Alþýðublaðið - 12.04.1994, Page 3

Alþýðublaðið - 12.04.1994, Page 3
Þriðjudagur 12. apríl 1994 ______________TIPINPI Hrossakaupin söm við sig: ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Kammersveit Hafnarfjarðar í tónkikaferð til Englands og Rúmenúi Miðvikudaginn 13. apríl klukkan 20.30 heldur Kamm- ersveit Hafnarfjarðar tón- leika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Á efnisskrá hljómsveitar- innar verða eingöngu ný ís- lensk tónverk sem sérstaklega hafa verið samin fyrir hljóm- sveitina í tilefni af tónleika- ferð hennar til Englands og Rúmeníu. Verkin sem frum- flutt verða eru Flug fjórtán sérhljóða eftir Atla Ingólfs- son, Svíta úr ópemnni Leggur og skel eftir Finn Torfa Stef- ánsson og Þulur eftir Pál P. Pálsson. Að tónleikunum : loknunt heldur hljómsveitin til Englands þar sem hún heldur tónleika 15. aprfl í Sa- int Giles, Barhican Center í London. Að því loknu heldur hljómsveitin til Rúmeníu þar sem henni hefur verið boðið að taka þátt í alþjóðlegri tón- listarhátíð nútímatónlistar sem kennd er við Bacau. í Rúmeníu heldur hljómsveitin tónleika 21. apríl á sérstökum FORMAÐUR Félags hrossabænda viðurkennir að við útflutning hrossa frá íslandi séu stundaðar fak- túrufalsanir og að „ein- hverjir svartir peningar“ séu þar í gangi. „Eg hef reyndar stundum sagt að menn þurfi kannski ekki að hafa verulegar áhyggjur af því, þeir peningar sem koma svona inn í landið eru örugglega skattlagðir í ann- arri umferð. Hins vegar er því ekki að leyna að við í stjórninni höfum áhyggjur af þessu og við erum að vinna að því núna að þetta verði fært til betri vegar“, segir Bergur Pálsson, bóndi í Hólmahjáleigu í Landeyj- um, í opinskáu viðtali við Eiðfaxa. Bergur segir að mörg ljón séu í veginum í þessum efn- um. Þannig em háir tollar á hrossunum inn í löndin, og jafnvel 10-25% virðisauka- skattur að auki, sem leggst of- an á söluverðið. Því sé það krafa flestra kaupenda „að ekki sé gefið upp of hátt kaupverð svo tollurinn verði sem lægstur". Segir Bergur að það sé eitt svekkelsið varðandi EES- samningana að þetta mál skyldi ekki tekið upp. Það SKÚLl EGGERT ÞÓRDARSON, skattrannsóknarstjóri, - tekur ekki ttndir skoðanir fonnanns hrossahænda um svörtu peningana. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason hafi hreinlega gleymst, en unnið sé nú að því að fá tolla lækkaða, sem gangi þó hægt. Þá sé einnig unnið að því að fá menn til að nota réttar tölur við hrossaverslunina. Skúli Eggert Þórðarson, skattrannsóknarstjóri, sagði í samtali við Alþýðublaðið í gær að hann gæti ekki fallist á þessa skoðun formanns hrossabænda. „Ég get svarað þessu sem svo að við höfum mikinn áhuga á að uppræta hverskon- ar svarta atvinnustarfsemi. Og því er ekkert að leyna að hún á sér víða stað í viðskipt- um með hross, meðal annars í útflutningi þeirra. Um þessi ummæli formannsins get ég lítið sagt annað en að það er rétt að þama leikur gmnur á að fram fari starfsemi með svarta peninga. Auðvitað er ekki hægt að fullyrða neitt um að þetta svarta fé komi til skattlagningar í annarri um- ferð, peningar geta haldið áfram á svarta markaðnum og endað með þvf að flytjast til útlanda", sagði Skúli Eggert Þórðarson. í viðtalinu við Berg Páls- son var hann spurður um ým- is vandræðamál önnur, meðal annars hvort það væri rétt að rússneska Mafían hafi komist með puttana í