Alþýðublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 8
ÍS A 1 T § ll UM AÐSKILWAD BÍKIS OG KIRKJU upplýsingar og skráning stofnenda JSjörgvin s: 95-22710 [kl. 17-19) J MMBUBLMD UM ADSKILNAÐ RÍKIS OG KIRKJU upplýsingar og skráning stofnenda vBjörgvin S* 95-22710 (kl. 17-19) Fimmtudagur 24. mars 1994 47. TOLUBLAÐ - 75. ARGANGUR Tryggmgastofhun ííkisins: Bætur greiddar fyrir páska „ÉG RÆDDI við fjár- málaráðherra um að bæt- ur Tryggingastofnunar yrðu greiddar út fyrir páska eða þann 30. mars. Lögum samkvæmt á að greiða bæturnar þriðja virka dag hvers mánaðar en vegna páskanna hefði það þýtt að greiðsla hefði frestast til 7. apríl. Ég held að þeir sem fá greiddar bætur megi síst við drætti á útborgun og á ekki von á öðru en það takist að leysa málið enda tók fjármála- ráðherra því vel,“ sagði Guðmundur Arni Stefáns- son heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra í samtali við blaðið. í framhaldi af þessum við- ræðum ritaði Guðmundur Ámi bréf til Friðriks Sophus- sonar þar sem hann áréttaði beiðni um útborgun fyrir páska til bóta-, lífeyris- og tryggingaþega Trygginga- stofnunar ríkisins. Þessar greiðslur munu nema um 1.250 milljónum króna. „Mér fmnst eðlilegt að gera allt sem hægt er til að greiða bætumar út fyrir páska og bendi á að starfs- menn ríkisins fá greidd laun fyrir páska. Hér er fyrst og fremst um að ræða tæknilega útfærslu og ég á ekki von á öðm en hún gangi eftir því viðbrögð fjármálaráðherra vom jákvæð,“ sagði Guð- mundur Ámi Stefánsson heilbrigðis- og tryggingaráð- GUÐMUND UR ÁRNI STEFÁNSSON: „Mér finnst eðlilegt að gera allt sem hœgt er til að greiða bæturnar út Jyrir páskaN Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Harðskeyttur íslenskur umhyerfísmálastjóri í sænska bænum Landskrona: Högni Hansson saumarað bensínstöðvum - og vill skikka þær til að selj a aðeins umhverfisvænt - blýlaust - bensm HÖGNI HANSSON, umhverfismálastjóri í Land- skrona stendur í ströngu um þessar mundir. Fax-mynd HÖGNI HANSSON, 48 ára Islendingur, umhverfis- málastjóri í Landskrona, í Suður-Svíþjóð, hefur tekið í hornin á bensínstöðvum þar í bæ og vill skikka þær til að selja einvörðungu umhverfisvænt, blýlaust bensín í stað venjulegs mengandi eldsneytis. Hann segir að JO, Justitsombuds- mannen, eða Umboðsmað- ur sænska þingsins, hafi ekkert vit á þessum málum í blaðagrein sem birtist ný- lega. Þessi tillaga umhverfis- málastjórans hefur vakið ýmsar geðshræringar í land- inu og meðal annars hefur embætti Umboðsmanns, sem er fima sterkt í Svfþjóð, neit- að svipuðum ráðagerðum. Bensínsalar hafa þó tekið. þessum tíðindum með mestu ró að sögn Högna. „Embætti Umboðsmanns- ins hefur ekkert vit á þessum málum“, segir Högni Hans- son, þar halda menn að yfir- völd á hverjum stað megi ekki skipta sér af söluaðilum sem hafa aðsetur utan sveitar- félagsins. En eigendur bens- índæla ákveða ekki sjálfir hvaða bensín þeir eiga að selja. Það gerir olíufélagið sem afgreiðir bensínið, og það er ekki til hér í bæ. Þá verðum við að grípa inn í hjá þeim sem ákveður hvaða eldsneyti á að setja á dælurn- ar...“, segir Högni Hansson hinn galvaski íslenski um- hverfismálamaður í ferju- bænum sænska. Verkefnisstjóri til undirbúnings fræðslustofnunar um náttúru íslands Samstarfshópur á sviði náttúruverndar, ferðaþjónustu og fræðslu vill ráða verkefnisstjóra til að undirbúa starfsemi fræðslustofnunar á háskólastigi sem ætlað er að bjóða erlendum vísindamönnum, námsmönnum og áhugafólki fræðslu um náttúru íslands og ef til vill síðar um önnur efni. Verkefnisstjórinn skal hafa staðgóða þekkingu á náttúru íslands, helst vera menntaður í náttúrufræðum eða hafa aflað sér þekkingar á því sviði með öðrum hætti. Hann skal vera framtakssamur, vanur að vinna sjálf- stætt og hafa reynslu af alþjóðlegum samskiptum. Starfið er tímabundið, miðað er við að undirbúningur verkefnis hefjist í apríl (hlutastarf ef til vill í byrjun) og verkefninu verði lokið í desember 1994. Launakjör miðast við laun háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Umsóknarfrestur er til 5. apríl. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást íTæknigarði, Dunhaga 5,107 Reykjavík. Sími 694920.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.