Alþýðublaðið - 28.04.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.04.1994, Blaðsíða 5
UMFJÖLLUN eru fyrir því að við myndum ná betri samningi en Noregur við Evrópu- sambandið. Við erum miklu verri við að fást í samningum en Norð- menn. Ekki vegna þess að við sé- uni sérstaklega duglegir heldur er « Fimmtudagur 28. apríl 1994 Klofningur í stjórn- málum Stærsti stjómmálaflokkur á Islandi, Sjálfstæðisflokkur- inn, hefur verið þverklofmn í afstöðu sinni til Evrópusam- bandsins. Jafnaðarmanna- flokkinn, sem hefur verið vinsamlegri í garð Evrópu en aðrir stjórnmálaflokkar á ís- landi, hefur einnig vantað þann pólitíska ki-aft sem þari' til að geta þvingað fram hug- myndina um aðild að sam- bandinu. A meðan hinn íhaldssami Sjálfstæðisflokkur er með 26 af 63 fulltrúum á Alþingi, hafa jafnaðarmenn, sem em samheijar þeirra í ríkisstjóm, einungis 10 sæti á Alþingi. En nú hefur aðalmaður jafnaðarmannaflokksins og formaður hans, það er að segja utanríkisráðherrann, tekið ákvörðun. Það er greinilegt að hann ætlar sér að koma rækilega til skila niðurstöðu sjávarútvegs- samnings Norðmanna við Evrópusambandið og þeim kostum sem sá samningur hefur í för með sér. / Iengum vafa um samning Noregs Jón Baldvin tjáir sig af miklu meira öryggi og festu en Jan Henry T. Olsen um hversu góðum sjávarútvegs- samningi Norðmenn hafa náð. Og menn geta spurt sig að því hvort hann sé ekki mikJu betri en Jan Henry til þess að markaðssetja samn- ing Norðmanna í Noregi! Á íslandi er ekki nokkur vafi á að utanríkisráðherrann er lit- ríkasti stjómmálamaður landsins. Hann nýtur þess að vera úti á meðal fólks, talar mikið og er oft óspar á stór orð. Hann getur bæði sýnt mikla innlifun samhliða því að vera mjög skemmtilegur. Enginn í norsku ríkisstjórn- inni er jafn gamansamur og hann getur verið eða hefur jafn mikla hæfileika til að koma á óvart, en segja má þó að stundum væri betra fyrir Jón Baldvin að vera ekki jafn ákveðinn í ummælum sínum og hann stundum er. Kom norskum samningamönnum úr jafnvægi Honum tókst ömgglega að koma norskum samninga- mönnum úr jafnvægi er hann ræddi við þá um veiðamar í Smugunni. Utanríkisráðherr- ann stýrði íslensku sendi- nefndinni, hann hafði jafnan orð fyrir henni og er aðal- maðurinn á bakvið þá hörðu línu, sem Island hefur valið í þeim samningnum. Nú beinir hann hinni geysimiklu orku sinni að því að kynda undir umræðum um aðild að Evrópusambandinu, sem hefur verið nánast bann- orð að tala um í íslenskum stjórnmálum. Jón Baldvin getur ekki fallist á að þetta verði ekki rætt. Og hann gef- ur greinargóðar skýringar á því hvers vegna umræður um aðild að Evrópusambandinu hafi ekki átt sér stað hingað til. Akvörðun um aðild er pólitísk - Ástæðan fyrir því að við sóttum ekki um aðild að Evr- ópusambandinu samhliða Noregi, Svíþjóð og Finnlandi var að samningurinn um EES þótti nægilega góður að því er viðskipti varðar. Island hefur fengið nærri 100% markaðsaðgang (eða til að vera nákvæmur 96%). Aðild ísland að Evrópusambandinu er fyrst og fremst spuming um pólitísk áhrif annars veg- ar og hins vegar um mögu- leikann á að halda fullveld- inu. - ísland var til skamms tíma nýlenda. Og meðal þjóðarinnar lifir enn minn- ingin um sjálfstæðisbaráttuna sem við unnum fyrir aðeins 50 ámm síðan. Að deila full- veldinu með