Alþýðublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 24. mars 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 SJÁVARÚTVEG SMÁL Kvótann heim! Það er ekki ofsögum sagt þegar því er haldið fram að sjávarþorpin hafi ekki leng- ur þann aðgang að þeim fiskimiðunum sent tilvera þeirra er byggð á. Þeirri ömurlegu staðreynd, að fiskveiðiheimildirnar hafi borist frá sjávarþoipununt yfir til óskyldra fyrirtækja og jafnvel einstaklinga og skilið plássin eftir nánast bjargarlaus, er ekki íengur hægt að neita. Það hefur aftur orsak- að rnikla byggðaröskun og atvinnuleysi í plássunum víða um land. Ef és, kemst að „þa skal ég“ Ekki hefur Alþýðuflokkurinn enn séð næga ástæðu til þess að hypja upp um sig buxurnar og segja hingað og ekki lengra þrátt fyrir margendurteknar ályktanir á flokksþingum um afneitun kvótakerfisins í núverandi mynd. Bráðum, hugsanlega fyrr en varir, þá þurfum við að horfast í augu við alþingis- kosningar og þá þýðir ekki að fara af stað með yfirlýsingar um úrbætur lil þess að safna fylgi. Það yrði svipað og Arni Sigfús- son er að reyna að gera, að segja „ef ég kemst að þá skal ég“. En við vitum betur, Ámi hefur verið í borgarstjóm r7 ár og enn ekki tekið á mjúku málunum af neinni al- vöm. Við skulum ekki láta slíkt henda okkur, við skulunt byrja strax að beijast lyrir nýj- um og betri aðferðum við kvótaúthlutun. Það verða margir landsbyggðarmenn sem munu fagna því að fá kvótann aftur heim í hérað. Ekki fleiri plástra — förum í uppskurð Ég vil gjarnan koma á framfæri eftirfar- andi tillögu um breytingu á forgangsrétti við kvótaúthlutun sem að mínu mati ælti að stórbæta ástandið án þess þó að kollvarpa núverandi aðferðum við útreikninga á kvótamagni eða samsetningu kvóta. Þessi tillaga mín getur við fyrstu sýn litið út fyrir að vera full mikil einföldun á svo flóknu og viðkvæmu máli sem fiskveiðar landsntanna eru, en það er komin tími til róttækra aðgerða og þá dugar ekkert ntinna en uppskurður því tími plástra er löngu lið- inn. (Þegar menn þjást af krabba þá eru plástrar engin lækning, samanber til dæmis hinar frægu 300 milljónir). Alþýðuflokkurinn verður að taka upp hanskann fyrir sjávarplássin og setja strax í gang vinnu við að kanna allar hugsanlegar leiðir til þess að tryggja framtíðaröryggi sjávarplássana og aðgangsrétt þeirra til auð- linda hafsins. Það er mikið til vinnandi fyrir flokkinn ef hann gæti fært landsmönnum nýja tíma í fiskveiðistjómun. Sjávaiplássin em að hrópa á hjálp því þau eiga erfitt með að nsa undir því óréttlæti sem þau em beitt með núverandi kvótakerfi. Fólkið í þessum plássum ntun ömgglega muna það hver var á þeirra bandi - og hver ekki í komandi kosningum. Það er vonandi að flokkurinn beri gæfu til þess að losa þjóðina undan núverandi kerfi, en ef það tekst ekki þá höfum við þó allavega sýnt það og sannað að við höfum viljann og úrræðin. Fiskveiðistjóm landsmanna er komin í ógöngur eins og berlega hefur komið í ljós í formi versnandi afkomu flestra sjávarplássa að undanfömu. Sjávarplássin em nú einu sinni tilkomin vegna nálægðar þeirra við fiskimiðin og geta illa unað þeirri staðreynd að sú aflahlutdeild sem plássin hafa haft í áranna rás, hefur smám saman farið á flakk til annara alls óskyldra aðila sem engra hagsmuna Itafa að gæta í viðkomandi plássi. Þetta er að miklu leyti bein afleiðing