Alþýðublaðið - 12.04.1994, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 12. apríl 1994
BÆKUR
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5
*
KafU úr „Frumhetjunum“, sögu AA-samtakanna á Islandi 1948 til 1964, þar sem
segirfrá JÓNASI GUÐMUNDSSYNl, einum helsta forvígismanni samtakanna:
Jónas varað undkbúa
sjálfsvíg vegna drykkju
- þegar honum tókst að losna undan bölvun ofdrykkjunnar með hjálp bœnarinnar
AA-ÚTGÁFAN hefur gefið út bókina Frum-
herjarnir - Saga AA- samtakanna 1948-1964 -
sem rituð er af Ingólfi Margeirssyni rithöfundi. I
bókinni er að finna kafla um Jónas Guðmunds-
son sem var einn helsti forvígismaður AA-sam-
takanna og frumkvöðull áfengislækninga á
þeirra vegum. Jónas þekkti böl ofdrykkjunnar
af eigin raun en hér á eftir segir frá því þegar
hann náði tökum á áfengissýkinni:
.Jónas segir, að í ársbyrjun 1940 hafi sér verið
orðið það ljóst að hann gat ekki látið það vera að
drekka: „Eg var með öðrum orðum orðinn of-
drykkjumaður. Það er voðalegt að gera slíka upp-
götvun, miklu voðalegra en orð fá lýst. Mér lá við
sturlun stundum, sérstaklega þegar ég var einn. Ég
braut heilann um það, hvað ég gæti gert. Mér var
ráðlegt að fara á miðilsfundi. Ég gerði það, en það
hafði enga þýðingu. Drykkjuskapurinn fór vaxandi
jafnt og þétt.“
Einn daginn hugkvæmdist Jónasi að fara á fund
Þórðar Sveinssonar læknis, sem þá var hættur að
gegna læknisstörfum á Kleppi og sestur í helgan
stein. Eftir að hafa hlustað á sögu Jónasar sagði
Þórður honum að það væri aðeins ein höfuðástæða
fyrir drykkjuskap manna; of náið samband við lágar
verur, sem eru á sveimi á jörðinni og ná með ein-
hverjum hætti sambandi við næmgeðja menn. Jónas
vísaði í huga sér þessari skýringu læknisins frá sér,
því þrátt fyrir áhuga sinn á dulfræðum var hann al-
inn upp í þeirri trú að yfimáttúrulegir hlutir væm
hégómi einn.
Jónas lagði hins vegar við hlustir þegar Þórður
læknir sagði honum að það væri erfiðara íyrir þess-
ar verur að ná sambandi við menn ef þeir væru með
hreinan líkama. Þess vegna væri nauðsynlegt fyrsta
stig lækningar að „hreinsa" líkamann með heitum
böðum. Þetta fannst Jónasi ekki fráleit tillaga og tók
að stunda heit böð með góðum árangri: „Ég bragð-
aði nú ekki vín frá því í júh' að ég kom til Þórðar, og
fram á haust 1940.“ Jónas tók einnig eftir því að
þessu tímabili fylgdi vellíðan og að hann var eins
og ósjálfrátt farinn að þakka Guði í huganum að
dagurinn hafði liðið án þess að hann neytti áfengis.
Hingað til hafði Jónas stundað böðin undir eftir-
liti Þórðar læknis en nú sleppti doktorinn hendinni
af sjúklingi sínum og sagði að hann yrði að standa á
eigin fótum í framtíðinni.
Skömmu síðar fór Jónas að drekka á nýjan leik
og ágerðist drykkjan stöðugt. Orð Þórðar læknis um
„lágu verumar" sóttu á Jónas og hann fór smám
saman að trúa þeim. Jónas tók að sækja miðilsfúndi
til að leita sér lækninga við drykkjuskapnum. En
ekki minnkaði drykkjan og Jónas fór að trúa því, að
vemmar næðu stöðugt fastari tökum á sér:
„Loks rann það upp fyrir mér, seint á árinu 1943,
að drykkjuhneigð mín væri ólæknandi með öllu og
fyrir mig væri þess vegna aðeins ein leið til, og hún
var sú, að fyrirfara mér.