öðmm innan stærra ríkjasambands er framandi hugmynd í huga flestra Islendinga. - Þar að auki höfum við verið þeirrar skoðunar að sameiginleg fiskveiðistefna Evrópusambandsins væri al- gerlega ósamrýmanleg okkar eigin þjóðarhagsmunum að því er varðar sjávarútveg, segir Jón Baldvin. Vildu sjá hverju Noregur næði fram í samningum Hans eigin skoðun hefur verið sú að Islendingar væm tilneyddir að bíða með um- sókn um aðild. Stjórnvöld þyrftu fyrst að leggja ná- kvæmt mat á þá samnings- niðurstöðu sem hin Norður- löndin og sérstaklega Noreg- ur myndu ná frain. - Eg er þeirrar skoðunar að við myndum ná ennþá betri niðurstöðu en Noregur meðal annars vegna þess að sjávar- útvegur er svo miklu mikil- vægari okkur. Sjávarútvegur vegur uni 20% í landsfram- leiðslu Islands og um 75% til 80% af vömútflutningi Is- lands em sjávarafurðir. - Samsvarandi tölur fyrir Noreg 2% og 6%. Vægi sjáv- arútvegs í Noregi er smá- vægilegt, ekki minnst vegna þess að Noregur er fyrst og fremst olfu- og gasframleið- andi. Jón Baldvin segir að ef niðurstaða norska sjávarút- vegssamningsins væri yfir- færð á íslenskar aðstæður fæli það fsér, að ef Island gerðist aðili á sömu forsend- um myndi landið fá 100% yfirráð yfir fiskveiðum og kvótaákvörðunum í eigin landhelgi. Enginn erlendur fiskveiðifloti sé í dag innan 200 mílna markanna (fyrir utan Færeyinga ffændur okk- ar) og að ekki sé heldur um að ræða virka tvíhliða samn- inga um gagnkvæm fisk- veiðiréttindi við önnur ríki, nema vegna EES. - En það em einnig aðrar ástæður fyrir því að við myndum ná betri samningi en Noregur við Evrópusam- bandið. Við emm miklu verri við að fást í samningum en Norðmenn. Ekki vegna þess að við séum sérstaklega dug- legir heldur er þetta okkar daglega brauð. Það er daglegt brauð fyrir íslenska stjóm- málamenn að standa í samn- ingum ífá klukkan 8 á morgnana og til klukkan 12 á kvöldin. - Það er hefð fyrir því í ís- lenskum stjómmálum að þurfa að semja um alla skap- aða hluti þar sem ísland hef- ur aldrei haft meirihlutaríkis- stjóm sem byggist á einum stjómmálaflokki. Stjómmál á íslandi byggjast því fyrst og ffemst á samningnum. Og þjóðaríþrótt okkar er skák segir Jón Baldvin og er ábúð- arfullur en sposkur á svip. Okkur mun takast enn betur Hann lýsir undmn sinni á því að Noregur skildi ná ’ samningi svona fljótt, sér- staklega í ljósi eigin reynslu af samskiptum við Evrópu- sambandið. Og hann var ekki minna hissa á því, hversu góðri niðurstöðu Norðmenn náðu í sjávarútvegsmálum. - Ef við náum ffam ennþá betri samningum en Norð- menn við Evrópusambandið er ljóst að aðild er ásættanleg fyrir ísland. En við höfum annan möguleika til skoðun- ar: Fríverslunarsamning við Bandaríkin og Kanada, á svipuðum nótum og EES- samningurinn er. Þessi möguleiki er mjög áhuga- verður ekki síst í ljósi þess að mikið af andstöðu íslendinga við Evrópusambandið bygg- ist á því að í augum flestra Is- lendinga virkar Evrópusam- bandið ótrúlega leiðinlegt og að það hafi enga hugmynda- fræði eða ffamtíðarsýn. - Allt sem talað er um í Evrópusambandinu eru tollar og kvótar á smjor og land- búnaðarvörur. I Evrópusam- bandinu virðist enginn leiða hugann að hugmyndafræði- legri umræðu og of mikil hugsun og of mikil orka fer í langvarandi umræður og samninga, næturfúndi um landbúnaðarvandamál