Alþýðublaðið - 22.03.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.03.1994, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 22. mars 1994 TIÐINDI ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 / Hagnaður VIS nam 115 milljónum REKSTUR Vátrygginga- félags íslands hf. gekk vel á síðasta ári. Hagnaður ársins nam 114,8 milljónum króna eftir skatta. Samkvæmt þeim upplvsingum sem fram koma í ársskýrslu fé- lagsins var hagnaður af öllu tryggingaþáttum nema af slysa- og sjúkratryggingum þar sem var liðlega 250 milljón krón tap. Aðalfundir Vátryggingafé- lags íslands hf. og Líftrygg- ingafélags íslands hf. voru haldnir 18. mars. Hagnaður VÍS hefur aukist verulega frá árinu 1992 en þá var hann 73 milljónir. Hagnaður Líftrygg- ingafélagsins var 15,5 millj- ónir sem er svipað og árið áð- ur. Iðgjöld VÍS í fyrra námu 4.450 króna á móti 4.460 milljónum krón á fyrra ári og hafa því lækkað um 0,2%. Tjón ársins námu 3.962 millj- ónum króna á móti 3.618 milljónum á fyrra ári og hafa því hækkað um 9,5%. Vaxta- tekjur og verðbætur námu 788 milljónum króna. Laun og launatengd gjöld nántu 471 ntilljón króna. Fjöldi starfs- manna félagsins var 197 að meðaltali á árinu. Umboðs- menn voru 45 í árslok og svæðaskrifstofur 19. Tryggingasjóður VÍS nam við árslok 7.730,5 milljónum króna. Nafnverð hlutafjár fé- lagsins er nú 441 milljón og bókfært eigið fé 844 milljónir. Stjómarformaður VÍS er Ingi R. Helgason og forstjóri er Axel Gíslason. Frá mannréttindasamtökunum Amnesty International: Stf.fna Kólumbískra Stjórnvalda Vefengd - afhjúpa verður raunveruleg mannréttindabrot í Kólumbíu: „I Kólumbíu standa herinn og þjálfaðar dauðasveitir und- ir handarjaðri hans að pólit- ískum morðum og „manns- hvörfum" í stórum stfl, segir Amnesty Intemational, og hver ríkisstjóm á fætur ann- arra hefur reynt að fela sig bakvið reykský almanna- tengsla í stað þess að gera raunhæfar ráðstafanir til að fást við vandann. Amnesty hleypir í dag af stokkunum alþjóðlegri her- ferð í Bogota sem hefur að markmiði að afhjúpa raun- vemlegar staðreyndir tengdar pólitískum morðum og „mannshvörfum“ í Kólumbíu og þrýsta á næstu stjórn í landinu að láta til skarar skríða og taka fyrir mannrétt- indabrot í framtíðinni. „A kreiki em margháttaðar goðsagnir varðandi pólitískt ofbeldi í Kólumbfu," sagði Amnesty Intemational, „goð- sagnir sem stjómvöld hagnýta sér til að dylja eigin ábyrg á ástandinu. Ein goðsögnin er sú, að eiturlyíjasala sé undir- rót olbeldis, en sannleikurinn er sá að til hennar verður ein- ungis rakinn örlítill hluti þess. Önnur er sú, að ofbeldisseg- girnir séu öfgamenn til hægri og vinstri sem eigi í látlausri innbyrðis baráttu. Blákaldur vemleikinn er hins vegar sá, að yfirgnæfandi meirihluti pólitískra morða er framinn af stjómarhemum og þjálfuðum dauðasveitum á vegum hans. Kannski er mesta goðsögnin sú, að stjómvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að binda enda á manndrápin. Sannleikurinn er sá, að hver ríkisstjómin á fætur annarri hefur falið sig bakvið snotur- lega hannaða opinbera ímynd á sama tíma og skrifstofu- báknið, sem ætlað er að tryggja mannréttindi, gerir lít- ið sem ekkert til að vemda einn eða neinn.