Ég ákvað með sjálfum mér að gera það með
þeim hætti, að það yrði skoðað sem slys. Þegar ég
var ódmkkinn, sóttu þessar hugsanir mjög að mér,
en það hvarflaði aldrei að mér, þegar ég var dmkk-
inn.
Ég gekk frá öllu eins vel og ég gat, sem snerti
fjármál mín og framtíð fjölskyldu minnar, því ég
vildi ekki að sá blettur félli á hana, að ég hefði fyr-
irfarið mér, heldur hitt, að ég hefði dáið af slysni,
eins og svo margir aðrir."
Jónas undirbjó alla hluti fyrir sjálfsvígið og gekk
að þeim hlutum af þeirri elju og nákvæmni sem
honum var meðfædd. Hann seldi bókasafn sitt og
aðra lausa muni, húsið sitt á Sólvallagötu 32a en
keypti íbúð á Miklubraut 9 í staðinn, „sem hæfði
betur fjölskyldu minni þegar ég væri horfinn", eins
og hann orðar það í grein sinni, „enda var það svo
að ég gat með þessu móti haft svo mikið handbært
fé, að við gátum átt eftir skuldlausa íbúð, sæmilega
stóra. Ég gekk nú að þessu eins og hverju öðm
verki. Auðvitað þurfti ýmsu við að gera og margs
konar „skýringar“ að búa til úl af þessari ráða-
breytni, en ég hafði þær á takteinum - allar aðrar en
þá einu sem rétt var“.
Skömmu eftir að Jónas hafði selt hús sitt á Sól-
vallagötunni, greitt skuldir sína og var á lokastigi
undirbúningsins fyrir sjálfsvígið kom maður nokkur
í heimsókn til hans. Jónas kannaðist við manninn,
eins og flestallir aðrir Reykvíkingar, en hafði aldrei
talað við hann áður. Maðurinn var Sigurður Svein-
JÓNAS GUÐMUNDSSON ráðuneytisstjóri.
Haitn var einn þriggja frumkvöðla að stofnun
AA-samtakanna á Islandi. Jónas þekkti böl of-
drykkjunnar af eigin raun og hér á síðunni seg-
irfrá því þegar hann náði tökum á áfengissýk-
inni, meðal annars fyrir tilstuðlan bœnarinnar.
arlaus á rneira áfengi. Jónas drakk því flöskuna
einn. Þá gerðist hið undarlega hann fann ekkert á
sér. Klukkan var orðin um þrjú síðdegis og Jónas
hélt heirn á leið og lagðist til svefns. Um sexleytið
vaknaði hann aftur við það, að honum fannst hann
heyra rödd sem skipaði honum að fara á stúkufund.
Hann fór um kvöldið á stúkufund, en stúkan „Ein-
ingin“ átti þá 59 ára afmæli. Jónas hafði stundað
stúkufundi um árabil án teljandi árangurs og verið
enduireistur ótal sinnum.
Jónas þekkti engan á þessum stúkufundi og fór
heim að honum loknum. Á heimleiðinni velti hann
því fyrir sér, að sennilega myndi ekki líða á löngu
uns hann drykki á nýjan leik. Þessi hugsun yfirbug-
aði Jónas og þegar heim kom fannst honurn öllu
vera lokið: „Þetta kvöld bað ég heitt og innilega til
Jesú Krists, að losa mig undan bölvun ofdrykkjunn-
ar lyrir fullt og allt. Ég vann þá, að Hann var mér
nálægur
Fjórum dögum síðan fór Jónas á fund í stúkunni
Verðandi og þar hitti hann Pétur Zópóníasson, „en
hann og Þorsteinn J. Sigurðsson höfðu ávallt látið
sér annt um að ég hyrfi af drykkjumannsbrautinni,
þó að ráð þeirra og hjálp hefði til þessa öll verið til
ónýtis." Pétur rétti Jónasi bréf með sérstökum kúr
sem kunningi hans hafði Iátið honum í té, og átti að
hjálpa drykkjumönnum sem vildu hætta að drekka.