af núverandi kvótakerfi sem ýtir undir aukna samþjöppun kvótaeigna til þeiiTa sem hafa aðgang að fjármagni og geta keppt við eftirspurn. Þegar spurt er hversvegna það sé látið viðgangast að kvóti fari á flakk þá er gjam- an því til svarað að ekki hafi verið bent á neina betri og hagkvæmari lausn til úrbóta og því sé þetta þrautalendingin. Ég er því algerlega ósammála að ekki sé til betri lausn og bendi hér með á eina leið til úrlausnar þessum vanda og kalla hana „staðbundinn kvóta“ til höfuðs farandkvót- anurn og er það í beinu samræmi við ara- grúa af ályktunum flokksþinga og funda sem Alþýðuflokkurinn hefur staðið að. Þessi breyting er fólgin í því að viður- kenna það að kvóti og sjávarþorp em óað- skiljanleg og að stjóma þurfi sóknarþunga veiðiskipa með kvótaúthlutun, spumingin er bara hvert! Þetta mál er að mínu mati ekki spumingin um það hvemig við stönd- um að talningu á þorskhausum eða hvort sjómenn taki þátt í verslun með kvóta, held- ur hvort sjávarplássin og alll það sem þeim fylgir eigi rétt á sér eða ekki. Það væri gott ef við gætum gert það upp við okkur hvort við eigum að gefa sjávarplássunum líf eða slá þau af. F Isk veið is t jó rn . I x Jöfnunarkvótai N æ tla ðir til | aðtogunar. V y Ý m sir li, ig u Lii k u r td . em áb átar. E rlen d ir a ð ila r Höggvum á hnútinn, stoRkum spilin og gefum uppá nýttT Það er augljóst að ef spilin yrðu stokkuð upp á nýtt í anda þessarar tillögu þá myndu landkrabbar fá betri spil en kolkrabbar. Það er líka deginum ljósara að ef við ætl- um að halda sjávarplássunum, ásamt öllum þeim íjárfestingum og atvinnutækifæmm sem þar em, þá verður að tryggja alkomu þeirra með réttlátri úthlutun á veiðikvótum til handa plássunum sjálfum en ekki ein- hverjum einstaklingum eða lögaðilum, þó að það kosti að stokka spilin og gefa upp á nýtt. Hér er ekki verið að koma á bæjarútgerð heldur er leitast við að finna viðeigandi leið til þess að tryggja betur velferð, öryggi og hagsmuni einstakra byggðarlaga. Þessu til stuðnings vil ég benda á eftirfarandi álykt- anir: Ályktanir Alþýðuflokksins: (A) Ályktun númer 1.44. Flokksþing Al- þýðuflokksins, 1988, blaðsíða 41: „Ný fisk- veiðistefna". (B) Ályktun númer 1.44. Flokksþing Al- þýðuflokksins 1988, blaðsíða 42: „Þjóðar- eign á náttúruauðlindum". (C) Ályktun númer 2.44. Flokksþing Al- þýðuflokksins 1988, blaðsíða 43: „Landið og auðlindir þess til lands og sjávar em sameign þjóðarinnar". (D) Ályktun Sambands ungra jafnaðar- manna á 45. Flokksþingi Alþýðuflokksins, 1990, blaðsíða 34: „Ályktun um sjávarút- vegsmál“. (E) Ályktun frá 46. Flokksþingi Alþýðu- flokksins, 1992, blaðsfða 84: „Fiskveiði- stjórnun". (F) Ályktun frá 46. Flokksþingi Alþýðu- flokksins, 1992, blaðsíða 66, önnur máls- grein um breytingu á kvótakerfi. (G) Ályktun frá 46. Flokksþingi Alþýðu- flokksins, 1992, blaðsíða 65: „Stjórn fisk- veiða, liður 3“. (H) Ályktun frá 46. Flokksþingi Alþýðu- flokksins, 1992, blaðsíða 65. Síðasta máls- grein sömu síðu um gmndvallaratriði. (I) Samþykkt ályktunar á flokksstjómar- fundi Alþýðuflokksins á Hótel Sögu, 29. janúar 1993. Til þess að hafa gmndvöll að vinna út frá þá gerum við ráð fyrir eftirfarandi stað- reyndum: I. Að fiskveiðar séu undirstöðuatvinnu- vegur sjávarplássa í landinu. II. Áð flest bæjarfélög í landinu em sjávarpláss. III. Að kvóti hafi farið á flakk