Alþýðublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Fimmtudagur 24. mars 1994 MÞYÐUBIIBIÐ HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 UTANRÍKISMÁL - EVRÓPA Island á krossgötum eftir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra (1. grein) Slúður og staðreyndir um Alþýðuflokkinn Alþýðuflokkurinn hefur stundum verið gagnrýndur fyrir að vera „litli flokkurinn“ í ríkisstjómarsamstarfinu. Þannig hefur því verið haldið fram, að Alþýðuflokkurinn hafi fyrst og fremst það markmið að koma „sínum mönnum“ í stöður í skjóli þess að flokkurinn er í ríkisstjóm. Að öðm leyti hafi AI- þýðuflokkurinn tæpast neitt pólitískt markmið. Þetta er slúðr- ið um verk Alþýðuflokksins í ríkisstjómarsamstarfi undanfar- inna ára. Þetta áróðursbull hefur náð svo langt, að meira að segja freistast einstaka fréttamaður til að ganga út frá þessum dylgj- um sem sannleika. Staðreyndimar tala hins vegar allt öðm máli. Lítum aðeins á þær: Alþýðuflokkurinn hefur staðið í fylkingarbrjósti fyrir jöfnuði í ríkisfjármálum. Jöfnuðurinn er forsenda fyrir stöðugleika í efnahag þjóðarinnar. Um þessa stefnu hefur ríkt eining í nú- verandi ríkisstjóm. Árangurinn hefur ekki látið standa á sér. Ofsaverðbólga framsóknaráratuganna er að baki. Þess í stað ríkir nú verðhjöðnun. Þannig hefur verið lagður varanlegur gmnnur að stöðugu verðlagi og lægsta verðbólgustigi í heimi. Alþýðuflokkurinn hefur barist fyrir réttlátara skattakerfi og einföldun skatta, réttlátari dreifingu byrðanna. Alþýðuflokk- urinn hefur einnig barist gegn óráðsíu í ríkisútgjöldum. Stað- greiðslukerfið leysti fólk úr fjötmm skattaskulda, tryggði ör- uggari og jafnari tekjustofn ríkissjóðs og tekjujöfnun var komið í skattakerfið. Virðisaukaskatturinn tryggði meira rétt- læti og gaf yfirvöldum tæki til að ráðast gegn skattsvikum. Alþýðuflokkurinn lofaði lækkun vaxta. Föst tök á ríkisfjár- málum, hjöðnun verðbólgu, lækkun vaxta og réttlátt skatta- kerfi em homsteinar nýrra tíma í íslensku efnahagslífi. Þessi óbifanlega stefna Alþýðuflokksins í ríkisfjármálum leiddi loks til lækkunar vaxta í landinu og opnaði þar með fyrir nýj- an vöxt í atvinnulífinu. Alþýðuflokkurinn hefur barist fyrir kerfisbreytingum í ríkisrekstri. Alþýðuflokkurinn hefur ein- faldlega gert til þess kröfu að almannafé verði sem best varið og fyrir það fáist besta fáanleg þjónusta. Aðhaldsaðgerðir í rekstri heilbrigðisþjónustunnar spöruðu skattgreiðendum hundmð milljóna króna og komu í veg fyrir niðurskurð á brýnni forgangsþjónustu. Velferð og opinber þjónusta verður ekki framar aukin með skattaálögum heldur aðeins með bættri nýtingu almannafjár og betri stjómsýslu. Alþýðuflokkurinn lofaði eflingu húsnæðiskerfisins þegar í kosningabaráttunni 1987. Á tíma sínum í ríkisstjómum hefur Alþýðuflokkurinn sett fram raunhæfar lausnir í húsnæðismál- um. Lokað var ónýtu og siðlausu biðraðakerfi en þess í stað innleidd ný og réttlát vinnubrögð. Húsbréfakerfið jafnaði að- stöðu fólks til að eignast eigið húsnæði. Félagslegum íbúðum hefur fjölgað um 500 á ári. Húsaleigubætur bæta aðstöðu þeirra sem leigja á frjálsum markaði. Stórfelldar framfarir hafa orðið í félagsmálum fyrir tilstilli Alþýðuflokksins. Veigamikil breyting hefur verið gerð á lögum um málefni fatlaðra. Stoðþjónusta og liðveisla aukin, valkostum í búsetu hefur verið fjölgað, nýjar áherslur í atvinnumálum og tryggð- ur réttur geðfatlaðra jafnframt sem opinber stuðningur við fatlaða hefur verið aukinn. Margt annað mætti telja upp sem áunnist hefur fyrir tilstilli Alþýðuflokksins í ríkisstjóm: Atvinnuátak í dreifbýli, aukin starfsmenntun í atvinnulífinu, efling í íjölskyldumálum, styrking byggða landsins með sameiningu