“ Meðan málum er þannig háttað halda manndrápin áfram - 20.000 manns hafa látið lífið fyrir pólitískar sakir síðan 1986. Þegar verjendur mannréttinda reyna að grípa til aðgerða, verða þeir sjálfir fómarlömb ofbeldisins. Fólk sem vinnur að því að veija mannréttindi verður fyr- ir stöðugri áreitni og hótun- um, og sívaxandi íjöldi þess hefur l'allið í valinn eða „horf- ið“. Á árinu 1992 einu vom þrír starfsmenn CREDHOS, sem em óháð mannréttinda- samtök, skotnir til bana, og aðrir urðu fyrir hótunum. Lögmenn hafa líka verið drepnir eða þeim hótað lífláti. Þegar dr. Rafael Mendevil tók að sér mál tuttugu Paez-ind- jána, sem vom strádrepnir af lögreglu og dauðasveitum hersins í desember 1991, var hann þriðji lögfræðingurinn sem gekk í málið. Tveir fyrri lögmenn höfðu verið skotnir til bana. Honum var líka ógn- að og sá ekki annan kost vænni en flýja land. „Við reynunt að halda áfram,“ sagði hann, „með því að hafa sífellt í huga alla þá sem þeg- ar hafa fallið í valinn og fóm- að lffinu fyrir betri framtfð. Það er skuldbinding sem ekki er hægt að hörfa ífá. Við verðum að halda fram á við.“ Samkvæmt Amnesty Inter- national er ein helsta orsökin fyrir áframhaldandi ofbeldi sú háskalega kennd refsileysis sem gagnsýrir öryggissveitir ríkisins. Sú kennd hefúr færst í aukana vegna þess að hver ríkisstjómin á fætur annarri hefur látið undir höfuð leggj- ast að fá heraflann til að beygja sig undir landslög. Þrátt fyrir yfirþyrmandi sann- anir fyrir ábyrgð hers og lög- reglu á víðtækum mannrétt- indabrotum hafa þeir sem ábyrgðina bera sjaldan verið dregnir fyrir dóm. I stað þess fara ofbeldisseg- gimir frjálsir allra sinna ferða - frjálsir til að drepa á nýjan leik. í október 1992 áttu sér stað ljöldamorð í E1 Bosque, þorpi í Cauca-héraði í sunn- anverðri Kólumbíu. Um það bil tuttugu og fimm menn, klæddir her- eða lögreglubún- ingum, komu til þorpsins árla morguns - um hádegisbil höfðu þrettán manns verið dregnir frá heimilum sínum, pyntaðir og drepnir. Fimm konum, þeirra á meðan nunnu, hafði verið nauðgað og þær síðan drepnar. Tvö komaböm og nokkur eldri börn urðu munaðarleysingjar. Enginn hefur verið ákærð- ur fyrir beina aðild að fjölda- morðunum, en undirofursti í hernum var leystur frá störf- um eftir að upp komst um hlut hans í ódæðinu. Hann var þegar alræmdur fyrir þátt sinn í öðmm ljöldamorðum árið 1988, þegar tuttugu og einn verkamaður á bananaekm var drepinn af grímuklæddum mönnum. Borgaralegur dóm- ari fyrirskipaði handtöku liðs- foringjans vegna þess að hann hafði stjómað morðunum - en herinn svaraði með því að hækka hann í tign, fékk hon- um í öndverðu í hendur yftr- stjóm blaðaútgáfu og al- mannatengsla hersins. Hefði hann verið dreginn fyrir rétt, má vera að fjöldamorðin í E1 Bosque hefðu aldrei átt sér stað. Refsileysið, sem öryggis- sveitir landsins njóta þegar þær ffemja pólitísk morð, hef- ur smitað út frá sér í þjóðfé- laginu. Nú útiýma dauða- sveitir í borgum hundmðum borgara sem þær telja „óæski- lega“, þeirra á meðal heimilis- lausum bömum, hommum og eiturlyljasjúklingum. Pólitískt ofbeldi er ekki bundið við herinn og dauða- sveitir hans. Allir helstu skæruliðahópar hafa gert sig seka um meðvituð geðþótta- manndráp, mannrán og gísla- tökur. í maí 1993 vartil dæm- is 63 ára gamall spænskur sóknarprestur, Javier Cimj- ano Arjona, myrtur. I fréttatil- kynningu til útvarpsstöðvar kunngerði Frelsisher alþýð- unnar (EPL) að hann hefði tekið prestinn af lífi vegna þess að hann hefði „átt sam- starf við dauðasveitirnar". Með hliðsjón af ógnvæn- legu umfangi pólitískra manndrápa í Kólumbíu og með því væntanlegar forseta- kosningar gefa kost á róttækri stefnubreytingu, telur Am- nesty Intemational að tíma- bært sé að gera al varlegar ráð- stafanir til að binda enda á ódæðin. Samtökin hafa samið verkefnaskrá fyrir bæði stjómvöld og skæmliðahópa sem miða að því að taka fyrir blóðúthellingamar, og er þar meðal annars skorað á stjóm- völd að leysa upp dauðasveit- ir hersins og koma á fót óháðri rannsóknamefnd til að tryggja, að þeir sem staðið hafa að pólitískum manndráp- um verði látnir sæta ábyrgð. Boðskapur Amnesty Inter- national er meðal annars þessi: „Stjómvöld í Kólumbíu segjast vera að fást við mann- réttindabrot. Við segjum að það geri þau ekki - og þangað til við sjáum þá menn dregna fyrir rétt, sem hagnýta sér vald ríkisins til að drepa með köldu blóði, er lítil von til að ofbeldinu linni. Meðan það er látið viðgangast halda stjóm- völd uppteknum hætti og mgla saman almannatengsl- um og raunhæfum aðgerðum. Boðskapur okkar er einfaldur; það er hægt að gera meira og verður að gera meira. Það sem nú þarf er pólitískur vilji til að hefjast handa.