Alþýðublaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
IÐNAÐUR
Föstudagur 18. mars 1994
Verkefni sem unnið hefur verið að á
vegum iðnaðarráðuneytisins vegna
skipasmíðaiðnaðarins 1989-1994
Á undanturnum árum hefur ís-
lenskur skipaiðnaður átt í iirðug-
leikum, sem einkum má rekja til
óréttmætrar samkeppni eriendra
samkeppnisaðila vegna mikilla
ríkisstvrk.ja þarlcndra stjúrnvalda
við skipasmíðaiðnaðinn. Á ailra
seinustu árum og misserum kemur
einnig tii ntinni eftirspurn vegna
samdráttar i sjávarútvegi. Iðnað-
arráðuneytið hefur á seinustu ár-
um stutt ýmsar aðgerðir til að
stuðlu að aukinni samkeppnis-
hæfni og verkefnum í skipaiðnaði.
Þessum verkefnum skal nú stutt-
lega lýst.
I. Árið 1989 var gerð ítarleg úttekt
á samkeppnishæfni íslenska skipa-
smíðaiðnaðarins af breska ráðgjafa-
fyrirtækinu Appledore. Applcdore
mælti meðal annars með skipun sér-
stakrar nefndar launþega, iðnaðarins
og stjómvalda til að fylgja málinu
cftir og skipaði iðnaðarráðheiTa slika
nefnd - skipaiðnaðamefnd.
★ Skipaiðnaðamefnd hefur meðal
annars unnið að eftirtöldum almenn-
um smærri endurbóta- og hagræð-
ingarverkefnum í samstarfí við aðila
innan greinarinmu':
★ Markaðsverkefni 1989-1991.
Almcnnar aðgerðir, aðstoð vegna
raðgjafar sérfræðinga við fyrirtæki,
útgáfa kynningarrita. á íslensku og
ensku, almennt kynningarátak og að-
stoð vegna vömsýninga skipasmíða-
fyrirtækja erlendis og fleira.
★ Hagræðingar- og fnimleiðni-
verkefni 1990-1991, ráðgjöf -
Appledore. Breska ráðgjafafyrirtæk-
ið Appledore sá um framleiðniátak
við nýsmíði, ráðgjöf, breyttar vinnu-
aðferðir hjá stöðvum, þjálfun og al-
mennt framleiðniátak.
★ Ábendingar til iðnaöarráðherra
1989-1993. Þessar ábend i ngar
leiddu meðal annars til ýmissa að-
gerða svo sem breytinga á lögum um
landanir erlendra fiskiskipa frá 1922
sem aukið hcfur verkefni i skipa-
smíðaiðnaði en ekki sfður fisk-
vinnslu, iækkun á lánshlutfalli Fisk-
veiðasjóðs til nýsmíða úr 65% í 46%
um tíma, þróunaraðstoð vegna smíði
hafnsögubáta og fleira.
★ Markaðsverkefni 1992 - 1993.
Verkefni til að efla almenna mark-
aðsjiekkingu og markaðsaðgerðir
fyrirtækja, afla upplýsinga um vænt-
anleg verkefni hjá útgerðum, mark-
aðsaðgerðir sem nýtast greininni i
heild, stuðningur við markaðsað-
gerðir einstakra fyrirtækja og fleira.
★ Starfsþjálfun í málmsuðu 1994.
Skipaiðnaðamefnd ákvað á fundi ný-
lega að styrkja sérstaklega verkefrii í
málmiðnaði að upphæð 2 milljónir
króna vegna endurmenntuníir og
kaupa á tækjum vegna sérstakra
nýrra málmsuðuaðferða á markaðn-
um. Þetta er talið styrkja samkeppn-
isstöðu málmiðnaðarins hér á landi
þar sem vaxtmdi kröfur eru gerðar í
alþjtíðlegum útboðum til gæða er
sneita málmsuðu. Umsjón jressa
vcrkefnis er í höndum Fræðsluráðs
málmiðnaðarins.