Kúrinn reyndist vera í 33 liðum, ein regla fyrir
hvem dag, þar sem mest var lagt upp úr böðum og
ströngu bindindi á vín, tóbak og kaffi. Jónas tók við
33 daga kúmum með glöðu geði og fylgdi honum í
hvívetna, samfara því að hann bað Jesúm Krist á
hveijum degi um laus frá drykkjuskapnum.
bjömsson trúboði, alltaf kallaður Siggi á kassanum
eða „kallinn á kassanum" vegna þess að hann stóð
jafnan á kassa á Lækjartorgi og þmmaði hinn
kristna boðskap yfir áheyrendur sína.
Jónasi leið fremur illa þegar Sigurð trúboða bar
að garði. Hann var að jafna sig eftir drykkjutúr en
hleypti þó gestinum inn. Prédikarinn á kassanum
hafði lesið í Vörðubrotum, bók sem Jónas hafði ný-
verið sent frá sér, og hafði að geyma hugleiðingar
höfundarins um pýramídafræði og spádóma. Brátt
barst samtalið að trúmálum. Sigurður tók að ræða
um þýðingu bænarinnar, sérstaklega fyrir þá sem
ætluðu sér að skilja Heilaga ritningu. Jónas dró úr
þýðingu bænarinnar og sagði eitthvað á þá leið, að
hann hefði aldrei hlotið bænheyrslu:
„Þá er það sem Sigurður horfði á mig stundar-
kom og segir síðan: „Hvemig biðurðu?" „Auðvitað
bið ég Guð,“ svaraði ég samstundis. „Mig gmnaði
þetta,“ segir Sigurður. „Þú átt að biðja Jesú Krist að
hjálpa þér,“ sagði hann. ,Jesú Kristur hefur lofazt
til að hjálpa þeim, sem hans leita af öllu hjarta, og
hann hefir aldrei bmgðist neinum, sem það hefir
gert.“„
Jónas taldi einu gilda hvort beðið væri til Guðs
eða Jesú Krists en reyndin væri nú sú, að hann
hefði aldrei beðið Jesúm Krist um hjálp. Sigurður
hvatti Jónas að biðja framvegis Jesúm Krist um
hjálp og sagðist vera reiðubúinn að biðja með hon-
um strax:
„Það varð svo úr, að við Sigurður kmpum niður
og hann bað til Jesú Krists um hjálp handa mér.
Sjálfur játaði ég breyskleika minn og yfirsjónir og
bað um hjálp og náð.
Ég hafði oft beðið áður heilt og innilega til Guðs,
eins og allir drykkjumenn margsinnis gera, sem sjá
hyldýpi örvæntingarinnar framundan og rústir hmn-
inna vona alls staðar umhveríis sig, en þetta var í
fyrsta sinn, sem ég bar Frelsara minn, Jesú Krist,
um hjálp gegn drykkjuskaparástríðu minni.“
Jónas hætti þó ekki diykkjuskapnum. Hins vegar
neyddist hann til að hætta að nota neftóbak og ann-
að tóbak sakir mikilla hnerra sem sóttu að honum.
Afeitrun frá tóbakinu létti hins vegar ekki vanlíðan
hans í IJötrum áfengisins.
Þann 17. nóvember 1944 vaknaði Jónas f íbúð
sinni á Miklubrautinni, ilia haldinn eftir drykkjunótt
í Keflavík. Það rann upp fyrir honum að nú væri
honum ekkert að vanbúnaði að fremja sjálfsmorðið
margskipulagða. Hann klæddi sig og fór út með
fulla flösku af sérríi. Hann ætlaði að drekka allan
daginn og láta svo skeika að sköpuðu. Hann heim-
sótti drykkjufélaga frá kvöldinu áður, en sá var lyst-
„Nú gekk ágætlega. Með hvetjum degi sem leið
varð líðan mín betri og lífið léttara. Það hvarflaði
aldrei að mér að drekka vín né neyta tóbaks. Ég bað
Jesú Krist á hverjunt morgni um hjálp þann daginn
og þakkaði honum á hverju kvöldi fyrir hjálpina.
