Alþýðublaðið - 28.04.1994, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3
Fimmtudagur 28. apríl 1994
FRÉTTIR
Neytendasamtökin:
Komið verði í veg fyrir
STJÓRN Neytendasam-
takanna hefur samþykkt
ályktun þar sem þess cr
krafist af stjórnvöldum að
þau komi í veg fyrir verð-
hækkanir á kjöti sem og
öðrum brýnustu (ífsnauð-
synjum. Eðlilegt sé að
stjórnvöld gæti þess að farið
sé eftir samkeppnislögum
og þeim sjónarmiðum sem
liggja að baki þeirri laga-
setningu. Samráð kúa- og
svínabænda til að ná fram
verðhækkun á framleiðslu
sinni sé andstætt nútíma
sjónarmiðum um eðlilega
markaðsstarfsemi.
„Framleiðendur nauta- og
svínakjöts hafa gripið til sam-
ráðs og samkeppnishamla í
því skyni að ná fram verð-
hækkun á framleiðslu sinni.
Eðlileg viðbrögð af hálfu
Neytendasamtakanna væru
að hvetja neytendur til að
hætta að kaupa þessar kjötteg-
undir.
Slík krafa er hins vegar
ekki sanngjöm f ljósi þess að
kjötframleiðendum er mis-
munað og að neyslustöðvun
rnyndi einungis leiða til sölu-
aukningar hjá samkeppnisað-
ila sem er valdur að því að
kjötverð er hér það hæsta sem
þekkist," segir í ályktun
stjómar Neytendasamtak-
anna.
Nautakjöt látið
skemmast í frysti
I ályktuninni segir að það
sé alvarlegt mál að nauta-
bændur hækki verð á nauta-
kjöti með því að taka stóran
hluta kjötbirgða af markaði
og láta þær skemmast í frysti-
geymslum í stað þess að
bjóða neytendum þær á hóf-
legu verði.
Þá er minnt á að Neytenda-
samtökin haft markað sér þá
stefnu að eðlilegt sé að ís-
lenskur landbúnaður hafi for-
gang og ekki verði um óheft-
an innflutning á búvörum að
ræða fyrst um sinn. Neyt-
endasamtökin geti hins vegar
ekki unað því að hagsmunir
neytenda séu virtir að vettugi.
Að undanfömu haft kaup-
máttur rýmað og atvinnuleysi
aukist. Fjárhagsstaða heimil-
anna haft því breyst til hins
verra. Við sltkar aðstæður sé
enn brýnna en ella að stjóm-
völd gæti hagsmuna almenn-
ings og stuðli að lækkun
vömverðs, sérstaklega á þeim
vömtegundum sem em al-
mennt dýrari hér en þekkist
annars staðar.
Borgarstjóm:
Geinargerð sem greitt var
fyrir finnst ekki - Ami
Sigftísson kaDar fyrirspumir
,jllar mamioröstflögiir“
Greinargerð um ráðgjöf Ingu Jónu Þórðardóttur finnst ekki
- Borgarfiilltrúar minnihlutans í borgarstjóm vilja fá nánari
vitneskju um viðskipti borgarinnar við Stjómunarfélagið
undanfarin tvö ár. Ami Sigfiísson var framkvæmdastjóri
Stjómunarfélagsins á umræddu tímabili
ar í rekstri. Þá vil ég benda
borgarstjóra á að hjá hinum
ýmsu stofnunum og fyrir-
tækjum borgarinnar er oft
leitað til sérfræðinga eða
verktaka sem ávallt ljúka
vinnu sinni með því að
senda álitsgerðir. Við þetta
svar borgarstjóra verður því
ekki unað.“
Árnispurður
spjörunum úr
A þessum sama borgar-
ráðsfundi lögðu Guðrún Óg-
mundsdóttir, Sigrún Magn-
úsdóttir, Guðrún Ágústs-
dóttir og Guðrún Jónsdóttir
borgarfulltrúar fram svo-
fellda fyrirspum og óskuðu
efúr skriflegu svari:
„Hvaða stofnanirog fyrir-
tæki borgarinnar hafa keypt
námskeið af Stjómunarfé-
lagi íslands á síðastliðnum 2
ámm og hver hefur verið
kostnaður þessara aðila
vegna þeirra?"
Ámi Sigfússon, sem var
framkvæmdastjóri Stjómun-
arfélagsins á umræddu ú'ma-
bili, segir í bókun vegna fyr-
irspumarinnar að hann muni
sérstaklega óska efúr að
þessari upplýsingasöfnun
verði hraðað úl að „hrekja
illar mannorðsatlögur"
borgarfulltrúanna fjögurra.
GREINARGERÐ sem
Ingu Jónu Þórðardóttur
var greitt fyrir úr borgar-
sjóði á árinu 1992, var ekki
lögð fram í borgarráði í
vikunni, þrátt fyrir marg-
ítrekaðar kröfur Sigrúnar
Magnúsdóttur borgarfull-
trúa þar um. Árni Sigfús-
son borgarstjóri lagði
fram almenna bókun um
vinnu Ingu Jónu en tillög-
ur hennar og greinargerð
komu hins vegar ekki
fram.
I bókun Sigrúnar Magn-
úsdóttur segir að orð Áma
um að engin greinargerð sé
til um vinnu Ingu Jónu
stangist á við orð hennar
sjálfrar sem lýsú því yfir í
blaðaviðtali að hún hafi af-
hent fyrrverandi borgar-
stjóra „grcinargerð" um
störf sfn. Síðan segir í bókun
Sigrúnar:
„Eg tel mig vera að sinna
starfi mínu sem borgarráðs-
maður, þegar ég óska eftir
gögnum sem unnin em fyrir
yfirstjóm borgarinnar. Ég
minni enn á að borgarráð fer
með framkvæmdastjóm
borgarinnar ásamt borgar-
stjóra og eigum við því sama
rétt til að kynna okkur tillög-
ur sem leiða kunna úl betri
stjómarhátta eða hagræðing-
ARNISIGFÚSSON stendur í ströngu í borgarstjórn þessa dagana,
bœði vegna eifiðleika við að svara fyrirspurnum um athafnir sjálf-
stœðismanna í starfi og eins vegna fyrirspurna um námskeið sem
borgin haji keypt af Stjórnunarfélaginu, sem hann var einmitt
framkvœmdastjóri hjá.
Jaftiaðarmenn!
1.MAÍ
Baráttuhátíð
íNaustinu
Alþýðuflokksfélögin í Reykjavík
standa íyrir baráttuhátíð í Naustinu
við Vesturgiitu í tílefiii af alþjóðlegum
baráttudegi verkalýðsins, 1. maí.
Ávörp! Tónlist! Kaffiveitingar!
Hátíðin hefst strax að loknuni
útífúndi verkalýðsfélaganna.
SKOKK
Skokknámskeið Námsflokka Reykjavlkur hefjast á ný 2. maí nk.
og stánda fram að Reykjavíkurmaraþoninu í lokágúst. Námskeið-
ið verður haldið á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum.
I boði verða byrjendanámskeið (kl. 19.00-20.30) og framhalds-
námskeiö (kl. 17.00-19.00). Á námskeiðunum verður boöið upp
á þrekmælingar, æfingaáætlanir, upphitun, teygjur, fyrirlestra og
þrekleikfimi.
Kennari: Jakob Bragi Hannesson.
A&setur er f Miðbæjarskólanum að Frikirkjuvegi 1.
Upplýsingar og innritun verður til 2. mal á skrifstofu Námsflokka
Reykjavíkur, s. 12992 og 14106. Þátttökugjald er kr. 8.000.