og at- riði sem lítilfjörleg mega telj- ast. * Island á möguleika á öðru en aðild að Evrópu- sambandinu - Sá valkostur að standa utan Evrópusambandsins en byggja framtíðina í staðinn á varanlegum EES-samningi sem yrði styrktur með frí- verslunarsamningi við ríki vesturheims hefur marga kosti í för með sér. Með þessum hætti gætum við hafl talsvert frjálsar hendur þann- ig að við myndum komast hjá því að vera bundnir margskonar samningum sem Evrópusambandið hefur gert fram að þessu. Við þyrftum þannig ekki að vera aðilar að hugsanlegu viðskiptastríði við til dæmis Bandaríkin og Japan eða Austur-Asíu. Við gætum einnig byggt upp við- skiptasambönd við Asíuríki á öðmm kjömm. - Við myndum þar að auki ekki verða nauðbeygðir til að taka þátt í gersamlega mis- heppnuðum tilraunum Evr- ópusambandsins til að móta sameiginlega utanríkisstefnu. Eg á ekki von á því að þeim takist betur til á þeim vett- vangi á næstu ámm. Verslun Islands beinist að Evrópu Jón Baldvin segir að þótt honum sjálfum finnist Evr- ópusambandið bæði leiðin- legt og hugsjónafirrt þurfi hann eigi að síður að byggja stefnu sína á staðreyndum, en þær em eftirfarandi: 80% af utanríkisverslun Islands er við lönd Evrópusambandsins. Viðskipti við Bandaríkin hafa minnkað frá því að vera næstum þvf 40% og niður í að vera 10% til 12% af utan- ríkisversluninni. Urvinnsla á sjávarafurðum beinist í auknum mæli að Evrópu. Þvf það em Evrópu- menn sem borða fisk, Banda- ríkjamenn borða hamborgara. Af þessu leiðir að það er orðið mikilvægara fyrir ís- land að hafa góð samskipti við Evrópu, ekki síst á við- skiptasviðinu. Utanríkisráðherrann er þess fullviss að EES-samn- ingurinn muni haldast þó Is- land verði eitt eftir af EFTA- ríkjunum, þótt það verði ein- hverjum vandkvæðum bund- ið að leysa vandamál að því er varðar eftirlit og lausn deilumála. En fyrst og fremst er það markmið Jóns Bald- vins að ná betri aðildarsamn- ingi að Evrópusambandinu en Noregur hefur fengið. Evrópu- sambandið stundar mestar sjóræningaveiðar Þótt Jón Baldvin sé sam- mála Jan Henry T. Olsen um ágæti sjávarútvegssamnings Noregs við Evrópusamband- ið er þó eitt atriði sem hann er mjög ósammála honum um. Það varðar möguleika Evrópusambandsins á að hjálpa Noregi að koma í veg fyrir „sjóræningjaveiðar" á alþjóðahafsvæðum. Ef þessar aðgerðir eiga að felast í því að setja hafnbann á Islenska togara sem fiska í Smugunni vísar Jón Baldvin til upp- ninareglna í EES-samningi íslands. Allur afli í íslenskum fiskiskipum á að hafa aðgang að Evrópska markaðnum og brot á þeim reglum mundu verða tekin mjög alvarlega. - Evrópusambandið stend- ur sjálft fyrir verstu sjóræn- ingjaveiðum í heimi, meðal annars undan ströndum Kan- ada. Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í fyrra um úthafs- veiðar lagðist Evrópusam- bandið gegn alþjóðlegum reglum af því tagi sem ísland myndi vilja sjá. Við viljum að það eigi sér stað stýring á úthafsveiðunum. - Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að veiðamar í Smugunni verði ekki til frambúðar. Þegar okkur hef- ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 ur tekist að fá samþykktar al- þjóðlegar reglur, verða út- hafsveiðiþjóðir háðar samn- ingum við strandríkin um kvóta á fiskistofnum, sem stýrt er af þeim. Eg hef hins vegar sjálftir