II. Skipun nefndar um verk-
efnastöðu skipaiðnaðarins seinni-
part árs 1991. Sú nefnd iauk störf-
um í desember 1993. Nefndin gerði
yfirgripsmikla úttekt á skipasmíða-
iðnaðinum og kom með tillögur til
úrbóta, meðal annars með hliðsjón af
þjóðhagsiegu mikilvægi. Nefndin
fékk einnig til aðstoðar breska ráð-
gjafafyrirtækið Appledore, en það
fyrirtæki skilaði sérstakri skýrslu,
sem var hluti af skýrslu verkefna-
nefndar.
III. Skipun nefndar um athugun
á ríkisstyrkjum í nágrannalönd-
unum árið 1992. Nefndin skilaði í
mai 1993 ítarlegri skýrslu um ríkis-
styrki í skipaiðnaði í helstu sam-
keppnislöndum og um ákvæði al-
þjóðasamninga varðandi slfk tilvik.
IV. Iönaðar- ng viðskiptaráð-
herra skipaði nefnd haustið 1993,
að beiðni fyrirtækja i málmiðnaði.
til að fjalla sérstaklega um Ijár-
hagsstöðu greinarinnar. Sú nefnd
var skipuð aðilum frá iðnaðar- og
viðskiptaráðuneyti, fjármálaiáðu-
neyti, Byggðastofnun, Málmi sem er
félag málm- og skipasmíðafyrir-
tækja. Iðnþróunarsjóði, Iðnlánasjóði,
Landsbanka íslands, Samiðn og
samgönguráðuneyti. Nefndin hefur
meðal annars fjallað um eftirtalda
þætti: Athugað fjárhagsstöðu grein-
arinnar, unnið að endurskipulagn-
ingu í greininni. athugað þjóðhags-
legt mikilvægi þess að skipasmíða-
verkefni séu unnin innanlands, Ijall-
að um tillögur til úrbóta og fleira.
V. Aðgerðir ríki.ssljórnarinnar
1994. 1 kjölfar skýrslu nefndarinnar
um verkefnastöðu skipaiðnaðarins
samþykkti ríkisstjómin þann 14.
janúar síðastliðinn sérstakar eftirfar-
andi aðgerðir til handa skipaiðnaðin-
um vegna þess vanda sem greinin
stóð frammi fyrir, meðal annars
vegna mikiila ríkisstyrkja til erlendra
samkeppnisaðila:
1. Samþykkt var að veita 40 millj-
ónum króna til jöfnunaraðstoðar í
skipaiðnaöi vegna erlendra sam-
keppnistruflana af völduin ríkis-
styrkja. Styrkir samkvæmt jressu
ákvæði geta numið allt að 13%
kostnaðar.
2. Stuðlað að hagræðingu innan
skipaiðnaðarins með eftirfarandi
hætti:
- Aðstoð vegna umabundinnar al-
mennrar ráðgjafavinnu í greininni.
- Aðstoð í formi þátttöku í kostn-
aði vegna vinnu ráðgjafa í fyrirtækj-
um. Greiddur verði allt að 80% af
kostnaði ráðgjafa í einstaka fyrir-
tækjum.
- Veitt verði 10 milljónum króna
til markaðs- og vöruþróunar.
3. Samþykkt var að fela iðnaðar-
og viðskiptaráðherra og sjávarút-
vegsráðherra að beita sér fyrir sam-
ráði við hagsmunasamtök um að út-
boð fari ávallt fram innanlands vegna
verkefna sem möguiegt er að vinna
hér á landi.
4. Ríkisstjómin samþykkti að
beita sér fyrir því að afkastageta í
skipasmfðaiðnaði verði ekki aukin að
svo stöddu með opinberum framlög-
um.
Ráðuneytið fékk Iðntæknistofnun
íslands til að sjá um framkvæmd
verkefnisins Markaðssókn og þró-
un í skipaiönuöi. Verkefnið miðar
að því að aðstoða fyrirtæki. að hluta
úl, að takast á við ný verkefni á sviði
markaðs- og vöruþróunannála. Var-
ið er í heild 10 milljónum til verketn-
isins og styrkur úl cinstakra verkefna
getur numið allt að 60% af sam-
þykktum kostnaði. þó að hámarki 1,5
milljónir króna. Sækja þarf sérstak-
lega um þátttöku í verkcfninu áþar til
gerðum umsóknareyðublöðum scm
fást hjá Iðntæknistofnun.