hrossaútflutn- degiáhátíðinnisemtileinkað- leikarar þátt í tónleikaferðinni Stjómandi Kammersveitar ur er tónlist frá Norður-Evr- en einsöngvari verðurSverrir Hafnarfjarðar er Orn Osk- ópu. Alls taka 14 hljóðfæra- Guðjónsson kontratenór. arsson. ing til Litháen. Formaðurinn svarar því ekki beint, en segir að Rússar sem áttu að af- greiða flugvél með hrossin hafi stöðvað hana í 17 tíma og viljað fá eldsneytið greitt með dollumm. Hann segir að í Lit- háen hafi verið tekið á leigu samyrkjubú og hugmyndin sé að þaðan verði dreifing á íslenskum hrossum til nágrannalandanna auk þess að selja hrossin innan Litháen. BERGUR PÁLSSON, formaður Félags hrossabœnda - telur að svörtu peningarnir komi til skattlagningar í annarri untferð. Virðisauki á matvæli: Lækkunin hefur skilað sér OLL tíl neytenda - segir hagdeild Alþýðusambands íslands AD BEIÐNI og í sam- vinnu við ASÍ, BSRB og Neytendasumtökin gerði SamkeppnLsstofnun verð- könnun í yfir eitthundrað verslunum í nóvember síðast liðnum og svo á sömu vörum í söniu versi- unum síðari hluta janúar og í febrúar. Þessar vcrsl- anir eru staðsettar um allt land. Meðaltals vcrð- lækkun í þcssum tiltcknu verslunum yar 6,7%. Hagdeiid ASÍ scgir þctta sýna að lækkun virðis- aukaskatts á matvælum hafi í hcild gengið eftir eins og best var á kosið. Frá því að samið var um lækkun á virðisaukaskatti á matvælum hefur Alþýðu- sambandið lagt mikla áhcrslu á að fylgjast með verðþróun og jafnfrantt að l'ylgja verðlækkunum eftir í verslunum svo virðisauka- skattslækkunin skilaði sér að fullu til neytenda. Sem fyrr segir var niður- staða Samkeppnisstofhunar sú að verðlækkun í tiltekn- um verslunum hafi verið 6,7%. Ætla má að forsend- ur til verðlækkunar á þeim vörum sem komu lil skoð- unar hafi verið að meðaltali um 7% sem er lítillega hæm tala en niðurstöðumar úr könnun Samkeppnis- stofnunar. I frétt frá ASÍ segir að það sé athyglisvert að verð á landsbyggðinni virðist ekki hal'a lækkað minna en á höfuðborgar- svæðinu þvert á spár þar um. Áætlað var að matvæli í framfærslu vísilölunni myndu lækka unt 4,5% að meðaltali ef virðisauka- skattslækkunin kæmi fram að l'ullu í lækkúðu verði. Miðað við samanburð á matvælum í fratnfærslu- vísitölunni frá nóvember 1993 til mars 1994 hafa matvæli lækkað f verði sem nemur4,67%. Ef tekið er tillit til þekktra verðbreytinga á nokkrum matvælategund- um má rekja þangað um 0,5% verðlækkun. Þar tncð stendur eftir um 4.2% verð- lækkun sem skal bera sam- an við áður nefndar for- sendur til lækkunar upp á 4,5%. Hér stendur því út af um 0,3% sem er svipaður mismunur í prósentustigum og var í niðurstöðunum úr könnun Samkeppnisstofn- unar. Sá mismunur sem er á áætluðum forsendum til verðlækkunar og á raun- verulegum verðlækkunum er svo lt'till þegar liúð er til hækkunar kostnaðartilelna svo sem erlendrar verð- bólgu á innflutt matvæli og hækkunar tryggingargjalds unt áramót, að ekki cr luegt að segja annað en lækkun virðisaukaskatts á matvæl- unt hafi í heild gengið eftir cins og best var á kosið. segir í frétt ASÍ. Svartír peningar í hrossaútflutningi .þeir peningar sem koma svona inn í Iandið eru örugglega skattlagðir í annarri umferð“, segir Bergur Pálsson formaður Félags hrassabænda en segir unnið að því að mál verði færð til betri vegar - Skattrannsóknarstjóri fellst ekki á kenningu hrossabænda

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.