trú á því að ís- land og Noregur gætu orðið sammála um tvíhliðasamning um Barentshafið, áður en al- þjóðlegar reglur verða sam- þykktar, segir Jón Baldvin. Hingað til hefur þó viljann vantað í Noregi. ísland aðib að Svalbarða- samningnum Jón Baldvin telur það al- farið sök Norðmanna að ekki hafi átt sér stað frekari samn- ingaviðræður um Smugu- vandamálið. Sem svar við spumingu um hvort ísland hafi ekki breytt stefnu sinni hvað varðar stjómun fiski- stofna svarar Jón Baldvin því til að það verði meira að marka það sem íslenskir full- trúar segja og gera á ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um úthafsveiðar, en það sem nú á sér stað í Smugunni. Islenski utanríkisráðherr- ann spyrðir síðan saman sjónarmið Islands varðandi vemdarsvæðið við Svalbarða og fiskveiðar Islands í Smug- unni. - Við getum ekki fallist á þann algjöra yfirráðarétt sem Norðmenn gera kröíú til varðandi hafsvæðin í kring- um Svalbarða og þar af leið- andi viðurkennum við ekki norskan einkarétt á 200 mílna landhelgi í kringum eyjamar. Mikilvæg ástæða fyrir þessu sjónarmiði okkar er að Nor- egur vill ekki semja við okk- ur um Smuguna, segir Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra. Skömmu íyrir páska ákvað fslenska ríkisstjómin að land- ið myndi gerast aðili að Sval- barðasamningnum. Þessa ákvörðun hljóta norsk stjóm- völd að skilja sem greinilegt merki þess að ísland ætli að taka harðari afstöðu varðandi þjóðréttarleg álitamál er snert geta Svalbarðasvæðið. Sem fullgildur aðili að Svalbarða- samningnum mun Island taka virkari þátt í þeirri umfjöllun sem verður um vemdarsvæði í kringum Svalbarða í fram- tíðinni. Hinn íslenski utanríkisráð- herra lætur ekkert uppi um hvemig íslensk stjómvöld hyggjast haga málum til að ná því markmiði sínu að öðl- ast fiskveiðiréttindi í Barents- hafi. „Við getum ekki fallist á þann al- gjöra yfirráðarétt sem Norðmenn gera kröfu til varðandi hafsvæðin í kringum Svalbarða og þar af leið- andi viðurkennum við ekki norsk- an einkarétt á 200 mílna landhelgi í kringum eyjarnar. Mikilvæg ástæða lyrir þessu sjónarmiði okk- ar er að Noregur vlll ekki semja við okkur um Smuguna.“ „Mikið af andstöðu Islendinga við Evrópusambandið byggist á því að í augum flestra íslendinga virk- ar Evrópusambandið ótrúlega leiðinlegt og að það hafi enga hug- myndafræði eða framtíðarsýn. Allt sem talað er um í Evrópusam- bandinu eru tollar og kvótar á smjör og landbúnaðarvörur. Of mikil hugsun og of mikil orka fer í langvarandi umræður og samn- inga, næturfundi um landbúnað- arvandamál og atriði sem lítilfjör- leg mega teljast.“ Nú beinir hann hinni geysimiklu orku sinni að því að kynda undir umræðum um aðild að Evrópu- sambandinu, sem hefur verið nán- ast bannorð að tala um í íslensk- um stjórnmálum. Jón Baldvin get- ur ekki fallist á að þetta verði ekki rætt. „Aðild Island að Evrópu- sambaitdinu er fyrst og fremst spurning um pólitísk áhrif annars vegar og hins vegar um möguleik- ann á að halda fullveldinu. Island var til skamms tíma nýlenda. Og meðal þjóðarinnar lifir enn minn- ingin um sjálfstæðisbaráttuna sem við unnum fyrir aðeins 50 árum síðan. Að deila fullveldinu með Öðrum innan stærra ríkjasam- bands er framandi hugmynd í huga flestra íslendinga.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.