“„ - Amnesty IntemationaL Alþýðuflokkurinn í Hafnarfírði FULLTRÚARÁÐ FUNDAR UM FRAMBOÐSLISTANN Fundur verður í fulltrúaráði Al- þýðuflokksfélaganna í Hafiiarfirði fímmtudaginn 24. mars í Alþýðu- húsinu við Strandgötu klukkan 21. Fundarefni: Afgreiðsla framboðslista fyrir bæj- arstjórnarkosningarnar í vor. - Stjórn Fulltrúaráðsins. PALLBORÐIÐ: Stefán Gunnarsson Brettum Upp Ermari Nú hækkar sól á lofti, og - hér við Skagafjörð líður senn að því að Jón Drang- eyjaijarl fari að undirbúa árlega eggjatöku í eynni frægu, þar sem Grettir leit- aði forðum skjóls. Það þarf að treysta vaðinn, og kanna hvort búnaðurinn sé ekki í fullkomnu lagi. Traustir sigmenn vita, að einungis með því að hefja undirbún- ing t' tíma er líklegt að eggjatakan skili tilætluðum árangri. Það vill svo til, að eggja- takan ber upp á svipuðum tíma og kosningar til sveit- arstjórna, svolítið fyrr að vísu, og þá þurfa aljtýðu- flokksmenn lika að vera búnir að undirbúa sig vel. Kosningar em nefnilega eins og bjargsig; jiær em áhættusamar og afrakstur- inn engan veginn tryggur nenta vel sé til þcirra vand- að. Tímanlegur undirbúningur Alþýðuflokkurinn hefur áu undir högg að sækja í erfiðu stjómarsamstarfi, en staðreyndin er samt sú, að hann hefur náð ótmlega miklu fram, jtess þurfa flokksmenn að sameinast um að koma dyggilega til skila, - allir sem einn. Og jieir þurfa að vera eins og Jón Eyjajarl að því leyti, að byrja undirbúninginn snemma. Það er að vísu svo, að Al- þýðuflokkurinn er að mörgu leyti betur búinn undir sveitarstjómarkosn- ingamar í maí en oft áður. Fjárhagsstaða flokksins er traustari en áður, og flokks- skrifstofan miklu betur skipulögð en í mörg ár. Þeir Sigurðar tveir, sem sjá um undirbúning kosningabar- áttunnar, Amórsson og Björgvinsson, hafa liðsinnt flokksfélögunum út um landið með góðurn árangri við undirbúning kosninga- baráttunnar, sem vafalaust á eftir að skila sér vel. Alþýðublaðið stendur líka betur að vigi en við st'ð- ustu kosningar, og getur, ef rétt er á málum haldið, orð- ið ómetanlegt t' stuðningi við félög flokksins. Það er hins vegar ekki nóg að hafa fjármagn og vel skipulagða skrilstofu. Kosningabarátta skilar aldrei árangri, nema jrað sé hægt að virkja fótgöngulið- ana til að beijast á öllum vígstöðvum. Þeirra hlut- verk er að konia því til skila, sem flokkurinn hefur vel gert í landsstjóminni, og nota vinnu okkar manna í ríkisstjóminni sem stökk- pali til árangurs í kosning- unum ti) sveitarstjóma í vor. Og það cr okkar hlut- verk, hinna almennu flokksmanna. Stríðin vinn- ast aldrei, nenta herimir séu reiðubúnir til orrnstu. Við þurfum að halda fram málstað Alþýðu- flokksins hvar sem er og hvenær sem er, og aldrei að hika við að tíunda þá ávínn- inga sem fyrir okkar tilstilli hafa náðst Fjölmargt af þvi' sem Alþýðuflokkurinn hef- ur átt þátt í innan núverandi stjómarsamstarfs getur hægiega nýst okkur inn I baránuna í vor. STEFÁN GUNNARSSON: „Nú hækkar sól á lofti, og hér við Skagafjörð líður senn að því að Jón Drangeyjar- jarl fari að undirbúa árlega eggjatöku í eynni frægu, þar sem Grettir leitaði forðum skjóls. Það þarf að treysta vaðinn, og kanna hvort búnaðurinn sé ekki í fullkomnu lagi. Traustir sigmenn vita, að einungis með því að hefja undirbúning í tíma er líklegt að eggjatakan skili tilætluðum árangri.