milli byggðarlaga. IV. Að fari kvóti úr sjávarplássi þá muni það korna niður á afkornu staðarins. V. Að kolkrabbinn er þjóðhagslega hættuleg ófreskja sem þnfst á kvóta. Ég er alveg viss um að allir landsmenn eru sammála unt þessar staðreyndir, og er það því hulin ráðgáta bæði mér og öðmm, hvers vegna ekki er tekið meira tillit til þessara staðreynda við fiskveiðistjórnun landsmanna. Það er eins og einhver ósýni- leg hönd stöðvi allar tilraunir til breytinga (eða er það kannski armur?). Til þess að fá vinnufrið með tillöguna þá em allir einkahagsmunir settir út af borðinu og eftirlátnir þeim til skoðunar sem telja sig bera þá sérstaklega fyrir brjósti. Tillöguna, sem er hér á síðunni í ramma, geri ég að sjálfsögðu með fullri virðingu fyrir þeim ráðamönnum sem ekki sjá skóg- inn fyrir trjánum. Það væri gott að heyra álit lands- byggðarinnar á þessari hugmynd, svo hægt sé að draga frekari ályktanir og hugsanlega hrinda í framkvæmd áætlun til úrbóta. Það er nokkuð líklegt að tilvist sjávar- plássana yrði nokkuð vel tryggð ef plássin gætu haft tryggar tekjur af kvótanum í formi vinnslu heimamanna og leigu, og það að hafa eitthvað að segja um hvernig kvót- anum sé ráðstafað. Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrverandi sjómaður. Tillaga til úrbóta í fiskveiðistjómarmálum (1) Fiskveiðistjórn úthlutai' kvóta til byggðarlags í samræmi við sögulega og landfræðilega afstöðu byggðarlagsins til fiskimiða þeirra tegunda sem kvótinn tekur til. (2) Úthlutuðum kvóta bæjarfélagsins skal bæjar- félagið leigja til starfandi lögaðila í sjávarútvegi þar sem heimamenn hafi forgang. (3) Leigan skal vera formsatriði og upphæðin bundin í reglugerð. (4) Bæjarfélagið skal hafa heimild til þess að segja upp með fyrirvara, afturkalla og eða ógilda leigusamning á kvóta við lögaðila hvenær sem bæjarfélaginu þykir réttmæt ástæða til, svo sem við niðurfellingu á leigugreiðslum til bæjarfélagsins. (5) Tæknilega kemur kvóti heim í hérað við byrj- un hvers fiskveiðiárs til endurskoðunar og endur- nýjunar á leigusamningi, sem endurnýjast sjálf- krafa ef honum hefur þá ekki verið sagt upp með fyrirvara eins og reglugerð segir til um. (6) Bæjarfélag getur ekki selt öðrum kvótann, eða afsalað sér á annan hátt kvótanum, né notað kvót- ann sem veð. (7) Bæjarfélag má ekki stunda útgerð byggða á þessum kvóta. (8) Bæjarfélag getur sett skilyrði um meðferð og löndun kvóta í leigusamning til þess að tryggja af- komu og atvinnu í bæjarfélaginu. (9) Geti heimamenn ekki nýtt sér forgangsrétt sinn þá má bæjarfélagið leigja kvótann til utanað- komandi lögaðila (með fyrirvörum bæjarfélags). (10) Kvótinn er af breytilegri stærð og samsetn- ingu eftir ákvörðun fískveiðistjómar. (11) Kvótinn er alfarið undir forsjá bæjaifélagsins og er úthlutað til bæjarfélagsins af fiskveiðistjórn eftir fyrirfram ákveðnum reglum um magn (kvóta) og samsetningu. (12) Forræði kvótans má ekki færa úr byggðar- laginu. (13) Leigutaki skal greiða umsamda leigu til bæj- aifélagsins í réttu hlutfalli við veiddan aíla eftirá við uppgjör (á markaði). (14) Leigutaki má framleigja og versla með kvót- ann með fyrirvara um rétt bæjarfélags. (15) Réttindi leigutaka til kvótans og allir aðrir samningar um kvótann falla niður við vanhöld á greiðslum til bæjarfélagsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.