Alþýðublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 24. mars 1994 FLOKKSSTARFIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Mand - sækjum það heim! Island Síckjum þaö hcim! Island Sækjum þaö hcim! Island þSaf&! Island Sækjum þaö heim! ísland Sækjum þaö hcim! . I 1 l%jr - -~/rr Island Sækjum þaö heím! Island Sækjum þaö heim! JT '“L . tD Island Sækjum það hcim! Island Sækjum þaö heim! % 8 > C‘» t ísland Sækjum þaó heim! . 4 ísland Sækjum það heím! Island Sækium þaó heim! ÁTAKSVERKEFNI í íslenskri ferðaþjónustu undir heitinu íslandsferð fjölskyldunnar 1994 er hafið. Hugmyndin að baki íslandsferðinni er að livetja landsmenn tilþess að njóta eigin lands á 50 ára afmœlis- ári íslenska lýðveldisins og hinu alþjóðlega AriJjölskyldunnar. Það er ráðuneytiferðamála, samgönguráðu- neytið, sem stendur að íslandsferðinnL Undir slagorðinu „Island - scekjum það heim“ verða landsmenn hvattir til að ferðast um eigið land, njóta náttáru og menningar, sveita, bœja og borgar, heimsœkja leikhús og listasöfn, fara í sund eða á völlinn og svo mœtti lengi telja. Með þessu móti er unnið að því markmiði að styrkja heimamarkað íslenskrar ferðaþjónustu, hvarvetna á landinu, sem er nauðsynleg forsenda öflugrar sóknar á erlenda markaði. Fjölmargir ólíkir aðilar munu leggja hönd á plóginn við að gera þetta verkefni að landsátaki. Samgönguráðuneytið mun standa að skipulagningu og almennu auglýsinga- og kynningar- starfi en helstu bakhjarlar átaksins eru Olíufélagið hf. og Mjólkursamsalan. Sveitarfélög, fyrirtœki íferða- þjónustu,félagasamtök ogfleiri munu síðan tengjast verkefninu með beinum og óbeinum liœtti. A meðfylgj- andi mynd má sjá nokkur dœmi um auglýsingar sem gerðar hafa verið í tengslum við átakið. FFJ - Félag frjálslyndra jafnaðarmanna: Island eitt Norðurlanda utan Evrópusambandsins? Undanfarnar vikur hefur atburðarásin verið hröð í þróun Evr- ópumála. íslendingar standa nú frammi fyrir óvæntum spurn- ingum. Hvers virði er samningurinn um hið Evrópska efnahags- svæði (EES) nú? Fórnum við sjálfstæði og sjálfræði innan Evr- ópusambandsins (ESB)? Eitt stærsta ríkjasamband veraldarsög- unnar er að verða til. Eiga íslendingar að taka þátt í mótun nýrr- ar Evrópu innan ESB? Hvernig ber að meta þá staðreynd að ekkert ríki, fyrir utan Grænland, hefur enn gengið úr Evrópu- sambandinu og mörg ríki bíða inngöngu? Eigum við að undir- búa aðildarumsókn? Er ESB einungis skriffinnska og valdaafsal, fyrst og fremst stutt af kerfisfólki í Brússel og þröngum sérhags- munurn einstakra atvinnugreina? Eigum við fremur að snúa okkur vestur og efla samskipti við Bandaríkjamenn? Er hægt að breyta EES-samningnum í tvíhliða samning? Hvaða viðbótarkostir eru fólgnir í ESB-aðiId? Munu stnáþjóðir hafa nokkur áhrif innan ESB í reynd? Er spennandi og raunhæft fyrir íslendinga að taka þátt í breytingum næstu áratuga í ESB eða eru sáttmálar þess algjörlega andstæðir hagsmunum íslend- inga? Til að varpa ljósi á þessu brýnu mál efnir Félag frjálslyndra jafnaðarmanna til fundar á Kornhlöðuloftinu, fímmtudaginn 24. mars klukkan 20.30, með fjórum viðmælendum sem nálgast viðfangsefnið frá ólíkum sjónarhornum: JÓN BALDVIN HANNIBALSSON, utanríkisráðherra og fomiaður Alþýðu- flokksins, fjallar um hvort staða íslands hafi gerbreyst í ljósi samninga þriggja Norð- urlanda. Batna lífskjör hér á landi við inngöngu í ESB? Er Alþýðuflokkurinn með sérstöðu í þessu máli? Hvað takmörk setur aðild að ESB okkur í efnahagsstjórn, við- skiptasamningum við ríki utan ESB og við mótun sjálfstæðrar utanríkisstefnu? Geta íslendingar beðið rólegir í nokkur ár, rætt málin ítarlega innanlands og kosið um stefnur og leiðir? VALGERÐUR BJARNADÓTTIR, starfsmaður EFTA í Briissel, fjallar um möguleika Islands til að ná hagkvæmum samningum við ESB og hafa áhrif innan þess. Hagnast íslendingar á aðild að ESB umfram tvíhliða samning í anda EES? Er það einungis spurning um pólitískt hugrekki að tala fyrir aðild að ESB? Hvernig met- ur hún líklega þróun í Evrópu? HALLDÓR ÁSGRÍMSSON, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokks- ins, íjallar um sjávarútvegssamning Norðmanna og mögulcika okkar að ná viðun- andi samningum við ESB. Hvernig verður sjávrútvegsstefna ESB eftir 10 ár? Hvaða áhrif hefur aðild að ESB á landbúnað og sjávarútveg og hinar dreifðu byggðir lands- ins? Erum við að einskorða okkur við að vera fiskveiða- og fiskvinnsluþjóð með því að vera utan ESB? Takmarkar sú afstaða áhuga erlendra fjárfesta á íslandi? SIGMUNDUR GUÐBJARNASON, prófessor og fyrrum rektor Háskóla ís- lands, fjallar um sjálfstæði íslensku þjóðarinnar innan eða utan ESB? Er ástæða til að óttast menningarlega einangrun við breyttar aðstæður í Evrópu? VILHJÁLMUR ÞORSTEINSSON, ritari Félags frjálslyndra jafnaðarmanna, verður fundarstjóri. Að loknum framsöguerindum verða fyrirspurnir og umræður. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um stjómmál og lýkur honum klukkan 23.00. Fundargjald er 500 krónur. JÓN VALGERÐUR. HAUDÓR. SIGMUNDUR. VILHJÁLMUR. BALDVIN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.