Ég vann mjög greinilega, að nú var einhver innri
breyting orðin í lífi mínu. Nú kom mér ekki lengur
til hugar að fyrirfara mér, sem ég hafði verið svo
ákveðinn í áður. Nú réð sú hugsun ein, að sigrast að
fullu og öllu á drykkjuskapnum og bæta fyrir það,
sem ég hafði áður misgjört. Með einhveijum dular-
fullum hætti var ég orðin NÝR MAÐUR.“
Jónas Guðmundsson hafði fundið AA-leiðina
upp á eigin spýtur.
Líkt og þjáningarbróðir hans vestanhafs, Bill
Wilson, hafði Jónas orðið fyrir trúarlegri eða and-
legri reynslu, sem varð undirstaða þess að hann lét
af drykkjuskap. „Sjálfúr var ég í engum efa um, að
á mér hefði gerzt hreint kraftaverk, og ég var heldur
ekki í neinum efa um að það, hver hafði gert þetta
undursamlega kraftaverk. Það var enginn annar en
Jesús Kristur, sem ég hafði leitað til í neyð minni,
þegar öll sund voru lokið," skrifar Jónas. Og á öðr-
um stað segir hann: „Jarðnesk hjálp stoðar lítið til
þess að ráða niðurlögum drykkjuástríðunnar. Að-
eins andleg hjálp dugar.“
Þeir dr. Bob Smith og Bill Wilson höfðu átt lang-
ar samræður um grundvallarleiðir og hugmynda-
fræðina að nýrri leið út úr áfengissýkinni, svo-
nefndri AA-leið, og Bill hafði tekið þær hugmyndir
saman f hinum tólf reynslusporum AA.
Jónas Guðmundsson hafði komist að nær ná-
kvæntlega sömu niðurstöðu án þess að hafa nokk-
um tíma heyrt getið um dr. Bob eða Bill eða AA-
samtökin og hugmyndafræði þeirra.
Jónas hafði m.ö.o. fylgt megininntaki reynslu-
sporanna án þess að hafa minnstu hugmynd um að
þau væri til: Hann hafði viðurkennt vanmátt sinn
gagnvart áfengi og að honum var orðið um megn
að stjóma eigin lífi. Hann fór að trúa því að æðri
máttur gæti gert hann heilbrigðan að nýju, og hann
fól líf sitt handleiðslu æðri máttar, sem í augum
Jónasar var fyrst og fremst Jesús Kristur. Jónas ját-
aði afdráttarlaust fyrir Jesú og sjálfum sér yfirsjónir
sínar, skráði misgjörðir sínar og var fús til að bæta
fyrir þær. Og Jónas leitaðist með bæn og hugleiðslu
við að styrkja vitundarsamband sitt við guð, sem
samkvæmt skilningi hans á honum var fyrst og
fremst vitundarsambandið við Jesúm Krist. Upp frá
þessu bað Jónas daglega:
„A hverjunt degi og hverju kvöldi síðan liefi ég
beðið Jesú Krist um vemd og þakkað Honum hjálp-
ina, og ég veit, að meðan ég geri það, mun hún
verða veitt mér áfram." Og á öðrurn slað segir Jón-
as: „Ég var sannfærður unt, að það var fyrst og
SIGURÐUR SVEINBJÖRNSSON trúboði -
Siggi á kassanum - predikar á Lœkjartorgi. Sig-
urður kenndi Jónasi að biðja Jesú um að lœkna
sigfrá drykkjusýkinni. Fyrir tilstuðlan Sigurðar
varð Jónas fyrir þeirri andlegu reynslu sem
leiddi til þess að hann hœtti að drekka.
fremst bæn mín til Jesú Krists, sem hafði bjargað
mér.“
Árangur edrúmennskunnar varð Jónasi andleg
vakning og ekki leið á löngu uns hann tók að flytja
öðmm alkóhólistum boðskapinn.
Jónas varð fyrir þeirri einstæðu reynslu léttis og
lífsgleði sem flestallir áfengissjúklingar upplifa er
þeir finna að drykkjusýkin hefur sleppt af þeim tök-
unum:
„Það var dásamlegt að vera laus við drykkju-
hneigðina. Það fá engin orð lýst því, hversu dásam-
legt það var að vakna á hverjum morgni ótimbraður
og vera ávallt allsgáður, hvað sem að höndum bar.