og stækkun sveit- arfélaga, umbætur í stjómkerfi og síðast en ekki síst ný sókn og ný tækifæri á erlendum mörkuðum með þátttöku í EES. Þetta em staðreyndir um verk Alþýðuflokksins í ríkisstjómar- Tvennt ber hæst þegar hugað er að framtíðarþróun Evrópusam- bandsins fram til aldamóta; ann- ars vegar stækkun þess, væntan- leg viðbót fjögurra EFTA-ríkja þegar um næstu áramót, en hins vegar ríkjaráðstefnan 1996 sem ætlað er að endurskoða allt stjóm- kerfi Evrópusambandsins og að- laga það nýjum aðstæðum. Hand- an aldamóta bíða síðan hópar nýrra umsækjenda sem sumir hveijir gera sér vonir um skjótari afgreiðslu. Þessi tvö atriði tengjast. Nú er svo komið í sögu Evrópusam- bandsins að stjómkerfi það sem ætlað var að halda utan um sam- starf sex aðildarríkja Kola- og Stálbandalagsins og Efnahags- bandalags Evrópu sýnir þegar nokkra bresti með tólf aðildarríki innan sinna vébanda. Hætt er við að enn frekar reyni á þanþol þess, þegar aðildarríkin em orðin sex- tán, tungumálin tólf og fram- kvæmdastjóramir tuttugu og einn. Frekari stækkun er vart hugsanleg án endurskipulagning- ar. Kröfur stærri aðildarríkjanna um að meira tillit verði tekið til stærðar og fólksfjölda gerast æ háværari. Ef aðildarríkin halda áfram að skiptast á um að gegna formennsku, jafnvel þegar þau em orðin sextán eða tuttugu og fjögur, er hætt við að stærri aðild- arríkjunum þyki sinn hlutur held- ur rýr og tækifærin fá til þess að leiða starf Evrópusambandsins. Stækkun Evrópusambandsins Á leiðtogafundinum í Lissabon var ákveðið að slá á frest frekari hugleiðingum um endurskipu- lagningu Evrópusambandsins, en bjóða áhugasömum EFTA-ríkj- um til viðræðna um aðild að óbreyttu Evrópusambandi. Fjög- ur þeirra (öll nema Island og Sviss) þekktust boðið og hafa nú lokið samningaviðræðum. Boð af þessu tagi er einsdæmi í sögu sambandsins og ekki miklar líkur á það verði endurtekið. Einróma samþykki allra aðildarríkja þarf til þess að af aðild verði og líkumar á hagsmunaárekstrum aukast með fjölgun aðildarríkja. Mörg núverandi aðildarríkja hafa þegar efasemdir um að frek- ari stækkun þjóni hagsmunum þeirra. Hætt er við að aðild ríkja Mið- og Austur-Evrópu mundi ekki aðeins beina flœði úr styrkt- arsjóðum Evrópusambandsins frá Spáni og Portúgal til hinna nýju aðildarríkja, heldur einnig kippa fótunum undan núverandi landbúnaðarstefhu og reyna vemlega á stoðir sameiginlegs vinnumarkaðar. Aðild þessara ríkja hefur því hingað til, af efna- hags- og félagslegum ástæðum, verið talin ótímabær fyrr en undir aldamót. Vaxandi þiýstingur er hins vegar á nánara samstarf við þessi ríki um öryggis- og vamar- mál, af pólitískum ástæðum. Ekki er hægt að útiloka að Evrópusam- bandið ákveði í náinni framtíð að ekki sé raunhæft að fjölga full- gildum aðildarríkjum frekar og treysti þess í stað á röð samninga við nágrannaríkin um aðgang að mörkuðum og samstarfsverkefn- samstarfi síðustu ára. um. ,,An EES-samningsins væri markaðsaðgangur okkar að þessum langmikilvægasta markaði okkar með öllu óviðunandi.“ JÓN BALDVIN HANNIBALSSON utanrítísráðherra Jlutti stefnurœðit um utanríkismál á Alþingi funmtudaginn 17. ntars síðastliðinn. í rœðunni fjallaði hann meðal annars um nýjustu tiðindi af Evrópuþróuniitni, samningsniðurstöður Norðurlanda í aðildarsamningum Evrópusambandsins, breytingar á eðli ESB sem allsherjarsamtaka Evrópuþjóða í náinni framtíð, framtið EFTA og EES-samningsins, þá áhœttu sem íslend- iitgar taka ef Alþingi staðfestir ekki GATT-samninginn í tceka tíð og um möguleika Islendinga á friverslunarsanm- ingi við Bandarikin, ef aöild að ESB verður útilokuð ífram- tíðinni. Alþýðublaðið birtir í dag og nœstu daga þá kafla úr rceðu