnar en það var tekist á um þær. Það var sffellt tekist á um af- stöðu SUJ til NATO hér á ár- um áður. Það var ekki fyrr en árið 1992 sem SUJ hætti að vera yfirlýstur herstöðvar- andstæðingur. Þar munaði oft bara einu atkvæði til eða frá. Ég er hins vegar einn af þeim sem hef ekkert umburð- arlyndi gagnvart þeirri skoð- un að utanríkismál eigi að vera það sem skipar okkur vinstri mönnum í fylkingar. Það eru önnur mál og stærri, svo sem eins og skipting þjóðarauðsins. Ég get til dæmis ekki skilið hvemig þeir sem vilja láta taka sig al- varlega sem félagshyggju- menn geta stutt núverandi kvótakerfi. Hvemig er hægt að vera félagshyggjumaður og veija það að á ákveðnum tímapunkti séu nokkrir stór- eignamenn kringum landið aðlaðir af ríkisvaldinu með þeim hætti að fá þeim í prax- is til eignar sameiginlega, takmarkaða auðlind okkar allra. Það er þvflíkt óréttlæti að maður hefði ekki búist við þvi' á þeim tvöhundmð ámm sem hafa liðið frá ífönsku byltingunni." Hvað með kvennaleysið? Ef litið er til forystuhóps Sambands ungra jafnaðar- manna má glögglega sjá að þar inni eru ekki margar konur. Vilja konur ekki starfa með ykkur eða er þetta vandamál sem allar stjórnmálahreyfingar í dag glíma við? Hyggist þið gera einhverjar úrbætur þarna á, reyna laða fleiri konur til starfa? „Þetta er vandamál sem flestar stjómmálahreyfingar aðrar en Kvennalistinn glíma við. Við í SUJ emm búin að innleiða kynjakvóta í öll ráð og nefndir á vegum sam- bandsins. Við teljum að slíkir kvótar verði einnig að gilda á framboðslistum flokksins. Þá emm við að tala um að hafa konur í ömggum sætum. Það verður vakið máls á þessu á næsta flokksþingi og þá mega konur búast við stuðn- ingi ífá ungum jafnaðar- mönnum.“ Hvert er hlutverk hreyf- ingar ungra jafnaðar- manna innan fiokksins? Er þetta enn ein útungunar- stöðin fyrir pólitíkusa fram- tíðarinnar, nokkurskonar leikvöllur eða æfingabúðir? Hafið þið einhver raun- veruleg áhrif innan flokks- ins á menn og málefni? Ungir jafnaðarmenn virð- ast til að mynda bera skarðan hlut frá borði á þeim framboðslistum sem nú liggja fyrir til sveitar- stjórnarkosninga. „I beinu framhaldi af um- ræðunni um kynjakvótann að þá er það alveg Ijóst að helsta vandamálið sem Alþýðu- flokkurinn glímir við varð- andi uppstillingu fólks á lista em bannsett prófkjörin. Það em prófkjörin sem búa til karlalistana, það em próf- kjörin sem valda því að ungt og efnilegt fólk nær ekki inn á listana. Við emm í gíslingu íþróttafélaganna. Ef ungur maður eða ung kona hefur ekki aðstöðu til að keyra heilu rútumar af íþrótta- krökkum inn í prófkjörin þá á hann eða hún bara einfald- lega engan séns. Það sýndi sig í þeim prófkjömm sem fóm fram í febrúar. Það er einnig nánast ómögulegt að velta úr sessi þeim sem fyrir sitja ef þeir hafa ekki gert eitthvað ófyrirgefanlegt af sér á kjörtímabilinu. Fólkið sem smalað er inn í prófkjörin til að kjósa einhvem íþrótta- manninn kýs í önnur sæti þau andlit sem það hefúr séð. Þetta er fólk sem kannski lætur sér ekki einu sinni koma til hugar að kjósa Al- þýðuflokkinn í kosningum og hefði jafnvel ekkert á móti því að hann væri með vand- ræðalega frambjóðendur framarlega. Menn halda að prófkjörin séu lýðræðisleg en þau em það einmitt alls ekki. Þau firra flokkinn ábyrgð á framboðslistum sínum og því gefst kjósendum ekki tæki- færi í kosningum til þess að umbuna honum eða refsa fyr- ir hans eigin verk og ákvarð- anir. Þetta er orðinn hreinn skrípaleikur.