Alþýðublaðið - 28.04.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.04.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ______________UMFJÖLLUN________________ Norska l>laðið Fiskiirai inn jón Baklvin Hanniliabstjn iitanríkisráðherra: Fimmtudagur 28. apríl 1994 Jón Baldvin tjáir sig af miklu meira öryggi og festu en Jan Henry T. Olsen um hversu góðum sjávarútvegs- samningi Norðmenn hafa náð. Og menn geta spurt sig að því hvort hann sé ekki miklu betri en Jan Henry til þess að markaðssetja samning Norðmanna í Noregi! Á Islandi er ekki nokkur vafi á að utanríkisráðherrann er litríkasti stjórnmálamaður landsins. Hann nýtur þess að vera úti á meðal fólks, talar mikið og er oft óspar á stór orð. Hann getur bæði sýnt mikla innlifun samhliða því að vera mjög skemmtilegur. Enginn í norsku ríkisstjórninni er jafn gamansamur og hann getur verið eða hefur jafn mikla hæfileika til að koma á óvart, en segja má þó að stundum væri betra fyrir Jón Baldvin að vera ekki jafn ákveðinn í ummælum sínum og hann stundum er. í FISKAREN, norsku blaði um sjávarútvegsmál, 8. apríl síðastliðinn, er myndskreytt opnuviðtal við utanríkisráðherra Islands, Jón Baldvin Hannibalsson. Höfundur er Ketill Falch; sem kom í kynnisferð til Is- lands í hópi norrænna blaðamanna, þar sem þeir fengu meðal annars blaða- mannafund með Jóni Bald- vini í Norræna húsinu. Við- talið er ítarlegt og á köflum fjörlegt og á ekki síður er- indi við íslenska Iesendur en norska. Alþýðublaðið birtir því hér lauslega þýð- ingu á viðtalinu: Reykjavík. „Kæra Gro, enn ein gullverðlaun fyrir Noreg“, skrifaði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra íslands í skeyti til for- sætisráðherra Noregs þegar sjávarútvegslausnin í samn- ingunum við Evrópusam- bandið var í höfn. Nafntog- aðasti jafnaðarmaður á ís- landi fann ástæðu til að líkja niðurstöðu sjávarútvegs- samnings Norðmanna við ár- angur norskra íþróttamanna á Ólympíuleikunum í Lille- hammer. Hvað forsætisráð- herra Noregs Gro Harlem Brundtland finnst um þessa samlíkingu vissi íslenski utanríkisráðherrann ekki hér um daginn. Jón Baldvin er þeirra skoð- unar að Noregur hafí fengið sjávarútvegssamning við Evrópusambandið þar sem Evrópusambandið hafi gefið eftir mikilvæg grundvallarat- riði í sinni fiskveiðistjómun. Hann segir að eftirgjöf Evr- ópusambandsins gagnvart Noregi muni leiða til þess að sameiginleg fiskveiðistefna Evrópusambandsins muni breytast í grundvallaratriðum miðað við stefnu sambands- ins nú. Utanríkisráðherra Islands lýsir með eftirfarandi hætti hvers vegna hann er þeirrar skoðunar að samningur Norðmanna feli í sér jákvæð- ar niðurstöður umfram það sem hann hafði búist við: Noregur ræður kvótanum - Þegar mat er lagt á nið- urstöður sjávarútvegssamn- ings Noregs við Evrópusam- bandið er fyrsta spumingin eftirfarandi: Hver ber ábyrgð á úthlutun fiskveiðikvótanna í framtíðinni? Að forminu til Evrópusambandið. I raun munu norsk stjómvöld, í samráði við norska sérfræð- inga f sjávarútvegsmálum, ákveða heildarkvótana í norskri lögsögu. - Svo er næsta spuming: Mun Noregur eftir sem áður ákveða kvótana sem landið hefur haft innan eigin lög- sögu. Svarið er já, segir Jón Baldvin. Hann vísar til þess að Norðmenn fiski rúmlega 95% af öllum fiskveiðikvót- um innan norskrar lögsögu. Noregur hafi tvíhliða samn- inga við nokkur ríki og að Noregur hafi sarnið um sér- staka fiskveiðiniðurstöðu í samningum um Evrópska efnahagssvæðið (sem fól í sér framsal á þorskkvóta úl Evr- ópusambandsins). Hafa ekki gefið neitt eftir - Eftir samningana í Bms- sel er staðan gjörbreytt. Norðmenn hafa í reynd ekk- ert gefið neitt nýtt efúr og munu áfram fiska um 95% af heildarveiðikvóta. Noregi hefur tekist að fá þessa niður- stöðu á gmndvelli þeirrar meginstefnu Evrópusam- bandsins að byggja fiskveið- ar á „hlutfallslegum stöðug- leika" en þessi stefna er án tímamarka og verður þar af leiðandi áfram við lýði. - Þriðja spumingin varðar það hvort Noregur fái einka- rétt