Þeirri hamingjutilfinningu, sem var þessu samfara,
fá engin orð lýst.“
Samferðarmenn Jónasar tóku smám saman eftir
breytingunni:
„Vinir mínir glöddust yfir breytingunni, en þeim
sem var illa við mig, fannst þetta stómm miður og
þeir byijuðu strax að breiða út þá „skýringu", að ég
mundi vera orðinn hálfgeðbilaður. Ég varð að
segja, að það væri óskandi að „gcðbilurí' sækti sem
flesta heim.“
Jónas tók þá trú Þórðar Sveinssonar að „lægri
vemr“ sæktu að næmgeðja fólki og næðu sambandi
við það.
„Ég tek mig hafa alveg óyggjandi reynslu fyrir
því, bæði úr mínum eigin drykkjuskap og annarra,
sem ég þekki vel, að drykkjuhneigð manna stafi
beinlínis af of nánu sambandi við framliðna menn,
og þó líklega öllu heldur við illar vemr, sem taka á
sig gervi þessa framliðnu auðnuleysingja, - „anda-
vemr vonzkunnar í himingeimnum“, sem Páll post-
uli talar um. - Þessar verur ná svo sterkum tökum á
þeim, sem af einhverjum orsökum em næmir fyrir
slíkum áhrifum, að þær bijóta undir sig viljakraft og
skynsemi mannsins, sem þær ná tökum á, svo að „-
sjálf ‘ hans fær ekki rönd við reist.“
Jónas var þeirrar skoðunar, að aðeins andleg að-
stoð gæti frelsað drykkjumenn undan ágangi hinna
„lágu vera“: „Hin eina ömgga vöm gegn hinum „-
óhreinu" öndum ofdrykkjunnar er vemd og hand-
leiðsla Jesú Krists. Hann ræður yfir þeim undur-
samlega krafti, sem getur fjarlægt þessar óhreinu
vemr, svo að skeyti þeirra - „hin eldlegu skeyti
djöfulsins" - fái ekkert tjón unnið framar."
Síðar átti Jónas oft eftir að tala um „demónana"
og hve nauðsynlegt það væri fyrir ofdrykkjumenn
að halda þeim ffá sér með bæn og hugleiðslu. Þótt
brautryðjendur AA-samtakanna í Bandaríkjunum
tali hvergi um „lágar vemr“ eða „demóna" boðuðu
þeir sömu bataleið og Jónas: Að andleg vakning
sem fengist með bæn og hugleiðslu væri forsenda
þess að ofdrykkjumenn yrðu heilbrigðir að nýju.
Þeir fluttu þann boðskap einnig til trúleysingja og
sögðu þeim, að nóg væri að trúa á mátt sem væri
æðri þeim sjálfum. Margir alkóhólistar, sem telja
sig trúleysingja, hafa yfnfært þessa trú á AA-sarn-
tökin sjálf eða hið góða í manninum og náð bata.
Lykillinn var að trúa „að æðri máttur, máttugri okk-
ar vilja, gæti gert okkur heilbrigð að nýjrí', eins og
segir í öðm reynsluspori AA. Það skiptir því litlu
hvaða límmiðar em settir á áfengissýkina: Púkar,
ofdrykkjuhneigð eða sjúkdómur. Aðalatriðið var að
verða fyrir hinni andlegu vakningu til að öðlast bata
við virkum alkóhólisma og þennan kjama fann Jón-
as Guðmundsson án þess að hafa heyrt urn AA-
leiðina.
Púkaskýringin var því vel nothæf á batabrautinni.
Hitt er annað mál, að persónulegar skýringar Jónas-
ar á drykkjusýkinni og ábendingar hans til bata, svo
sem bænir til Jesú Krists, áttu eftir að einkenna AA-
samtökin á Islandi fyrsta áratuginn er þau störfuðu
og á stöku stað eimir enn eftir að þeim.“