“ Eruð þið ungir jafnaðar- menn sáttir við störf og stefnu flokksins? Hvað með forystuna? Viljið þið sjá breyt- ingar verða á forystu flokksins á flokksþinginu næsta haust? „Innan okkar raða hefur það ekki verið rætt á einn eða neinn hátt. Ég get bara svarað fyrir mig persónulega. Ég sé ekki neinn annan valkost í stöðunni; „There ain’t no competition“. Það er hins vegar engin spuming að Al- þýðuflokkurinn verður að þvo af sér þann stimpil sem markvisst hefur veri reynt að klína á hann að við séum ein- hver frjálshyggjuróttæklinga- flokkur, jafnvel hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er hið argasta mgl og það vita allir sem innan hans starfa. Ég hef orðið vitni að því að þeir sem hafa gengið til liðs við flokkinn hafa á þeim forsendum hafa verið fljótir út aftur. Sem betur fer. Það má kannski kenna því að mörgu leyti um að við höfum ekki náð takti í land- búnaðarmálunum. Þær ríkis- stjómir sem Alþýðuflokkur- inn hefúr átt aðild að síðan 1987 hafa gert mjög mikið í þeim málaflokki. Við emm að miklu leyti laus við sukkið sem ríkti á framsóknarára- tugnum, svo sem eins og út- flutningsbætur og niður- greiðslur. Það hefur verið tekið til í milliliðakerfinu. Bændur em að markaðsvæð- ast. Það tekur allt sinn tíma. Við megum ekki láta aðra flokka komast upp með það að láta okkur líta út sem and- skotann sjálfan í augum landsbyggðarfólks. Bændur hafa tekið á sig miklar kjara- skerðingar og við sem jafn- aðarmenn megum ekki láta líta út fyrir að við ætlum okk- ur að leggja sveitir landsins í eyði. Því þörfnumst við þess sérstaklega að mýkja ásjón- una í þessum málaflokld. í dag hugsa menn mest um það að hafa atvinnu. „Hug- sjónaeldur" neytandans situr á hakanum þegar fólk er að reyna að halda líftómnni í sér og sínum." Róast svo ekki ungir jafnaðarmenn þegar þeir eldast og renna inn í ríkjandi hefðir í pólitík? Líkt og í öðrum flokkum þar sem kjörorðið Báknið burt breyttist í Báknið kjurt og menn urðu samdauna því kerfi sem þeir áður gagnrýndu harkalega. Eruð þið ungir jafnaðarmenn orðnir hluti af kerfinu? „Þegar þú talar um ríkjandi hefðir hvað áttu þá við? Ég er einn af mörgum sem myndu ekki gráta núverandi flokka eða flokkakerfi neitt sérstak- lega. Ég myndi ekki gráta nú- verandi kjördæmaskipulag heldur. Ég gréti ekki þær átj- ándu aldar fullveldishug- myndir sem ríða húsum hér- lendis um þessar mundir. Það em hins vegar aðrir sem hafa hrópað báknið burt. Það hef- ur aldrei verið slagorð ungra jafnaðarmanna. Hins vegar er það nú svo að þeir sem ráða þjóðfélaginu standa fyrir ríkj- andi kerfi hvort sem þeim líkar betur eða verr og oftast hefur það breyst nokkuð frá því að foreldrar þeirra vom og hétu. Ef allir íynnu sjálf- krafa inn í ríkjandi þjóð- skipulag þá væmm við ennþá á steinaldarstigi." Hver er framtíðarsýn ungra jafnaðarmanna? „Hún byggir á hugmynd- um um frelsi jafnrétti og bræðralag. Við emm með hjartað á réttum stað, síðan emm við mismikið sammála um forgangsverk og leiðir." Lokaspurningin: Nú hef- urðu verið formaður Sam- bands ungra jafnaðar- manna í nokkra mánuði. Næsta sambandsþing SUJ verður haldið næstkomandi sumar eða haust. Hyggstu gefa kost á þér áfram? „Eg mun taka það mál upp á vettvangi ljölskyldunnar þegar þar að kemur. Þangað til em margir mánuðir og í það minnsta einar kosning- ar.“ Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.