Nú hafa einnig verið saindar regl-
ur varðandi skilyrði jxiu sem sett em
tii að fyrirtæki f skipa- og málmiðn-
aði fái jöfnunaraðstoð vegna stærri
endurbóta- og viðhaldsverkefna og
einnig vegna búnaðar og tækja í ný-
srníði. Tilgangur jöfnunaraðstoðar-
innar er að jafna trufiun í skipaiðnaði
sem orsakast af erlendum ríkisstyrkj-
um í þeirri grein, þannig að innlend
fyrirtæki geti keppt á jafnréttisgrund-
veili við erlenda aðila hvað það varð-
ar. í reglunum er miðað við það að
verkefni þurfi að vera að minnsta
kosti að upphæð 10 milljónir króna
eða meira til að hljóta aðstoð og þvf
einungis verður aðstoð veitt að inn-
lendur smíðakostnaður véla og tækja
sé meiri en 50%. Ráðuneytið hefur
fengið Iðnlánasjóð til að annast um-
sjón jöfnunaraðstoðarinnar og verða
fyrirtæki að snúa sér þangað. Sjóður-
inn mun hafa aðgang að sérstökum
ráðgjafa er sinni eftirliti vegna þessa
verkefnis. Gcfin verða út sérstök
eyðublöð í þessu sambandi sem
skýra frekar hvaða skilyrði eru sett
vegna veitingu þessarar aðstixðar.
I>örf nýsköpunar
— styrkir til smáiðnaðar
Menn eru almennt sammála um
það að nýsköpun er nauðsynleg til
þess að bæta samkeppnisstöðu' at-
vinnulífsins og tryggja áframhald-
andi hagvöxt. Nýsköpun er meira að
segja talin einn helsti aflvaki hag-
vaxtar meðal iðnaðarþjóða heims.
Þörfin á nýsköpun í atvinnulífinu
hefur aldrei verið meiri. Margt smátt
gerir þar eitt stórt því mjór er oft mik-
ils vísir.
Iðnaðarráðherra hefur á umliðnum
tveim árum beitt sér fyrir sérstöku
nýsköpunarverkefni á vegum ráðu-
neytis síns. Hér er um að ræða styrk-
veitingar til nýjunga í smáiðnaði og
nema undanfarin tvö ár röskum tutt-
ugu milljónum króna.
Styrkjunum hefur verið ætlað að
veita aðstoð þeim, sem stofna til nýj-
unga í smáiðnaði eða nýrra iðnfýrir-
tækja, einkum á landsbyggðinni.
Fyrst og fremst var miðað við að
greiða fyrir tæknilegum undirbún-
ingi, hönnun, stofnsetningu og mark-
aðssetningu ekki síst hjá þeim, sem
þegar höfðu skýrt mótuð áform um
að hefja slíka starfsemi og höfðu lagt
þar til eigið áhættufé.
Á síðastliðnu ári bárust ráðuneyt-
inu þannig 120 umsóknir vfðsvegar
að af landinu fyrir milligöngu at-
vinnuráðgjafa landshlutanna og Iðn-
tæknistofnunar íslands.
Umsóknimar vom fjölbreytilegar
og komu fram margar góðar hug-
myndir, bæði nýjungar í framleiðslu
starfandi smáiðnaðarfyrirtækja svo
og hugmyndir um nýja framleiðslu.
Matshópur skipaður fulltrúum
Byggðastofnunar, Iðntæknistofnunar
íslands og iðnaðarráðuneytisins auk
ráðgjafaraðila lagði mat á allar um-
sóknir og á grundvelli þess var árið
1993 ákveðið að veita 39 aðilum
styrk. Styrkimir dreifðust um land
allt.
Reynslan af þessum styrkveiting-
um á síðastliðnu tveim árum hefur
sýnt og sannað að þær auðvelda
framtakssömu fólki framkvæmd
hugmynda sinna og gátu í mörgum
tilfellum skipt sköpum um framgang
mála.
Á Ijárlögum f ár em ætlaðar 11
milljónir króna ÚI styrkveitinga
vegna nýjunga í smáiðnaði.