utanríkisráöherra þar sem hann fjallaði um Evrópuþróun- ina. Evrópusambandið er og verður um fyrirsjáanlega framtíð lang- stærsti viðskiptamarkaður Is- lands. Samskiptin við það hljóta því að vera eitt mikilvægasta við- fangsefni íslenskra stjómvalda í utanríkismálum, hvemig sem þeim verður háttað. Ákveðið var á sínum tíma að láta ekki reyna á það að sinni hvort aðild væri raunhæfur kostur. Óvíst er enn hvort og hvenær gefst aftur tæki- færi til að leita aðildar og enn óvissara er hvort eða hvenær hug- ur þíngs og þjóðar stendur til þess. An EES-samningsins væri markaðsaðgangur okkar að þessum langmikilvægasta markaði okkar með öllu óvið- unandi. Tillaga utanríkisráðherra 1992: Úttekt á aðild að Evrópusambandinu Hverfandi líkur virðast nú vera á því að Evrópusambandið þróist frekar í miðstýringarátt á næstu ámm. Miklu fremur virðist þró- unin vera sú að gefa aðildarríkj- um rýmra svigrúm. Það em aðild- arríkin og ríkisstjómir þeirra sem ráða ferðinni. Milliríkjasamstarf af þessu tagi gefur einmitt smá- ríkjum hlutfallslega mjög mikil áhrif því úrslitavald er í höndum ráðherraráðsins þar sem einn full- trúi hvers aðildarríkis situr, þó at- kvæðavægi sé mismunandi. Þó verður að gera ráð fyrir því að völd Evrópuþingsins muni aukast nokkuð á næstu ámm en valda- hlutföll ríkja þar em í beinna hlut- falli við fólksfjölda. I skýrslu til Alþingis árið 1992 Iagði utanrfldsráðherra til að hafin yrði úttekt á kostum og göllum aðildar íslands að Evr- ópusambandinu. Á það var bent, að með því að sækja ekki um, væri tekin ákvörðun um að hafna aðild. Slíka ákvörðun þyrfti ekki síður að rökstyðja en aðrar. Ekki varð þó úr því að stjómarráðið allt væri virkjað til slíkrar athugunar, þrátt fyrir að áfram hefði verið að því unnið, meðal annars innan utanríkisþjónustunnar, að bera saman stöðu EES-samningsríkja við stöðu aðildarríkja Evrópu- sambandsins. Nú liggja fyrir niðurstöður að- ildarviðræðna EFTA-ríkjanna Ijögurra. Þær gefa til kynna hvaða sveigjanleika Evrópusambandið getur sýnt á þessu stigi þróunar sinnar og hvemig reglur Evrópu- sambandsins má laga að aðstæð- um í nýjum aðildarríkjum. At- hyglisvert er til dæmis hvemig sérstakar reglur em látnar gilda um landbúnað á norðurslóðum og aukið svigrúm er gefið til þess að styrkja byggð í strjálbýli. Ut- færsla og framkvæmd boðaðra lausna í deilum sambandsins og Noregs um rekstur sjávarútvegs- stefnu norðan 62. breiddargráðu verður forvitnilegt rannsóknar- verkefni fyrir Island. Ríkisstjórnin samþykkir úttekt á kostum og göllum Evrópusambandsaðildar Af þeim textum sem fyrir liggja má þó ráða að vemlegt tillil hefur verið tekið til norskra sjónarmiða. Hugtakið „hlutfallslegt jafnvægi“ er fest í sessi en það tryggir að við úthlutun kvóta sé tekið mið af veiðum undanlárin ár. Yrði þessu hugtaki beitt til hins ítrasta yrðu núverandi veiðar Norðmanna innan norskrar lögsögu áfram í þeirra höndum. Ennfremur tekur Evrópusambandið yfir allar regl- ur og verklag Noregs við stjóm fiskveiða norðan 62. breiddar- gráðu. Svigrúm er veitt til að setja hömlur á svokallað „kvótahopp" þar sem fjáifestingar erlendra að- ila gefa aðgang að fiskveiðum. Mikið veltur á því hver fram- kvæmdin verður en ekki verður betur séð en norskur sjávarútveg- ur hafi hér komið ár sinni dável fyrir borð. Niðurstöður þessarar lotu að- ildarviðræðna gefa nýjar forsend- ur til þess að meta kosti og galla aðildar. Ríkisstjómin hefur því ákveðið að fela óháðum aðila, Háskóla íslands, að leggja hlut- lægt mat á kosti og galla aðildar íslands að Evrópusambandinu og bera saman stöðu Islands sem samningsaðila að EES við Evr- ópusambandsaðild.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.