Alþýðublaðið - 21.04.1994, Side 9
Fimmtudagur21. apríl 1994
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9
Krabbameinsfélag Reykjavíkur:
Yill láta ljúka
framkvæmdum
við K-byggingu
Landspítala
Styður frumvarp heilbrigðis-
ráðherra til tóbaksvarnarlaga
Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur telur að
nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um tóbaksvarnar-
lög innihaldi afdráttarlausari reglur en nú eru í lög-
um um rétt fólks til reyklauss andrúmslofts og um tak-
markanir á sölu tóbaks. Fundurinn telur að þessar
reglur og frumvarpið í heild séu mikilvœgt skref til
þess að bœgja frá œsku landsins - og þjóðinni allri -
hœttulegum sjúkdómavaldi og ávanaefni.
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
AÐALFUNDUR
Krabbameinsfélags
Reykjavíkur hvetur
stjórnvöld til að ljúka sem
fyrst framkvæmdum við
K-byggingu Landspítal-
ans svo unnt sé að halda
áfram uppbyggingu
krabbameinslækninga hér
á Iandi eins og fyrirhugað
hefur verið. Fundurinn
lýsir fullum stuðningi við
frumvarp til tóbaksvarn-
arlaga sem heilbrigðisráð-
herra mun leggja fram á
Alþingi innan skamms.
I ályktun fundarins er
bent á að meðal ákvæða
frumvarpsins eru afdráttar-
lausari reglur en nú eru í
lögum urn rétt fólks til reyk-
lauss andrúmslofts og um
takmarkanir á sölu tóbaks.
Fundurinn telur að þessar
reglur og frumvarpið í heild
séu mikilvægt skref til þess
að bægja frá æsku landsins -
og þjóðinni allri - hættuleg-
um sjúkdómavaldi og
ávanaefni.
Krabbameinsfélag
Reykjavíkur hefur í sívax-
andi mæli veitt ráðgjöf og
aðra þjónustu því til undir-
búnings að gera vinnustaði
reyklausa. Haldnir hafa ver-
ið fjölmargir vinnustaða-
fundir að undanfömu og sjö
af tíu reykbindindisnám-
skeiðum félagsins á síðasta
starfsári þess voru gagngert
haldin fyrireinstök fyrirtæki
og stofnanir.
Starf Krabbameinsfé-
lagsins hefur verið bæði
fjölþætt og viðamikið. Um-
fangsmest er tóbaksvamar-
starfið í grunnskólum lands-
ins, sem einkum felst í ár-
legum fræðsluheimsóknum
til nemenda, ellefu ára og
eldri á öllu höfuðborgar-
svæðinu og víðar um land.
Einnig hefur nokkmm hóp-
um nemenda verið veitt að-
stoð við að hætta að reykja.
Þá veitir félagið árlega í
samvinnu við Tóbaksvam-
amefnd öllum reyklausum
8.-10. bekkjum gmnnskóla
viðurkenningu og verðlaun-
ar nokkra þeirra í hverjum
aldursflokki.
Hafin er útgáfa á félags-
bréfi undir nafninu Takmark
en svo hél blaðið sem félag-
ið gaf út um skeið og var
helgað tóbaksvömum í
grunnskólum. Hið nýjaTak-
mark á að færa félagsmönn-
um og fleirum fréttir af
starfsemi, félagsins og aðrar
upplýsingar er varða mál-
efni þess og markmið.
Námstefna
gegn reykingum
í janúar var haldin nám-
stefna með starfsfólki frá
átta heilsugæslustöðvum og
fleirum um aðstoð við fólk
sem vill hætta að reykja,
bæði einstaklinga og hópa.
Fleiri slíkar námstefnur með
heilsugæslufólki eru ráð-
gerðar.
Félagið veitti að venju
nokkra ferðastyrki vegna
funda og ráðstefna erlendis
um krabbamein og krabba-
meinsvamir, og styrkti
nokkra aðstandendur
krabbameinssjúklinga utan
af landi til dvalar í Reykja-
vík meðan á rannsókn eða
meðferð stóð.
Félagið rekur Happdrætti
Krabbameinsfélagsins og
fær frá því stærsta hlutann af
rekstrarfé sínu en hefur jafn-
framt fengið árlegan styrk
frá Reykjavíkurborg. Happ-
drættið kostar einnig að
vemlegu leyti þá skóla-
fræðslu sem önnur krabba-
meinsfélög standa lyrir, auk
þess sem hluti rekstraraf-
gangs rennur til Krabba-
meinsfélags íslands.
Á fundinum minntist
Sigríður K. Lister, for-
maður félagsins, látins
heiðursfélaga, Gísla Sig-
urbjömssonar forstjóra.
Gísli var einn af frum-
kvöðlum að stofnun fé-
lagsins árið 1949 og var
kjörinn heiðursfélagi árið
1974.
Stjóm félagsins er
óbreytt ffá fyrra ári en
hana skipa auk formanns-
ins, Sigríðar K.Lister, þau
Erla Einarsdóttir gjald-
keri, Katrín Fjeldsted
læknir, María S. Héðins-
dóttir skólastjóri, sem
jafnframt er formaður
fræðslunefndar félagsins,
Ólafur Haraldsson aðstoð-
arsparisjóðsstjóri, Sveinn
Magnússon héraðslæknir
og Þórarinn Sveinsson
yfirlæknir. Varamenn em
Guðjón Vilbergsson
læknir, Gyða Baldursdótt-
ir hjúkmnarfræðingur og
Jóhannes Tómasson
blaðamaður. Fram-
kvæmdastjóri félagsins er
Þorvarður Ömólfsson.
Góðkunningi Alþýðublaðsins úr Kópavogi kom í heimsókn
á ritstjórnina fyrir stuttu og sýndi okkur hróðugur rilgerð
tekið fram að foreldrar hennar eru ekki flokksbundnir í
Alþýðuflokknum. Við birtum hér ritgerðina með góðfus>
>egu leyfi - nákvæmlega einsog stólkan skrifaði hana - til að
sýna í raun hversu vel hið íslenska æskufólk fylgist með
stjómmálum.
Jóf\ baldvin.
VinaMr
tó birjaoí &,0leikús 0$ jshbdÁvln.
VaT A& ftjjho Vi/ifrx (M'\kvnr'ikfini>,'rS(fírlþM
rr\il btfi víw ih bjóipA <é mm
Má óyírkpi, rfjíí Vtit tltí oídéM
faeoiiý httfo eruLchfri, ecW k&nsj)
ó&ýth teLótvhA.rn. vií kþlAtf, áfnun
v/iAH ÝdtcK-
ttiúl y£q baf'tf' véfc tfckl friéiéb-
1M1 þétfa. c5c)on^k.<T\áL- het'ftm
trfer bzttn <úi
VV ýlok\li,vT. urn téttcA.,
Gagnkvæm tillitssemi allra vcgfarenda