Á vegum Sighvats Björgvinsson-
ar, ráðherra iðnaðarmála, verður inn-
an tíðar auglýstar í dagblöðum og
öllum landshlutablöðum forsendur,
tilhögun og umsóknarfrestur.
INNFLYTJENDUR - ATHUGIÐ
LÆKKIÐ GEYMSLUKOSTNAÐINN UM ALLT AÐ 50%
HJÁ OKKUR GREIÐIÐ ÞIÐ AÐEINS HÚSALEIGU
... ENGIN SKRÁNINGARGJÖLD
... ENGIN AFGREIÐSLUGJÖLD
... OG YFIRHÖFUÐ ENGIN AUKAGJÖLD
TOLLVÖRUGEYMSLAN í HAFNARFIRÐI
MELABRAUT 19 - SÍMI 654422 FAX 654463
Verkefni sem unnið hefur verið að
á vegum iðnaðarráðuneytisins
vegna húsgagna- og
innréttingaiðnaðarins
1991-1994
Nefnd um bætta samkeppnisstöðu húsgagnaiðnaðarins
hefurstarfað síðan seinnihluta ársins 1991.1 nefndinni eiga
sæti, auk ráðuneytisins, aðilar frá launþegum og vinnuveit-
endum í greininni auk annara svo sem hönnuða, bólstrara
og arkitekta. Vinna nefndarinnar hefur miðast að því að
auka samkeppnishæfni og markaðshlutdeild innlends iðn-
aðar, með almennum aðgerðum sem nýtast fyrirtækjum al-
mennt í greininni. Slík verkefni eru oft langtímaverkefni
sem ekki skila miklunt árangri á skömmum tíma. Unnið
hefur verið að nokkrum verkefnum innan nefndarinnar en
þau eru meðal annars:
1. Ráðstefna um húsgagnaiðnaðinn í mars ’92.
2. Kynningamámskeið um vömþróun í október ’92.
3. Vöruþróunarverkefni hjá fyrirtækjum og hönnuðum
frá október ’92.
4. I febrúar 1994 var unnin greinargerð um Hönnunar-
stöðvar á Islandi, en hönnun og vöruþróun afurða er sífellt
mikilvægara atriði í ört vaxandi samkeppni og sífellt styttri
líftíma vöru.
5. Unnið hefur verið að markaðsmálum húsgagnaiðnað-
arins meðal annars með útgáfu á bæklingi um íslenska hús-
gagnaframleiðslu og hönnuði íbyrjun júní 1993. Bækling-
urinn var aðallega hugsaður fyrir innkaupaaðila, stofnanir
og verslanir og eru í honpm upplýsingar og myndir frá öll-
um fyrirtækjum í húsgagna- og innréttingaframleiðslu.
6. Unnið hefur verið að auknu samstarfi framleiðslufyrir-
tækja við húsgagnaverslanir til að ná aukinni hlutdeild inn-
lendrar framleiðslu á innlendum markaði.
Fyrir stuttu ákvað iðnaðarráðherra að styðja stofnun
Hönnunarstöðvar í samræmi við tillögur þar að lútandi sem
fram komu í greinargerð frá nefndinni. Um verður að ræða
tilraunarekstur í tvö ár frá og með 1994. Hönnunarstöðin
verður ekki einungis til hagsbóta húsgagnaiðnaði, heldur
gefst öðrum fyrirtækjum, óháð verkefnunt eða atvinnu-
greinaflokkun, tækifæri til að nýta sér þjónustu stöðvarinn-
ar. Tilhögun jieirrar framkvæmdar verður fljótlega kynnt
sérstaklega.
Efnahagsumhverfl
atvlmiulífsins
fslenskur iðnaðar og aðrar grcinar íslcnsks utvinnulífs búa
við hagstæðara efnahagsumhverfi hér innan lands en um langa
hríð. Ytri aðstæður eru hins vegar þjóðinni andsnúnar og skulu
þar sérstaklega nefndar niðurskurður á aflaheimildum vegna
lélegs ástands þorskstofnsins, verðfall á sjávarafurðum og
stóriðjuufurðum á erlendum mörkuðum og almenn efnahags-
lægð í öðnun iðnríkjum. Með aðhaldssamri efnahagsstjóm og
skipulagsumbótum í hagkerfinu hafa stjómvöld hins vegar
lagt grunn að varanlegum hagvexti þegar ytri aðstæður batna á
ný.