á að fiska innan 12 mílna. Já, það mun Noregur fá. Og Evrópusambandið hefur gef- ið yfirlýsingu um að svo muni einnig verða eftir árið 2002. Þessi yfirlýsing hefur mikið pólitískt vægi. Evrópu- sambandið getur ekki komið eftir á og sagt nei, við meint- um þetta ekki. Norðan við 62. breiddargráðu - Svo er það stóra spum- ingin: Hvað gerist norðan við 62. breiddargráðu? Mun stjómunarkerfi Noregs fyrir þetta svæði halda áfram eða mun Evrópusambandið taka yfir og breyta fiskveiðistjóm- uninni? Jón Baldvin svarar sinni eigin spumingu með því að Evrópusambandið taki form- lega séð yfir fiskveiðistjóm- unina í allri norskri fiskveiði- lögsögu. En hann bætir við að Evrópusambandið hefi gefið yfirlýsingar um að það muni miða stjómun sína við norska stjómunarkerfið. Og Jón Baldvin undirstrikar að Evrópusambandið hafi að þessu leyú gefið mjög eftir gagnvart gmndvallarreglum sínum í reynd. - Fimmta spuming mín, segir Jón Baldvin, er hvort Noregur fái tollfrían aðgang með sjávarafurðir sínar? Svarið verður já. Noregur fær 100% tollfrían aðgang að markaðnum strax. Sú stað- reynd að hugsanlega megi setja takmarkanir á útflutn- inginn á 8 tegundum fyrstu Ijögur árin skipú litlu máli í því stóra samhengi sem samningurinn felur í sér. Borguðu fyrir ísland Jón Baldvin spyr hvort Noregur hafi borgað of mikið verð fyrir sjávarútvegssamn- inginn? Hann kemst að þeirri niðurstöðu að við, Norð- menn, höfum ekki borgað neitt miðað við fyrra gildandi hlutfall heildarkvóta og mið- að við það, sem við urðum að greiða fyrir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. I þessu sambandi vill hann þakka Noregi fyrir að hafa borgað fyrir ísland, að hluta, við inngöngu í Evrópska efnahagssvæðið. - Hafa svo Spánn og Portúgal náð fram því sem þau vildu í sambandi við inn- göngu Norðmanna í Evrópu- sambandið? Nei, þeir náðu næstum engu fram, sérstak- lega miðað við það að kröfur þeirra voru himinháar í upp- hafi. - Og hvað með erlendar fjárfesúngar í norskum sjáv- arútvegi? Evrópusambandið hefur ákveðna grundvallar- stefnu að þessu leyti en Nor- egi tókst að fá sérstaka yfir- lýsingu sem felur í sér að rétturinn til fjárfesúnga í fisk- veiðiflotanum er tengdur norskum hagsmunum og að það sé mikilvægur þáttur samningsins, undirstrikar utanríkisráðherra íslands, Jón Baldvin Hannibalsson. - Noregur hefur náð miklu betri sjávarútvegssamningi við Evrópusambandið en ég hefði þorað að trúa að væri raunhæít, sérstaklega að því er varðar fiskveiðar. Ef Is- land hefði samið um aðild í þetta sinn líka, er ég viss um að við hefðum náð ennþá betri niðurstöðu. Eg trúi því einnig að það muni gerast ef við setjumst niður og semj- um við Evrópusambandið. Þetta segir utanríkisráð- herra íslands, Jón Baldvin Hannibalsson. En honum er fullljóst að Evrópusambandið mun væntanlega ekki taka við nýjum umsóknum um að- ild fyrr en 1996. Fram að þeim tíma hefur hann hugsað sér að koma af stað alvarlegri umræðu um stöðu Islands gagnvart Evrópusambandinu, jafnvel þótt hann þyrfti að standa í því einn. Jón Baldvin leggur áherslu á að ef þjóðin kæmist að neikvæðri niður- stöðu um aðild, þá vissu að minnsta kosú Islendingar, hvers vegna þeir hefðu ákveðið að segja nei. Jón Baldvin vill skoða möguleikann áaðild * Islands að Evrópu- sambandinu ísland er aðili að EES- samningnum en aðild að Evr- ópusambandinu hefur ekki komist á dagskrá enn. ís- lenskir alþingismenn hafa aldrei kannað af alvöru hvaða hag Island kynni að hafa af fullri aðild. En í síðasta mán- uði fól ríkisstjómin hópi há- skólamanna og sérfræðinga á mismunandi sérsviðum að kanna allar mögulegar afleið- ingar þess að Island yrði aðili að Evrópusambandinu. Margir Islendingar vilja meina að nú sé ú'mi úl kom- inn að stjómvöld taki af al- vöm á málinu. Talsvert margir em þeirra skoðunar að íslenskir stjómmálamenn hafi sýnt fádæma pólitískan hei- gulshátt varðandi spuming- una um aðild að Evrópusam- bandinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.