“ Árangur Alþýðuflokksins - Vaxtaiækkun, sem rík- isstjómin knúði frant, er ómetanleg fyrir íslenskt at- vinnulíf. Það er jafnvel útlit fyrir, að vextir lækki enn meira. Fmmkvöðull að henni var Sighvatur Björgvinsson, ráðherra Al- þýðuflokksins. - Veiðamar í Smugunni em nú taldar hafa bjargað atkomu fjölmargra útgerð- arfyrirtækja, ekki síst á Norðurlandi. Þjóðhags- stofnun rckur betri aikomu landsmanna en spáð var á síðasta ári, einmitt til þorsksins úr Smugunni. En eins og menn rnuna ætlaði sjávarútvegsráðherra að banna þær í upphafi. Það var Jón Iialdvin Hanni- balsson. fomtaður Alþýðu- flokksins, sem tyrst og fremst kom f veg fyrir bannið. - Rússaþorskur úr Bar- entshafi hefur haldið uppi atvinnu á erfiðum ti'mum í Ijölda byggðarlaga unt allt land. Landsmenn hafa líka haft stórauknar tekjur af hvers konar þjónustu við jtessi skip. Lagabreytingar sem gerðu þetta mögulegt vom að undirlagi Alþýðu- flokksins, ekki sLst fyrir til- stilli Össurar Skarphéð- inssonar og Gunnlaugs Stefánssonar. - Skipasmíðaiðnaður í iandinu hefúr síðasta áratug hægt og sfgandi komist á heljarþröm. Nú er búið að koma á niðurgrciðslum sem samsvara niðurgreiðsl- um Norðmanna, og undir- boðstollar em í bígerð. Samltliða á að knýja Fisk- veiðasjóð til að hætta að lána til skipasmíða erlendis. Þetta stuðlar að því að spara gjaldeyri, og halda atvinnu í landinu. Frumkvöðlar að þessu vom þingmenn Al- þýðuflokksins. - Það tókst að vinda ofan af innflutningstakmörkun- unt Frakka á fisk héðan frá íslandi. Það hefði nú verið illgerlegt nema vegna þess þrýslings sem hægt var að beiia í krafti samningsins um EES. - í gegnum evrópska elnahagssvæðið er búið að opna nýja og öfluga niark- aði í Evrópu fyrir unnur og ferskar fiskafurðir frá ís- landi. Víða um land ern vinnslufyrirtæki komin með nýja og verðmætari framleiðslu á þessa mark- aði, sem einungis er hægt að selja vegna afnáms tolla sem fylgdu aðildinni að EES. Það vom jafnaðar- mcnn scm mddu brautina fyrir EES, fyrst og frcmst Jón Baldvin Hannibals- son. - Húsaleigubætur fyrir láglaunafólk í hópi leigj- enda em komnar í gegnum ríkisstjómina, og verða væntanlega samþykktar á þessu þingi. Þetta er sögu- legur áfangi fyrir jafnaðar- menn, sem hafa lengi berist fyrir húsaleigubi'itum. Það var Jóhanna Sigurðar- dóftir, ráðhen-a Alþýðu- flokksins, sem á heiðurinn af þeim. - Niðurgreiðslur á hús- hitun með rafmagni. hafa lækkað hitunarkostnað á köldu svæðunum umtals- ven. Það vom þingmenn Alþýðuflokksins sem beittu sér fyrir því. Baráttan hafín! Ég gæti tfnt miklu fleira tii af verkum okkar manna í ríkisstjóm, sern hægt er að nota með góðum árangri í kosningunum í vor. En þetta ætti að nægja til að sýna svart á hvítu. að Al- þýðuflokkurinn hefúr náð árangri í ríkisstjóm, sem við getum notað ílokknum til framdráttar í kosningun- um í vor. Við í Norðurlandi vestra ætlum að beita okkur fyrir því, að forysta flokksins sendi öllum flokksmiinn- um lista yfir þau mál, sem hugsanlega væri hægt að nýta I sveitarstjómarkosn- ingunum. En þá skiptir máli, að flokksmenn kynni sér þær upplýsingar af kost- gæfni, og notfæri sér öll tækifæri til að koma þeim á framfæri. Kosningar vinnast aidrei á lórystunni. Þær vinnast á elju og úthaldi hinna al- mennu flokksmanna. Og nú þurfa alþýðuflokksmenn að brelta upp ermamar, og ekki seinna en I gær! Það má enginn láta sitt eftír liggja! Höfundur er formöur kjördæmisréðs Alþýðufíokksins i Norðurhmdi vestm, ham er búsettur iHafsósi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.