Stöðugleiki í gengis-, verðlags- og launamálum skiptir at-
vinnulífið miklu máli. Án hans er erfitt að horfa með nokkurri
vissu fram á við og skipuleggja starf og uppbyggingu fyrir-
tækja. Þrátt fyrir gengisfellingar í nóvember 1992 og júnt 1993
virðist sem stöðugleiki hafi náð að festa sig í sessi.. Verðbólga
hefur nú um nokkur misseri verið svipuð og í öðrum iðnríkj-
um og nú eru horfur á að hún verði um eða innan við 2% á
þessu ári. Þar skipta ekki síst máli kjarasamningar sem bæði
fólu í sér litlar sem engar launahækkanir á samningstímanum
og tryggðu stöðugleika á vinnumarkaði til loka þessa árs.
Gengisfellingar og hóflegar launabreyúngar hafa leitt úl
þess að raungengi krónunnar hefur ekki verið lægra um árabil.
Samkeppnissutða innlendra fyrirtækja gagnvæl erlendum
kcppinautum, hvort heldur á markaði hér inntm lands eða á út-
flutningsmörkuðum okkar erlendis, hefur því batnað vcrulega.
Er ekki að efa að verulcg raungengislækkun og öflugt mark-
aðsátak innlendra iðnfýrirtækja hcfur átt drjúgan þátt í því að
snúa vorn f sókn gegn erlendri skuldaaukningu því vemlega
dró úr innflutningi á árinu 1993 og afgangur varð á viðskiptum
við útlönd í fyrsta skipti síðan 1986.
Til viðbótar lágu raungengi koma svo skattkeríisbreytingar.
Með lækkun tekjuskattshlutfalls fyrirtækja úr 45% í 33% af
skattskyldum tekjum hlutafélaga og samvinnufélaga og í 41 %
af skattskyldum tekjum sameignarfélaga svo og afnámi að-
stöðugjalds hefur skattbyrði innlendra fyrirtækja verið lækk-
uð. Það bætir samkeppnisstöðu þeirra gagnvarí erlendum fyr-
irtækjum. Aðstiiðugjaldið átú sér ekki hUðstæðu érlendis og
hefur um langt skeið verið atvinnulífinu þymir í augum. Af-
nám þess var þjóðþrifamál. Eftir lækkun tekjuskattshlutfails
fyrirtækja hér á landi er það orðið meðal þess lægsta sent
þekkist mcðal iðnríkjanna.
Þá skal nefnt að meö samræmdum aðgerðum ríkisstjórnar
og Seðlabankans til lækkunar vaxta sem kynntar vom í októ-
berlok 1993 tókst að ná fram langþráðri 2% raunvaxtalækkun
hér á landi. Lánastofnanir fyigdu fljótlega á eftir með lækkun
vaxta af verðtryggðum lánum en mikillar tregðu gætú af þeirra
hálfu að lækka vexti af óverðtryggðum lánurn úl samræmis
við lækkun annarra vaxta og stöðuleika í verðlagsmálum og
jafnvel verðhjöðnun á límabili. Efnahagshorfur á þessu ári
benda ekki til annars en takast muni að tryggja áframhaldandi
stöðugleika í peningamálum. Takist að halda lánstjárþörf op-
inberra aðila innan fœirra marka sem ráðgerð em kann jafnvel
að skapast svigrúm til frekari vaxtalækkana. Slíkt rnyndi að
sjálfsögðu koma atvinnulífmu strax til góða.
Siðast en ekki sfst skal nefnt að með þátttöku íslands í Evr-
ópsku efnahagssvæði verða ailar meginreglur er móta um-
gjörð atvinnulífs hér á landi lagaðar að samræntdum evrópsk-
um reglum. Mcð því að nota samræmda staðla, taka upp al-
þjóðlega viðurkenndar gæðaaðfcrðir og nýta sér þá möguleika
sem opnari aðgangur að stærsta markaðssvæði heims gefur
hafa íslenskum fyrirtækjum og athafnamönnum opnast nýjar
leiðir til útrásar.