Alþýðublaðið - 28.04.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.04.1994, Blaðsíða 1
Borgarstjómarkosningamar: Meirihlutínn vfll Reykj avíkuriistann - segir Pétur Jónsson, sem skipar 4. sæti Reykjavíkurlistans, um úrslit skoðanakönnunar DV þar sem listinn fær níu borgarfulltrúa en íhaldið sex „NIÐURSTAÐA skoðana- könnunar DV sýnir að það er af- gerandi munur á fylgi listanna og rífandi gangur hjá Reykjavíkurl- istanum. Það styttist óðum til kosninga og það er ekkert sem bendir til þess að Sjálfstæðis- flokknum takist að snúa þessari þróun við. Framboðin tvö hafa kynnt sig það vel fyrir kjósend- um að þeir hafa gert upp hug sinn. Það fer ekki milli mála að meirihluti kjósenda hafnar áframhaldandi stjórn Sjálfstæð- isflokksins á borginni og vill að Reykjavíkurlistinn taki við,“ sagði Pétur Jónsson í samtali við blaðið, en hann skipar 4. sæti Reykjavíkurlistans. Reykjavíkurlistinn fengi 58,8 prósent atkvæða þeirra sem afstöðu taka til borgarstjómarkosninganna og níu borgarfulltrúa samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar DV sem var birt í gær. Listi Sjálfstæðis- flokksins fengi 41,2 prósent at- kvæða og sex borgarfulltrúa. Reykjavíkurlistinn hefur aukið fylgi sitt um eitt prósent frá könnun DV í mars og listi Sjálfstæðisflokks tapað prósenti. Urtakið í skoðanakönnuninni var 600 kjósendur í Reykjavík og var REYKJAVÍKURLISTAFÓLKIÐágóðan hljómgrunn meðalborgarbúa. „Það erafgerandi munurá fylgi listanna og rífandi gangur hjá Reykjavíkurlistanum. Það styttist óðum til kosninga og það er ekkert sem bendir til þess að Sjálfstœðisflokknum takist að snúa þessari þróun við,“ segir Pétur Jónsson. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason skipt jafnt milli kynja. Spurt var: Hvaða lista mundir þú kjósa ef borgarstjórnarkosningar fæm fram núna? I svömm kjósenda kontu ekki upp aðrir listar en þessir tveir. Þegar litið er á allt úrtakið nú segjast 44,2% mundu kjósa Reykj- avíkurlistann en 31 prósent mundu kjósa D-listann. Oákveðnir em nú 21,5 prósent af úrtakinu sem er 3,3 prósentustigum meira en í skoðana- könnun DV í mars. Þeir sem ekki vilja svara em nú 3,3 prósent úr- taksins sem er 1,3 prósentustigum meira en í könnuninni í mars. Frá því að DV hóf í nóvember að birta skoðanakannanir um fylgi þessara tveggja framboða fyrir borgarstjómarkosningamar í maí hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins alltaf verið undir fylgi Reykjav- íkurlistans. Fylgi D-listans var mest í fyrstu könnun DV í nóvember þegar það var 45,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu. I könnun í janúar var fylgi D-Iista 36,8% í febrúar 36,7%, í mars 42,2% og í apríl 41,2 prósent. Fylgi við sameiginlegt framboð gegn meirihlutanum var 54,5 pró- sent þeiiTa sem tóku afstöðu í nóv- ember. I janúar var fylgið 63,2%, í febrúar 63,3%, í mars 57,8% og í apríl 58,8 prósent. Of mikil áhætta aðtakatflboði Haraldar - segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og neitar óeðlilegum vinnubrögðum við sölu SR-mjöls ÞORSTEINN Pálsson sjáv- arútvcgsráðherra vísar al- gjörlega á bug að óeðlileg vinnubrögð hafi verið viðhöfð við söluna á SR- mjöli. Hann segir að of mikil áhætta hafi verið að taka tilboði Haraldar í Andra og lægra tilboði tekið einfaldlega af því að það hafi vcrið betra boð. Kaupenda- hópurinn sé mjög traustur, eignaraðild dreifð og sölu- verðið hagstætt að mati ráð- gjafanna. Þetta kemur fram í skýrslu ráðherrans til Alþing- is. í gær var birt skýrsla Ríkis- endurskoðunar um sölu ríkisins á SR-mjöli. Eins og fram kom í Alþýðublaðinu í gær gagnrýnir Ríkisendurskoðun sitt hvað varðandi það hvemig staðið var að sölunni og telur að hvomgt tilboðanna í SR-mjöl hafi upp- fyllt skilyrði útboðsins sem fram fór. Vegna þessa hefur sjávarútvegsráðuneytið skrifað Verðbréfamarkaði Islands- banka og Starfshópi um sölu hlutabréfa ríkisins í SR-mjöli bréf þar seni farið er fram á greinargerðir varðandi athuga- semdir Ríkisendurskoðunar. Skýrslu sjávarútvegsráðherra urn sölu ríkisins á hlutabréfum í SR-mjöli var dreift á Alþingi í gær. I skýrslunni er því alfarið hafnað að nokkuð óeðlilegt sé við það hvemig staðið var að sölu hlutabréfanna. Völdu þriðja kostinn I skýrslunni segir að þar sem Haraldur Haraldsson í Andra hafi ekki gefið fullnægjandi upplýsingar varðandi tilboð sitt hafi starfshópurinn um sölu hlutabréfanna átt um nokkra kosti að velja. Einn var að hafna báðunt tilboðunum. Annar var sá að ganga til samninga við að- ila sem sögðust geta greitt 801 milljón króna eftir tvær vikur en höfðu ekki nema að litlu leyti gert grein fyrir öðmm atriðum varðandi kaup sín á félaginu sem þó vom skýrar forsendur sölu af hálfu seljenda. Þriðji kosturinn var sá að ganga til samninga við aðila sem talinn var uppfylla öll skilyrði seljenda fyrir viðskiptunum. Starfshóp- urinn gerði tillögu til ráðherra um síðastgreinda kostinn og féllst ráðherra á þá tillögu. Þann 29, desember voru teknar upp viðræður við hæstaréttarlög- mennina Benedikt Sveinsson og Júnas A. Aðalsteinsson og gerður við þá kaupsamningur um hlutabréfin þann dag. Sölu- verð var ákveðið 725 milljónir króna. ÞORSTEINN PÁLSSON: Kaup- endahópur SR-mjöls er mjög traustur, eignaraðild dreifð og söluverðið hagstœtt að mati ráð- mfa. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Tilboð frá báðum í skýrslu ráðherra segir að ein af þeim spurningum sem óskað er svars við er hvers vegna formgildu tilboði hafi verið hafnað án þess að kanna hvort við það yrði staðið og þess í stað gengið til samninga við aðila sem ekkert tilboð höfðu gert heldur einungis lýst yfir áhuga sínurn á að eignast SR- mjöl. Síðan segir orðrétt: „í spumingu jtessari felst full- yrðing sem ágreiningur er um í dómsmáli sem Haraldur Har- aldsson hefur höfðað gegn ís- lenska ríkinu og fleirum. Þrátt fyrir mismunandi orðalag litu söluhópur og ráðgjafafyrirtæki á bæði þessi bréf sem tilboð að- ila t hlutabréf ríkisins í SR-mjöli hf. Haraldur Haraldsson hafði ekki skilað upplýsingum eins og óskað var eftir með bréfi frá 7. desember síðastliðnum og þær upplýsingar sem hann gaf fram- kvæmdastjóra VÍB í einkavið- ræðum, um væntanlega með- eigendur og fjármögnun hluta- bréfakaupanna reyndust ekki réttar. Haraldi Haraldssyni hafði 17. desember verið tilkynnt að hann hefði ekki sýnt fram á íjár- hagslegan styrkleika sinn og umbjóðenda sinna til að kaupa félagið og tryggja ömggan rekstur fyrirtækisins áfram. Þrátt fyrir það bætli Haialdur ekki úr þeim skorti á upplýsing- um þegar hann skilaði kauptil- boðinu eða þegar honum var ennþá einu sinni gefið tækifæri til þess á fundi í kjölfar opnunar á tilboðum. Með hliðsjón af öllu framansögðu var talið útséð urn að frekari skýringar fengjust. Ahættan af því að taka tilboðinu var því einfaldlega talin of mik- il og það staðfestu athuganir Verðbréfamarkaðar íslands- banka á forsendum þess.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.